Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 i ur sagt í fjölmiðlum, að hún fái ekki fyrirgreiðslu í Byggðastofnun,“ sagði Gunnar. ,Atvinnuástandið hér hefur verið gott og fáir verið á atvinnuleysis- skrá, en það myndi heldur breytast ef starfsmennimir sjötíu misstu all- ir vinnuna. Það fengju nú ekki allir vinnu aftur, maður sér helst fyrir sér að fólk yrði að flytja af staðnum og byrja upp á nýtt einhvers staðar annars staðar. Maður vonar að það rætist úr þessu, en fjölskyldan virð- ist harðákveðin í að hætta þessum rekstri," sagði Gunnar. Eysteinn Guðvarðarson er að vinna í saltfiskverkun Sæunnar Ax- els ehf. „Mér líst ekki vel á að eng- inn kvóti skuli vera eftir í byggðar- laginu. Ef af þessum uppsögnum verður er ekkert fyrir fólkið að gera annað en að flytja í burtu,“ sagði Eysteinn. Verðum að nýta auðlindina Gunnar Gunnarsson, starfsmaður Olíudreifingarinnar, sagði að núver- andi ástand væri ekkert nýtt, hér hefði fiskvinnslufyrirtæki verið lok- að áður. „Ég veit ekki mikið um þennan byggðakvóta en það vilja auðvitað allir fá hann. Ég segi nú samt að það verður einhvem veginn að nýta þessa auðlind sem við eig- um í hafinu, það þýðir ekki að friða bara endalaust ef aldrei má svo veiða. Mér virðist reyndar að fisk- veiðikerfið sé allt heldur máttlaust," sagði Gunnar. „Svo virðist sem kvóti sé fundið fé fyrir suma. Það bara þýðir ekkert að setja lög fyrir íslendinga. Þeir em bestir í því að spila með kerfið og mér liggur við að segja tefla á það. Þegar ég var á sjó í 28 ár vom t.d. svokallaðir stoppdagar í gildi, en menn vom lagnir við að svindla á þeim eins og öðru,“ sagði Gunnar. Gunnar er ekki á því að byggða- kvótinn hefði bjargað öllu. „Byggð- arlög sem eingöngu byggja á sjáv- arútvegi geta alltaf átt von á því að lenda í erfiðleikum. Hér hefði það ekki bjargað öllu þó að 100 tonna KONURNAR í fiskvinnslufyrirtæki Sæunnar Axels ehf. vom að vinnaþorsk sem einn krókabáturinn í Ólafsfirði hafði komið Uppsagnir f fískvinnslufyrirtæki Sæunnar Axels ehf. f Ólafsfirði Slæmar horfur en fólkið heldur í vonina UPPSAGNIR sjötíu starfsmanna í fiskvinnslufyrirtæki Sæunnar Axels ehf. hafa snert bæjarbúa í Ólafs- firði, því að ef af uppsögnunum verður er það stór biti fyrir bæjar- félagið. Eins og Ásgeir Logi Ás- geirsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, óttast hann fólksflótta úr bæn- um ef fólkið fær enga vinnu. Morg- unblaðið var á ferðinni í Ólafsfirði í gær og ræddi við fólk í fiskvinnslu- fyrirtækinu og á fömum vegi um það ástand sem nú blasir við í at- vinnumálum bæjarins. I frystihúsinu vora nokkrar kon- ur að vinna þorsk sem einn króka- báturinn hafði komið með að landi, en mikið hefur verið rætt undanfar- ið um vandræði fyrirtækisins við hráefnisöflun og hefur fískur jafn- vel verið keyptur alla leið frá Asíu. Fara ekki aftur að vinna á Dalvík Hulda Jónsdóttir hefur áður lent í uppsögnum, eða fyrir þremur ár- um, áður en fjölskylda Sæunnar Ax- elsdóttur tók við fyrirtækinu. „Þá fór ég að vinna á Dalvík, en ég geri það ekki aftur,“ sagði hún ákveðin. „Ég vil samt taka fram að það var tekið mjög vel á móti okkur á Dal- vík, en ég er bara ekki tilbúin að fara aftur þangað að vinna. Það líst auðvitað engum vel á ástandið eins og það lítur út núna, en maður verð- ur bara að bíða og vona að það ræt- ist úr þessu,“ sagði Hulda. Hulda kvaðst ekki hafa hundsvit á málefnum Byggðastofnunar þegar blaðamaður spurði hana um útdeil- ingu byggðakvóta. „Ég hef svo sem ekki hundsvit á þessu, en auðvitað finnst manni alltaf óréttlátt þegar að manni er vegið. En eins og ég segi, þá vona ég bara það besta og Sæunn er náttúrlega búin að bjarga þessu byggðarlagi áður,“ sagði Hulda. Við hlið Huldu var Guðný Hall- dórsdóttir að snyrta þorskflökin. ,,Ég er á sama máli og Hulda, ég fer ekki til Dalvíkur, þótt ég hafi ekkert á móti Dalvík. Ástandið er auðvitað ekki gott og ekki gaman að búa við HULDA Jónsdóttir EYSTEINN Guðvarðarson þetta, en það er lítið sem maður getur gert,“ sagði Guðný. Guðfinna Pálmadóttir var einnig ein þeirra sem fór að vinna á Dalvík fyrir þremur ámm, áður en Sæunn Axels ehf. tók yfir rekstur Hrað- frystihússins. „Mér líst að sjálf- GUÐNÝ Halldórsdóttir GUNNAR Gunnarsson sögðu ekkert vel á þetta allt saman. Ég er samt ekki enn farin að hugsa um hvað ég geri ef uppsagnimir taka gildi, enda er þetta nýtilkomið. Hins vegar er ég ekki tilbúin að fara aftur til Dalvíkur," sagði Guðfinna. Gunnar Gunnarsson, sem var í GUÐFINNA Pálmadóttir JÓHANN Helgason gönguferð á bryggjunni, var sam- mála konunum um að ástandið væri slæmt. „Það er að dökkna yfir mál- um hér í Ólafsfirði. Ég er voðalega lítið inni í þessum byggðakvóta en einhverjir verða nú alltaf útundan. Líklega er það rétt sem Sæunn hef- GUNNAR Steinsson kvóti hefði komið til. Hundrað tonn segja svo lítið,“ sagði Gunnar. Byggðakvótinn er ekki eina ástæðan Jóhann Helgason, trésmiður, sagði að ekki væri annað hægt en að lítast illa á ástandið. „Ég held nú að byggðakvótinn sé ekki eina ástæðan á bak við þetta, fyrirtækinu virðist ekki hafa verið nógu vel stjórnað. Ég er vitaskuld ekki inni í þessu fyrirtæki, en mér finnst vanta ákveðna festu í stjórnunina," sagði Jóhann. „Það verður að sjálfsögðu ekkert af þessari fjölskyldu tekið að hún hefur margt gott gert fyrir Ólafs- fjörð. Hins vegar held ég að mörg- um hafi gramist ummæli Sæunnar í fjölmiðlum þegar hún sagði að hún burðaðist með byggðarlagið á herð- unum, það fór fyrir brjóstið á mörg- um,“ sagði Jóhann. „Ég sé ekki fyrir mér að neitt komi í staðinn fyrir þetta fyrirtæki og líst því illa á framtíð bæjarfé- lagsins. Þetta kemur öllum við, ekki bara þeim sem vinna í fískv’innslu- fyrirtækinu, því að margfeldisáhrif- in em mikil. Framtíð bæjarfélags- ins er í húfi,“ sagði Jóhann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.