Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Orsakir lestarslyssins á Indlandi raktar til mannlegra mistaka Talið að 282 hafí látist Unnið að því að ná síðustu lfkunum úr lestunum tveimur Guwahati. AFP, Reuters. HJÁLPARSTARFSME NN unnu að því í gær að ná síðustu líkunum út úr lestunum tveimur er skullu saman í Gaisal á Indlandi aðfara- nótt mánudags, með þeim afleið- ingum að að minnsta kosti 282 létu lífið. „Við höfum náð að fara inn í síð- ustu lestarvagnana en þar voru ekki eins mörg lík og við höfðum óttast í byrjun,“ sagði Robin Ka- lita, framkvæmdastjóri jámbrauta- stöðva í héruðunum við norður- landamærin. „Þó kunna fleiri lík að finnast föst í öðrum hlutum flaks- ins, en ég efast um að fjöldi látinna fari yfir þrjú hundruð,“ sagði Ka- lita. Starf hjálparstarfsmanna beinist nú aðallega að því að hreinsa járn- brautarteinana þar sem engin von er um að finna fleiri á lífi. I því starfí felst m.a. að aðskilja hluta úr lestunum og líkamsparta en mörg líkin eru mjög illa útleikin og erfitt hefur reynst að bera kennsl á mörg þeirra. Embættismenn á svæðinu hafa lagt fram óskir um að um tvö hund- ruð lík, sem ekki hafa verið borin kennsl á, verði brennd, þar sem geymslupláss er lítið. „Eitthvað verður að gera við lík- in hið fyrsta og eina leiðin sem ég sé er að brenna mörg þeirra," sagði R.S.B. Singh, umdæmisdóm- ari Kishanganj. Embættismenn sögðust vonast til að búið yrði að hreinsa jámbrautarteinana fyrir kvöldið svo að unnt yrði að taka áætlunarferðir upp að nýju. Talsmenn Jámbrautaráðsins sögðu mannleg mistök liggja að baki slysinu. Þau urðu til þess að lest á leið til Guwahati var skipt yf- ir á rangt spor með þeim afleiðing- um að hún skall beint framan á lest sem var á leið til Nýju-Delhí. Mannleg mistök að baki slysinu ,Áf þeim sönnunargögnum sem fundist hafa á slysstað að dæma bendir allt til að mannleg mistök liggi að baki slysinu, bæði af hálfu jámbrautarstarfsfólks, ökumanns Abodh-Assam Express-lestarinnar (á leið til Guwahati) og aðstoðar- manns hans,“ sagði Indra Ghosh, yfírmaður öryggismála hjá Jám- brautaráðinu. Lestin skipti um spor við Kis- hanganj-lestarstöðina, um 15 km frá slysstað, og er slysið einnig rakið til starfsfólks þar og á Panjipara lestarstöðinni, þar sem það kom ekki auga á mistökin. Yfirvöld á Indlandi hafa ákveðið að setja á laggirnar sérstakt ör- yggisráð sem rannsaka mun orsak- ir slyssins. Járnbrautamálaráðherra Ind- lands lagði inn lausnarbeiðni sína í fyrradag, þar sem hann kvaðst bera „siðferðilega ábyrgð á slys- inu“, en að sögn embættismanna hefur Atal Behari Vajpayee for- sætisráðherra hafnað henni. Reuters HJÁLPARSTARFSMENN bám klúta fyrir öndunarfærum sínum vegna ólyktar á slysstað er þeir aðskildu brak úr lestunum og líkams- hluta, en nályktin magnast mjög við þann hita sem nú er á Indlandi. Krafíst yfirlýsingar um vopna- hlé IRA JEFFREY Donaldson, einn af for- ystumönnum Sambandsflokks Ul- sters (UUP), fór í gær fram á opin- bera yfirlýsingu frá Sir Ronnie Fl- anagan, lögreglustjóra á Norður- írlandi, um hvort írski lýðveldis- herinn (IRA) hefði raunverulega staðið á bak við morðið á Charles Bennett, 22 ára gömlum kaþólsk- um manni, í Belfast í síðustu viku. Dagblaðið The Irísh Times hafði íyrr um daginn sagt að heimildar- menn blaðsins í IRA hefðu staðfest að herinn væri ábyrgur fyrir morð- inu. Donaldson, sem er þingmaður fyrir UUP á breska þinginu, fór fram á opinbera yfirlýsingu frá Fl- anagan en löggæsluyfirvöld á N-ír- landi höfðu áður gefið sterklega í skyn að þau teldu IRA hafa staðið fyrir morðinu. Gæfi Flanagan frá sér formlega yfirlýsingu yrði Mo Mowlam, N-írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, hins vegar að fella úrskurð um hvort hún teldi IRA hafa rofið vopnahlé sitt, sem staðið hefur í tvö ár. Úrskurður hennar gæti leitt til þess að IRA-fangar nytu ekki leng- ur góðs af þeim ákvæðum friðar- samkomulagsins á N-írlandi sem kveður á um lausn fanga er tengj- ast öfgahópum sem halda vopna- hlé, auk þess sem úrskurðurinn myndi einnig hafa alvarlegar póli- tískar afleiðingar í för með sér fyr- ir Sinn Féin, stjórnmálaarm IRÁ. The Irísh Times sagði í frétt sinni í gær að IRA hefði myrt Bennett, sem er sagður hafa tengst samtökunum, til að róa harðlínu- menn sem ekki vilja heyra á af- vopnun IRA minnst, og sem telja sig hafa fengið lítið fyrir sinn snúð í svonefndu friðarferli á N-írlandi. méfw 1800 cc, 112 hestafla vél * Viðarinnréttmg Álfelgur • Vindkljúfur • ABS • Loftpúðar Fjarstýrðar samlæsingar • Þjófavörn og margt fleira NYBYLAVEGi 2 * SIMI 554 2600 JlOlFlUiR Sæti fyrir 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.