Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 5 7 C í DAG BRIDS llmsjfin Giiðmundur l’áll Arnarxuii Á SUMARLEIKUM Bandaríkjamanna í San Antonio, sem nú er nýlokið, sýndi Bob Schwartz mikil töfrabrögð í þessu spili. Hann var í suður, sagnhafi í þremur hjörtum: Vestur gefur; NS á hættu. Vestur *K98 ¥ KD102 ♦ Á5 + ÁK63 Norður A Á6 ¥ G9873 ♦ KG74 * 108 Austur A 7542 ¥ - ♦ D1098632 * D2 Suður A DG108 VÁ654 ♦ - AG9754 Vestur Norður Austur Suður Uauf* 1 tígull** Pass 3t\|ör*** 1‘skís Pass Pass * Sterkt lauf. ** Hjarta eða svörtu litirnir. *** Hindrun í lit makkers. Vestur hóf leikinn með því að taka ÁK í laufi og fella um leið drottningu makkers. Hann var þó hvergi smeykur og prófaði næst tígulás. Schwartz trompaði og fékk slæmu fréttirnar í næsta slag þeg- ar hann lagði niður hjarta- ás. Hvemig átti nú að koma í veg fyrir að vestur fengi þrjá trompslagi? Schwartz fór þannig að: Hann svínaði spaðadrottn- ingu. Spilaði svo frílaufi og henti spaðaás. Því næst spilaði hann spaðagosa og trompaði kóng vesturs. Þá trompaði hann tígul og spil- aði frílaufum. Vestur A 9 VKD10 ♦ - A- Norður A - ¥ G98 ♦ K *- Austur A 75 ¥ - ♦ D10 * - Suður A 108 ¥6 ♦ - *5 Þegar síðasta laufinu er spilað á vestur enga vörn. Ef hann hendir spaða, fer tígulkóngurinn úr borði og suður getur spilað heiman- frá að G98 í hjarta. Vestur græðir augljóslega ekkert á því að trompa með tíunni, svo hann stakk í laufið með hjartadrottningu. En Swartz var með allt á hreinu: Hann undirtromp- aði (!) og henti svo tígul- kóng í spaðaníu vesturs og fékk þannig innkomu til að spila að G9 í trompi. Skondið spil. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- bams þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Arnaö heilla Q AÁKA afmæli. Næst- O vf komandi laugardag 7. ágúst verður áttræður Andrés Guðnason, Lang: holtsvegi 23, Reykjavík. I tilefni afmælisins eru gefn- ar út tvær bækur: Ljóða- bók er nefnist Innanvið gluggann og Blaðagreinar frá liðnum árum. Vinir og vandamenn eru velkomnir að sumarbústað á Núpi í Fljótshlíð á afmælisdaginn laugardaginn 7. ágúst nk. A pT ÁRA afmæli. í dag, Oelfímmtudaginn 5. ágúst, verður sextíu og fimm ára ída Sigurðar- déttir, Böðvarsgötu 19, Borgamesi. Eiginmaður hennar er Jón Þ. Bjöms- son. Hún verður að heiman í dag en henni þætti vænt um að systkinabörn hennar og fjölskyldur þeirra litu inn á Böðvarsgötunni á leið á ættarmót í Hvítársíðu 14. ágúst nk. Ljósm.: Sigurður Aðalsteinsson. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí í Eiríksstaða- kirkju Guðrún Sæli'n Sig- uijónsdöttir og Jónas Lín- dal Jónsson. Heimili þeirra er á Oldugötu 8, Reyðar- firði. fTfkÁRA afmæli. í dag, I Ofimmtudaginn 5. ágúst, verður sjötugur Sig- urður Kristjónsson, skip- syóri, Munaðarhóli 10, Hellissandi. Sigurður og eiginkona hans, Valdís Magnúsdóttir, taka á móti gestum í Félagsheimilinu Röst, Hellissandi, frá kl. 19-22 á afmælisdaginn. pf /\ÁRA afmæli. í dag, OOfimmtudaginn 5. ágúst, verður fimmtug Sig- urbjörg Ólafsdóttir, Lág- móa 6, Njarðvík. Hún og eiginmaður hennar, Einar S. Guðjónsson, verða í Los Angeles á afmælisdaginn. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júní í Háteig- skikju af sr. Geir Waage Halla Aðalsteinsdóttir og Gunnar Einarsson. Heimili þeirra er í Hollandi. LJOÐABROT EGGERT OLAFSSON Matthías Jochumsson (1835/1929) Þrútið var loft og þungur sjór, þokudrungað vor. Það var hann Eggert Ólafsson, hann ýtti frá kaldri Skor. Gamall þulur hjá græði sat, geigur var svip hans í. Hann mælti við Eggert Ólafsson: „Mér ógna þau vindaský.“ Brot úr Ijóðinu Eggert Olafsson „Ég sigli ei skýin, ég sigli sjá,“ svaraði kappinn og hló. „Ég trúi á guð, en grýlur ei og gleð mig við reiðan sjó.“ Gamall þulur frá græði hvarf, gegndi með þungri lund: „Þú siglir ei þennan sjó í dag, þú siglir á guðs þíns fund.“ stjörivuspÆ eftir Frances Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú ert mikill mannþekkjari og kannt að laða fram það besta í öðrum. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þótt þú sért að niðurlotum kominn býrðu yfir einhverj- um innri krafti sem fleytir þér síðasta spölinn og þú munt sjá að erfiðið var alls virði. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefur orðið öðrum til fyr- irmyndar og mátt vera ánægður með það. Láttu það samt eftir þér að gefa þeim fáein gullkom til að fara eftir. Tvíburar . . (21. maí - 20. júní) VK Eitthvað hefur orðið til þess að þú sérð nú veröldina í nýju ljósi. Gættu þess bara að fara ekki út í öfgamar og haltu þig við staðreyndir. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Frumleiki þinn kemur fram í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur og láttu þig engu varða þótt hann falli ekki í kramið hjá öðmm en þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Láttu ekki hugfallast þótt lausn vandans liggi ekki í augum uppi. Það er nauð- synlegt að hafa fyrir hlutun- um svo þeir verði einhvers virði Meyja (23. ágúst - 22. september) ©(L Þér finnst þú eiga erfitt með að setja þér takmörk i lífinu. Láttu samt ekki hugfallast en mundu að hver er sinnar gæfu smiður. xrx (23. sept. - 22. október) Þú þarft að sýna lipurð og samstarfsvilja til þess að fá aðra á þitt band. Reyndu því ekki að troða málum þínum áfram. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Það freistar þín að halda þig Qarri skarkala heimsins en gættu þess þó að segja þig ekld úr lögum við hann. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) átSr Taktu einn hlut fyrir í einu því ef þú ert með of mörg jám í eldinum þá fer allt úr böndunum. Varastu að senda öðmm misvísandi skilaboð. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú þarft að safna að þér margs konar upplýsingum áður en þú getur gengiðfrá því máli sem nú hvílir mest á þér. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) G® Stundum getur svo virst að breytingar séu nauðsynlegar breytinganna vegna. Láttu þessar aðstæður ekki leiða þig út í hluti sem þér eru á móti skapi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) >%■*> Það léttir lífið að hafa gam- ansemina alltaf við hendina. En mundu að öllu gamni íylgir nokkur alvara og því er betra að gæta orða sinna. Stjömuspána á að lesa sem dægrudvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. f?^n FASTEIGNA rf f^J MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Hagamelur - sérhæð 6 herb. 146 fm vönduð efri sérhæð með 27 fm bílskúr. 4 svefnherb., samliggjandi stofur. Þvottaherb. í íbúðinni. Góðar suðursvalir. Laus strax. Stökktu til Costa del Sol 24. ágúst í 2 vikur tra 39.955 Nú seljum við síðustu sætin þann 24. ágúst til Costa del Sol og þú getur nú nýtt þér einstakt tilboð okkar til að komast í sólina á þennan vinsæla áfangastað. Þú bókar núna og staðfestir ferðina, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Verð kr. 39.955 Verð kr. 49.990 M.v. hjón mcð 2 böm, 2-11 ára, M.v. 2 í stúdíó, 24. ágúst í 2 vikur. 24. ágúst í 2. vikur. Austurstræti 17, 2. hæö • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.