Morgunblaðið - 27.07.1999, Page 49

Morgunblaðið - 27.07.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚLÍ 1999 49 Góður árangur Helga Ass og Róberts í Tékklandi ÞAK-OG VEGGKLÆÐNINGAR Upplýsingasimi Veiðimannsins GRÆN LÍNA SKAK I'ardubice, Tékklandi OPNA TÉKKNESKA MEISTARAMÓTIÐ 16.-24. júlí 1999 HELGI Áss Grétarsson endaði hálfum vinningi á eftir efstu mönn- um á opna tékkneska meistaramót- inu og fékk 6)4 vinn- ing í níu skákum. Þessi árangur þýðir að Helgi hækkar um átta stig fyrir frammistöðuna og hefur nú hækkað um 22 stig frá því stiga- listi FIDE kom út í byrjun mánaðarins, en þá var hann með 2.521 stig. Stiga- hækkun Helga frá áramótum er með ólíkindum, en hann hefur bætt við sig 84 stigum. Arangur Róberts á tékkneska meist- aramótinu var einnig mjög góður og mun betri en búast mátti við miðað við styrkleika andstæðing- anna. Hann hlaut 5'A vinning og bætir við sig 22 stigum fyrir mótið. I síðustu umferð mótsins mætti Helgi Ass rússneska stórmeistar- anum Ratmir Kholmov og gerði jafntefli. Þótt nafn Kholmovs heyr- ist sjaldan nefnt núorðið, þá er hann enginn aukvisi og margir frægir skákmeistarar hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir honum, þar á meðal Tigran Petrosian, Robert Fischer og Gary Kasparov. Honum hefur ekld gengið eins vel í viður- eignum sínum við íslenska skák- meistara, en hann hefur áður teílt við Guðmund Sigurjónsson (Tbilisi, 1974), Jón L. Árnason (Sochi, 1988), Helga Ólafsson (Sochi, 1988) og Karl Þorsteins (Varsjá, 1989). Ollum þessum skákum lauk með jafntefli. Róbert sigraði ítalska alþjóðlega meistarann Gulio Borgo í síðustu umferð. Helgi Áss lenti í 8.-21. sæti á mótinu og varð langefstur á Bucholz-stigum í þeim hópi. Ró- Róbert Harðarson bert varð í 38.-65. sæti. Efstir á mótinu urðu: 1. Valery Neverov SM 7 v. 2. Konstantin Chemyshov AM 7 v. 3. Valerij Popov AM 7 v. 4. Ruslan Sherbakov SM 7 v. 5. Milos Jirovsky AM 7 v. 6. Vladimir Dimitrov SM 7 v. 7. Zbynek Hracek SM 7 v. 8. Helgi Áss Grétarsson SM 6V2 v. o.s.frv. Alls tóku 260 skákmenn þátt í efsta riðli mótsins þar sem þeir Helgi og Róbert tefldu. Þar af voru 23 stórmeistarar, 58 alþjóðlegir meistarar, 4 kvennastórmeistarar og 5 alþjóðlegir meistarar kvenna. Meðalstigin voru 2.328, en meðal- stig 10 stigahæstu voru 2.562. I heild tóku 1.535 skákmenn frá 35 löndum þátt í öllum skákmótum hátíðarinnar. Keppendur voru á aldrinum 6 til 87 ára. Til saman- burðar má geta þess að árið 1990, þegar mótið fór fram í fyrsta sinn, voru þátttakendur 40. Signrbjörn í fimmta sæti Þegar ein umferð er eftir á fyrsta White Rose skákmótinu í Wakefield á Englandi er Sigur- bjöm Björnsson í fimmta sæti með fjóra vinninga. Keith Arkell hefur þegar tryggt sér sigur á mótinu, er með IV2 vinning og er tveimur vinningum á undan Valer Krutti, sem er í öðm sæti. Jonathan Rowson skoskur meistari Skoska meistaramótið fór fram í 106. skipti dagana 17.-25. júlí í Ge- orge Heriot skólanum í Edinborg. Jonathan Rowson varð Skotlands- meistari og náði jafnframt þriðja stórmeistaraáfanga sínum. Þar með eiga Skotar þrjá stórmeistara. Neil Berry náði áfanga að alþjóð- legum meistaratitli. Röð efstu manna varð þessi: 1. Jonathan Rowson 7 v. 2. Aaron Summerscale 7 v. 3. Paul Motwani 6 v. 4. Neil Berry 5)4 v. o.s.frv. Þátttakendur vom 20. Tefldar voru 9 umferðir. Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Flækjufrítt kasthjól! Auðveldari og skemmtilegri veiði Hugsaðu þérveiði án þess að línan fiækist á veiðihjólinu! ABU-Garcia kynnir nýja Ambassadeur 5600AB, fyrsta flækjufría kasthjólið í heiminum. í kasti stjórnar stýrikerfi keflinu og kemur í veg fyrir yfirspólun sem valdið getur flækjum á línu. Ambassadeur 5600AB er ótrúlega einfalt í meðförum og gagnast því bæði byrjendum og reyndum veiðimönnum sem gera kröfur um vönduð tæki. Viljir þú njóta góðra stunda við ár eða vötn án skaprauna af hvimleiðum flækjum þá er Ambassadeur 5600AB rétta veiðihjólið. Myndbandsspóla með íslenskum texta fylgir hverju hjóli. Á spólunni eru sýndir helstu kostir hjólsins. Ambassadeur 5600AB fæst í öllum helstu veiðivöru- verslunum landsins. Viðgerðamóttaka á ABU-Garcia veiðihjólum er í Útilífi og Vestur- röst «Vbu Garcia for life.. SUMARTILB0D Rauðarárstíg 16, Sími 561 0120. ÍSVAL-BOKGA\ rrln HOFÐARAKKA 9. I 12 HrYK.JAVÍK Veiðimaðurinn SIMI 537 8750 FAX 587 8751 FRÉTTIR Gönguferð í Viðey í kvöld GÖNGUFERÐIN í Viðey í kvöld hefst kl. 19.30 við kirkjuna er ferj- an Maríusúð leggst að. Leiðin ligg- ur austur fyrir gamla túngarðinn og meðfram honum út á norður- strönd eyjarinnar og er stígnum þar fylgt vestur. Gengið er um Norðurklappir þaðan sem gott út- sýni er yifir byggðina norðan Kollafjarðar, til fjallahringsins og við réttar aðstæður, allt vestur á Snæfellsnes. Farið er fram hjá Eiðishólum þar sem sjá má fallegar stuðla- bergsmyndanir, um Eiðið með tjörnunum þremur og allt vestur að Nautshúsum þar sem finna má forvitnilega áletrun á steini með ártalinu 1821. Á þessum slóðum getur að líta eitt af súlnapörum þeim sem listamaðurinn Richard Serra setti upp árið 1990. Gangan tekur innan við tvo tíma og göngufólk er minnt á að hafa góðan búnað. Göngurnar í Viðey eru raðgöngur í fimm áföngum. Sá sem gengur þá alla fær gott yfirlit um það sem er að sjá í þessari söguríku eyju og næsta nágrenni hennar. Gjald er ekki annað en ferjutollurinn, 400 kr. fyrir full- orðna og 200 kr. fyrir böm. Sumarferð Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur SUMARFERÐ Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur verður far- in laugardaginn 14. ágúst næstkomandi. Farið verður um byggðir suðurnesjamanna og nokkrir áhugaverðir staðir heimsóttir. Allir alþýðuflokksfélagar em velkomnir sem og aðrir pólitískir bandamenn. Skrán- ing er á skrifstofu Alþýðu- flokksins. opið á laugardögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.