Morgunblaðið - 05.08.1999, Side 20

Morgunblaðið - 05.08.1999, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Finnur Pétursson FRÁ vinstri: Hjalti Þór Heiðarsson, Fríða Hrund Kristinsdóttir og Jónas Þrastarson settu öll ný héraðsmet. Héraðsmót Byggingu hjúkrunarheimilis á Fáskrúðsfirði lokið Morgunblaðið/Albert Kemp ARNFRIÐUR Guðjdnsdóttir, formaður stjömar nýja hjúkranarheimil- isins á Fáskrúðsfirði, tekur við lyklum hússins úr hendi Þorsteins Bjarnasonar verktaka, sem er til hægri á myndinni, og blómvendi frá Lars Gunnarssyni, oddvita Búðahrepps. Starfsemi hefst á næstunni Fáskrúðsfirði - Lokið er byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Fáskrúðs- firði. Verktakinn hefur afhent stjóm heimilisins húsið til afnota. Ráðgert er að starfsemi hefjist á næstunni. Framkvæmdir við byggingu hjúkrunarheimilisins hófust 18. des- ember 1997 og er þeim nú að fullu lokið, meðal annars með frágenginni lóð. Húsið er 850 fermetrar að stærð með tengibyggingu og kostaði 104 milljónir kr. Heimilið er fyrir þrett- án vistmenn. Arkitekt hússins er Helgi Hjálm- arsson á Teiknistofunni Oðinstorgi og verktaki var Þorsteinn Bjamason á Fáskrúðsfirði. Hjúkmnarheimilið er rekið af Búðahreppi á Fáskrúðsfirði, Fá- skrúðsfjarðarhreppi og Stöðvar- hreppi. Byggingin er tengd dvalar- heimilinu Uppsölum og era heimilin rekin sem ein heild. Formaðui- stjómar er Amfríður Guðjónsdóttir. Forstöðumaður hefur verið ráðin Ósk Bragadóttir, forstöðumaður Uppsala. Árdís Eiríksdóttir er hjúkranarforstjóri. Hrafnaflóka Tálknafirði - Um síðustu helgi var haldið héraðsmót Hrafnaflóka á íþróttavellinum á Bfldudal. Var keppt í frjálsum íþróttum og stóð keppnin yfir bæði laugardag og sunnudag. Þrjú ný héraðsmet voru sett á þessu móti. Jónas Þrastarson frá Patreksfirði setti nýtt héraðs- met í kringlukasti pilta, kastaði 31,71 m. Fríða Hrand Kristinsdóttir frá Tálknafirði setti héraðsmet í 800 m hlaupi kvenna, hljóp á 2.48,52 og Hjalti Þór Heiðarsson frá Tálkna- firði setti héraðsmet í kringlukasti sveina, kastaði 35,55 m. I kringlu- kastinu var reyndar sú breyting að nú var í fyrsta skipti keppt með 1.000 g kringlu, en áður hafði verið keppt með 1.500 g kringlu. í stiga- keppni félaganna sigraði íþróttafé- lagið Hörður á Patreksfirði. Veðrið lék við keppendur og gesti fyrri mótsdaginn, en á sunnudegin- um var dumbungur með þokusudda og svölu veðri, sem kom þó ekki í veg fyrir góðan árangur keppenda. Að lokum má geta þess að ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri und- irbúningsnefndar fyrir unglinga- landsmótið árið 2000, en hann heitir Brynjar Þór Þorsteinsson og er á Patreksfirði. hp'v*' ifúVíí HVdaRO, ÞAO ER A KVOLDIN SEM ÞÚ SÉRÐ HVERSU GÓÐA SÓLARVÖRN ÞÚ VALDIR FYRIR BARNIÐ ÞITF *IV£A UN lotion Húð barna þorf að vernda vel fyrir brennandi geislum sólar. Nivea Sun Children ver vi&kvæma húð barnsins fyrir UVA- og UVB geislum sólarinnar. Þar að auki er hún mýkjandi og ón lyktarefna. Veldu það besta fyrir barnið þitt. Það bæði sést og finnst - ekki síst á kvöldin. NIVEA SÓLARVÖRN VERNDAR VIDKVÆMA HÚD BARNSINS ÞÍNS Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Víti til varnaðar Hvammstanga - Það má segja að ökumaður lítillar fólksbifreiðar hafi haft lánið með sér í óláninu, þegar bifreið hans fór út af veg- inum í Linakradal í Húnaþingi á dögunum. Svo virðist sem hann hafi misst vald á bifreið sinni, ek- ið þvert á heimreið að bóndabæ og hún orðið eins konar stökk- pallur. Bifreiðin sveif um tíu metra, þar með yfir breiðan skurð og hafnaði í mjúku landi. Ekki fengust upplýsingar um slys á fólki og enginn sá ástæðu til að íjarlægja bifreiðina í nokkra daga. Hugsanlega átti hún að verða vegfarendum um verslun- armannahelgi tii viðvörunar. beuRA l)ip Suíurhúsi Kringlunnar NY SENDING J Gjafavara J Bækur J Tarotspil j Reykelsi j Vítamín o.m .f I. Betra líf Kr’inglunni sími 581-1380 Morgunblaðið/Egill Egilsson „í einni sæng“ á Flateyri Tökur að hefjast Flateyri - Senn munu hefjast tökur á myndinni „f faðmi hafsins", en handrit myndarinnar er eftir þá Lýð Amason og Jóakim Reynisson sem reka saman kvikmyndafyrir- tækið „í einni sæng“. Unnið var við fyrri hluta myndarinnar á haust- mánuðum 1998. Eitt af fyrstu verkefnum varð- andi sviðsmyndina var að færa kofa- hreysi í bænum úr stað og flytja hann út í fjörð, en þar mun hann gegna því hlutverki að vera sviðs- mynd í myndinni. Eftir að hafa gert kofann tilbúinn undir flutning var honum lyft átakalaust úr stað, hann settur á pall og honum síðan ekið út í fjörð í sín nýju heimkynni um stundarsakir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.