Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Siglt um Þingvallavatn í ÞINGVALLASVEIT gefst ferða- mönnum kostur á að komast í hálfrar annarrar klukkustundar siglingu um Þingvallavatn undir leiðsögn heimamanna. Kolbeinn Sveinbjömsson, er einn þeirra sem standa fyrir sigl- ingum á Himbrimanunum á vegum Þingvallasiglinga ehf. „Það er far- inn stórrúntur um Þingvallavatn, skoðaður þjóðgarðurinn, Arnarfell, Sandey, Nesey og Hestvík í Grafn- ingi og síðan er haldið aftur til baka,“ segir Kolbeinn þegar hann er beðinn að lýsa hefðbundinni ferð fyrir almenning, en auk þess er boðið upp á styttri og lengri ferðir fyrir hópa. Um helgar eru fastar áætlunarferðir fjórum sinnum á dag, klukkan 11,13,15 og 17. Verið er að setja upp bryggju í Amarfelli og þar er meiningin að stoppa í einni ferð á dag og fara í göngu- ferðir um svæðið. Veiði á leiðinni Fyrir áhugasama veiðimenn er venjulega mögulegt að hafa með sér veiðistöng um borð og reyna fyrir sér við veiðar á leiðinni gegn greiðslu 500 kr. aukagjalds. Veiði hefur verið ágæt í vatninu og auk murtunnar finnast þar stóreflis bleikjur og urriðar. Megintilefni ferðanna um Þing- vallavatn er þó náttúruskoðun og það að njóta þess að skoða svæðið frá nýjum sjónarhóli og heyra sagt frá sögu þess og jarðfræði. 20 far- þegar komast í Himbrimann í einu. Farið er frá Skálabrekku og þarf að bóka fyrirfram í ferðir. Morgunblamð/lngimundur GAMLI íþróttavöllurinn í Borgarnesi hefur skipt um hlutverk frá því sem áður var og hýsir nú gesti er fá ekki rými á tjaldsvæðinu. Iþróttavöllur sem tjaldstæði Borgarnesi - Gamli íþróttavöll- urinn í Borgarnesi hefur skipt um hlutverk frá því sem áður var. Þegar Ijaldsvæðið, sem er í nágrenni við völlinn, er orðið yf- irfullt er hann nýttur, eins og sjá má á myndinni. Gamli malarvöll- inn hefur að mestu lokið fyrra hlutverki sínu sem íþróttavöllur. Þessi völlur var raunar fyrsti grasvöllur á landinu. Áhuga- menn í Borgarnesi höfðu rétt lokið við að þekja hann um 1940 er hernámsliðið kom og lagði hann undir sig. Þegar hernám- inu lauk var völlurinn ónýtur. En á gamla vellinum hafa verið unn- in mörg góð afrek, en nú er hann á góðri leið að verða að grasvelli áný. 'slim-line" dömubuxur frá gardeur UÓumu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 BÍLSKÚRSHURÐIR ÍSVr\L-riO*<GA\ Erlr. HOhÐARAKKA 9. I 12 HrYK.JAVÍK SIMI Í5Í37 8/50 rAX 587 8751 Enn ein leiðtogaskiptin í danska íhaldsflokknum Bendtsen tekínn við af Christmas-Moller Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞRIÐJI leiðtoginn á tveimur árum hefur nú horfið úr forystu danska Ihaldsflokksins. Pia Christmas- Moller tilkynnti á mánudaginn að hún segði af sér sem leiðtogi flokks- ins eftir 17 mánaða starf. Henni hefur ekki tekist lægja öldurnar innan flokksins og og þegar formað- ur hans lét í ljósi litla trú á henni valdi hún að hætta. Eftirmaður hennar sem pólitískur leiðtogi og þingflokksformaður er Bendt Bendtsen en hann var einróma kjörinn á fundi þingflokksins í gær. Síðan hinn vinsæli og hressi Hans Engell hætti sem leiðtogi fyrir tveimur árum eftir að upp komst að hann hafði keyrt drukkinn hefur ólánið elt danska Ihaldsflokkinn. Engell og fylgismenn hans í flokkn- um áttu greinilega mjög erfitt með að sætta sig við orðinn hlut. Sá sem tók við af honum var Per Mpller, fyrrum ráðherra, en hann fékk ekki frið fyrir Engell-vængnum og sagði af sér eftir kosningar, sem ekki komu sérlega vel út fyrir flokkinn. Þá tók við hin samviskusama en jafnframt heldur daufgerða Pia Christmas-Moller en Engell-liðið linnti samt ekki látunum. Aðeins eru nokkrar vikur síðan Engell skapaði enn óvissu í kringum sig þótt hann hefði áður lýst því yfir að hann ætlaði að hætta á þingi eftir næstu kosningar. I lok þess upp- hlaups sagðist hann þó halda fast við fyrri ákvarðanir. Hluti af breytingunum með til- komu Christmas-Mpller var að auk hennar sem pólitísks leiðtoga var skipaður formaður til að halda utan um innra flokksstarfið, en Stig hafði haft bæði embættin í von um að þannig mætti betur sameina flokk- inn. Óvissa um framtíð formannsins Sá sem valdist í formannsstólinn var Poul Andreassen sem áður var framkvæmdastjóri ISS, umsvifa- mikils dansks hreingemingafyrir- tækis, sem starfar víða um heim. Það virðist hafa verið Andreassen sem neyddi Christmas-Moller til að segja af sér. Sjálf kveðst hún ekki hafa fengið nægan tíma og Andre- assen hafi þrýst á sig nú þegar hún sé í gigtarmeðferð. Andreassen ætl- aði hins vegar að láta það líta út eins og hún hefði sagt af sér af fús- um og frjálsum vilja og síðan yrði nýr leiðtogi valinn án nokkurs uppi- stands. Fyrir þennan óleik hefiir hann hlotið mikið ámæli í dönskum fjölmiðlum og nú er óvíst um fram- tíð hans í flokknum. Bendt Bendtsen er 45 ára gamall, af bændaættum á Fjóni. Hann hef- ur verið lögreglumaður, sinnt bæj- arstjómarmálum og situr nú á þingi. Hann þykir hafa ýmsa kosti til að bera og þótt hann brosi ekki mikið til fjölmiðla vonast samflokks- menn hans til, að það geti hann lært. Það þykir heldur ekki spilla fyrir íhaldsblænum að hann er lið- tækur golfleikari. Hillary Clinton sögð hafa átt í „ástríðufullu ástarsambandi“ Tl£\¥tee Hoíi5c Cmvenín$ Hillary Clinton HILLARY Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna, átti í áralöngu „ástríðu- fullu ástarsambandi“ við Vincent Foster, lögfræð- ing Hvíta hússins sem framdi sjálfsvíg undir dul- arfullum kringumstæðum árið 1995. Þetta er fullyrt í nýrri bók sem kom út í fyrradag. Samkvæmt frásögn brezka dagblaðsins The Times kemur fram í bók- inni „Bill og Hillary: Hjónabandið" eftir Christopher Andersen, að Foster, sem var æskuvin- ur Bills Clintons, hafi haf- ið ástarsamband við Hill- ary Clinton árið 1977 og að vinir og samstarfs- menn hefðu vitað um sam- band þeirra. Bókin kom út sama dag og nýju tímariti, talk, var hleypt af stoklt- unum í Bandaríkjunum, með viðtali við forsetafrúna þar sem hún setur fram sinar kenningar um ástæður framhjáhalds eigin- manns síns og ítrekar að hún standi með honum. Orðrómur um að eitthvað hefði verið á milli Hillary og Fosters eru ekki nýjar af nál- inni, og síðan sá síðarnefndi féll frá árið 1995 hafa birzt margar fréttir um að þau hafl átti í ást- arsambandi. Höfundur bókar- innar segir ekki hvenær hann telji sambandið hafa endað, en fullyrðir að Hillary Clinton hafí verið harmi slegin er hún frétti af dauða Fosters. Lífverðir Clinton-hjónanna, þegar þau bjuggu í ríkissljóra- bústaðnum í Little Rock í Arkansas, veita í bókinni upp- lýsingar um hið nána samband Fosters og Hillary Clinton. Fost- er ólst upp í næsta húsi við Bill Clinton og var viðskiptafélagi þeirra hjóna í Rose-lögmanns- stofunni, sem þau ráku í Little Rock. „Hillary og Vince voru ást- fangin upp fyrir haus. Ég sá þau í innilegum faðmlögum, kyssandi og kjassandi hvort annað - allt,“ er haft eftir L.D. Brown, einum lífvarðanna. Hann fullyrðir í bókinni að Fost- er hefði jafnan skotið upp koll- inum „eins og klukka“ í ríkis- stjórabústaðnum í hvert sinn sem Bill Clinton var fjarverandi. Foster hefði oft ekki farið aftur frá húsinu fyrr en að morgni. Við annað tækifæri, á árinu 1987, hefðu Foster og Hillary Clinton eytt saman nokkrum dögum í orlofsskála uppi í fjöll- um. Brown segir Hillary þá hafa trúað sér fyrir því, að það væri „sumt sem maður yrði að verða sér úti um utan hjóna- bandsins, sem ekki fæst innan þess“. Jim McDougal, lykilmaður í Whitewater-málinu svokallaða, er sagður hafa sagt: „Allir vissu um samband Hillary og Vince. En Bill var ekki í aðstöðu til að gera athugasemdir við það, var það?“ Foster hóf störf sem aðstoð- arlögfræðingur Hvíta hússins eftir að Clinton-hjónin voru flutt þangað. Hann kom nálægt ýms- um hneykslismálum sem upp komu, þar á meðal hinum svokölluðu „Nannygate“, „Tra- velgate“ og Whitewater-málum. I júli 1995 fannst hann látinn, með byssukúlu í höfðinu, í einkabíl sínum í skóg- lendi nærri Washington. Skammbyssan, sem hann átti sjálfur, lá enn í hendi hans. Dauði Fosters umvaf- inn sögusögnum Þegar Hillary Clinton voru færð tíðindin af láti Fosters hefur Andersen eftir ónafngreindum starfsmanni Hvíta húss- ins, að hún hafí „tapað sér - öskrað og grátið“. Bókarhöfundurinn segir blaðafulltrúa forsetafrú- arinnar hafa haldið af viðbrögðunum að forset- inn sjálfur hefði látizt. Dauði Fosters varð fljótlega umvafínn leyndardómsfullum sögusögnum. Sagt var að starfsmenn Hillary hefðu gert ítarlega húsleit á skrifstofu Fosters, um leið og það fréttist að hann hefði fund- izt andaður. Og sex dögum eftir andlátið var sagt að bréf, rifíð í 28 búta, hefði fundizt í skjala- tösku Fosters, þrátt fyrir að lögreglan hefði áður verið búin að grannskoða hana. í bréfínu vísar Foster því frá sér að hafa komið nálægt nokkru ólöglegu athæfí og kvartaði yfír því að í Washington „hefðu menn það að íþrótt að eyðileggja fólk“. Þrátt fyrir ýmsar tilgátur um að Foster hefði verið myrtur eða að hann hafí fyrirfarið sér annars staðar og lík hans siðan flutt, leiddu allar þær rann- sóknir sem gerðar voru á mál- inu ekki til annarrar niðurstöðu en að hann hafí einfaldlega skotið sig þar sem hann fannst, án tilverknaðar nokkurs ann- ars. Óháði saksóknarinn Kenn- eth Starr rannsakaði einnig málið en fann ekkert nýtt. Christopher Andersen, sem áður hefur skrifað bók um dauða Díönu prinsessu, segir í bókinni ennfremur frá rifrild- um Clinton-hjónanna og tilfinn- ingastríði dóttur þeirra, Chel- sea.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.