Morgunblaðið - 27.07.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 27.07.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 33 MENNTUN ELSTU nemendurnir í skólanum í Frederick í bókmenntatíma. Hér Iæra þau um Júlíus Sesar. Nemendumir lásu tæplega 30 bókmennta- verk yflr veturinn. staka athygli okkar, t.d. íþóttasalir, 100 sæta samkomusalur og sund- laug sem hvert bæjarfélag á Is- landi væri fullsæmt af,“ segja kennararnir. „Athygli vakti að börn allt frá 6 ára aldri læra listasögu. Nemendur nálgast hana í gegnum eigin mynd- sköpun með þeim hætti að þeir mála verk í anda þeirra listamanna sem þeir læra um hverju sinni. Bókasafn skólans er líka ein- stakt. Nemendur geta unnið þar sjálfstætt við lestur eða tölvuvinnu og fengið aðstoð hjá starfsmanni safnsins, sem virtist líta á starf sitt sem forréttindi." Öflug þjónusta Sérstök fjölskyldufræðsludeild er við skólann. Markmið hennar er að ná til barnanna og foreldra þeirra strax eftir að heymarskerðing eða heymarleysi greinist. Nú er farið að heymarmæla öll nýfædd börn í Maryland-ríki og ekki látið nægja að mæla þá sem teljast í áhættu- hópi. Engin áhætta felst í mæling- unni sjálfri og hún er gerð án þess að bömin séu svæfð. Starfsmenn fjölskyldufræðslu skólans hafa sam- band við foreldra þeirra bama sem mælast með skerta heym og bjóða þeim fræðslu og stuðning og þeim er boðið upp á táknmálskennslu. Öll þessi þjónusta er fjölskyldunum að kostnaðarlausu. „Að mati starfsmannanna er afar mikilvægt að nota máltökuskeið bamanna sem best þar sem vitað er að böm, sem ekki hafa eignast mál við þriggja eða fjögurra ára aldur, dragast í þroska aftur úr jafnöldr- um sínum sem annað hvort tala tungumál eða táknmál. Táknmáls- kennarar fara á milli heimila í Mar- yland-ríki og kenna fjölskyldunum táknmál. Mál bamanna er örvað í gegnum leik og þar sem foreldramir em bestu kennarar bama sinna er lagt mikið upp úr góðri samvinnu við þá. Einnig er höfð samvinna m.a. við leikskóla og félagsþjónustu um allt ríkið til að þróa og koma á sem bestri þjónustu við bömin frá því þau fæðast til 5 ára aldurs," segja kennaramir. Að sögn íslensku kennaranna hafa rannsóknir sýnt fram á að börnum, sem eiga þess kost að taka þátt í fjölskyldufræðslunni, fer mikið fram, raunar svo að þau standa gjaman jafnfætis heyrandi börnum í málþroska þegar þau byrja í skóla. „Fræðslustjórinn í skólanum í Frederick, James E. Tucker, sagði okkur að þegar fréttist af heyrnar- skertu bami í fylkinu væri fyrst spurt hvort það hefði eitthvert mál en ekki hversu mikil skerðingin væri.“ segja kennararnir. Þá væri ekki spurt um hversu slæm heym- in væri þegar bam byrjaði í skól- anum heldur hvor skynjunin væri sterkari, sú sjónræna eða sú heymræna. „Hann sagði okkur sögu af mjög greindum, heyraar- skertum dreng sem var 13 ára þeg- ar hann kom í skólann. Hann hafði áður verið í heyrandi skóla, þar sem honum gekk svo illa að hann kunni hvorki að lesa né skrifa. Það verður ekki hægt að bæta honum upp þessi ónýttu ár og möguleikar hans til framhaldsmenntunar eru mjög takmarkaðir. Tucker lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að heyrandi og heyrnarlausir ynnu saman hlið við hlið, segja kennar- amir, til að koma í veg fyrir slys sem þetta. Bestur árangur næðist með samvinnu. „Við höfum flestar kennt heyrn- arlausum og heyrnarskertum börn- um lengi og getum því borið saman aðstöðuna hér heima og í Mary- land. Samanburðurinn er dapurlegur fyrir okkur en dapurlegast er þó að vita til þess að margir af helstu kostum Maryland-skólans eru at- riði sem við hér á Islandi höfðum en höfum glatað,“ segja kennaram- ir. Nefna þeir í þvi sambandi lög um Heymleysingjaskólann, sem ekki era lengur í gildi en gerðu heymarlaus böm skólaskyld frá fjögurra ára aldri. Heyrnarlaus böm em að jafnaði lengur að læra að lesa en heyrandi böm og vom skólaárin fram að sex ára aldri not- uð til að gefa þeim forskot í lestr- amáminu. MARKMIÐEE) er að búa þátttakendur undir nám við leikskólaskor KHÍ.t Nám fyrir leiðbeinendur LEIKSKÓLAR Reykjavíkur og Símenntunarstofnun Kennarahá- skóla íslands hafa gert með sér samning um sérhæft nám fyrir leiðbeinendur í leikskólum. Meg- inmarkmið námsins er að búa þátttakendur undir nám við leik- skólaskor KHÍ. Námið, sem hófst í febrúar siðastliðnum, er ætlað starfsfólki í' leikskólum sem hef- ur langa starfsreynslu og hefur lokið 230 stunda samnirigsbundn- um námskeiðum. AIls bárust 58 umsóknir en 30 þátttakendur voru teknir inn. Verkefnisstjóri var ráðinn í byij- un árs 1999 og námið hófst með tveggja daga námsdvöl að Varmalandi í Borgarfirði um miðjan febrúar. I námi þessu er lögð sérstök áhersla á þær náms- greinar sem nýtast við leikskóla- kennaranám. Sem dæmi má nefna leikskólafræði, fagorða- forða í ensku og Norðurlanda- málunum, ritun og upplýsinga- tækni. Áætlað er að námið verði alls 400 kennslustundir og að því Ijúki í desember 1999. Fyrri hluta námsins Iauk nú í lok mai. 1800 cc, ii2 hestafla vél • Viðarinnrétting Álfelgur • Vindkljúfur • ABS • Loftpúðar Fjarstýrðar samlæsingar • Þjófavörn og margt fleira PEUGEOT L4ún 4 vejinufl v*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.