Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 46
* 46 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÚN BJÖRGVINSDÓTTIR + Sigrún Björg- vinsdóttir fædd- ist í Reykjavík 29. nóvember 1950. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar Sigrúnar eru Hulda G. Sig- urðardóttir frá Hvassahrauni, f. 6. apríl 1918, og Björgvin P. Jóns- son, kaupmaður í Vaðnesi, f. 11. júlí 1912, d. 18. septem- ber 1984. Systkini Sigrúnar eru: 1) Oddný I. Björgvinsdóttir, f. 8. júní 1942. Hennar börn eru Björgvin P. Hallgrímsson, f. 1. ágúst 1966, og Sigríður Hallgrímsdóttir, f. 15. janúar 1971. 2) Ársæll Björgvinsson, f. 22. nóvember 1943. Börn hans eru Hulda Rut Ársælsdóttir, f.10. apríl 1963, og Kristján Þ. Ársælsson, f. 29. ágúst 1965. Unnusta Ársæls er Helga Kristjánsdóttir, f. 12. aprfl 1943. 3) Björk Björgvins- dóttir, f. 24. júlí 1949. Eigin- maður Bjarkar er Steinar Már Clausen, f. 7. ágúst 1947 og börn þeirra eru Alfreð Már Clausen, f. 18. júlí 1972, Björg- vin Clausen, f. 28. janúar 1974, og Kristín Jóhanna Clausen, f. 20. maí 1983. 4) Már Björgvins- son, f. 22. septem- ber 1960. Eiginkona Más er Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, f. 9. mars 1965. Börn þeirra eru Linda Björg Arnar- dóttir, f. 21. mars 1989, Kjartan Más- son, f. 3. janúar 1995 og óskírður drengur, f. 22. aprfl 1999. Sigrún giftist Benjamin Joseph DeCesare árið 1978 en þau skildu árið 1983. Sigrún var barnlaus. Sigrún ólst upp í Reykjavík og vann þar og á Norðurlönd- um fram á þrítugsaldur. Þá fluttist hún til Bandaríkjanna og bjó þar og starfaði til ævi- loka. Hún bjó lengstum í San Antonio, Texas, en fluttist til Orlando, Flórída, árið 1989. Fyrir nokkrum árum lauk Sig- rún námi í hótelrekstri frá Va- lencia Community Collage í Flórída og vann eftir það aðal- lega á hótelum Walt Disney fyr- irtækisins. Samhliða starfí sínu stundaði Sigrún áframhaldandi nám í hótelrekstri þar til hún lést. títför Sigrúnar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sigrún mágkona mín er nú fallin frá, Iangt fyrir aldur fram. Fyrstu kynni okkar Sigrúnar voru jólin 1995 þegar hún kom í ' ■ heimsókn til íslands. Sigrún talaði mikið um alla heima og geima svo það var alltaf líf og fjör þegar hún var nálægt. Sigrún var einnig mjög opinská og hreinskilin og þægileg í samskiptum. Hún var afar barnelsk og reyndi að eyða sem mestum tíma með bömunum sem voru henni greinilega afar kær. Um þetta leyti má segja að viss kaflaskipti hafi verið í lífi Sigrúnar. Hún hafði alla tíð verið vinnusöm og sparsöm og var þessi vinna nú að skila árangri. Hún lauk prófi í hótelstjórnun í Bandaríkjunum og starfaði við hótel Walt Disney-fyr- irtækisins. Seinna festi hún kaup á Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Simi 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ snotru einbýlishúsi á góðum stað og var farin að festa þar rætur. Þetta hús stóð okkur fjölskyldunni alltaf opið og fleiri nutu góðs af. Sigrún hvatti okkur oft til að heimsækja sig með bömin okkar, en af því varð ekki fyrr en í desem- ber síðastliðnum. Þessi heimsókn okkar verður alltaf eftirminnileg. Sigrún var einstaklega gestrisin og gerði allt til að vera sem mest með okkur og bömunum. Hún sá til þess að þau skemmtu sér sem best og misstu ekki af neinu sem hún vissi að þau hefðu gaman af. Sigrún fylgdi okkur milli hinna fjölmörgu skemmtigarða sem em í Flórída og skipulagði ferðina til að tíminn mætti nýtast sem best. Þetta gerði Sigrún þrátt fyrir að hún væri enn að jafna sig af bakmeiðslum sem hún hlaut um haustið. Engan gmn- aði þó að hún ætti við svo illvígan sjúkdóm að etja sem raun var á. Samhliða vinnu lagði Sigrún stund á frekara nám í hótelrekstri. Það var einstakt að heyra hana Jiixiixxjxmiii H H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur *■- P E R L A N Sími 562 0200 ÍÍriTiixxxiiiixxxx LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; S.HELGASON HF STEINSMIÐJAl SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410. segja frá þeim fögum sem hún hafði numið. Hún talaði af brennandi áhuga um það sem hún las og virt- ist ekki gera upp á milli faggreina, hvort sem um var að ræða listasögu eða tölfræði. Hún lagði mikinn metnað í þau verkefni sem fyrir hana voru lögð, enda hafði hún alltaf átt auðvelt með nám og lagt hart að sér til að ná þeim markmið- um sem hún setti sér. í apríllok kom Sigrún í þriggja vikna heimsókn til íslands, en hrakaði mikið á þeim stutta tíma og var þá greind með illkynja sjúk- dóm. Eftir það tók við erfíður tími veikinda og vonbrigða, þótt allt hafi verið reynt til að stöðva veikindin. Það var okkur þó huggun harmi gegn að hún var hjá okkur þennan erfiða tíma. Þá sáum við líka hversu góða og trausta vini hún átti, bæði hér heima og í Bandaríkjunum. All- ir reyndu að hjálpa til á sinn hátt. Það var ómetanlegt fyrir Sigrúnu og fjölskylduna að æskuvinkona hennar, Regína, hafði nýlokið prófi sem sjúkraliði og starfaði á þeirri deild sem hún dvaldi, hjúkraði henni og hughreysti. Það er sárt að sjá á eftir svo ungri og kraftmikilli manneskju verða að lúta í lægra haldi fyrir ólæknanlegum sjúkdómi. Elsku Sigrún mín, ég á alltaf eft- ir að vera þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með þér, þótt sárt sé að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri. Ég veit að sá tími sem börnin mín áttu með þér munu alltaf standa uppúr í þeirra huga. Við eig- um myndirnar frá heimsókninni til þín og ég veit að minningarnar sem börnin mín eiga um þig verða ein- stakur hluti þeirra bernskuminn- inga alla tíð. Elisabet Dolinda. Elsku Sigrún okkar. Það er erfitt fyrir okkur svona ung að skilja af hverju þú ert ekki lengur hjá okk- ur. Okkur langar til að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, öll fallegu leikföngin sem þú færðir okkur og hvað þú varst góð við okk- ur þegar við komum í heimsókn til Flórída. Margs er að minnast, margterhér.aðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Linda og Kjartan. Elsku Sigrún vinkona. Nú ertu loksins laus við allar þínar kvalir. Mig langaði aðeins til að þakka þér fyrir allar ánægju- stundirnar sem við áttum saman hérna í Orlando. Þær eru mér ógleymanlegar og ekki má gleyma öllum þeim stundum sem við töluð- um saman í símann. Já, þér þótti mjög gaman að tala. Alltaf varstu samt skemmtileg og mjög fróð um alla hluti, talaðir aldrei illa um neinn og fannst alltaf það góða í öllum. Þú varst samt mjög sett í þínum skoðunum og stundum var alveg sama hvað ég sagði, þú hafðir alltaf rétt fyrir þér en svo hringdir þú í mig til að fá aðstoð eða skoðun á einhverju málefni og var ég alltaf svo hissa að þú fórst yfirleitt eftir mínum ráðum. Sigrún mín, þú varst mjög sterk og ofboðslega dugleg, vannst og fórst í skóla. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum að rölta eftir „Park Avenue“ sem við kölluðum „Laugaveginn okkar“. Við borðuð- um hádegisverð á ítölskum útiveit- ingastað. Þetta var okkar uppá- haldsstaður, fórum síðan inn í flestar verslanimar, mátuðum föt, gerðum grín að hvor annarri og hlógum því að stundum voru fötin ósköp asnaleg og fóru okkur ekki vel. Þið Alda komuð í heimsókn til okkar og átti ég lítið handa ykkur nema auðvitað kaffi. Ég fór nú samt að tína saman úr ísskápnum, fann seytt rúgbrauð, skinku og bjó svo til „ítalskt salat". Þóra dóttir mín hafði bakað „ömmusnúða" vik- una áður, en þeir voru orðnir mjög harðir. Þér og Öldu var alveg sama, bleyttuð snúðana í kaffinu og smjöttuðuð á þeim. Þetta var orðin veisla hjá okkur. Oft komstu líka í vinnuna til mín á Grand Floridian. Eyddum við mínum kaffi- eða kvöldmatartíma saman. Ég hringdi alltaf til þín þegar það voru útsölur í kvenfataversluninni og þú komst og mátaðir fötin. Við höfðum mjög gaman af þessu. Sigrún mín, þú vildir alltaf líta sem best út og klæddir þig mjög vel. Loksins fannstu hús. Bróðir þinn, Ársæll, kom og setti „tile“. Ég man hvað þú varst hreykin af þessu húsi. Hr- ingdir í mig annan hvern dag til að láta mig vita hvernig gengi, varst að kaupa mottur o.fl. Þér leið svo vel í nýja húsinu þínu. Ég hitti þig rétt fyrir jólin og var það mín ánægja að koma þér, Elísabetu, Má og börnum þeirra inn í Epcot. Það var mín jólagjöf til þín. Þú keyrðir í bílnum með mér, og töl- uðum við mikið saman, aðallega um veikindi þín því að.ég vissi að þú varst orðin ansi kvalin. Þessi bíl- ferð verður mér alltaf minnisstæð, því það var í síðasta skipti sem við hittumst. Ég fór heim í lok janúar og kom ekki til baka fyrr en í mars. Talaði aðeins þrisvar við þig, svo fórst þú heim í apríl. Mig langaði aðeins til að láta þig vita hvað þú hefur gert mig þroskaðri, gefið mér styrk og auðvitað ógleyman- legar minningar. Elsku Sigrún mín, mig langaði aðeins til að þakka þér fyrir okkar kynni, skilning, þroska og vináttu. Við sendum Huldu, móður þinni, og öllum ættingjum ykkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þín vinkona, Ágfista. Hún Sigrún er dáin. Þegar ég segi þessi orð finnst mér ég vera að tala um einhverja aðra konu en ekki hana Sigrúnu vinkonu mína. Hún sem var svo ung og ætlaði að gera svo margt og mikið. Sigrún var sterkur persónuleiki, laus við allt fals og sannur vinur í raun. Þeir sem voru henni nánir fengu að kynnast því. Hún var fljót að bregðast óumbeðin við þegar á þurfti að halda. Minningamar streyma um hug- ann, allt frá þeim tíma þegar við vorum ungar og áhyggjulausar og nutum þess að vera til og lifa lífinu. Þá minnist ég líka góðra stunda frá þeim tíma þegar við báðar bjuggum í Flórída. Þá var gott að eiga hvor aðra að jafnt í gleði sem sorg. Það er svo stutt síðan að við sát- um saman og lásum minningar- grein um gamlan vin okkar sem þá var nýlátinn. Við vissum reyndar þá að þú, Sigrún mín, værir komin með banvænan sjúkdóm en mig grunaði samt ekki að ég þyrfti að kveðja þig svona fljótt. Elsku Sigrún mín. Mig langar til að þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman og sér- staklega þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góð við börnin mín. Ég minnist þess sérstaklega hversu vel þú reyndist henni Esther, dóttur minni, þegar hún var við nám í Flórída. Þá er ég þakklát fyrir þær stundir sem ég fékk að annast þig meðan þú lást á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Þó að þær stundir hafi verið okkur báðum oft mjög erfiðar hefði ég ekki viljað missa af þeim. Ég gæti skrifað miklu meira um allt sem við höfum upplifað og brallað saman en þær minningar geymi ég í hjarta mínu. Ég votta Huldu, systkinum henn- ar og tengdafólki mína dýpstu sam- úð. Vertu sæl, elsku vinkona, hvíl þú í friði. Þín vinkona, Regína. í dag verður til moldar borin vin- kona mín, Sigrún Björgvinsdóttir. Við slitum ekki barnsskónum og ekki heldur unglingaskónum sam- an, heldur lágu leiðir okkar saman sem fullorðnar. í Flórída slitum við mörgum skóm, spariskónum, söndulunum, málningarskónum og garðyrkju- skónum, þeim var öllum slitið í Ör- lando, inniskónum slitum við bæði í Panama City og Orlando, en strandskónum eingöngu í Panama City. Það eru margar minningar sem tekur að slíta hverju skópari, þakka ég þær allar, sakna þess að þau verða ekki fleiri. Glaðværðin, greiðviknin og manngæðin öfluðu henni vinahóps, bæði meðal félaga og vinnufélaga. Ég hef verið beðin fyrir kveðjur frá vinnufélögunum Lindu, Kalla og Irén og nágrönnunum öllum heima í botnlangagötunni þinni í Orlando. Þau þakka öll samfylgdina. Það huggar mig að vita að sárs- auki og kvalir hafa verið kvödd og nú ert þú hjá ljósinu og hinum æðsta krafti. Ég mun ævinlega blessa og þakka allar okkar samverustundir og vinskap. Með söknuði kveð ég. Hvíldu í friði. Alda Óladóttir Bredehorst. Þegar við erum ung finnst okkur vinir sjálfsagðir, þegar við eldumst vitum við hvað það er að eiga vini. I dag kveðjum við vinkonu okkar, Sigrúnu Björgvinsdóttur. Hún lést á Borgarspítalanum eftir erfiða en stutta baráttu við illkynja sjúkdóm. Nú er komið skarð í vinkvennahóp- inn. Við kynntumst allar á ung- lingsaldri og vorum í stórum vina- hóp eins og tíðkast á þeim árum í skóla og utan. Þau urðu sterk vin- áttuböndin, þó svo að Sigrún hafi búið helming ævi sinnar í Banda- ríkjunum. Tengslin rofnuðu að ein- hverju leyti við þessa miklu fjar- lægð í svo langan tíma, en ekki meira en það að þegar hún kom í heimsókn til Islands var eins og við hefðum hist í gær. Hún kom reglu- lega til Islands að hitta fjölskyldu og vini og við vinkonumar sóttum hana heim. Kærar minningar rifj- ast upp þegar sest er niður og litið til baka. Fyrir rúmu ári kom hún í heimsókn og það var í síðasta skipti sem við sátum allar eina kvöld- stund og þá var hún hrókur alls fagnaðar. Hún hafði góða frásagn- argáfu og við hlógum og hlustuðum á allar sögumar og ævintýrin sem hún hafði frá að segja. Við ákváðum það kvöld að næsta heimsókn yrði til hennar á Flórída þegar við yrð- um allar fimmtugar, sem því miður verður ekki af. Á ferðalögum sínum til íslands bjó hún hjá Huldu, mömmu sinni. Þá var öllum vinkon- um boðið til veislu, sem þær mæðg- ur stóðu fyrir sem vom miklar mat- ar- og kaffiveislur og var oft glatt á hjalla. Sigrún starfaði við þjónustu- störf í Bandaríkjunum og undi hún því vel því síðustu árin settist hún á skólabekk og nam hótelrekstur sem hún lauk á þessu ári. Þegar við hugsum til Sigrúnar þá stendur upp úr að hún var sterkur persónu- leiki og með mikla réttlætiskennd og við munum minnast hennar sem slíkrar. Elsku Hulda og systkini. Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Guðrún, Bára og Bryndís. Elsku Sigrún mín! Þar sem ég sit hér og set fáeinar línur á blað, finnst mér óskiljanlegt að þú skulir vera farin og ég eigi þess ekki lengur kost að hitta þig eða hringja til þín og spjalla eins og við gerðum svo oft. Þín mun verða sárt saknað af okkur vinkonunum, en við trúum því og vitum að þér líður nú vel í umvefjandi kærleika drottins. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Allar stundir okkar hér er okkur ljúft að muna. Fyllstu þakkir flytjum þér fyrir samveruna. Hvíl þú í friði. Guð styrki móður þína og fjöl- skyldu í þessari miklu sorg. Heiða, Guðfríður (Guffa), Sigrún og Nanna, Orlando Flórída.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.