Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ RAGNHILDUR Pétursdóttir fiðluleikari. Lék einleik með The New York Bach Ensemble RAGNHILDUR Pétursdóttir fiðlu- leikari lék einleik með The New York Bach Ensemble í Branden- borgarkonsert Bachs nr. 5 á tón- leikum sem haldnir voru í Battery Park á Manhattan í júlí sl. Auk hennar léku þau Delana Thomsen á sembal og Lisa Arkis á flautu. Ragnhildur stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síð- ar í Minnesota hjá Álmitu og Rol- and Vamos. Árið 1992 útskrifaðist hún frá The Manhattan School of Music í Nes York og hlaut Thor Thors-styrkinn frá The America Scandinavian Foundation. Ragn- hildur hefur tekið þátt í tónleika- haldi og tónlistarhátíðum víða, m.a. í Bandaríkjunum, Hollandi, Belgíu, Suður-Kóreu, Kína og á Islandi. Ragnhildur er í ársleyfi frá störf- um við Sinfóníuhljómsveit Islands og er nú búsett í New York. ---------------------- Þýskur háskólakór í tónleikaferð HÉR á landi er staddur háskólakór frá Þýskalandi, Kammerchor der Universitat Karlsruhe, í tónleika- ferð. Tilefnið er 10 ára afmæli kórs- ins og mun hann hér flytja á tvenn- um tónleikum kirkjulega tónlist frá síðustu 5 öldum. Þeir fyrri verða í Hallgrímskirkju í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20.30 og síðan í sal Tónlistarskólans í Hafnarflrði sunnudaginn 8. ágúst kl. 17. Einnig mun kórinn syngja við messu í Hall- grímskirkju þann dag kl. 11. Kórinn stofnaði árið 1989 núver- andi stjórnandi, Nikolaus Ind- lekofer. Kórmeðlimir eru u.þ.b. 25 talsins. Að jafnaði er æfð ein dag- skrá á önn og hún flutt í Karlsruhe og nágrenni. Kórinn hefur gert útvarpsdag- skrár fyrir eina af stærri útvarps- stöðvum Þýskalands, farið í tón- leikaferðir, m.a. til Hollands, auk þess sem hann tók þátt í kóra- keppni í Búdapest árið 1995 þar sem hann hlaut gullverðlaun fyrir góðan flutning og hreppti annað sætið í flokki blandaðra kóra. Verkefnaskrá kórsins spannar verk frá öllum tímabilum tónlistar- sögunnar. Þar má telja mótettur eftir Schiitz og Schein, madrigala eftir Monteverdi, Gesualdo og Lasso sem og kórverk eftir Bra- hms, Bruckner, Reger, Hindemith, Britten og Poulenc. Kórinn hefur einkum tileinkað sér tónlist 20. ald- ar og flutt fjölda kórverka eftir samtímamenn og auk þess frum- flutt tvö kórverk. Auk þess fjölda verka sem kórinn hefur flutt án undirleiks (a-capella) hefur hann einnig flutt verk fyrir kór og hljóm- sveit, t.d. Messu í h-moll eftir J.S. Bach og Messias eftir Hándel. Ragnar Arnalds hlaut fyrstu verðlaun Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunahafar í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins ásamt dómnefnd. Frá vinstri: Melkorka Tekla Ólafsdótt- ir Ieiklistarráðunautur, Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona, Ragnar Arnalds, Benóný Ægisson, Þórarinn Ey- Qörð, Andri Snær Magnason og Stefán Baldursson. LEIKRITIÐ Landkrabbinn eftir Ragnar Arnalds hlaut fyrstu verð- laun í leikritasamkeppni Þjóðleik- hússins, sem haldin var í tilefni af hálfrar aldar afmæli þess vorið 2000. Við athöfn sem efnt var til í Þjóðleik- húsinu í gær voru fjögur verk verð- launuð, því tveir höfundar deildu með sér öðru sætinu, þeir Benóný Ægisson fyrir verk sitt Vatn lífsins og Þórarinn Eyfjörð fyrir Undir blá- himni. Þriðju verðlaun hlaut Andri Snær Magnason fyrh' barnaleikritið Villibörnin á bláa hnettinum. „Eitt af hlutverkum Þjóðleikhúss- ins er að efla íslenska leikritun," sagði Stefán Baldursson þjóðleik- hússtjóri og formaður dómnefndar. „Þetta má gera með ýmsu móti. Með almennri uppörvun til höfunda, leið- beiningum og ráðgjöf. En það er líka hægt að örva menn til dáða með því að efna til leikritasamkeppni, því að reynslan sýnir að oft koma nýir höf- undar til sögunnar í slíkri keppni og eldri og reyndari höfundum getur hún verið sú hvatning sem til þarf til þess að setjast við og semja nýtt verk.“ Undir þessi orð tók verðlaunahaf- inn Ragnar Ai-nalds, er hann í þakk- arávarpi sínu lagði áherslu á að leik- ritahöfundum væri mikilvæg sú hvatning sem felst í samkeppni af þessu tagi og benti á að mun erfiðara væri fyrir leikritahöfunda að koma verkum sínum á framfæri en t.d. skáldsagnahöfunda. „Það kostar 10-20 milljónir að sviðsetja leikrit en ekki nema eina milljón að prenta og dreifa skáidsögu," sagði Ragnar. „Það er því miklu meira átak fyrir leikritahöfundinn að koma leikritinu fram og líkumar á að það takist ekki eru miklu meiri en fyrir skáldsagna- höfundinn. Leikritahöfundar þarfn- ast hvatningar og Þjóðleikhúsið hef- ur unnið þarft verk með þessari sam- keppni og ætti að standa að slíku sem oftast, því í þessu felst veruleg örvun og hvatning fyrir íslenska leikritun.“ Ragnar Arnalds er þjóðkunnur leikritahöfundur en til þessa hafa fjögur leikrita hans verið sviðsett við miklar vinsældir, jtvö í Þjóðleikhús- inu, Uppreisnin á ísafirði og Solveig, eitt af Leikfélagi Reykjavíkur, Sveitasinfónía, og Leikfélag Blöndu- óss sviðsetti Hús Hildibrands á síð- asta ári. Ragnar segist hafa verið með verðlaunaleikritið í smíðum í nokkur ár. „Ég hef þann hátt gjam- an á að leggja leikrit til hliðar í nokkra mánuði og kem svo aftur að þeim með ferskum huga og á gagn- rýnni hátt en hægt er þegar maður er niðursokkinn í það.“ í umsögn dómnefndar um verðlaunaleikritið Landkrabbann segir að þar sé fjallað um lífíð um borð í íslenskum togara á spaugilegan og óvenjulegan hátt um leið og dregin sé upp trúverðug mynd af viðfangsefninu. „Áhöfnin er samansafn litríkra einstaklinga og koma persónueinkenni hvers og eins skýrt fram í þeim átökum sem óhjá- kvæmilega eiga sér stað þegar „landkrabbinn“, málfræðingur að mennt, reynir að ávinna sér virðingu harðjaxlanna um borð. Lýsing höf- undar á þessu litla sjómennskusam- félagi einkennist af hlýlegri gaman- semi og mannúð. Hér er tekið fyrir verðugt viðfangsefni úr íslenskum nútíma svo úr verður góður efniviður í skemmtilega leiksýningu sem ætla má að komi íslenskum áhorfendum kunnuglega fyrir sjónir.“ Verk Benónýs Ægissonar, Vatn lífsins, sem hlaut önnur verðlaun, gerist í íslenskum kaupstað um síð- ustu aldamót og segir fl’á ungum hugsjónamanni sem berst íyrir framförum í íhaldssömu samfélagi. „Hér er á ferðinni allsérstætt verk, bæði hvað varðar efnivið og efnistök, sem býr yfir ljóðrænu seiðmagni. Höfundur segir átakamikla og við- burðaríka sögu, þar sem margir ör- lagaþræðir fléttast saman og dregin er upp lifandi mynd af því samfélagi sem verkið gerist í,“ segir í umsögn dómnefndar. Benóný Ægisson hefur áður skrifað leikrit fyrir leiksvið og útvarp og m.a. tvívegis hlotið verð- laun í leikritasamkeppni Borgarleik- hússins, fyrir barnaleikritið Töfra- sprotann og söngleikinn Hið ljúfa líf. Með Þórarni Eyfjörð kveður nýr leikritahöfundur sér hljóðs. Þórarinn hefur áður samið leikrit fyrir útvarp og tvær leikgerðir íyrir leiksvið, en Undir bláhimni er hans fyrsta frum- samda leikrit fyrir leiksvið. „Ég vissi ekki af þessari samkeppni fyrr en Kristín konan mín benti mér á aug- lýsingu þess efnis. Það varð mér hvatning til að ljúka við leikritið sem hafði verið í smíðum í hjáverkum um nokkurt skeið.“ I umsögn dómnefnd- ar segir að Undir bláhimni sé áhrifa- mikið leikrit um mannleg örlög sem gerist í íslensku sjávarþorpi í nútím- anum. „Ungur maður snýr heim til fjölskyldunnar eftir langskólanám í útlöndum og er unnusta hans með í för. Afdrifaríkir atburðir hafa átt sér stað í fjarveru hans og fortíðin þrúg- ar fjölskylduna og lamar. Verkið er skrifað af innsæi og hefur að geyma mikinn undirtexta, þannig að í því er að finna ríkulegan efnivið fyrir leik- ara og leikstjóra til að skapa úr hug- stæðar persónur.“ Andri Snær Magnason er einnig nýtt nafn meðal leikritahöfunda. Hann vinnur til þriðju verðlauna með barnaleikritinu Villibörnin á bláa hnettinum og segir dómnefnd að það sé fjörugt og ævintýralegt barnaleikrit þar sem spurt sé mikil- vægra spuminga. „Atburðarásin er spennandi og einkennist af miklu hugarflugi." Andri Snær segist hafa sett sér það markmið að hafa allt með í leikritinu sem heillaði hann sjálfan mest sem barn í leikhúsinu. „Það er því býsna flókið tæknilega, því gert er ráð fyrir hringsviði og fljúgandi fólki.“ Dómnefnd bætir um betur og segir: „Þetta er hjartnæm dæmisaga sem þrátt fyrir ævintýra- lega umgjörð hefur beina skírskotun til nútímans. I verkinu er meðal ann- ars varað við því að láta glepjast af yfirborðsmennsku og skrumi og sýnt fram á hvernig stöðug leit að al- gleymi afþreyingarinnar getur smám saman rænt mennina hæfi- leikanum til að gleðjast.“ Alls bárust 40 leikrit íúllrar lengd- ar í keppnina og að sögn þjóðleik- hússtjóra má það teljast mjög góður árangur. „Fjöldinn segir þó ekki alla söguna, en það sem merkilegra var, var að allt að fjórðungur verkanna kom að okkai- mati til álita sem verð- launaverk. Leikritin voru einnig mjög fjölbreytileg, bæði hvað varðar efnisval og efnistök. Vinna dóm- nefndar var því ekki bara tímafrek heldur mjög ánægjuleg,“ sagði Stef- án. Dómnefndin vildi koma því á framfæri að fjögur leikrit auk verð- launaverkanna hefðu vakið sérstaka athygli, en þau heita Alzheimer in love, Dísa, Fimm á Fagurey og Seggur að kveldi. „Þjóðleikhúsið bið- ur höfunda þeirra að setja sig í sam- band við þjóðleikhússtjóra hafi þeir hug á að verkin verði tekin til frekari skoðunar af leikhúsinu,11 segir í loka- orðum dómnefndarinnar. Yfirvegaður leikur TOJVLIST Listasafn Sigurjóns ðlafssonar GÍTARTÓNLEIKAR Jörgen Brilling lék verk eftir Pi- azzolla, Sor, Brouwer, Ponce og Barrios-Mangoré. Þriðjudagurinn 3. ágúst 1999. ÞÝSKI gítarleikarinn Jörgen Brilling lék í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sl. þriðjudag og hóf tónleikana með verki eftir Aztor Piazzolla (1921-1992), sem nefnist einfaldlega Fimm stykki, vel sam- in tónlist sem í heild er rómantísk, þó með smá nútímalegum brellum eins t.d. í 3. þættinum, Acentuado, þar sem skemmtilega er leikið með ásláttaráherslur alls konar. Eins og oft vill verða með fjöl- þátta verk, eru jaðarþættirnir venjulega best samda tónlistin og svo var í verki Piazzolla, sem í heild var mjög fallega flutt af Brilling. Eftir Fernando Sor (1778-1838) lék Brilling Inngang og tilbrigði yfír stef eftir Mozart og er þetta eitt af vinsælli verkum þessa klassíkers gítarsins. Flutn- ingur Brillings var mjög skýr og fallega mótaður. Aðal módemist- inn á þessum tónleikum var Leo Brouwer (1939) og eftir hann flutti Brilling tvö lög, Ilogia de la Danza, sundurlaust verk og Cub- an Landscape with Bells, skemmtileg verk, sem bæði voru vel flutt, sérstaklega seinna verk- ið, Kúbanska landslagið, sem er sérkennileg blanda effekta og tón- listar. Þar gat að heyra „sul tasto“-leik (á fingrabrettinu), þar sem strengirnir voru ekki klipnir, heldur slegnir með fingurgómun- um. Landslagsleikur Brouwer er sniðuglega útfærður og var ein- staklega vel mótaður af Brilling. Tilbrigði um „La Folia“, stefið fræga eftir Manuel Maria Ponce (1882-1948), eru öll mjög vel sam- in og fitjað upp á margvíslegum leikútfærslum, en sem tilbrigði eru þau oftlega ekki sérlega nærri fólía-stefinu, nema stundum gat að heyra tóntegundaskiptin úr moll yfir í sammarka dúr, sem að nokkru einkenna þetta einfalda og formskýra lag. Þrátt fyrir að ekki mætti mikið heyra til fyrirmynd- arinnar, eru tilbrigðin 20 mörg hver skemmtileg og voru í heild vel flutt. Lokakaflinn, sem er fúga að formi til, var heldur svona bragðlítill, bæði stef og úrvinnsla. Tónleikunum lauk með elsku- legri og hefðbundinni gítartónlist eftir Agustin Barrios-Mangoré (1855-1944), Confesión og Junto a tu corazón, sem Brilling lék sér léttilega með. Jörgen Brilling er góður gítarleikari, hefur fallegan tón, mótar verk sín á mjög skýran máta og ræður yfir töluverðri tækni, en túlkun hans í heild er samt helst til hlutlaus, af þeirri tegundinni, þar sem öllu er haldið til haga, af natni og samvisku- semi, eins og góðum tónlistar- manni sæmir, án þess að taka nokkra áhættu eða sleppa fram af sér beislinu, hvorki varðandi efn- isval né leikmáta, þar sem allt er vel yfirvegað og fast mótað. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.