Morgunblaðið - 27.07.1999, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 27.07.1999, Qupperneq 48
þriðjudagur 27. júlí 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA liðið með verðlaun sín. Frá vinstri eru ísak Örn Sigurðsson, Guðmundur Hall- dórsson, Sigurbjörn Haraldsson, Guðmundur Gunnarsson, Páll Þórsson, Frímann Stefáns- son, Ómar Olgeirsson, Stefam'a Skarphéðinsdóttir framkvæmdastjóri Bridssambandsins og Kristján Kristjánsson forseti BSÍ. Morgunblaðið/Sverrir SÆNSKU Nordurlandameistararnir í eldri flokki með sigurlaun sín. O HELLUSTEVPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykfavlk Síml: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellusteypa.is EKKI MISSA AF ÞESSU! VERSLUNIN HÆTTIR! 0P(0 Sunnudag Nl. 13 * 17 09-20 ALLT k l& SELJA5J' Timberfand^ BRIDS lleykjavík NM UNGMENNA Norðurlandamót ungmenna í brids var haldið í Reykjavík dagana 19-24. júní. Mótsblaðið og aðrar upplýsing- ar er að fmna á Netinu og er slóðin: http://www.islandia.is/-is- bridge/Nordurlandamot/Isl/juni- or.html SVÍAR urðu Norðurlandameistar- ar ungmenna 25 ára og yngri í móti sem haldið var í Reykjavik í síð- ustu viku. Danir urðu Norður- landameistarar spilara 20 ára og yngri. íslenska liðið, sem leiddi eldri flokkinn lengi vel, missti fót- anna undir lok mótsins og var í 5. og neðsta sæti þegar einum leik »öar ólokið, en vann góðan sigur á Finnum í síðustu umferð og Island hreppti brons- verðlaunin í eldri flokki tryggði sér þriðja sætið. í yngra flokki endaði íslenska liðið hins vegar í 4. og neðsta sæti. Keppnin í eldri flokki var jöfn og spennandi allan tímann og fjögur af fímm liðum skiptust á um að hafa forustu. íslendingar leiddu mótið fyrstu fjórar umferðimar en misstu forustuna þá í hendur Finna sem héldu henni næstu tvær umferðir. Þá tóku Danir við og höfðu forustu næstu þrjár umferðir en Svíar komust upp að hlið þeirra eftir 9. umferð og náðu henni loks einir í 10. og síðustu umferð. Þetta var lokastaðan: Svíþjóð 169 Danmörk 167 ísland 150 Finnland 150 Noregur 143 íslenska liðið fékk 3. sætið þar sem það hafði betur í innbyrðis viðureignum við Finna. íslenska liðið náði eins og áður sagði ekki að fylgja eftir góðri byrjun á mótinu en niðurstaðan var viðunandi í ljósi þess að einungis einn liðsmaðurinn, Sigurbjörn Haraldsson, hefur tekið þátt í slíku móti áður. Aðrir í liðinu voru Guðmundur Halldórsson, Guðmundur Gunnarsson, Ómar 01- geirsson, Páll Þórsson og Frímann Stefánsson. ísak Öm Sigurðsson var fyrirliði. Sænsku Norðurlanda- meistararnir heita Fredrik Nyström, Peter Strömberg, Hen- rik Noberius, Tobias Tömqvist, Magnus Melander og Tommy Jansson. í yngra flokki höfðu Danir for- ustu mestallt mótið og voru ömgg- ir sigurvegarar. íslenska liðið varð í 4. og neðsta sæti en í því hafði að- eins annað parið, Ingvar Jónsson og Ari Már Arason spilareynslu. Hitt parið, Sigurður Jón Björg- vinsson og Ásbjörn Bjömsson, var búið til með skömmum fyrirvara. Liðið tapaði enda flestum leikjum sínum en náði inn á milli að stríða hinum liðunum. Þetta var lokastaðan: Svíþjóð 169 Danmörk 180,5 Svíþjóð 167,5 Noregur 100 ísland 80 Mótið var einnig reiknað út sem tvímenningur og þar vom Guð- mundur og Ómar efstir af íslensku pömnum, í 8. sæti af 23. Arni Már og Ingvar voru í 11. sæti, Guð- mundur og Sigurbjörn vora í 16. sæti og Frímann og Páll í 17. sæti og Sigurður og Ásbjörn í 23. sæti. Það vekur athygli af ekkert ís- lensku paranna fímm kemur frá Reykjavík. Flestir eru spilararnir Norðlendingar en tveir eru Sunn- lendingar og em skráðir í bridsfé- lögum á þeim svæðum þótt sumir þeirra spili reglulega í Reykjavík. Sveinn Rúnar Eiríksson var keppnisstjóri mótsins, Stefanía Skarphéðinsdóttir var mótsstjóri og Guðmundur Páll Amarson og Aðalsteinn Sveinsson sáu um móts- blaðið. ^mb l.is ALLTA/= eiTTH\SA£} l\IÝTT Djúp svíning misheppnaðist íslendingar töpuðu báðum leikj- unum fyrir Svíum í eldri flokki. Þeir græddu þó vel á þessu spili í fyrri leiknum: Vestur gefur, AV á hættu. Norður ♦ 95 VDG4 ♦ D1074 *ÁKD4 Vestur Austur ♦ G6 ♦ D102 VK8632 VÁ9 ♦ 985 ♦ ÁG63 ♦973 + G652 Suður ♦ ÁK8743 V1075 ♦ K2 ♦ 108 Við annað borðið opnaði Nyström á 1 grandi í norður og Strömberg í suður stökk beint í 4 spaða. Þetta er eðlilegur lokasamn- ingur en nánast vonlaus. Þó kvikn- aði smá von þegar Guðmundur í vestur spflaði út laufi. Væri hann að spila út frá laufagosa var nú hægt að fá fjóra laufaslagi og henda báðum tíglunum heima nið- ur, svo Strömberg bað um lítið í borði. Ómar fékk því óvæntan slag á laufagosann og vömin fékk síðan fjóra slagi til viðbótar, 2 niður. Við hitt borðið gerðu Frímann og Páll sér lítið fyrir og sögðu 3 grönd í NS. Þeim samningi var ekki hægt að hnika eins og spilið lá og ísland græddi því 11 stig. Einspilið brást Þetta var mikið sveifluspil í flest- um leikjum: Norður gefur, NS á hættu Vestur AK98642 V105 ♦ KD105 ♦9 Norður ♦ ÁDG10753 V- ♦ 63 ♦ 10873 Austur ♦ - V 932 ♦ D9842 ♦ D6542 Suður VÁKDG8762 ♦ Á5 +ÁKG Norður opnaði víðasthvar á 3 spöðum og eftir pass austurs átti suður leik. Það er hægt að teikna upp ýmsar norðurhendur þar sem 13 slagir eru öruggir en það er nær ómögulegt að komast að því í sögn- um og suðurspilararnir stukku flestir einfaldlega í 6 hjörtu. Nokkrir austurspilarar dobluðu þennan samning til að biðja um spaða út en vesturspilaramir vissu að suður átti ekki marga spaða. Valið virtist því standa milli tveggja útspila: tígulkóngsins sem dugar eins og spilið er; og laufaní- unnar sem kann að vera eina út- spilið sem hnekkir slemmunni ef austur á ásinn og getur gefið stungu til baka. í raun er laufaút- spil það eina sem gefur slemmuna og hún vannst við fjögur borð en tapaðist við fjögur. Guðm. Sv. Hermannsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.