Morgunblaðið - 27.07.1999, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.07.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 31 KVIKMYMHR lláskólabíó FUCKING ÁMÁL Leikstjórn og handrit: Lukas Moodysson. Aðalhlutverk: Rebecca Liljeberg og Alexandra Dahlström. Memfis 1998. „UNGLINGAMYNDIR eru svo uppörvandi. Þótt þær séu vitlaus- ar, er gaman að horfa á þær og maður er í góðu skapi eftir mynd- ina,“ segja ungmeyjarnar sem vinna með mér. Það er eflaust satt. En það var líka löngu kominn tími til að gera góðar unglingamyndir, þar sem vandamál þeirra eru tekin alvarlega og þeim gerð skil á raun- Sumartón- leikar í Isaqarðar- kirkju SUMARTÓNLEIKAR verða í ísa- fjarðarkirkju miðvikudagskvöldið 28. júlí kl. 20.30. Það er gítarleikar- inn Arnaldur Arnarson, sem flytur þar forvitnilega efnisskrá, íslensk þjóðlög í útsetningu Jóns Ásgeirs- sonar, svítu eftir J.S. Bach og þekkt gítarverk eftir spænsk tón- skáld. Arnaldur Arnarson fæddist í Reykjavík árið 1959. Hann stund- aði gítarnám í Svíþjóð og Reykja- vík, en framhaldsnám í Manchester og á Spáni. Amaldur hefur unnið til fjölda viðurkenninga, m.a. fyrstu verðlaun í „Fernando Sor“ gítarkeppninni í Róm árið 1992. Hann hefur haldið fjölda tónleika í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku og víða í Evrópu, auk þess sem hann hefur margoft komið fram á íslandi, m.a. með Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit íslands. Arnaldur hefur búið í Barcelona frá árinu 1984 og kennir þar gítarleik við Luthier-tónlistar- skólann. Hann hefur haldið nám- skeið víða um heim. Tónleikarnir á miðvikudaginn eru haldnir í samvinnu Tónlistarfé- lags Isafjarðar og ísafjarðarkirkju og njóta stuðnings Félags ís- lenskra tónlistarmanna. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr. ---------------- Lesið úr ljóðum V-Islendinga SR. Bjöm Jónsson les úr ljóðum Vestur-íslendingsins Sigurðar Júl- íusar Jóhannessonar, læknis í Kanada, úr nýlegu safnriti sínu. Síðan mun Tryggvi V. Líndal mannfræðingur greina frá rann- sóknum sínum á skáldskaparferli Amalíu Líndal, sem var rithöfund- ur fyrst í Bandaríkjunum, síðan á íslandi og loks í Kanada. Dagskráin er á vegum Vináttufé- lags Islands og Kanada og verður flutt í stofu 102 í Lögbergi, Há- skóla íslands, miðvikudaginn 28. júlí, kl. 20. Öllum er frjáls aðgang- ur. slim-line" dömubuxur frá gardeur Uðuttrv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 LISTIR Bannað að vera öðruvísi sæjan hátt, líkt og gert er í mynd- um fyrir alveg fullvaxið fólk. Lukas Moodysson, sem hér tekur af skarið í þeim efnum, er greini- lega í sambandi við raunveruleik- ann. í myndinni segir frá Agnesi vandaðri og skapandi stelpu sem er að tryllast á því að eiga enga vini í smábænum Ámál þar sem hún hefur búið í tvö ár. Elin er hins vegar svakagella og margir skotnir í henni. Hún er alltaf að skemmta sér en þolir samt ekki til- breytingarleysi bæjarins og félag- anna og óttast tilgangslaust lífið þar. Þegar Agnes og Elin kynnast, tekur líf þeirra beggja óvænta stefnu. í flestum bandarískum bíó- myndum um unglinga er það aOtaf sama yfirborðskennda sagan; ann- aðhvort ertu töffari eða lúði. Flott- ur eða hallærislegur. Og ef maður er lúði eru allir vondir við mann og helst af öOu langar mann til að vera flottur, og yfirleitt tekst að lokum að láta þá flottu taka sig í sátt. En hvers vegna að láta fólk með afskræmd persónugOdi segja sér hvernig maður á að vera? Moodysson vísar öllu slíku á bug í þessari faOegu og raunsæju kvik- mynd sem lýsir því hvernig tvær ólíkar stelpur, ein flott og hin haO- ærisleg í augum félaganna, berjast fyrir því að fá að vera þær sjálfar. Einnig fjallar hann um samkyn- hneigð á mjög eðlilegan hátt. Sam- kynhneigðar persónur eru býsna oft í bíómyndum annaðhvort sem skemmtatriði eða vandamálapakki. í „Fucking Ámál“ er samkyn- hneigt fólk eins og það er í alvör- unni. 00 efnistök eru mjög raunsæ. Leikstjórinn skefur ekki utan af hlutunum, myndin er á köflum mjög átakanleg, fuO af mannlegum breyskleikum; grimmd og niður- lægingu. Drykkjasamkvæmum unga fólksins er lýst nákvæmlega eins og þau eru; frekar ósmekkleg og ekki eitthvað sem foreldra lang- ar að vita af. í samræmi við efnistök er kvik- myndatakan hrá og allir aukaleik- ararnir eru gjörsamlega óreyndir, en standa sig samt ótrúlega vel, eða eru kannski bara þau sjálf. Að- alleikkonurnar Rebecca Liljeberg og Alexandra Dahlström hafa þeg- ar reynslu af leik og þær eru ein- staklega heOlandi. Sérstaklega er Dahlström, sem leikur Elinu, alveg framúrskarandi í hlutverki sínu, hreint geislandi. Lukasi Moodyssyni tekst að gera hráan raunveruleikann helm- ingi fallegri og meira hrífandi en aðrar yfirborðskenndar unglinga- myndir í rósrauðum umbúðum. „Fucking Ámál“ er svo sannarlega góð kvikmynd og tímamótamynd á marga vegu. Og af innlifunarópum vinnuskólakrakkana sem sáu myndina með mér að dæma, kunna unglingar svo sannarlega að meta hana líka. Hildur Loftsdóttir Tjaldaðu því um helgina! besta Regn- og öndunarfatnaður, stuttbuxur, stuttermaskyrtur, bolir, buxur, tæknilegur fatnaður, gönguskór, sandalar, bakpokar o.íl 20% afsláttur af regnfatnaði og anorökkum 4^Columbia v Sportswear Company® - fötin ífríið HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL — Skeifunni 19 - S. 568 1717- Opið mánud,- föstud. ki. 9 18, laugard. kl. 10 - 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.