Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 44
*44 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR VIÐAR HALLDÓRSSON + Halldór Viðar Halldórsson fæddist í Hafnar- firði 30. nóvember 1978. Hann lést af slysförum 22. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 30. júlí. Þótt umferðarslysin -*r taki árlega sinn stóra toll, höggva þau aldrei eins nærri okkur og þegar ungt fólk fellur í valinn á vígvelli götunnar. Það var því þungt höggið sem við vorum slegin þegar okkur barst sú harma- fregn að Halldór Viðar Halldórsson hefði farist í umferðarslysi á vordegi lífs síns. Þessi ungi maður vakti strax athygli okkar við fyrstu kynni, í febrúar árið 1997, þegar hann vann að verkefnum hjá Bjarna B. Þórs- syni fyrir Isaco. Hann var eins og svo mörg önnur ungmenni, aðdáandi vélvæðingar og tækni og fljótlega varð okkur ljóst að þar fór hagleiks- maður til margra verka á sviði iðnað- ar - enda stóð hugur hans til náms á ''þeim vettvangi, þótt iðngreinin hefði ekki enn orðið fyrir valinu. Halldór hóf síðan störf hjá ísaco 1. septem- ber sl. og starfaði þar við tækjafram- leiðislu fyrirtækisins og töldum við fyrirtækið lánsamt að fá slíkan öðling til starfa - jafnvel þótt við vissum frá upphafi að hann væri að- eins hjá okkur um stuttan tíma á meðan hann væri að þreifa fyr: ir sér um framtíðina. I starfi sínu hjá okkur kom enn frekar í ljós áhugi hans á ýmiss kon- ar vélbúnaði og tækjum og það fór ekki hjá því að hann fengi þar svolitla útrás fyrir þann áhuga við tækjafram- leiðsluna. En áhugi hans á tæknivélvæð- ingu nútúmans birtist einnig í kaupum hans á vélhjóli í fyrra, snjó- sleða í vetur og síðan aðeins stærra mótorhjóli sem hann keypti nýlega; hjóli sem var þó vel innan þeirra marka sem hann taldi sig ráða við. Halldór var gætinn og athugull pilt- ur sem gerði sér fyllilega grein fyrir hættum lífsins og þeirri ábyrgð sem fylgdi því að aka vélknúnu ökutæki. Til marks um það má geta þess að fyrir skömmu lenti einn úr vinahópi hans í smávægilegu óhappi á mótor- hjóli sínu sem varð tilefni þess að Halldóri varð að orði að ef til vill ætti hann að endurskoða áhuga sinn á mótorhjólum. Þessi orð hans sýndu okkur sem eldri erum að þar fór ungur maður með ríka ábyrgðartil- finningu. Við fengum líka að fylgjast með þegar saman dró með þeim Guðbjörgu, unnustu hans, enda fór það ekki fram hjá neinum hve piltur kættist þegar hún var nálægt hon- um. Þegar við kveðjum Halldór Við- ar Halldórsson, sem á svo miskunn- arlausan hátt var kallaður á brott að morgni lífs síns, er okkur efst í huga þakklæti fyrir þau forréttindi sem við urðum aðnjótandi að fá að verða samferðamenn hans þann alltof stutta tíma sem hann starfaði með okkur. Um leið og við kveðjum hann hinstu kveðju, sendum við innilegar samúðarkveðjur til Guðbjargar, for- eldra hans og systkina og annarra aðstandenda og vina. Blessuð sé minning hans. Baldur Halldórsson, starfsfólk ísaco og Bjarni B. Þórisson. Elsku Dóri! Eg er ekki ennþá búin að átta mig á að þú sért virkilega farinn frá okk- ur. Enda er ég allt of langt í burtu á þessari stundu. Ef ég hefði bara vit- að að 8. janúar, þegar ég kvaddi þig fyrir þessa ferð, væri síðasta sam- verustundin okkar. Eftir að ég kom út hlakkaði ég alltaf til þeirrar stundu að frá þér kæmi póstur. Þér tókst alltaf að ylja manni um hjarta- ræturnar. Ég hefði viljað geta verið síðustu sex mánuðina miklu nær þér. En ég veit að þú samgladdist mér og ég gaf þér loforð áður en ég fór sem ég mun standa við. I hjarta mínu veit ég að þér líður vel og að þú vakir yfir okkur hvar sem þú ert. Eg á eftir að sakna þíns sárt, þú varst góður vinur og ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Umhyggjusamur, traustur og alltaf með brosið á rétt- um stað. Eg vildi óska að við hefðum haft meiri tíma saman. Mig langar til þess að nota tækifærið og votta að- standendum þínum mína innilegustu samúð. Ég mun varðveita minning- una um þig að eilífu. Þín vinkona Vala í CA. + Björgvin Sig- valdason var fæddur í Klaustur- seli á Jökuldal 15. mars 1927. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sig- valdi Torfason, f. 6.7. 1885, d. 27.11. 1954, og Jónína Rustikusdóttir, f. 26.10. 1892, d. 7.1. 1975, sem bjugg^i í Klausturseli. Björg- vin fluttist með foreldrum sín- um og bræðrum að Hákonar- stöðum á Jökuldal 1931. Bræð- ur Björgvins eru Ragnar Ingólf- ur, f. 6.3. 1926, og Þórður, f. 19.5. 1929, báðir bændur á Há- konarstöðum. Við fráfall samferðamanna rifj- ast upp minningar sem alla jafna liggja í dvala. Svo fór mér þegar mér var sagt andlát Björgvins Sig- valdasonar frá Hákonarstöðum. Sjö ára gamall fluttist ég með for- eldrum mínum frá Skriðuklaustri í Fljótsdal að Klausturseli á Jökul- + Ingibjörg Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1915. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 23. júní síðast- liðinn og fór útför hennar fram l.júlí. Ég man þegar ég var svona fjög- urra, kannski fimm ára og átti heima á Leirubakka. Ingibjörg kom þá og passaði okkur bræðuma á daginn, Atla bróður fyrir hádegi og svo mig eftir hádegi. Ingibjörg var alltaf til í að spila P'ið mig þegar Kristófer var sofandi %ti í vagni. Við spiluðum ólsen ólsen og veiðimann. Björgvin stundaði nám á Eiðum vet- urna 1947 og 1948. Eftir að faðir hans Iést bjó hann með móður sinni og síð- ar í sambúi með Ragnari bróður sín- um og Birnu konu hans á Hákonar- stöðum. Björgvin brá búi 1985 og fiuttist í Fellabæ. Þar stundaði hann verkamannavinnu, Iengst hjá Tré- smiðju Fljótsdals- héraðs. Síðustu árin var hann í sambúð með Ásdísi M. Kjerúlf, f. 17.7. 1926. títför Björgvins fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dal en þá jörð höfðu þau þá keypt. Enn man ég óljóst að stoppað var á Hákonarstöðum áður en ekið var yfir í Klaustursel. Bæirnir standa hvor gegnt öðrum á Efra-Jökuldal, en Jökulsá deilir löndum. í túnfæti jarðanna er brú yfir ána, orðin nær aldargömul en þjónar enn sem Ég man sérstaklega eftir einu prakkarastriki sem við Atli gerð- um einu sinni fyrsta apríl. Við höfðum nýuppgötvað að það var hægt að hringja í sitt eigið síma- númer, láta hringja einu sinni og skella síðan á en þá hélt áfram að hringja þar til einhver svaraði. Við Atli földum okkur bak við sófann þangað til Ingibjörg svaraði. Þá stukkum við upp og minntum Ingi- björgu á að þann dag væri fyrsti apríl. Þetta var fyrsta alvöru apr- ílgabbið mitt. Vertu sæl, Ingibjörg, og gangi þér vel hvert sem þú ferð. Eg gleymi þér aldrei. Heimir Dúnn Guðmundsson. aðalsamgönguæð yfir að Klaustur- seli. Það var í þessari fyrstu heimsókn minni í Hákonarstaði snemma sum- ars árið 1955 sem kynni mín hófust af Björgvini Sigvaldasyni og Há- konarstaðaheimilinu. Þessi kynni áttu eftir að verða löng. Mikill samgangur varð strax á milli heimilanna og margan greið- ann þáðu foreldrar mínir af bræðr- unum á Hákonarstöðum, hvort heldur var við akstur, smala- mennsku eða viðgerðir á vélum. Foreldrar mínir gerðu sér far um að endurgjalda alla greiða en áttu ekki hægt um vik, frumbýlingar. Ég fylgdi föður mínum oft þegar hann átti erindi við nágranna sína og var síðan löngum stundum með þeim ef verið var við fjárrag eða önnur verk þar sem samvinna var að verki. Sumarið 1958 slasaðist móðir mín og þurfti að dvelja á sjúkrahúsi mánuðum saman. Hluta af þeim tíma sem á sjúkra- húsdvölinni stóð bjó ég einn með föður mínum. Þá áttum við sem endranær góðu að mæta á Hákon- arstöðum. Þangað fórum við gjarn- an eftir að gegningum lauk, þáðum beina og síðan var gjaman slegið í spil. Við gistum þar margar nætur og áttum þá rúm í herbergi Björg- vins. Ég minnist ferðar sem ég fór með Björgvini til veiða í Gripdeild, vatni í Hákonarstaðaheiðinni. Þar veidd- ust alltaf vænstu silungamir, við fórum ríðandi á fallegu síðdegi og komum til baka í niðaþoku. Sjálf- sagt hefur verið geigur í mér við þokuna, en ferðafélaginn var ömgg- ur og hafði lag á að telja kjark í unglinga. Ekki man ég til að mér mislíkaði nokkum tíma við Björgvin, það var ekki vegna þess að hann væri geð- laus eða hefði ekki sínar meiningar um hlutina. Þvert á móti var hann fastur fyrir og ákveðinn að hverju sem hann gekk. Hann var hins veg- ar óáleitinn og geðgóður í samskipt- um. Við böm var hann þýður og unglinga umgekkst hann eins og fullorðið fólk og uppskar fyrir það virðingu þeirra og vináttu. Nú við leiðarlok vil ég þakka Björgvini samfylgdina, hann reynd- ist mér best þegar ég þurfti mest á því að halda. Eg mun geyma með mér minningu um góðan dreng. Aðstandendum Björgvins send- um við Sigríður samúðarkveðjur. Hrafnkell A. Jónsson. BJORGVIN SIGVALDASON INGIBJORG EINARSDÓTTIR STEFAN PETUR SIGURJÓNSSON + Stefán Pétur Siguijónsson, Uppsalavegi 9, Húsavík, fæddist í Heiðarbót í Reykja- hverfi í Suður-Þing- eyjarsýslu 16. des- ember 1918. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 27. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Jónína Sig- urðardóttir skreð- ari og húsmóðir, f. 5. des. 1879, d. 2. júlí 1937, og Sigur- jón Pétursson söngstjóri og bóndi í Heiðarbót, f. 17. maí 1893, d. 29. okt. 1982. Stefán átti fjögur alsystkini á lífí. Þau eru: Sigurður og Þuríður Hólm- fríður sem búsett eru á Húsa- vík, Helga, búsett í Reykjavík og Hreiðar á Húsavík. Stefán var fjórði í aldursröðinni. Yngstur var hálfbróðir hans, Sigtryggur, samfeðra, en hann lést árið 1993. Hinn 12. nóvember 1946 kvæntist Stefán Kristbjörgu Héðinsdóttur, f. 2. sept. 1922 á Húsavík. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Jónsdóttir húsmóðir, f. 16. febrúar 1897, d. 1. júní 1989, og Héðinn Mar- íusson formaður, f. 18. des. 1899, d. 22. mars 1989. Börn Stefáns og Kristbjargar eru fjögur: 1) Helga Jónína, f. 2. júní 1946, maki Guðmundur A. Hólmgeirsson. Þau reka eigin útgerð. Börn þeirra eru: a) Stefán, maki Margrét María Jóhannsdóttir, börn þeirra: Pétur Kári, Sædís Helga og í dag kveð ég þig, minn elsku- legi afi, hinni hinstu kveðju. Þú hef- ur barist hetjulega í átján ár við sjúkdóminn sem lagði þig að velli hinn 27. júlí síðastliðinn. Minning- arnar sem eftir standa um yndis- legan afa og ömmu sem hafa lifað saman í gegnum súrt og sætt öll þessi ár eru ógleymanlegar. Ég man eftir þér, afi, koma heim í hádeginu til ömmu. Við hlupum út að glugga þegar heyrðist í vörubíln- um og biðum þess að honum yrði lagt á hlaðinu. Þú komst upp í vinnugallanum með dagbókina í hendinni, skælbrosandi tókstu okk- ur í faðm þér. Það var gaman að fylgjast með þér borða. Þú tókst hraustlega til matar þíns, með miklu smjöri og enn meira af rabar- barasultunni hennar ömmu. Þú gerðir að gamni þínu, spurðir okk- ur frétta, nú eða sagðir okkur jafn- vel stutta sögu. Svo leið tíminn - hádeginu lauk og þú varst rokinn. Oft fengum við að sitja í bíl með þér, sem okkur þótti hin besta skemmtun. Við komum við á „stöð- inni“, skruppum með hlass út á Tjörnes, nú eða eitthvað enn lengra. Yfirleitt áttir þú þurrkaða ávexti undir sætinu til að stinga upp í litla munna, eða bláan opal sem keyptur hafði verið á „stöð- inni“. Hún gleymist seint ferðin sem ég fór með ykkur ömmu í sumarbú- stað í viku tíma í Borgarfjörðinn. Ekið var um Suðurland og Snæ- fellsnes í heimsóknir til vina ykkar beggja. Þú varst fullur af fróðleik um landið og ég held að það hafi ekki verið sú sveit eða sá bær sem þú ekki fræddir mig um á leiðinni. Á milli fróðleiksmola var stoppað og þá var boðið upp á appelsín og Conga, sem þér þótti gaman að gleðja okkur barnabörnin með, við hin ýmsu tækifæri. Þú varst söngelskur maður mjög og naust þess bæði að syngja fyrir okkur og að hlusta á tónlist með okkur. Það var oft viðkvæðið að ef við heyrðum fallegan óperu- eða kórsöng, að þetta þyrfturru við að leyfa afa að heyra. Á yngri árum var ég oft svo sannfærð um að ef að Aþena Lind. b) Sæ- dís, unnusti Hejmir Bjarnason. c) Árni. 2) Hjördís, fram- haldsskólakennari, f. 30. mars 1948, maki Haukur Tryggvason bóndi. Börn þeirra: b) Heiðrún. c) Hilmar, unnusta Helene Christensen. d) Unnur Björk. e) Hugrún. 3) Héðinn, stöðvarstjóri, f. 9. sept. 1950, maki Hjördís Garðars- dóttir sjúkraliði. Börn þeirra: c) Garðar, maki Jóhanna Krist- jánsdóttir, þeirra börn eru: Kristján Helgi og óskírður drengur. d) Kristbjörg, unnusti Ásbjörn Jónsson. e) Jóhanna. 4) Sigurjón Pétur, sölustjóri, f. 11. júlí 1955, maki Sigurlaug Sigurpálsdóttir ritari. Börn þeirra: d) Stefán Unnar, unnusta Eygló Þórarinsdóttir. e) Steinunn Anna. f) Linda Björg. g) Friðrik Elías. Ungur tók Stefán þátt í að stofna og reka Bifreiðastöð Þingeyinga á Húsavík ásamt tveimur bræðra sinna og þrem- ur öðrum. Fljótt varð þessi rekstur umfangsmikill á sviði vöru- og fólksflutninga hvers konar. Upp frá þessu varð akst- ur hans aðalstarf og rak hann síðustu áratugina eigin vörubif- reið, þar til starfsorka hans þvarr. títför Stefáns Péturs Sigurjóns- sonar fer fram frá Húsavíkur- kirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. þér fyndist söngurinn fallegur, þá væri hann fallegur. Einnig varstu hrókur alls fagnaðar þegar fjöl- skylduboðin voru annars vegar. Þú brást á leik með okkur krökkunum, dansaðir við okkur og gerðir að gamni þínu, þangað til við veltumst um af hlátri. Þú varst yndislegur afi. Þú naust þess af lífi og sál að fylgjast með og vera með fólkinu þínu. Eg man líka skoðanir þínar á útliti okkar og föt- um. Þú þurftir alltaf að athuga efn- ið í flíkunum. Stundum fengu þær ágætiseinkunn og svo voru þetta einnig óttalegar druslur á köflum og þú sagðir mér hiklaust ef ég hafði fitnað, lagt af eða fengið nýja klippingu. Mér fannst ótrúlegt hvað þú tókst vel eftir þessum hlutum og að það breyttist ekkert eftir að þú varst lagður inn á sjúkrahús. Þú fylgdist vel með afkomendunum fram á síðasta dag, það færðist alltaf bros yfir andlitið á þér þegar við komum í heimsókn á sjúkrahús- ið, sem yljaði okkur venilega. Eftir að þú eignaðist langafabörnin brostir þú enn meira og spurðir hvort litlu elskurnar þínar væru ekki með. Minningarnar sem ég á um þig, elsku afi, og hana ömmu við hlið þér eru ótæmandi sjóður. Það fæst aldrei fullþakkað að hafa fengið að alast upp í næstu götu við ykkur. Allur dugnaðurinn, fróðleikurinn, hlýjan og ástúðin sem þið búið yfir og hafið leyft okkur að kynnast og njóta með ykkur er ómetanlegt. Elsku amma, þú hefur misst lífs- förunautinn sem þú hefur annast svo vel öll þessi ár. Söknuðurinn er mikill hjá okkur öllum, en minning- amar geymast. Hvíl í friði, elsku afi. Þín Sædís. Lækkar lífdagasól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í farandaskjól, fegin hvildinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.