Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 35 i Vatnsfellsvirkjun eru óðum að komast í fullan gang Morgunblaðið/Halldór Kolbeins frá aðrennslisskurði ofan við húsið. nilljón vegi útskýrir hér einhvern verkþáttinn nari Strandberg tæknifræðingi og ni verkstjóra. ía eru af stærstu gerð. snjóléttir og þess vegna er ætlunin að vinna hér allan næsta vetur,“ segir Jóhann og víst er að ekki væsti um mannskapinn í gær enda sumir berir að ofan og léttklæddir í hita og logni. Ertu bjartsýnn á að verklokin standist? „Ég tel að þetta gangi allt upp og er alltaf bjartsýnn en við reiknum hins vegar ekki út veðrið fýrirfram. Þetta er vant fólk sem vinnur við þetta og kann sitt fag,“ segir Jóhann og nefnir að til að hraða jarðvinnunni sem nú BÚKOLLUR og önnur flutningatæki hafa farið margar ferðirnar með uppgröft úr grunninum. ÚTSÝNI til suðvesturs frá Vatnsfellssvæðinu er fagurt á góðum degi. GRÖFUR og ýtur ryðja niður jarðveginum úr grunninum sem síðan er fluttur burtu. stendur yfír sé hugmyndin að koma jafnvel upp sólarhringsvöktum. í dag er unnið frá 7 til 19 í 10 og 11 daga út- haldi en verði komið upp vöktum á tækin megi hraða verkinu umtalsvert og segir hann þá hugmynd nú til skoð- unar. „Þetta verður stysti fram- kvæmdatími íslenskrar vtrkjunar en ég á ekki von á öðru en hann standist og að þá geti Norðurál og aðrir fengið sitt raímagn í ársbyrjun 2002.“ Samskiptin á „fjalla-íslensku" Jóhann segir aðstöðuna uppfrá vera þokkalega en hann og sam- starfsmenn hans eru að koma sér fýr- ir í skrifstofuhúsinu. Nota verður NMT-símasamband á svæðinu en hann segir ljósleiðara verða lagðan á svæðið og hugsanlega muni Lands- síminn koma upp GSM-tengingu sem hann reiknar með að starfsmenn muni nota sér óspart. Hann segir kostnað talsverðan við að koma upp allri aðstöðunni og kostar dagurinn, þ.e. fæði og gisting, milli 5.300 og 5.500 krónur á sólarhring. Síminn er líka nauðsynlegur fyrir samskiptin á svæðinu, Landsvirkjun, eftirlitsmenn og verktakar þurfa að skiptast á teikningum og plöggum sem hentugt er að senda milli húsa með faxi og Jóhann nefnir að öll þessi plögg verði að vera á ensku. Vegna erlendra verktaka og eftirlitsaðila þurfi teikningar og fundargerðir að vera á ensku sem Jóhann segir að mönnum finnist hvimleitt. Þessu verði menn þó að kyngja og segir hann þetta heita „fjalla-íslensku“ á máli virkjunarmanna. Búkollur, jarðýtur, flutningatrukk- ar, skóflur, jeppar, olíubílar og önnur farartæki iðuðu um framkvæmda- svæðið og hvert hafði sitt ákveðna hlutverk. Búkollur og trukkar taka mismikinn jarðveg í ferð, stærri tæk- in um 20 rúmmetra og grafan stóra þarf ekki að skvetta í tækin nema þremur til fjórum skóflum til að fylla þau. Þessi tæki kosta milli 20 og 30 milljónir hvert og þaðan af meira þau stærstu. Margir með langa reynslu En hvernig líkar mönnum vistin á efri mörkum byggðar og öræfa? „Mjög vel og margir sækja í þessi störf aftur og aftur,“ segii- Jóhann en hann hefur sjálfur langa reynslu af störfum við virkjanh-. Hann segir að skýringin sé meðal annars launin en einnig það að menn hafi gaman af vist á svona stöðum og ákveðið andrúms- loft myndist við framkvæmdirnar og allh’ telji sig eiga nokkuð í mannvh’k- inu. Jóhann segir líka hvert handtak skipta máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.