Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Burðarás kominn með * 17% í Skagstrendingi SVO virðist sem Samherji nái ekki meirihluta í stjórn Skagstrendings eftir kaup á um 37% hlut í félag- inu. Burðarás á nú um 17% hlut eftir kaup á hlutabréfum síðustu daga, meðal annars bréfum úr eigu Höfðahrepps, og mun það duga með stuðningi minni hluthafa til að halda einum manni í stjórn. Samkvæmt samþykktum félagsins á Höfðahreppur tvo menn í stjórn án tillits til eignarhluta. Líklegt má telja að Samherji láti reyna á það hvort samþykktin standist lög. Miklar breytingar hafa orðið á > •Kgnaraðild að Skagstrendingi á Skagaströnd að undanförnu. Sam- herji hefur. nýlega keypt um 37% hlutafjár í fyrirtækinu, en næst- stærsti eigandinn er nú Höfða- hreppur með 21%. Burðarás er svo í þriðja sæti með um 17%. Fyrir Stuðningur minni hluthafa nægir Burðarási til að fá mann í stjórn skömmu var hlutur Burðaráss um 11,4%, en nýlega jók eignarhalds- félagið hlut sinn í 17% með kaup- um af verðbréfafyrirtæki. Um var að ræða hlutabréf, sem Höfða- hreppur seldi, en hann hafði þá ný- lega aukið hlut sinn í 26% með kaupum á hlut Jökla af Fjárfest- ingarbankanum. „Við höfum verið með mann í stjóm Skagstrendings og tekið virkan þátt í rekstri félagsins. Við viljum ti-yggja okkur stjómarmann áfram og teljum okkur hafa gert það með því að ná 17% hlut í fyrir- tækinu," segir Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri Burðaráss. „Við höfðum áður aukið hlut okkar með kaupum á bréfum Jökla hf. Þegar okkur bauðst svo mjög gott tilboð í þessi bréf, ákváðum við að selja. Við vissum að Burðarás var kaupandinn en með því erum við ekki að hafna sam- starfi við Samherja og óskum að sjálfsögðu góðrar samvinnu við alla stærstu hluthafa félagsins um efl- ingu fyrirtækisins," segir Adolf H. Berndsen, oddviti Höfðahrepps. Morgunblaðið náði tali af Þor- steini Má Baldvinssyni, fram- kvæmdastjóra Samherja, en hann vildi ekki tjá sig um málið. ■ Burðarás/25 Leikritasamkeppni Þj óðleikhússins Ragnar Arnalds hlaut 1. verðlaun LEIKRITIÐ Landkrabbinn eft- ir Ragnar Arnalds hlaut fyrstu verðlaun í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins, sem haldin var í tilefni af hálfrar aldar afmæli þess vorið 2000. Við athöfn sem efnt var til í Þjóðleikhúsinu í gær voru fjögur verk verðlaun- uð, því tveir höfundar deildu með sér öðru sætinu, þeir Ben- óný Ægisson fyrir verk sitt Vatn lífsins og Þórarinn Eyfjörð fyrir Undir bláhimni. Þriðju verðlaun hlaut Andri Snær Magnason fyrir bamaleikritið Villibörnin á bláa hnettinum. ■ Leikritasamkeppni/32 Viðskipti með bréf FBA stöðvuð VIÐSKIPTI með hlutabréf FBA á Verðbréfaþingi Islands voru stöðv- uð í gær sökum þess að þinginu hafa enn ekki borist upplýsingar um hverjir standi að baki kaupum eignarhaldsfélagsins Orca S.A. í Lúxemborg á 26,5% hlutafjár í bankanum. Helena Hilmarsdóttir, forstöðumaður aðildar- og skrán- ingarsviðs VÞI, segir að samkvæmt reglum Verðbréfaþings sé heimilt að stöðva viðskipti með bréf ein- stakra félaga, þyki ástæða til. Ef mikilvægar upplýsingar um rekstur félags sem skráð er á þinginu koma fram í fjölmiðlum, en eru ekki til- kynntar beint til þingsins, er litið svo á að staða fjárfesta sé orðin misjöfn og því eru viðskipti með bréf viðkomandi félags stöðvuð. Að sögn Helenu er þó stefnt að því að opna fyrir viðskipti með bréf FBA að nýju í dag. ■ Ekki útilokað/B2 (<Mh Veiðieftiriitskerfi Stelju ehf. Selt til NA- Atlantshafs- fiskveiði- ráðsins FYRIRTÆKIÐ Stefja ehf. hefur gert samning við Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðiráðið um upp- setningu á sjálfvirku tölvustýrðu •^skveiðieftirlitskerfi fyrir fiskiskip á alþjóðlegum hafsvæðum í NA- Atlantshafi og miðlun upplýsinga úr því. Kerfið, sem nefnist TraekWell VMS, er þróað af Stefju ehf. eða TrackWell eins og fyrir- tækið heitir á ensku. Ágúst Einars- son, framkvæmdastjóri Stefju ehf., segir að ekki sé hægt að gefa upp nákvæmar upphæðir samningsins, en heildarverkið muni verða upp á nokkra tugi miUjóna króna. TrackWell VMS-kerfið skráir nákvæmlega staðsetningu skipa, aíla þeirra og aflaheimildir, auk ýmissa annarra upplýsinga úr tölvukerfi þeirra. Kerfið fylgist einnig með því að upplýsingagjöf fiskiskipanna sé í samræmi við reglugerðir og dreifir jafnframt sjálfkrafa gögnum til ríkja og ríkjasambanda sem aðild eiga að »*iA-Atlantshafsfiskveiðiráðinu. ■ Selur tölvustýrt/Bl Kosovo-Albanarnir sem dvalist hafa á Reyðarfírði Fimm íjölskyldur ákveða að snúa heim FIMM fjölskyldur flóttamanna frá Kosovo sem dvalið hafa á Reyðar- firði hafa ákveðið að snúa heim til Kosovo og munu gera það nú í haust. Þetta kom fram á fundi Flóttamannaráðs í gær. Um er að ræða alla þá Kosovo-Albana sem dvalist hafa á Reyðarfirði, en flótta- menn frá Kosovo hafa einnig dvalist á Dalvík og í Hafnarfirði. Fjölskyld- urnar á Reyðarfirði bera allar sama ættamafn og Ijóst var að líklegt væri að annaðhvort ákvæðu þær all- ar að fara eða engin þeirra, að sögn Ama Gunnarssonar, formanns Flóttamannaráðs. Samgleðjumst þeim „Þetta er eiginlega ákjósanlegur endir á flóttamannaaðstoð, að þær aðstæður skapist í heimalandi að menn geti farið heim og við sam- gleðjumst þeim,“ sagði Ami Gunn- arsson. Samanlagt komu 73 flóttamenn frá Kosovo til Islands og komu Kosovo-Albanamir á Reyðarfirði með hópnum sem kom til Eiða 8. maí í vor. Flóttamannaráð hefur sam- þykkt að styrkja þá flóttamenn sem vilja snúa heim og hafa þeir frest fram í næstu viku tO að gefa svar í þeim eftium. Ein fjölskylda á Dalvík er að hugsa málið og eínn gamall maður í Hafnarfirði. Flóttamanna- ráð greiðir flugfar fyrir fólkið og styrkir hvem fullorðinn einstakling um 120 þúsund krónur og hvert bam um 40 þúsund krónur, auk þess sem veittur er 20 þúsund króna styrkur til kaupa á lyfjum og læknisgögnum, sem skortur er á í Kosovo. Island Tours sér um bokanir hjá Arktis Schele FERÐASKRIFSTOFA Flugleiða í Þýskalandi, Island Tours, hefur með samkomulagi við skiptaráðanda þar í landi tekið að sér að sjá um að þeir sem greitt höfðu fyrir ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Arktis Schele, sem varð gjaldþrota nýlega, til Islands geti komist til landsins. Einnig hefur ferðaskrifstofan tekið að sér að sjá um að staðið verði við bókanir þeirra sem pantað höfðu sér far til íslands í sumar. Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum, sagði að sam- komulagið væri gert til að lágmarka skaðann í ferðaþjónustu vegna gjaldþrotsins. Með þessu móti væri reynt að tryggja að viðskipti glötuð- ust ekki og að aðilar í ferðaþjónustu hér á landi yrðu fyrir lágmarks- skaða af þessum sökum. Blíðalogn í lóninu IBUAR á suðvesturhorni lands- ins nutu veðurblíðunnar í gær og voru bað- og sólbaðsstaðir víða þéttsetnir. Bláa lónið í Svartsengi var þar engin und- antekning og er talið að yfir tvö þúsund manns, aðallega Is- lendingar, hafi lagt leið sína þangað í gær. Mærin á mynd- inni nýtur ylsins frá lóninu um leið og hún baðar sig í sólskin- inu og skiptir þar engu þótt klukkan sé langt gengin í sex að kveldi. -----------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.