Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 50
>50 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Fríða Þórðar- dóttir var fædd að Ljósalandi í Vopnafírði 28. janú- ar 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 24. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórður Jónasson (1867-1938) bóndi á Ljósalandi og kona hans Albína Jóns- dóttir (1874-1966). Systkini hennar voru: Jóhanna (1900- 1969), Jónas (1901- 1993), María (1902-1934), Ingi- björg (1904-1982), Sigríður (1908-1997), Guðrún (1909-1997), Sigvaldi (1911-1964), Helgi f. 1915, Guð- björg f. 1918 og Steingrímur f. 1922. Árin 1927-1931 dvaldi Fríða í Kanada og vann við saumaskap. Þar fékk hún berkla, en þau veikindi áttu eftir að setja mark sitt á líf hennar. Eft- ir að Fríða fluttist heim starfaði hún lengst af á sauma- stofu Jóhönnu systur sinnar. Utför Fríðu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. í dag er til moldar borin föður- systir okkar, Fríða Þórðardóttir, síðust systranna frá Ljósalandi í Vopnaíirði sem héldu saman heimili í Reykjavík frá því um 1930. Þetta eru ákveðin þáttaskil í lífi okkar þar sem heimili þeirra systra var okkar fasti punktur í tilverunni. Elsta systirin, Jóhanna, rak saumastofu á heimilinu og þar störf- uðu þær Fríða og Ingibjörg, en Guðrún vann við verslunarstörf. Síðustu 37 árin bjuggu þær í Stiga- hlíð 28. Þetta heimili vai- sérstakt. Þar var óvenju gestkvæmt og öllum tekið opnum örmum af hlýhug og skilningi. Þar var fordómalaust hægt að ræða öll mál og kynslóðabil var ekki til. Systurnar voru ólíkar og áhugamál þeirra mismunandi þannig að alltaf var hægt að fá stuðning og uppörvun frá einhverri þeirra eða öllum. Fríða var glæsileg kona, höfðingleg í fasi og fram- komu, glaðvær og hafði gott auga fyrir skoplegum hliðum tilverunnar. Hún naut þess að hafa sig tO og vera meðal fólks. Hún hafði ákveðn- ar skoðanir sem hún lá ekkert á. Skoðanir hennar á barnauppeldi voru mjög skýrar, börn áttu að hlýða, en í því voru þær systur ekki sammála og þar þurfti Fríða oft að láta í minni pokann. Hún var stolt og lét ekki bjóða sér hvað sem var og þegar hún átta ára gömul var send í vist átti það ekki við hana að fást við óþekka krakka svo hún strauk úr vistinni. Tvítug að aldri fór hún vestur um haf til Kanada og dvaldi þar í fjögur ár. Þar starfaði hún á saumastofum og minnumst við skemmtilegra lýsinga hennai' á íburðarmiklum brúðarkjólum sem hún átti þátt í að sauma. Hún veikt- ist af berklum en móðurbróðir hennar sá til þess að hún fékk bestu aðhlynningu á góðum berklahælum vestanhafs. Þrátt fyrir veikindin voru þetta hennar bestu ár og lifði minningin um þau fram á síðasta dag. Oft var sagt við hana í gamni FRÍÐA • ÞÓRÐARDÓTTIR 4t vinnuaug lSís i n g a að hún hefði fæðst á röngum stað, það hefði hentað henni betur að fæðast við allsnægtir á suðlægum slóðum. Hún var mikill sóldýrkandi og mátti ekki sólargeisli sjást á himni þá var hún komin í sólbað. Það var táknrænt að þegar hún lést braust sólin fram úr skýjunum bæði í Reykjavík og á Vopnafirði. Fríða var alla tíð mikil hannyrða- kona, seldi í verslanir það sem hún heklaði og gimbaði, og á saumastofu Jóhönnu systur sinnar vann hún við útsaum, bróderí og annað það sem sauma þurfti í höndum. Auk þess sá Fríða um matseld á heimilinu, sem bar keim af því að hún hafði kynnst fjölbreyttara mataræði en hér tíðk- aðist. Þrátt fyrir háan aldur og veikindi varð Fríða aldrei gömul í huga okkar. Hún var ung í anda og lífsstíll hennar var ekki dæmigerður fyrir konu fædda í byrjun aldarinn- ar. Hún hefur eflaust verið hvíldinni fegin, en fyrir okkur sem minnumst Fríðu og heimilis systranna er mik- Fé/agsþ/ónustan Félags- og þjónustu- miðstöð aldraðra, Norðurbrún 1 Starfsfólk óskast í heimaþjónustu á Norður- brún 1, bæði á dagvaktir og í kvöld- og helg- arþjónustu. “Kvöld- og helgarþjónustan hentar vel náms- fólki, sérstaklega þeim, sem eru á heilsugæslu og/eða félagsþjónustubraut. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. Laun skv. kjarasamningi Sóknar (Eflingar) og Reykjavíkurborgar. Upplýsingar gefa Helga Eyjólfsdóttir, deildarstjóri, og María Þórarinsdóttir, deildar- stjóri, á staðnum eða í síma 568 6960 virka dagafrá kl. 10.00-14.00. Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur mikla áherslu á fræöslu og slmenntun fyrir starfsfólk sitt, að upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar I málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu sem veitt er. Allir nýir starfsmenn fá sórstaka fræðslu og kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf reglulega um starfsemi stofnunarlnnar. FRAMHALDSSKÓLINN Á HÚSAVÍK Laust starf við Framhaldsskólann á Húsavík Þarsem kennararvið Framhaldsskólann á Húsavík færast upp í skólameistarastöðu, vantar kennara í íslensku og félagsfræði. Upplýsingar gefa skólameistari og aðstoðar- skólameistari í síma 464 1344. s TÓNUSMRSKÓU KÓPtNOGS Klarínettkennari óskast Tónlistarskóli Kópavogs óskar að ráða kennara i klarínettleik. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 554 1401. Blaðbera vantar í Meðalholt og Stórholt ^ Upplýsingar gefnar í síma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. REYKIALUNDUR Starfsfólk óskast Starfsfólk óskast til framtíðarstarfa í mötuneyti Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar, frá 1. september eða fyrr. Um er að ræða bæði dagvaktir og vaktavinnu. Umsóknir um áðurnefnd störf sendist Geir Þor- steinssyni, yfirmatreiðslumanni, sem einnig gefur upplýsingar um störfin í síma 566 6200. Sölumaður Stórtfyrirtæki í austurhluta Reykjavíkur, sem býður upp á gott starfsumhverfi, óskar eftir að ráða sölumann til starfa sem fyrst. Umsækjandi þarf að vera tilbúinn að takast á við spennandi og krefjandi verkefni, einnig að fara í söluferð út á land að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Umsóknum skal skilað á afgreiðslu Mbl. fyrir 10. ágúst 1999 merktum: „Sölumaður 2000 — 8397" Afgreiðslufólk Vegna aukinna umsvifa óskarverslunin Oxford Street að ráða áhugasamtfólktil afgreiðslu- starfa í dömu- og herradeild. Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu, mikla þjónustulund og vera 30 ára eða eldri. Meðmæli óskast. Upplýsingar veitir Sylvía Walthers, verslun- arstjóri hjá Oxford Street, Faxafeni 8,108 Reykjavík, sími 533 1155. Lagermaður Óskum eftir að ráða lagermann til fjölbreyttra starfa á lager okkar á Lynghálsi 8,110 Reykja- vík. Gotttækifæri fyrir metnaðarfullan starfs- kraft. Meðmæli óskast. Upplýsingar veitir Guðrún Á. Jóhannsdóttir hjá B.B.T heildverslun í síma 577 1155. SKEMMTILEG VINNA í FALLEGU UMHVERFI Óska eftir hressu og skemmtilegu fólki til ýmissa starfa. Fríttfæði og húsnæði. KRÖFUR Jákvæðni og þjónustulund. TÍMABIL 10. ágústtil 1. október. Upplýsingar gefur: GuðmundurA. Jóhannsson hótelstjóri í síma: 478 2555 fOttHDTB. VATNAJÖKULL HÓLMAVÍK Kennari Kennari óskast til starfa við grunnskólann á Hólmavík næsta skólaár. Um er að ræða 100% stöðu í almennri bekkjarkennslu og dönsku- kennslu eldri deilda. Ánnað kemurtil greina. Frekari upplýsingar gefur Skarphéðinn Jónsson skólastjóri í síma 451 3123. Umsóknirskulu hafa borist skólastjóra eigi síðar en 13. ágúst nk. íþróttakennarar íþróttakennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skólaár. Þetta er fámennur og þægilegur skóli í næsta nágrenni Akureyrar. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og gott hús- næði á lágu verði er til reiðu fyrir kennara. Vegna samkennslu bekkja þarf íþróttakennar- inn að kenna bóklegar greinar með íþróttum. Nánari upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skólastjóri, í síma 463 3118 eða 463 3131. AÐST OÐARMAÐU R í ELDHÚS Óskum eftir að ráða frískan aðila í góðu formi sem aðstoðarmann í eldhús. Upplýsingar veittar á staðnum föstudag 6. ágúst milli klukkan 14 og 17. Austurstræti 9 Sími 551 91 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.