Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 43 #
„Prjónaði þá með
trú og tryggð“
„Vettlingarnir voru gull, / vann þá snót úr kær-
leiks-ull, / prjónaði þá með trú og tryggð, / en
tvinninn var úr skírri dyggð.“ (Ur bréfí til stúlku.)
Það er greinilegt á þessari vísu sem heitir
„Vettlingarnir" að höfundur hennar, Matthías
Jochumsson, þjóðskáldið okkar, kunni vel að meta
það gæðaefni sem ullin er. Það er líka áhugaverð
sú virðing sem hann sýnir gagnvart þeirri vinnu
sem stúlkan hefur innt af hendi. Síðast en ekki síst
er greinilegt að höfundur skynjar það að oft býr
að baki vinnunnar annað og meira en handverkið
sjálft. Það er ekki það sama vettlingar og vettlingar! Það skynja þeir
sem upplifað hafa að fá gefins handunna hluti unna af þeim sem mað-
ur elskar. Það er mjög sérstök og kröftug tilfinning enda er það hún
sem hefur vakið upp andagift skáldsins.
Það er ekki ólíklegt að þessir vettlingar hafi verið tryggðapantur
og samkvæmt vísunni ekki af verri endanum. Gaman hefði verið að fá
að líta á þessa vettlinga úr „gulli“.
Konur hafa löngum verið liðtækar í að seiða til sín karlmenn á fleiri
vegu en að prjóna á þá vettlinga „með trú og tryggð“ og eru til ýmsar
sögur varðandi það. Ein er sú að konur tóku aðra rótina af brönu-
grasi (en ræturnar eru tvær) og settu hana undir koddann hjá þeim
manni sem þær vildu ná ástum af, án þess að hann vissi. Hina rótina
lögðu þær undir sinn eiginn kodda. Það er sagt að hér sé um
óbrigðult ráð að ræða! Fleiri ráð höfðu konur til að fá karlmenn til að
girnast sig og elska; „það var að koma einhvern veginn ofan í þá tíða-
blóði sínu, annaðhvort í mat eða öðru. Sagt er, að ein stúlka hafi
hnoðað því upp í brauðdeig og bakað úr því köku og gefið manni
þeim, er hún vildi ná á sitt vald. En maðurinn gaf hundi brauðið, svo
að hún sá ekki; en eftir það tolldi hundurinn hvergi nema hjá
stúlkunni.“ (íslenskir þjóðhættir.)
Þetta er kannski spurning um að láta það bara duga að pijóna vett-
lingana handa einhverri elskunni sinni og þá úr „kærleiks-ull“ auðvit-
að. Ekki er verra að Iáta húfuna fylgja því ég er viss um að í henni er
mikill kraftur og ekki veitir af, því enginn er öruggur þegar ástin er
annars vegar!
Vettlingar og húfa
á bæði kynin
FYRIRSÆTA: Ásta Hannesdóttir.
Konur hafa löngum verið liðtækar við að seiða til sín karlmenn á fleiri
vegu en að pijóna á þá vettlinga „með trú og tryggð".
Pijónað úr Smart
Stærð: S/M
Brúnt tweed 833/3071: 4 d.
Kremað tweed 821/2523:2 d.
5 prjóna nr. 3 og 3,5
40 cm hringprjón nr. 3,5
Heklunál nr. 3,5-4
HIJFA: Byijið á vinstra eyranu og
fitjið upp 8 lykkjur með brúnu tweed
á pijóna nr. 3,5. Prjónið 1 prjón
brugðinn frá röngu. Pijónið slétt
pijón (slétt á réttu brugðið á röngu)
og aukið út í hverri umferð um 1
lyklqu sitt hvoru megin 3 sinnum og
þar á eftir í öðrum hverjum pijón 6
sinnum = 26 lykkjur. Pijónið 10
pijóna og fitjið upp 4 lykkjur í enda á
7. og 9. pijóns = 34 lykkjur. Ekki
klippa á þráðinn. Leggið stykkið til
hliðar og prjónið annað eins en gagn-
stætt (lykkjumar 4 eru fítjaðar upp í
enda 8. og 10. pijóns). Pijónið nú aft-
ur yfir vinstra eyrað og fitjið upp 6
lykkjur í enda prjónsins, pijónið
hægra eyra = 74 lykkjur. Prjónið 11
umferðir yfir lykkjumar, fitjið þá
upp 32 lykkjur á milli (miðja framan)
og pijónið hringinn. Eftir 5 cm er
aukið út um 4 lykkjur jafiit yfir
miðjulykkjumar 24 að framan = 110
lykkjur á hringnum. Prjónið 5 cm í
viðbót og byijið svo að fella af í topp-
inn: * 8 sléttar, 2 sléttar saman *
endurtakið * - * hringinn. Fellið
þannig af í 4. hverri umferð 3 sinnum
og þar á eftir í 2. hverri umferð 5
sinnum = 11 lykkjur eftir. Það fækk-
ar um 1 lykkju á milli við hverja úr-
tökuumferð. Klippið á þráðinn dragið
hann í gegnum allar lykkjurnai' og
herðið vel að. Heklið fastapinna með-
fram húfunni með kermuðu tweed =
byrjið að miðju aftan, dragið gamið í
gegn og heklið 2 fastapinna í sömu
lykkjuna u.þ.b. 1 cm inn á húfuna,
hoppið yfir u.þ.b. 1 cm og heklið 2
fastapinna í sömu lykkju u.þ.b. 1 cm
inn á húfuna. Heklið þannig hringinn
á húfunni, ekki of fast. Búið til 2
kremaðar snúrar (frekar lausar) úr 4
þráðum 15-20 cm langar. Festið þær
á hvort eyra búið til 2 dúska og festið
þá á snúramar.
VETTLINGAR: (hægri) Fitjið upp
44 lykkjur með brúnu tweed á
sokkaprjóna nr. 3,5 (= 11 lykkjur á
hvern prjón) númerið prjónana
1-4. Prjónið slétt prjón hringinn
þegar mælast 10 cm er merkt fyrir
þumli: Prjónið með öðrum lit 7
lykkjur fyrir innan 1. lykkjuna á
prjón nr. 3 setjið lykkjurnar aftur
á vinstri prjóninn og prjónið áfram.
Þegar vettlingurinn mælist 20 cm
er fellt af í toppinn: Á prjón nr. 1
og 3 eru fyrstu lykkjurnar prjónað-
ar: takið 1 lykkju óprjónaða yfir á
hægri prjóninn, prjónið 1 slétta og
steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Á
prjónum nr. 2 og 4 eru síðustu 3
lykkjurnar prjónaðar: 2 sléttar
saman, 1 slétt. Fellið þannig af í
annarri hverri umferð 4 sinnum
enn og svo í hverri umferð þar til
að 8 lykkjur eru eftir. Klippið á
þráðinn, dragið í gegnum lykkjurn-
ar herðið að og gangið vel frá end-
anum.
ÞUMALL: Takið hjálparþráðinn úr
og setjið lykkjurnar á sokkaprjóna
nr. 3,5 takið upp 1 lykkju sitt hvora
megin. Prjónið slétt prjón hringinn
6,5 cm. Prjónið 2 lykkjur saman
hringinn, klippið á þráðinn, dragið í
gegnum lykkjurnar herðið vel að og
gangið frá endanum. Vinstri vett-
lingur: Prjónast eins og hægri vett-
lingur en þumallinn prjónast á
prjón nr. 2 fyrir innan endalykkj-
una.
FRÁGANGUR: Heklið með krem-
uðu tweed meðfram kantinum á
vettlingnum eins og á húfunni. Búið
til snúru úr kremaða litnum u.þ.b.
150 cm langa. Dragið hvorn enda
snúrunnar undir heklaða kantinn
þannig að snúran liggi u.þ.b. 10 cm
niður eftir handarbakinu á vett-
lingnum. Saumið hvorn enda fastan
á vettlinginn. Búið til 2 dúska og
festið í snúruendana á hvorum vett-
ling.
OTTO-
vörulist-
inn 50 ára
Nýi OTTO-haust- og vetrarlistinn
er kominn út, fjölbreyttur að vanda
og 1300 blaðsíður að stærð. OTTO
er nú orðinn
stærsti vöru-
listi í heimi en
eins og kunn-
ugt er keypti
OTTO breska
Freemans-
listann á dög-
unum. OTTO
er með svolít-
ið sérstöku sniði að þessu sinni en
hann er 50 ára um þessar mundir
og þar af leiðandi fullur af tilboðum
í tilefni afmælisins.
Vöruúrvalið í listanum er að
mestum hluta tískuföt í öllum
stærðum, bæði stórum og litlum,
stuttum og síðum, en einnig er
mikið úrval af húsbúnaði og raf-
magnsvörum. OTTO-vörulistinn er
til húsa í Ármúla 17A þar sem
hægt er að nálgast þær vörur sem
til eru á lager og auðvitað listann v
sjálfan.
Á vegum OTTO koma einnig út
fleiri listar s.s. APART sem er full-
ur af sígildum fyrsta flokks fötum
úr vönduðustu efnum, einnig
POSTSHOP sem er með fot á fólk
á aldrinum 16-25 ára. SO BIN
ICH hefur slegið í gegn hjá konum
sem þurfa stórar stærðir en hann
býður upp á kvenföt, skó og nærföt
í stærðum 40-58. FAIR LADY
býður uppá kvenlegan og vandaðan
fatnað í mörgum stærðum fyrir
bæði konur og karla.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía
Brandtex fatnaður
---------------------
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
HTP7:
bHar » Slbrir bilar
im
ödfrtr bilar * Ofrir bilar
«0« \
r Verð frá 40.000.- til 4.000.000.- lánamöguieígar til aiEt að 5ára [ Tekum notaða bíla upp í notaða — z QÍZ
. 'o x's SL
ÞU KEMUR u!
Opið virka daga kl. 9 - 18 og la^gardaga k\j./\2 - 1t