Morgunblaðið - 05.08.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 05.08.1999, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Leyninúmer slegið inn um leið og kvittað er Gert til að auka viðskiptavina Spurt og svarað um neytendamál Morgunblaðið/Sverrir Eru gangar Kringl- unnar reyklausir? öryggi KORTHAFAR í löndum eins og Frakklandi og Danmörku þurfa nú að slá inn leyninúmer (pin-númer) um leið og þeir kvitta á sölunótur í verslunum. Þetta er gert til að auka öryggi korthafa. Að sögn Leifs Steins Elíssonar aðstoðaríram- kvæmdastjóra hjá Visa Islandi á þetta eingöngu við um innlend korta- viðskipti í viðkomandi löndum þannig að íslendingar á ferð erlendis þurfa ekki að slá inn lykilnúmer sitt í versl- unum þar. „Við höfum ekki hugleitt að hafa þennan hátt á hér á landi en með svokölluðum Snjallkortum sem verða tekin í notkun á fyrstu árum nýrrar aldar kann leyninúmers að verða krafist með þessum hætti.“ Leifur Steinn segir að mesta ör- yggið sé fólgið í myndbirtingu á bak- hlið kortsins og eiginhandarundir- skrift. „Að slá inn lykilnúmer er við- bótarþáttur til að auka öryggi kort- hafa. Á hinn bóginn hafa gerst slys þegar fólk hefur geymt lykilnúmerið og kortið í sama veski.“ Hann segir að hér á landi þui-fí korthafar að slá inn lykilnúmer þar sem ómönnuð afgreiðsla er, eins og í bensínsjálfsölum og hraðbönkum. Atli Örn Jónsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Europay segir að í framtíðinni muni korthafar hér á landi eflaust verða beðnir um að slá inn lykilnúmerið sitt með þessum hætti. „Engin formleg ákvörðun hef- ur verið tekin innan Europay um hvenær af þessu verði. Þegar að því kemur er líklegt að byrjað verði á debetkortum og síðan farið í kredit- kortin.“ Atli Örn segir að aukning sé á kortafölsunum í heiminum og þessi öryggisráðstöfun sé liður í að mæta henni. „Þetta eykur öryggi við- skiptavina." KRINGLAN hefur verið kallað reyklaust hús. Hvers vegna er þá leyfilegt að reykja á kaffíhúsi Myll- unnar sem er opið fram á ganga Kringlunnar? Svar: „Sameign Kringlunnar er reyklaus en það gildir það sama hér og á öðrum veitingahúsum að reykja má á sumum borðum og einnig er boðið upp á reyklaus svæði,“ segir Einar Halldórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar. „ Það er ákvörðun eigenda kaffihúss- ins hvaða fyrirkomulag haft er á þessu þar. Á skyndibitastöðum Kvikk eru reykingar ekki leyfðar samkvæmt ákvörðun rekstrarað- ila.“ „í 9. grein laga númer 74 frá ár- inu 1984 um tóbaksvamir er ákvæði um bann við reykingum í húsnæði þar sem almenningur leitar aðgangs í sambandi við afgreiðslu eða þjón- ustu. Undanskildir voru veitinga- og skemmtistaðir en þar áttu þó alls staðar að vera reyklaus borð,“ segir Þorvaldur Ömólfsson sem var I Tó- baksvamamefnd til ársins 1997. „Lögunum var á ýmsan hátt breytt með lögum númer 101 frá 1996 m.a. þannig að krafa var gerð um reyklaus svæði á þeim veitinga- stöðum þar sem megináhersla var lögð á kaffiveitingar og matsölu. Skyldu þessi reyklausu svæði ekki vera síðri en reykingasvæði. I fmmvarpi til þessara breytinga- laga eins og Tóbaksvamanefnd lagði það fram fyrir heilbrigðisráðu- neytið var auk þess gert ráð fyrir að reykingar væra með öllu bannaðar á slíkum veitingastöðum ef þeir væra ekki aðskildir frá húsnæði sem opið væri almenningi vegna annarar afgreiðslu eða þjónustu eins og t.d. er með kaffistofu Myll- unnar í Kringlunni.“ Ráðuneytið felldi þessa viðbót úr frumvarpinu eftir að þingflokkar stjórnarflokkana höfðu fjallað um það og kom viðbótin því aldrei til kasta Alþingis. Veitingastöðum í Kringlunni er því einungis skylt að vera með reyklaus svæði þó að sum- ir þeirra séu reyklausir og það hafi mælst mjög vel fyrir.“ Gatorade í nýjum umbúðum HAFIN er dreifing á Gatorade í nýjum hálfslítra plastflöskum. Um er að ræða 500ml flöskur og era bragðtegundirnar þrjár. Þá er blái Gatorade diykkurinn nú einnig fá- anlegur í glerflöskum. Avaxtatyggjó KOMNAR eru á markað tvær nýjar bragðtegundir af Stimorol tyggjói. í fréttatilkynningu frá Thorarensen lyf ehf. segir að bragðið sé af ávöxt- um en ekki af bragðefnum. Meðal sætuefna í tyggjóinu er xylitol. Revena fótakrem gfg við þreytu, bólgum og pirringi í fótum fell' w M FðBSt f apótekum Leyfilu Iijartanu aúráóa! 81,5% í Sólblóma er hátt hlutfall íjölómett- aðrar fitu og lítið af mettaðri. Með því að velja Sólblóma á brauðið dregur þú úr hættu á aukinni |j| blóðfitu (kólesteróli). IHB 4B% S J f i ^ s s S ~=r c?5 M Fita í 100 g Kruður, kanilsnúðar og Colombia-kaffi Gott efni í góðan dag! Gott að eiga heima og í sumarhúsinu og grípa til eftir þörfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.