Morgunblaðið - 27.07.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.07.1999, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Heyrnarlausir í vor sem leið gafst níu kennurum við Vesturhlíðarskóla í Reykjavík kostur á að heimsækja nokkra skóla fyrir heyrnarlausa í Bandaríkjunum. Einn þeirra er Gallaudet-háskólinn í höfuðborginni en þar stunda liðlega 2000 heyrnarlausir og heyrnarskertir stúdentar nám. Tveir íslendingar eru þar á meðal. Heymar- lausir geta allt nema heyrt • Eitt stærsta gagnasafn um menn- ingu, sögu og kennslufræði heyrnar- lausra og heyrnarskertra. # Táknmálskennarar fara á milli heim- ila í Maryland-ríki og kenna fjölskyld- unum táknmál. ÁSKÓLINN í Gallau- det er eini háskóli heyrnarlausra í heimin- um. Hann var stofnaður á seinni hluta síðustu aldar og er nafn hans sótt til frumkvöðuls í heyrnleysingjakennslu frá þeirri öld, Thomasar Hopkins Gallaudet. Á sjötta tug námsleiða eru í boði við skólann. Allir nemendur skól- ans eru annað hvort heyrnarlausir eða heyrnarskertir, sem og 35% af kennurunum. I Gallaudet er að finna eitt stærsta gagnasafn um menningu, sögu og kennslufræði heymarlausra og heyrnarskertra. Islensku kennaramir fengu al- úðlegt viðmót hvarvetna sem þeir komu og segja þeir að heimamenn hafi haft mikinn áhuga á að fræða þá sem best um málefni heymar- lausra. Uppreisn nemenda bar árangur Þótt fólk með skerta eða enga heyrn sé alla jafna ekki hávaða- samt geta kröfur þess vissulega orðið háværar. I sal háskólans eru nú geymdir munir og aðrar upplýs- ingar um sögu heyrnarlausra, þar á meðal frá uppreisn sem nemend- ur skólans gerðu fyrir ellefu árum. Heyrandi kona var þá ráðin í stöðu rektors og tveimur hæfum, heyrn- arlausum umsækjendum hafnað. Stúdentar mótmæltu ákvörðun stjórnarinnar en þegar formaður skólanefndarinnar lét þau orð falla að heyrnarlausir væru ekki tilbúnir að taka að sér leiðtogastarf í heimi hinna heyrandi var teningunum kastað. Margra áratuga reiði heyrnarlausra blossaði upp, nem- endur sögðust hvorki þurfa hjúkr- unarfræðing né mömmu til að gæta sín og kröfðust þess að ráðning rektors yrði endurskoðuð. Mót- mæli stúdenta stóðu yfir í eina viku og vöktu þau mikla athygli í Bandaríkjunum. Stúdentarnir kröfðust þess m.a. að ráðinn yrði heyrnarlaus rektor, heyrandi skólanefndarformaður skyldi víkja og að meirihluti fulltrúa í skóla- nefnd skyldi vera heyrnarlaus. Farið var að kröfum stúdentanna og dr. I. King Jordan, heyrnarlaus umsækjandi, ráðinn rektor. Hann er fyrsti heyrnarlausi rektor skól- ans. Segja kennararnir að þar með hafí nýr kafli hafist í sögu heyrnar- lausra í heiminum öllum. I skólanum er, að sögn kennar- anna, vítt til veggja og hýbýli opn- ari en gengur og gerist. Á þetta jafnt við um elstu byggingarnar sem þær yngstu. Eins og gefur að skilja þarf skóli ætlaður heyrnar- skertum og heyrnarlausum að vera snr Nordiska hálsovárdshögskolan Nordiska hálsovárdshögskolan (NHV, Norræni heilbrigðis- háskólinn) hefur langa reynslu af kennslu og rannsóknum á sviði heilbrigðisvisinda og er leiðandi á sinu sviði á Norður- löndunum. Hér i einstöku umhverfi, á háskólalóðinni við Nya Varvet í Gautaborg, skapast góð skilyrði fyrir námsmenn úr ólíkum starfshópum innan heilbrigðisgeirans. Námskeið sem byrja haustið 1999 Ath! Umsóknarfrestur til 15. mars 1999 • Heilbrigðisvísindi D (10 p) • Nútímaviðfangsefni í næringarfaraldsfræði (2,5 p) • Heilsuefling (5 p) • Heilbrigði á alþjóðavettvangi (5 p) • Heilbrigði aldraðra (2,5) • Mat á heilbrigðisþjónustu og heilsuhagfræði (2,5 p) • Lyfjafaraldsfræði (2,5 p) • Salutogenesis — frá kenningu til framkvæmdar (2,5 p) • Faraldsfræði, framhaldsáfangi (5 p) • Eigindleg rannsóknaraðferðafræði (2,5 p) • Eigindleg aðferðafræði, framhaldsáfangi (2,5 p) • Þýðing kynjamunar fyrir heilbrigði og sjúkdóma (2,5 p) • Heilbrigðisþjónusturannsóknir og þróunarvinna (2,5 p) Viltu vita meira um skólann og námskeiðin okkar? Skoðaðu heimasíðuna okkar www.nhv.se eða fáðu upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá NHV, Box 12133, S-402 42 Göteborg fax 004631691777, sími 004631693900, netfang: reception@nhv.se ATHUGIÐ! NÁMSSKRÁIN FYRIR ÁRIÐ 2000 ER KOMIN! Morgunblaðið/Sigurjóna Sigurbjömsdóttir EYRÚN Ólafsdóttir, kennari við Vesturhlíðarskóla, svarar spurningum nenienda í Maryland School for the Deaf í Frederick í Maryland. I þessum bekk er íslenskur nemandi, Sign'ður Vala Jónsdóttir. Vegginn í skólastof- unni hafa nemendumir fóðrað með pappír. Greinilegt er á mynstrinu hvaðan þau hafa fengið innblásturimi. ÞRIR íslenskir nemendur stunda nám við skólana sem kennararnir heimsóttu. Lengst til vinstri er Kristinn Jón Bjarnason sem hefur stundað nám í tölvunarfræðum og hyggur á frekara nám í hagfræði við Gallaudet- háskólann. Þá koma Eyrún Ólafsdóttir og Jóhanna Þórðardóttir, kennarar, og Haukur Vilhjálmsson sem nemur táknmálsfræði við Gallaudet. Sigríður Vala Jónsdóttir og móðir hennar, Sigurveig Jónsdóttir, eru næstar og þeim á vinstri hönd eru síðan Jóhanna Jónsdóttir, þroskaþjálfi við Vesturhlíðarskóla, og Erlingur Ellertson. Erlingur rekur, ásamt eiginkonu sinni, Gistiheimili Þórhildar og Erlings og hjá þeim hjónum bjuggu kennararnir í góðu yfírlæti meðan á dvöl þeirra í Bandaríkjunum stóð. þannig hannaður að móðurmál þeirra, táknmálið, sjáist. Veffang Gallaudet-háskólans er http://www.gallaudet.edu. Enska og amerískt táknmál jöfnum höndum Islensku kennararnir fóru einnig í ríkisrekinn skóla, Maryland School for the Deaf, í Frederick í Mary- land-ríki. Um 300 heymarlausir nemendur á aldrinum 0-22 ára stunda nám við skólann og segja kennararnir að gagnstætt því sem gerist í öðrum skólum fari nemendum fjölgandi ár frá ári. Æskilegt þykir að kennarar heyrnarlausra séu jafnmargir heyrandi sem heyrnarlausir og er það svo við þennan skóla. Skóla- stjórinn hefur heyrn en fræðslu- stjóri skólans ekki. Hvar sem kom- ið er talar fólk saman á táknmáli. Ef að garði ber gest, sem ekki talar táknmál, eru enska og táknmál töl- uð jöfnum höndum. Túlkar voru einnig tiltækir ef með þurfti. Kennararnir íslensku segja að heimsóknin hafi heppnast afar vel, þrátt fyrir óvæntar uppákomur á borð við sprengjuhótun og bruna- æfingu. „Tveir íslenskir heyrnarlausir kennarar, sem jafnframt kunna amerískt táknmál, voru með í för- inni. Til að spara okkur tíma og túlkun bárum við upp spurningar okkar á íslensku táknmáli, sem þeir síðan túlkuðu yfir á amerískt táknmál. Gestgjafar okkar sögðust aldrei, í langri sögu skólans, hafa fengið hóp í heimsókn sem hefði haft með sér heyrnarlausan túlk en að þetta skyldu þeir svo sannarlega taka upp!“ segja kennararnir. „Allt innra skipulag skólans fannst okkur til mestu fyrirmynd- ar,“ segja íslensku kennararnir. „Fyiár sex árum tók skólinn upp námskrá heyrandi skóla. Áður hafði hún aðeins verið höfð til við- miðunar. Sömu kröfur eru gerðar til nemendanna og í öðrum skólum og gangast þeir undir sömu sam- ræmdu prófín og heyrandi jafn- aldrar þeirra. Kennarar geta því alltaf gengið að fyrirfram ákveðnu námsefni sem lagt er fyrir sér- hvern árgang nemenda og árangur nemendanna síðan metinn á ákveð- inn hátt. Þannig er samfella og ákveðið öryggi i öllu skólastarf- inu,“ segja þeir. Kennari sem hefur störf við skól- ann í Frederick en kann ekki tákn- mál fær túlk sér til aðstoðar í tvö ár, auk þess sem honum er kennt málið. Að tveimur ánmum liðnum á hann að vera orðinn fær um að kenna sjálfur á táknmáli án aðstoð- ar túlksins. Forréttíndi bókasafnsvarðar Skólamenn við skólann í Freder- ick hafa ekki ástæðu til að kvarta undan auraleysi, að sögn íslensku gestanna. Sagði skólastjórinn, Chad Baker, að velgengni í skóla- starfinu væri ávísun á meira fé. Kennt er í 9 vikna tímabilum og námsárangur metinn að hverju þeirra loknu. Raðað er í bekki eftir aldri og þess gætt að aldrei sé meira en eitt aldursár milli bekkj- arfélaga. „Aðstaðan í skólanum vakti sér-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.