Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 54
' 54 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ----——:r-— JOSI, HVAM RETT HEFUk PÚ TIL AÐ SITJA í VA TNS- BÓLINU ALLAN ÖASINN Grettir Hundalíf Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Enn um fjárglæfra og forneskjulegt réttarkerfí Frá Böðvari Böðvarssyni: ÞAÐ SEM fær mig til að taka fram blýant og strokleður er lestur við- tals við Þorgeir Þorgeirsson rithöf- und, í DV10. julí sl. með fyrirsögn- inni „Martraðirnar endurtaka sig“. Hann segir á einum stað í viðtal- inu, „síðan hefur forneskjulegt réttarkerfi verið mér stöðug martröð". Þessi orð og fleira í þessu viðtali passa nefnilega svo ótrúlega vel við það sem við höfum þurft að reyna í réttarkerfinu, þar sem við höfum reynst algjörlega réttlaus. Við teljum okkur geta sannað óyggjandi ásetningsbrot manns, sem er stýrimaður á frysti- togara, sem gerður er út héðan frá Reykjavík, og við höfum skrifað um áður í Morgunblaðinu. Sá er nú enginn viðvaningur í fjárglæfrum, með margra ára reynslu í því fagi. Hann hefur verið mjög heppinn með þann lögfræðing sem hann hefur á sínum snærum því lögfræð- ingurinn hefur verið lærifaðir hans í fjársvikum og hreinum þjófnaði á hendur okkur og fleira fólki, auk þess sem meistarinn hefur tekið fullan þátt í þessari ábatasömu grein með nemendum. Greinilega mjög fjölhæfur maður. Þessir menn eru miklir snillingar í hinum ýmsu tilbrigðum leiklistarinnar, sem felst m.a. í lygum af öllum gerðum og þykjast sakleysið upp- málað enda er lögfræðingurinn, sem einnig er fasteignasali og telst vafasamur af ýmsum, búinn að koma því í kring að hann lítur mjög vel út útávið vegna starfa sinna íyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Synd og skömm er að kraftar þeirra skuli ekki nýtast leikhúsum borgarinnar. Ég ýjaði svolítið að þessari samvinnu í einni af grein- um mínum í Morgunblaðinu án þess að þó nefna hann á nafn og viðbrögðin frá þessum vesalings lögmanni létu ekki á sér standa og voru á þá lund að hann hringdi tveimur dögum síðar og náði í kon- una mína heima. Eftir hinar ýmsu svívirðingar og hótanir endaði hann á þessari hótun: „Engin meiri skrif, ég vara þig við og passaðu þig hvar þú stígur niður þú veist ekki við hverja þú átt.“ Hvað gerir maður eftir svona trakteringar? Eftir baráttu við þessa kóna í nokkur ár höfum við gert okkur grein fyrir því að þeir virðast til alls líklegir og ekki annað hægt en að taka hótanir þeirra alvarlega. Veggir þeir sem við höfum rekist á eru hreint með ólíkindum margir. Lögfræðingar sem við höfum leitað til hafa oftar en ekki sagt þetta lítið mál að uppræta en aldrei hefur liðið langur tími þar til þögn- in ein hefur ríkt. Aðrir lögfræðing- ar hafa sagt við okkur að lögin séu ekki íyrir okkur vegna þess við heitum ekki séra Jón, almenningur fái allt aðra og verri meðferð í rétt- arkerfinu en þeir hærra settu. Þeir eigi mun greiðari leið í gegnum þetta batterí sem kallað er réttar- kerfi. Oft og tíðum virðast lögin virka mun betur fyrir glæpamenn- ina en þá sem fyrir þeim verða. Við höfum ítreikað reynt að kæra stýrimanninn en það hefur alltaf verið fyrir daufum eyrum, lögregl- an hefur hreinlega vísað okkur frá þrátt fyrir sannanir um svik og þjófnað. Við höfum vitneskju um tengsl þessara félaga við þekkta stjómmálamenn og háttsetta og virta menn innan fjármálageirans og víðar. Maður hlýtur að spyi’ja sig hvort það sé virkilega nóg að hafa tengsl við alþingismenn, for- stjóra hjá stóm fyrirtæki eða borg- arfulltrúa til að sleppa við réttvís- ina. Við emm tilbúin að tala við rannsóknarblaðamann eða þann sem vill kynna sér þetta mál og þorir að hjálpa okkur. BÖÐVAR BÖÐVARSSON, Suðurvangi 14, Hf. Bréf frá enskum skátum Kæru vinir. VIÐ emm skátar úr dróttskáta- sveitinni Pegasus frá Harrogate í Englandi og komum til íslands til að taka þátt í Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni. Okkur langar að þakka íslendingum fyrir alla þá hjálp og góðvild sem okkur hefur verið sýnd og þá vinsemd sem við höfum fengið að njóta þær þrjár vikur sem við höfum dvalist í þessu fallega landi. Seinni vikumar tvær höfum við gengið frá Hveravöllum til Þing- valla til að ná áfanga sem í Englandi er nefndur „Explorer Belt“. Til að ná þessum áfanga þarf að halda til framandi lands og leysa þar ýmis verkefni til að kynnast landi og þjóð. Við höfum hitt margt gott fólk sem hefur hjálpað okkur á þessu ferðalagi. Við þökkum öllum þeim sem við höfum hitt og sendum þeim vinar- kveðjur. Þið hafið öll sýnt okkur mikla velvild. Með skátakveðju, lOth Harrogate „Pegasus" Venture Scouts. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.