Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 38
• 38 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ > * Er túlkun blekking? Efallt er blekking, í þeirri merkingu að enginn sannleikur sé til - ekkert sé ekta - þá missir hugtakið blekking eiginlega merkingu sína. Til að fölsun geti verið til þarf að vera til frummynd. Fölsun er ekki fölsun nema hún sé á einhverju. Því gerir allt tal um fölsun í raun ráð fyrir frummynd. Ein- hverju sem er ekta. Því að ann- ars væri fölsunin ekki á neinu og þar af leiðandi væri hin meinta fölsun alveg óvart frum- mynd. Hafi ég skilið Þröst Helgason rétt í Viðhorfi hans 15. júní sl. taldi hann í fyrsta lagi að allt sem maður VIÐHORF Eftir Kristján G. Amgrímsson segir og gerir sé túlkun, og í öðru lagi að öll þessi túlk- un sé „í vissum skilningi“ fals. Fyrri fullyrðingunni er ég sam- mála, en hin síðari held ég að sé misskilningur. Ef allt er blekking, í þeim merkingu að enginn sannleikur sé til - ekkert sé ekta - þá missir hugtakið blekking eigin- lega merkingu sína. Franski heimspekingurinn René Descartes kom ýmsum úr jafn- vægi með þeirri hugmynd að kannski væri öll veröld manns gerviveröld, búin til af illa inn- rættum snillingi. Og maður ætti ekki möguleika á að upp- götva svikin. En það er langt síðan bent var á, sem svar við þessari meintu klípu Descartes, að ef allur heimur manns er falskur, og hvergi leynist ekta frum- mynd, þá er fölsunin ekki á neinu, og þar með hinn eini (og þar af leiðandi sanni) heimur. Hugmyndin um að allt sé fals og blekking byggist í rauninni á því, að gengið er út frá þeirri klassísku hugmynd að veröldin sé tvískipt, í hinn eiginlega heim og hinn skynjaða heim. Þessi hugmynd er komin frá Plató og sögunni í Ríkinu um hellisbúana sem halda að skuggamyndimar sem þeir sjá á hellisveggnum séu raunveru- leikinn. Síðan er því haldið fram að þetta sé „bara túlkun“ - í raun- inni sé bara um að ræða skynj- aðan heim, eða orðaheim, og talið um ekta heim (það er, heim sem er óháður skynjun manns og orðaforða) sé fals. í þessu falsi sé einmitt fólginn óheiðarleiki vísindanna. Hugmyndin um að allt sé fals virðist því vera tilraun til að losna úr viðjum þessarar tví- skiptingarhugmyndar, með því að segja hana bara blekkingu. En svo undarlega vill til, að um leið og maður ræðir um „blekk- ingu“ (eða fals) festir maður í sessi hefðina sem maður er að spyma við. Og þessi hefð, hug- myndin um tvískiptinguna, er grundvöllur vísindalegrar hugs- unar - að við getum náð að skilja raunveruleikann eins og hann er í sjálfum sér; komist að hinu sanna um hann. Blekkingartalið má skilja sem tilraun til að hnika vísinda- legri hugsun af stalli, en í raun og veru gerir það ekki annað en að styrkja undirstöður vísinda- legrar hugsunar með því að ganga út frá sömu grundvallar- hugmynd og hin vísindalega hugsun. Ef þetta eru alltsaman hefð- ir, líka hin vísindalega hugsun, hvað segir manni þá að vísinda- hefðin sé fölsk? Kannski það að hún, eins og aðrar hugsunar- hefðir, er bundin tilteknum orðaforða? Ég veit ekki um neina vís- indamenn sem neita því að þeir - og hugsun þeirra - eigi sér rætur í langri hefð. Gerir það vísindastarf ómerkt að það sé „bara hefð“? Er lækning á sýk- ingu ómerk eða folsk vegna þess að hún er sprottin úr ákveðinni hugsunarhefð? Það hefur alltaf verið óljóst, í þessu tali um blekkingar og fals, hvers vegna það skiptir máli að það sem maður segir er alltsaman blekking og fals. Það er að segja, af hverju er túlkun lögð að jöfnu við fals? Hverju er maður bættari ef maður tek- ur þetta fram? Þessum spum- ingum hefur ekki verið svarað; kannski hafa þær bara ekki komið upp. Þröstur virtist reyndar gefa ádrátt um, að ástæðan fyrir því, að menn vilja að það sé á hreinu að þetta sé alltsaman fals og blekking, sé sú, að þeir vilji vera heiðarlegir og benda á hvemig málum er í rauninni háttað. En þar með em þeir að neita því að allt sé fals og blekking, og hafna þar með fyrri fullyrðingu sinni og maður verður soldið ringlaður. Þarna býr því greinilega enn að baki gamli draumurinn um endanlegan sannleika, um end- anlegan heim sem er einn og samur, alltaf - draumurinn um hinn mikla stöðugleika, sem kviknar í hverfulum huga frammi fyrir brigðulli veröld. Og einmitt þessi draumur er rótin að vísindalegri hugsun. Maður getur vel samþykkt að allt sem maður hugsar, segir og gerir sé túlkun á hefð án þess að samþykkja um leið að allt sem maður hugsar, segir og gerir, sé fölsun eða blekking. Af hverju er túlkun blekking? Hvað er það að lifa óhjákvæmi- lega í hefð? Hvernig fer maður að því? Állt sem ég segi, skrifa og geri er túlkun á þeirri hefð sem ég er sprottinn úr. Þannig er það satt, að ekkert sem ég geri er í rauninni frumlegt - í þeim skilningi að vera sjálfsprottið. En það er einmitt þetta sem túlkun er, hún er lífið sem mað- ur lifir. Að túlka hefð sína er að lifa lífi sínu. Það er ekkert falskt við þetta, og þess vegna enginn „heiðarleiki“ fólginn í að tyfta sig með því að maður sé falskur. Þvert á móti gæti manni virst hið vísindalega viðhorf mun heiðarlegra, því það fer hvorki í launkofa með trú sína á ekta veruleika, né þann metnað sinn að vilja útskýra þann veru- leika. Klykkt út á frumgerð Bachs? TÓNiAST Skálholtskirkja SUMARTÓNLEIKAR Verk eftir Baltzar, Matteis-feðga, Biber, Westhoff og J.S. Bach. Jaap Schröder, barokkfiðla. Laugardag- inn 31. júlí kl. 17. GAMALL og góður gestur Sumarhátíðarinnar í Skálholti var í brennidepli á öðrum tónleikum sl. laugardags. Það var enginn annar en hinn hollenzki barokk- fiðlari Jaap Schröder, sem einnig mun kunnur af m.a. hljóðritunum með hljómlistarhópum eins og Academy of Ancient Music, Concerto Amsterdam og Ester- hazy strengjakvartettinum. Schröder er einn þeirra óþarf- lega fáu frumkvöðla upphafs- hyggju í flutningi á eldri tónlist sem láta músíkölsk rök njóta vafans þá val stendur milli fleiri möguleika, og minnist maður þess varla að hafa heyrt votta íyrir neinum öfgum og tiktúrum hjá honum sem oft mátti greina hjá öðrum boðendum fagnaðarer- indisins - einkum framan af, með- an stefnan var ný og átti til að setja sig á oddinn. Enda eldast slíkar upptökur einatt illa, miðað við t.d. hógværa meðferð þeirra Esterhazy-fjórmenninga á „Ha- ydn“-kvartettum Mozarts, sem enn heldur fullum ferskleika í innlifuðu tilgerðarleysi sínu. Efnisskráin taldi að þessu sinni fiðluverk án undirleiks frá mið- barokktíma, þ.e. nokkrum áratug- um áður en Bach kórónaði grein- ina með sónötum sínum og partít- um. Öll voru þau þýzkættuð, utan verk þeirra ítölsku feðga og al- nafna, Nicola Matteis. Fyrst voru leiknir fjórir þættir úr „The Di- vision Violin" (útg. 1684) eftir Thomas Baltzar (d. 1663) sem settist að í Lundúnum. Titill bálksins minnir óneitanlega á „The Division Viol“, gömbu- kennslubók Christophers Simp- sons frá 1659, sem jafnframt gaf nákvæma leiðsögn í snarstefjun tilbrigða, „divisions" (orðið hugs- að sem útfærslu laglínu í styttri nótnagildum og flúri), en til þess arna þótti bassagamban kjörnust hljóðfæra á 17. öld. Ólíkt því sem maður á að venjast í skapmikilli gömbutúlkun Jordis Savalls á frönskum meisturum þess tíma var leikur Schröders látlaus og af- kláraður; meira inn á við en út, og átti það raunar við flesta túlkun hans á umræddri dagskrá. Eftir Matteis eldri (d. 1707), sem fluttist til London nokkru síðar en Baltzar, lék Schröder tvo þætti úr ,Ayrs for the Violin", enn eitt dæmið um yfirtöku nýs hljóðfæris á eldri hljóðfæragrein, í þessu tilviki grein lútusönglaga, sem John Dowland var upphafs- maður að. Leikurinn var hér ljúf- ur og Ijóðrænn í anda verksins. Þar á eftir var leikin Fantasía eft- ir Matteis yngri (d. um 1749) af innilegri tilfinningu, þó að stöku sinni virtist vel mega láta neista ögn kröftugar í útfærslu, enda stykkið úthverfara eðlis en hið undangengna. Hin nafntogaða Passacaglía úr Rósakrans-sónöt- um Bibers (d. 1704), sem var með- al helztu fyrirmynda Bachs að einleiksfiðlugreininni, leið e.t.v. fullfyrirstöðulítið um loft við íhug- ulan flutning Schröders, sem að ósekju hefði getað teflt fram fleiri og voldugri dýnamískum and- stæðum, enda fór þetta meistara- verk við einfaldan la-so-fa-mí þrá- bassa að dragast á langinn áður en lauk. Fram kom af stuttum en fróð- legum tónskrárumsögnum Jaaps Schröders, að Johann Paul von Westhoff (d. 1705) hafi verið vin- sæll farandfiðluleikari sem m.a. gerði það gott við hirð Sólkon- ungsins í Versölum, en settist loks að í Weimar, þar sem Bach kann að hafa hitt hann, enda sólósvítur Westhoffs að sögn forboði listar Bachs að tækni og uppbyggingu. Það mátti og til sanns vegar færa, að Svíta Westhoffs frá 1683 var furðu „nútímaleg" hjá undan- gengnu verkunum; bæði dýrar kveðin og harmónískt stefnuvirk- ari. Þrátt fyrir nokkra hnökra hér og þar kom þetta vel fram í stíl- hreinum leik Schröders. Einleik- arinn gerði sér að svítu lokinni lít- ið fyrir og flutti eigin útsetningu á a-moll flautupartítu Bachs, hér tónflutta yfir í d-moll. Túlkunin var hvarvetna í fallegu jafnvægi, enda þótt ekkó-dýnamík Bachs hafi lítt verið dregin fram, sér- staklega Sarabandan (III.), er söng sem fegursta ástarjátning óflekkaðrar meyjar. Síðust á dagskrá var umritun Schröders á frægri d-moll org- eltokkötu Bachs fyrir fiðlu í a- moll. Hún var varla hafin fyrr en kirkjuklukkur fóru í gang með látum, líkt og til að mótmæla meintum helgispjöllum, en þær voru snarlega stöðvaðar, og Schröder hóf leik að nýju. Út- koman var að mörgu leyti eftir- tektarverð, ekki sízt fyrir þá sök, að Tokkatan, sem sumir hafa ve- fengt að sé eftir Bach, enda ein- kennilega gisin í rithætti miðað við önnur orgelverk hans, virtist koma jafnvel betur út fyrir ein- leiksfiðlu en konung hljóðfær- anna, og vörpuðu sumir tónleika- gesta eftir á fram þeirri tilgátu, að orgelgerðin hefði í raun verið umritun á eldra fiðluverki! En hvað sem því líður var leikur hol- lenzka fiðlarans hér snarpur og dýnamískur, og þó að ýmis bessa- leyfi virtust hafa verið tekin í um- ritun seinni hlutans, er ekki hægt að segja annað en að Jaap Schröder hafi „klykkt út“ með eftirminnilegum hætti. Ríkarður Ö. Pálsson Aðdáendaklúbbur Kristjáns Johannssonar „Eins og í fótboltanum“ FYRSTU opinberu tónleikamir á vegum aðdáendaklúbbs Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara verða haldnir á Ítalíu 23. október nk. „Það er ferðaskrifstofa hér í ná- grenni við mig sem hefur fylgst með mér síðustu fimm árin eða svo og farið með hóp af fólki á eftir mér til Kína, New York, London og víðar þar sem ég hef verið að syngja. Svo hefur þetta smám sam- an undið upp á sig,“ segir Kristján. Nú eru á skrá hjá ferðaskrifstof- unni hátt á fjórða hundrað aðdá- endur sem íylgja honum gjaman á tónleika. Auk þess hefur hópurinn aðgang að leikhúsi í Mantova-hér- aði, þar sem Kristján syngur á fimm til sex tónleikum á ári. „Þetta er gamalt og fallegt hús sem tekur um 1200 manns í sæti,“ segir hann. Sýningum lýkur SÝNINGU Baska (Bjama Ketils- sonar) í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, lýkur nú á sunnudag. Bjami sýnir 25 verk, olíumálverk og verk unnin með blandaðri tækni. Listasetrið er opið daglega frá kl. 15-18. Helmingurinn af tórunni Nú hefur verið ákveðið að stofna opinberlega aðdáendaklúbb í kring- um söngvarann. „Hann á að heita „Fan Club Intemational Kristján Jóhannsson". Ég veit ekki hvort það hefur nokkurn tíma áður verið stoínaður aðdáendaklúbbur um fs- lending. Það er kannski „komplí- ment“ fyrir mig hvemig þeir hugsa til mín, ítalimir. Nú fer ég að nálg- ast það að hafa verið jafnlengi á Ítalíu og á íslandi. Ég er búinn að vera hvorki meira né minna en 23 ár hér á Ítalíu, þannig að það fer að nálgast það að vera helmingurinn af tómnni hjá mér,“ segir Kristján og hlær. Aðspurður hvernig það sé að hafa aðdáendahópinn á eftir sér um allar jarðir segist hann hafa mjög gaman af. „Þetta fólk fylgist með mér og ferðast með mér um allt og ég er í góðu sambandi við það. Við hittumst jafnvel stundum og snæðum saman kvöldverð á þessum ferðum,“ segir Kristján og bætir við að nú sé búið að prenta nafnið hans á skyrtur, peysur og húfur klúbbfélaga. „Þetta er bara eins og í fótboltanum," segir hann. Brasilísk stemmning í Kaffileikhúsinu TENA Palmer mun ásamt hljóm- sveitinni Felicidade flytja brasilísk lög í Kaffileikhúsinu í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 21. Hljómsveitin spilar samba og bossa nova sungið á portú- gölsku, spænsku, ítölsku og ensku. Hljómsveitina skipa auk Tenu: Óskar Guðjónsson á tenórsaxófón, Hilmar Jensson á gítar, Þórður Högnason á kontrabassa og Matthí- as M.D. Hemstock á trommur. í fréttatilkynningu frá Kaffileik- húsinu segir að með túlkun sinni á kunnuglegum lögum sem Stan Getz og Astrid Gilberto gerðu fræg um það leyti sem brasilísk tónlist var að „uppgötvast“ í Bandaríkjunum og víðar, skapi Felicidade kryddaða stemmningu heitrar sumarnætur, sem á einkar vel við þessa dagana. -------*-♦-♦----- Valin listamaður mánaðarins LÍNA Rut Wilberg er listamaður mánaðarins hjá www.artgall- eryfold.com. Lína Rut Wilberg, fædd 11. mars 1966, stundaði nám í listförðun í París 1986 til 1987. Hún lauk námi úr málaradeild Myndlista- og hand- íðaskóla Islands 1994 og Accademi di Belle Arti, Flórens 1996. Lína Rut hefur haldið þrjár einka- sýningar og 1997 tók hún þátt í Haustsýningu Listaskálans í Hvera- gerði en það var samsýning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.