Morgunblaðið - 27.07.1999, Page 43

Morgunblaðið - 27.07.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 það, ég fór heim með þessum ókunna manni. Það fyrsta sem að við heyrðum voru hljóðin í kon- unni sem var komin með léttasótt en lítill snáði um það bil þriggja ára stóð skelfingu lostinn úti í horni. Mér sjálfri leist ekki heldur á blikuna, snéri mér að drengnum og sagði „Heyrðu Pétur, nú förum við í strætó til Reykjavíkur og fá- um okkur ís.“ Upp frá þeirri stundu höfum við Pétur verið perluvinir. Og ekki aðeins hann, öll fjölskyldan hefir verið meðal nánustu og tryggustu vina okkar fram á þennan dag. Þegar svo að því kom að ég gekk sjálf í hjóna- band var manni mínum strax tekið eins og hann væri einn af fjöl- skyldunni. Maðurinn sem leiddi mig heim til sín þennan sólskins- dag, var Hans Lindberg Andrés- son. Hann hafði komið til íslands frá Færeyjum rúmlega tvítugur að aldri til þess að vinna að starfi sínu sem skipasmiður. Unnusta hans Ala, sat í festum heima í Færeyjum ein fjögur ár, kom síð- an á eftir honum hingað, þau gengu í hjónaband árið 1946, settu saman heimili og hafa átt hér heima æ síðan. Hans Lindberg var snillingur í höndunum. Fyrst byggði hann fal- lega íbúð handa fjölskyldunni og svo síðar þegar fjölskyldan stækk- aði, reisti hann glæsilegt einbýlis- hús. En það var sama hvort húsa- kynnin voru smá eða stór, hvar- vetna kom fram handlagni og list- fengi þeirra hjóna beggja, því að eins og hann var afburða smiður, þá var Ala framúrskarandi hús- móðir og mikil hannyrðakona. Þau prýddu heimili sitt með eigin verkum, útskornum vegglömpum, borðum og skápum, smíðuðum og mótuðum af Hans og veggmynd- um, dúkum, púðum, postulíns- styttum og ýmsum öðrum munum sem Ala vann, jafnframt því að annast þeirra stóra heimili og barnahóp, en alls eignuðust þau hjónin sjö börn. Það ríkti mikil gleði við komu hvers bams og það var gaman að heimsækja þau og stóra barnahópinn þeirra, sem öll urðu vinir okkar. En lífið er ekki alltaf dans á rósum og það var sárt að upplifa með þeim veikindi og missi Erlu litlu, fjórða barnsins í hópnum. En Guð gaf þeim lítinn dreng nokkrum mánuðum síðar og þá ríkti mikill fögnuður. Og tíminn leið, skin og skúrir skiptust á, en þó voru gleðistundirnar miklu fleiri og ætíð var vináttan hin sama. Þegar maðurinn minn andaðist voru Hans og Ala stödd í útlönd- um. Við komuna til landsins óku þau beina leið heim til mín til þess að deila sorginni með mér og drengjunum, en andlátsfréttin hafði borist þeim á heimleiðinni. Okkar sorg var þeirra sorg , eins og gleði okkar hafði verið þeirra gleði. Bömin okkar bundust vin- áttuböndum þegar í bernsku og þau vara enn og tengjast nú þegar nýrri kynslóð. Að koma til Hans og Ölu, var eins og að koma heim, slík var hlýj- an í viðmóti þeirra. Hans glaður og reifur, svolítið stríðinn, en jafnan skemmtilegur og Ala með út- breiddan faðm gestrisninnar. Sam- fylgd Hans og Ölu hefur nú varað í rösklega hálfa öld. Missir Ölu er því mikill. Auðvitað kemst enginn maður svo langa leið án þess að eitthvað gefi á bátinn, en þau öxl- uðu saman byrðamar, eins og þau deildu með sér gleðistundunum. En Ala er ekki ein þótt Hans njóti ekki lengur við. Börnin og barnabörnin standa við hlið henn- ar og veita henni styrk á allan máta. Hans Lindberg naut krafta sinna, andlegra og líkamlegra lengur en margur annar. Stundaði sund og lifði heibrigðu lífi. Hin allra síðustu ár var þó sem honum þyngdist nokkuð fóturinn, en hann lét það lítt á sig fá og hélt háttum sínum með glaðværð og spaug- semi þegar fundum bar saman. Siðustu mánuðirnir voru honum erfiðir, en hinsta legan var ekki löng. Hann andaðist sunnudaginn 18. júlí sl. Og nú hefir hann kvatt okkur maðurinn sem vatt sér að föður mínum á götu endur fyrir löngu og bað hann að útvega sér barns- fóstm, en sem varð einn af okkar bestu vinum á lífsleiðinni. Það er ekki sjálfgefið að eiga vini um áratugabil án þess að nokkru sinni beri skugga á. I mínum huga er þessi löngu liðni sólskinsdagur einn af happadögum lífs míns. Það var gott að ganga veginn með Hans Lindberg og fjöldskyldu hans. Við þökkum Hans fyrir samfylgdina og vottum Ölu og fjöldskyldu hennar innilegustu samúð. Megi allar góðar vættir vera með þeim í framtíðinni. Kristjana H. Guðmundsdóttir (Gógó) Gylfi, Ásgeir Valur og fjölskyldur. GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR + Guðrún Gísladóttir fæddist á Hóli á Bíldudal 29. mars 1928. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Suðurlands 18. júlí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Hrunakirkju 24. júlí. Þegar ég heyrði lát Guðrúnar Gísladóttur á Laugum, eða Gunnu frá Fossi eins og við kölluðum hana hér, kom upp í huga mér fallegt minningarbrot. Það var einn af þessum fallegu dögum sem festast svo vel í vitund manns, sól og blíðviðri. Um morgun- inn hafði verið smalað til aftektar í Tungumúla þar sem ég átti heima, féð var komið í réttina og fólk um það bil að hefjast handa við aftektina, þegar við sjáum til mannaferða af Fossheiði, sem var nokkuð fjölfarin ferðamannaleið milli Arnarfjarðar og Barðastrandar í þá daga. Tungumúli stendur undir heiðinni að sunnan en Norðurfoss að norðan. Milli þessara bæja var alltaf góður kunningsskap- ur. Þegar ferðamaðurinn nálgaðist, kom í ljós að þetta var Gunna á Fossi með tvo til reiðar. Eftir að hafa heils- að bregður hún sér inn fyrir réttar- vegginn, dregur upp vasahníf og byijar að taka af, með þaulvönum handtökum og miklu kappi og þannig hélt hún áfram til kvölds. Ekki hafði hún nú komið alla þessa leið til að hjálpa okkur við aftektina, sem hún hefði þó verið vís til, heldur var hún að sækja piltinn sinn, hann Einar á Laugum, sem var á leiðinni vestur með rútunni. Rútan kom á tilsettum tíma, lagt var á hestana og haldið af stað norð- ur. Sólin roðaði himininn yfir Amar- býlisdalnum, ég stóð og horfði á eftir þeim þar sem þau riðu samhliða útyf- ir Stekkjarmýrina og áfram upp Leikvöllinn þar til þau hurfu mér sjónum, - ung og ástfangin inn í vor- nóttina. Einar og fjölskylda. Við hjónin vottum ykkur dýpstu samúð, guð styrki ykkur í sorg ykkar. Minningin um dugmikla rausnarkonu mun lifa. Bríet Böðvarsdóttir, Seftjörn. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Bróðir minn, SIGGEIR ÓLAFSSON, Sólheimum 35, lést á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, föstudaginn 9. júlí síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram. Kærar þakkir færi ég þeim, er sýndu mér og öðrum aðstandendum samúð og hlýhug við fráfall hans. Jón Ólafsson. + Systir mín og frænka okkar, OKTAVÍA LEVORÍUSARDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, mánu- daginn 19. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til fyrrum starfsfólks á Skjaldar- vík og starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Hlíð fyrir einstaka umönnun. Rósa Levoríusardóttir, börn og tengdabörn. + Kær systir okkar, GUÐNÝ ÞORKELSDÓTTIR frá Arnórsstöðum, síðast til heimilis í Safamýri 51, Reykjavík, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 24. júlí. Jarðarförin ákveðin síðar. Systkini hinnar látnu. + Móðir okkar, GUÐRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR frá Króki, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn 24. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Haraldur Bjarnarson, Ólafur Bjarnarson. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT ÁSMUNDSDÓTTIR, Jökulgrunni 4, Reykjavík, sem andaðist fimmtudaginn 22. júlí, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 28. júlí kl. 13.30. Garðar Víborg, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, INGVELDUR HALLMUNDSDÓTTIR, Þingvallastræti 29, fyrrum húsfreyja á Arnarhóli, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 24. júlí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 30. júlíkl. 10.30. Kristinn Sigmundsson, Hörður Kristinsson, Sigrún Sigurðardóttir, Magnús Kristinsson, Birgitte Kristinsson, Hallmundur Kristinsson, Anna Lilja Harðardóttir, Kristin Örn Kristinsson, Lilja Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA HERBERTSDÓTTIR, áður til heimilis að Álftamýri 48, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 28. júlí kl. 15.00. Herbert Árnason, Herdís Magnúsdóttir, Ólafía Árnadóttir, Reynir Olsen, Hertha Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, TÓMAS KRISTÓFER HALLDÓRSSON, Heiðargerði 65, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju í dag, þriðjudaginn 27. júlí, kl. 13.30. * Jóna Tryggvadóttir, Einar Breiðfjörð Tómasson, Elísabet Þórdís Harðardóttir, Alda Breiðfjörð Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.