Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EIGN ARHLUTDEILD í BÖNKUM Fyrir réttu ári eða 8. ágúst árið 1998 birti Morgunblaðið við- tal við Davíð Oddsson, forsætisráðherra, um fyrirhugaða sölu ríkisbankanna og hvernig að þeirri sölu yrði staðið. Samtal þetta birtist í kjölfar mikilla umræðna um einkavæðingu bank- anna og átti m.a. þátt í að umræður um málið beindust í skipu- legri og skynsamlegri farveg en þær höfðu verið í um skeið. Ummæli forsætisráðherra í þessu viðtali eru athyglisverð í ljósi nýjustu atburða í bankaheiminum, þegar fyrirtæki skráð í Lúx- emborg en í eigu íslenzkra aðila keypti öll hlutabréf sparisjóð- anna, Kaupþings og Sparisjóðabankans, í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. en þau bréf voru einnig varðveitt í fyrirtæki skráðu í Lúxemborg. Þessi viðskipti og önnur, sem fram fóru samhliða, leiða til þess, að hinir nýju aðilar, kunnir einstakling- ar í viðskiptalífinu hér, eiga nú rúmlega 26% hlut í FBA. I viðtali þessu sagði Davíð Oddsson m.a.: „Sumar þjóðir hafa það reyndar svo að þær binda það í lög hversu mikil eignarhlut- deild einstakra aðila má vera í bönkunum. Eg hygg að það sé til að mynda þannig í Noregi. Það má vel vera, að slíkt gæti verið skynsamlegt að gera einnig hér á landi. A.m.k. er ekki æskilegt að menn hafi á tilfinningunni að það séu einhver önnur sjónar- mið, sem ráði stefnu banka, en almenn arðsemissjónarmið, eins og einhverjir þröngir hagsmunir ráðandi hóps.“ Síðar í samtalinu útskýrði Davíð Oddsson frekar hvað hann ætti við og í frásögn blaðsins af ummælum hans segir svo: „Davíð sagði, að þó nú sé tízka að tala um kjölfestufjárfesta telji hann að í bankastofnun geti alveg dugað að stærstu eignar- aðilar, sem komi til með að hafa leiðbeinandi forystu um rekst- urinn, eigi eignarhluti á bilinu 3% til 8% til dæmis. Hann telji hins vegar ekki æskilegt að einn aðili eða skyldir aðilar ráði 30-40% eignarhlut í bankastofnun. Það sé engin nauðsyn á eig- endum með stærri eignarhlut en að ofan greinir og við slíkar aðstæður geti eignaraðilar með 2-3% eignarhlut haft veruleg áhrif á reksturinn, auk þess, sem þeir væru líklegastir til þess að knýja á um að arðsemissjónarmið réðu ferðinni. Þó það hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn telji hann að það komi fyllilega til álita að tryggja það með lagasetningu að eignarhaldi á bönkum, þegar ríkið sleppti af þeim hendinni, verði dreift. Um fordæmi í þeim efnum gætum við litið til annarra landa og jafnframt að það yrði einnig tryggt að það væru eingöngu arðsemissjónar- mið, sem réðu fjárfestingu fjárfesta á borð við lífeyrissjóði eins og áður var nefnt.“ í sama viðtali við Morgunblaðið fyrir réttu ári fjallaði Davíð Oddsson sérstaklega um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og sagði: „Sumir segja, að það geti verið æskilegt fyrir banka eins og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sem er að hjálpa fyr- irtækjum að hasla sér völl erlendis, að fá inn í þann banka er- lenda eignaraðild, jafnvel fremur en í viðskiptabankana, Lands- banka eða Búnaðarbanka. Þessi sjónarmið þurfa menn að fara í gegnum mjög rækilega.“ Nú er auðvitað ljóst, að sparisjóðirnir og samstarfsfyrirtæki þeirra geta selt hverjum sem þeim hentar hlutabréf í þeirra eigu, hvort sem um er að ræða hlutabréf í FBA eða öðrum fyr- irtækjum. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að margir litu með velvild til kaupa þeirra í þessum nýja banka, m.a. vegna þess hvernig sparisjóðirnir eru uppbyggðir. Þeir eru grasrótar- fyrirtæki, hver í sínu byggðarlagi, sjálfseignarstofnanir, sem varla geta talizt í eigu annarra en þá helzt viðskiptavina sinna. Það er því mikilvæg ákvörðun, sem forsvarsmenn þeirra taka, þegar þeir ákveða að selja þennan stóra hlut. Mörgum hefði þótt eðlilegt í ljósi framangreinds og hinna stefnumarkandi yf- irlýsinga forsætisráðherra fyrir ári, að sparisjóðirnir hefðu boðið hlut sinn á opnum markaði og þar með stuðlað að dreifðri eignaraðild að þeim hlut, sem er í samræmi við uppbyggingu þeirra sjálfra og ítrekaðar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar. Það er hins vegar ljóst, að viðræður um sölu hlutabréfa fyrir um fimm milljarða fóru fram fyrir luktum dyrum og þar komu einungis tveir aðilar við sögu fyrir utan seljendur. Enn hefur ekki verið skýrt formlega frá því hverjir eru kaupendur að þessum hlut, þótt Morgunblaðið hafi upplýst það í gær og sýnir það eitt út af fyrir sig, hversu ófullkominn hlutabréfamarkaður- inn hér er enn. Ef þessi hlutabréf hefðu verið boðin á opnum markaði hefði það aukið tiltrú almennings á, að skynsamlega yrði staðið að einkavæðingu ríkisbankanna. Þessi viðskipti nú ýta undir þau sjónarmið, að eignaraðild að bönkunum komist á fárra hendur, nema sérstakar ráðstafanir verði gerðar til þess að hafa áhrif á þessa þróun. Af þessum sökum sýnist full ástæða til að ríkisstjórn og Al- þingi taki til alvarlegrar umfjöllunar áður en lengra er haldið þær hugmyndir, sem Davíð Oddsson setti opinberlega fram hér í Morgunblaðinu fyrir ári um lagasetningu til þess að tryggja að eignarhlutur einstakra aðila og tengdra aðila í bönkum fari ekki upp fyrir visst hámark. Framkvæmdir vic VINNA er hafin við grunn stöðvarhúss Vatnsfellsvirkjunar sem verður á miðri mynd og liggja pípur niður að húsinu Flytj a þarf á aðra 11 rúmmetra af jarð Vatnsfellsvirkjun á að komast í gagnið snemma árs 2002. Framkvæmdir eru nú hafnar og á virkjunarsvæðinu iðar allt af lífi og á eftir að verða enn fjörugra. Jóhannes Tómasson og Halldór Kolbeins skoðuðu sig um þar í gær. FRAMKVÆMDIR við Vatns- fellsvirkjun við enda Þóris- vatns eru óðum að komast í fullan gang og nú fyrstu vik- umar er verið að ryðja til jarðvegi fyrir stíflu og aðrennslisskurð, stöðv- arhús og fljótlega verður byrjað á frárennslisskurði. Verktakar og Landsvirkjun era að koma upp vinnubúðum og framkvæmdir munu síðan standa óslitið þar til ráðgert er að hleypa straumi á virkjunina í árs- lok 2001. Öllu á hins vegar að vera lokið 1. febrúar 2002. Verktakar við aðrennslisskurð, stíflu, botnrás og stöðvarhús eru IAV-ísafl, sem eru í eigu Islenskra aðalverktaka en Arnarfell sér um frárennslisskurð og brúargerð en er- lendir aðilar áttu hagstæðast tilboð í vélar og búnað í virkjunina. Vatns- fellsvirkjun er kennd við samnefnt fell við enda Þórisvatns. Vatni verð- ur safnað í lóni og getur yfirborð þess hæst orðið í 566 metra hæð yfir sjó en frárennslið úr stöðvarhúsinu verður í 492 m hæð og fallhæðin verður um 60 metrar. Vatnið rennur síðan um frárennslisskurð í Krókslón sem meðal annars fæðir Hrauneyjafossvirkjun. Tvær véla- samstæður verða í virkjuninni 45 megawött hvor. Vinnusvæði í yfir 500 metra hæð Vatnsfellsvirkjun verður sú efsta í virkjanaröðinni á Tungnaár- og Þjórsársvæðinu. Næst kemur Sig- ölduvirkjun, síðan Hrauneyjafoss. Vatnsfellsvirkjun er sú eina sem fær vatn úr Þjórsá gegnum Kvíslaveitur en hinar tvær eru fóðraðar með vatni úr Tungnaá og Þjórsá með miðlun um Þórisvatn, Krókslón og Hraun- eyjalón. í árslok kemur síðan Sultar- tangavirkjun í gagnið sem ásamt Búrfellsvirkjuninni gömlu framleiðir orku úr samanlagðri Þjórsá og Tungnaá með miðlun um Sultar- tangalónið nýja. Jóhann G. Bergþórsson er verk- efnisstjóri eða staðarverkfræðingur hjá IAV-ísafli og gaf sér tíma til að fræða Morgunblaðsmenn um það sem að honum snýr. Hann segir að fyrirtækið hafi flutt fyrstu vélina að Vatnsfelli laugardaginn 27. júní, í sömu viku og það fékk verkið. Fyrstu helgina í júlí hafi verið byrj- að að skipuleggja búðir og koma þeim upp og stendur það verk ennþá yfir. Þar verða svefnherbergi, mötu- neyti og skrifstofur. Búðirnar eiga að geta hýst ekki færri en 150 til 160 manns en auk starfsfólks IAV-ísafls er hugsanlegt að starfsmepn Arnar- fells fái einnig þar inni. í gær var mötuneytið á staðnum opnað og flutt í skrifstofuna í fyrradag sem Jóhann segir að hafi til þessa verið í svefn- herbergjunum. Landsvirkjun er einnig að reisa eigin búðir fyrir starfsmenn sína. Um eftirlit sjá VSÓ ráðgjöf og Lahmeyer International og verða starfsmenn þeirra einnig með aðstöðu við Vatnsfell. Als verða kringum 140 til 150 manns á svæð- inu þegar mest er um að vera en Jó- hann segir að hjá sér starfi nú milli 40 og 50 manns. Vinnusvæðið er í 500 til 600 metra hæð. Fyrstu verkin við sjálfa virkjun- ina er að ryðja til jarðvegi fyrir stíflu og aðrennslisskurði, ýta upp nýjum vegi á alllöngum kafla og grafa fyrir stöðvarhúsi og segir Jó- hann að nokkuð á aðra milljón rúmmetra af jarðvegi verði hreyfð. Þá er einnig að hefjast undirbúning- ur og síðar steypuvinna við botnrás fyrir aðrennslisskurðinn og í októ- ber gerir Jóhann ráð fyrir að hægt verði að hefja steypuvinnu við sjálft stöðvarhúsið. Fara um 40 þúsund rúmmetrar af steypu í það. En JÓHANN G. Bergþórsson (í miðið) fyrir samstarfsmönnum sínum, Ag Ágústi Ólafssy TÆKIN við jarðvinnui hversu lengi á að halda út þar efra í sumar? Stysti byggingatími íslenskrar virkjunar „Við ráðgerum að vinna samfleytt þar til verkinu á að ljúka. Hér verða mest um 50 manns í vetur og síðan eitthvað færri en um mitt næsta ár verðum við 140 til 150 og síðan aftur um 30 frá haustinu 2001. Hér geta verið stórviðri en líka blíða eins og í dag og síðustu tveir vetur hafa verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.