Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Leyninúmer slegið inn um leið og kvittað er Gert til að auka viðskiptavina Spurt og svarað um neytendamál Morgunblaðið/Sverrir Eru gangar Kringl- unnar reyklausir? öryggi KORTHAFAR í löndum eins og Frakklandi og Danmörku þurfa nú að slá inn leyninúmer (pin-númer) um leið og þeir kvitta á sölunótur í verslunum. Þetta er gert til að auka öryggi korthafa. Að sögn Leifs Steins Elíssonar aðstoðaríram- kvæmdastjóra hjá Visa Islandi á þetta eingöngu við um innlend korta- viðskipti í viðkomandi löndum þannig að íslendingar á ferð erlendis þurfa ekki að slá inn lykilnúmer sitt í versl- unum þar. „Við höfum ekki hugleitt að hafa þennan hátt á hér á landi en með svokölluðum Snjallkortum sem verða tekin í notkun á fyrstu árum nýrrar aldar kann leyninúmers að verða krafist með þessum hætti.“ Leifur Steinn segir að mesta ör- yggið sé fólgið í myndbirtingu á bak- hlið kortsins og eiginhandarundir- skrift. „Að slá inn lykilnúmer er við- bótarþáttur til að auka öryggi kort- hafa. Á hinn bóginn hafa gerst slys þegar fólk hefur geymt lykilnúmerið og kortið í sama veski.“ Hann segir að hér á landi þui-fí korthafar að slá inn lykilnúmer þar sem ómönnuð afgreiðsla er, eins og í bensínsjálfsölum og hraðbönkum. Atli Örn Jónsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Europay segir að í framtíðinni muni korthafar hér á landi eflaust verða beðnir um að slá inn lykilnúmerið sitt með þessum hætti. „Engin formleg ákvörðun hef- ur verið tekin innan Europay um hvenær af þessu verði. Þegar að því kemur er líklegt að byrjað verði á debetkortum og síðan farið í kredit- kortin.“ Atli Örn segir að aukning sé á kortafölsunum í heiminum og þessi öryggisráðstöfun sé liður í að mæta henni. „Þetta eykur öryggi við- skiptavina." KRINGLAN hefur verið kallað reyklaust hús. Hvers vegna er þá leyfilegt að reykja á kaffíhúsi Myll- unnar sem er opið fram á ganga Kringlunnar? Svar: „Sameign Kringlunnar er reyklaus en það gildir það sama hér og á öðrum veitingahúsum að reykja má á sumum borðum og einnig er boðið upp á reyklaus svæði,“ segir Einar Halldórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. „ Það er ákvörðun eigenda kaffihúss- ins hvaða fyrirkomulag haft er á þessu þar. Á skyndibitastöðum Kvikk eru reykingar ekki leyfðar samkvæmt ákvörðun rekstrarað- ila.“ „í 9. grein laga númer 74 frá ár- inu 1984 um tóbaksvamir er ákvæði um bann við reykingum í húsnæði þar sem almenningur leitar aðgangs í sambandi við afgreiðslu eða þjón- ustu. Undanskildir voru veitinga- og skemmtistaðir en þar áttu þó alls staðar að vera reyklaus borð,“ segir Þorvaldur Ömólfsson sem var I Tó- baksvamamefnd til ársins 1997. „Lögunum var á ýmsan hátt breytt með lögum númer 101 frá 1996 m.a. þannig að krafa var gerð um reyklaus svæði á þeim veitinga- stöðum þar sem megináhersla var lögð á kaffiveitingar og matsölu. Skyldu þessi reyklausu svæði ekki vera síðri en reykingasvæði. I fmmvarpi til þessara breytinga- laga eins og Tóbaksvamanefnd lagði það fram fyrir heilbrigðisráðu- neytið var auk þess gert ráð fyrir að reykingar væra með öllu bannaðar á slíkum veitingastöðum ef þeir væra ekki aðskildir frá húsnæði sem opið væri almenningi vegna annarar afgreiðslu eða þjónustu eins og t.d. er með kaffistofu Myll- unnar í Kringlunni.“ Ráðuneytið felldi þessa viðbót úr frumvarpinu eftir að þingflokkar stjórnarflokkana höfðu fjallað um það og kom viðbótin því aldrei til kasta Alþingis. Veitingastöðum í Kringlunni er því einungis skylt að vera með reyklaus svæði þó að sum- ir þeirra séu reyklausir og það hafi mælst mjög vel fyrir.“ Gatorade í nýjum umbúðum HAFIN er dreifing á Gatorade í nýjum hálfslítra plastflöskum. Um er að ræða 500ml flöskur og era bragðtegundirnar þrjár. Þá er blái Gatorade diykkurinn nú einnig fá- anlegur í glerflöskum. Avaxtatyggjó KOMNAR eru á markað tvær nýjar bragðtegundir af Stimorol tyggjói. í fréttatilkynningu frá Thorarensen lyf ehf. segir að bragðið sé af ávöxt- um en ekki af bragðefnum. Meðal sætuefna í tyggjóinu er xylitol. Revena fótakrem gfg við þreytu, bólgum og pirringi í fótum fell' w M FðBSt f apótekum Leyfilu Iijartanu aúráóa! 81,5% í Sólblóma er hátt hlutfall íjölómett- aðrar fitu og lítið af mettaðri. Með því að velja Sólblóma á brauðið dregur þú úr hættu á aukinni |j| blóðfitu (kólesteróli). IHB 4B% S J f i ^ s s S ~=r c?5 M Fita í 100 g Kruður, kanilsnúðar og Colombia-kaffi Gott efni í góðan dag! Gott að eiga heima og í sumarhúsinu og grípa til eftir þörfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.