Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum Dagur von- brigða í Kreuth Kreuth. Morgunhlaðið Vonbrigði meðal Islendinga á heimsmeistaramótinu í Kreuth í Þýskalandi voru mikii í gær þegar tveir íslensku keppendanna voru dæmdir úr leik. Sér í lagi þótti bit- urt að Auðunn og Baldur frá Bakka skyldu dæmdir úr leik í slaktauma- tölti eftir að hafa hlotið langhæstu einkunnina, 7,60, og virst eiga þar vísan sigur í úrslitum á sunnudag. Efstur í slaktaumatöltinu varð því Jens Fúchtenschnieder, Þýska- landi, á Reyk frá Kringlu með 6,97. Will Covert, Bandaríkjunum, varð annar með 6,93 á Blæ frá Sigluvík, Tanja Gundlach, Þýskalandi, þriðja á Geysi frá Hvolsvelli með 6,77 og fjórði Guðni Jónsson, sem keppir fyrir Svíþjóð á Álmi frá Lækjamóti, með 6,67. Samantha Leidesdorf, Danmörku, varð fimmta á Depli frá Votmúla með 6,63. Olil Amble, sem átti að keppa í fimi í gær á Kjarki frá Horni, var dæmd úr leik áður en keppni hófst þar sem æfingamar sem hún hugð- ist framkvæma í keppninni voru of margar. í reglum segir að æfing- amar eigi að vera fæstar tíu en ekki fleiri en fjórtán. í verkefni hennar voru æfingamar hins vegar sextán og hún því dæmd úr leik. Þar með em möguleikar þeirra beggja, Olil og Auðuns, í keppni um samanlagð- an sigurvegara úti þar sem þau hafa aðeins tvær greinar til að safna stigum úr héðan af. Þá urðu Islendingar að gefa eftir heimsmeistaratitilinn í gæðinga- skeiði þegar Höskuldur Aðalsteins- son, sem keppii- fyrir Austurríki, sigraði glæsilega á Katli frá Glæsi- bæ með 7,92. Er þar með rofin 12 ára óslitin sigurganga Islendinga í greininni. Sigurður Sigurðarson og Prins frá Hörgshóli og Aðalsteinn Aðalsteinsson á Ringo frá Rin- gerike, sem keppir fyrir Noreg, urðu jafnir í öðra til þriðja sæti með 7,71. Karly Zingshim, Þýskalandi, varð fjórði á Fána frá Hafsteins- stöðum með 7,42 en hann átti dapr- an dag í slaktaumatöltinu þar sem hann sneri við eftir fyrsta atriði keppninnar í stað annars atriðis. Leiðrétti hann sig snarlega, en var eigi að síður dæmdur úr leik. Sagði Karly eftir keppnina að klárinn hefði staðið sig eins og hetja en hann eins og álfur og það væri ekki gott. Auðunn og Baldur urðu í fimmta sæti með 7,30 og heimsmeistari í greininni á síðustu þremur heims- meistaramótum, Sigurbjörn Bárð- arson, varð að gera sér sjötta sætið að góðu að þessu sinni. Það vora niðurhægingarkaflamir sem bragð- ust í báðum umferðum hjá Sigur- birni og Gordon frá Stóra-Ásgeirsá og fékk hann núll fyrir þá báða. Að öðra leyti var hann með frábærlega útfærða spretti og besta tímann í báðum umferðum. Voru spekingar í röðum brekkudómara að gera því skóna að honum hefði nægt að fá góða einkunn fyrir aðra niðurhæg- inguna eða frekar lága einkunn íyr- ir báða kaflana til að tryggja sér sigur. Það voru því frekar hnípnir Is- lendingar sem gengu út af móts- svæðinu í gærkvöldi eftir rýran dag þar sem Þjóðverjar hirtu fyrstu gullverðlaunin sem unnust á mót- inu. Þar var að verki Joly Schrenk á Ófeigi, sem allir keppendur virðast óttast þegar kemur að fjórgangi eða tölti. Sigraðu þau í fimi með miklum yfirburðum, hlutu 7,37 meðan næsti keppandi, sem var Ylva Hagander frá Svíþjóð á Mekki frá Varmalæk, var með 6,13 og Julit ten Bokum, Hollandi, var með 6,10 en hún keppti á Gróttu frá Litlu-Tungu. Einn íslendingur, Sveinn Hauks- son, var meðal keppenda í greininni en hann keppir fyrir Svíþjóð á Hrímni frá Ödmarden og urðu þeir í níunda sæti. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SIGURÐUR Sigurðarson og Prins frá Hörgshóli voru í öðru til þriðja sæti með 7,71. Morgunblaðið/Jim Smart STRÖNDIN í Nauthólsvík var þéttskipuð sóldýrkendum í góða veðrinu í gær. Þéttskipað í Nauthólsvík STRANDLENGJAN í Nauthóls- vík virðist þegar orðin vinsæll sjó- og sólbaðsstaður Reykvík- inga þrátt fyrir að framkvæmd- um á svæðinu sé enn ekki lokið. Að sögn þeirra sem til þekkja streymir fólk að um leið og veður Ieyfir og var dagurinn í gær eng- in undantekning. Ströndin í víkinni var þéttskip- uð en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands var há- markshitinn í Reykjavík í gær 17,5 stig. Varla sá í auðan blett á skeljasandinum; karlar og konur lágu (og sumir sváfu) í sólbaði, á meðan börnin brugðu á leik, kældu sig í sjónum eða byggðu ævintýraleg hús og kastala úr hvítum sandi. Tugir bfla voru á bflastæðinu við víkina og víða lágu reiðhjól í grasinu. Aðrir komu gangandi, hlaupandi eða á linuskautum. Þá sátu margir og nutu veðurblíðunnar við Kaffi Nauthól. Fólk kom og fór fram eftir öllum degi og jafnvel fram á kvöld. Veðurstofa Islands gerir ráð fyrir að í dag verði áfram hægviðri og léttskýjað á höfuð- borgarsvæðinu og að hitinn verði á bilinu 13 til 18 stig. Eins og kunnugt er hefur á þessu ári verið unnið að gerð yl- strandar í Nauthólsvíkinni sem ráðgert er að verði tekin form- lega í notkun 17. júní á næsta ári. Þá hyggst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ríða á vaðið og leggjast til sunds í vík- inni stundvíslega klukkan 14. .. Morgunblaðið/Jim Smart BORNIN nutu dyggrar aðstoðar við byggingu sandkastala úr hvítum skeljasandi. Morgunblaðið/Kristinn VINDSÆNGIN kemur að góðum notum í veðri sem þessu. Yfírlýsing frá Pétri Björnssyni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Pétri Bjömssyni: „I frétt á baksíðu Morgun- blaðsins í dag, miðvikudag, er nafn mitt bendlað við kaup nokk- urra fjárfesta á hlutabréfum sparisjóðanna í FBA. Af því til- Aths. ritstj.: Frétt Morgunblaðsins í gær var byggð á traustum heimildum. Aðilar þessara viðskipta töldu sig hafa ástæðu til að ætla, að Pétur Björns- son, fyrrverandi aðaleigandi Vífil- fells hf., yrði í hópi þeirra, sem standa að fyrirtækinu Orca S.A. í Lúxemborg. Niðurstaða hans varð efni vil ég taka fram, að ég er alls ekki á meðal kaupenda og þekki ekki til þessara viðskipta á nokkurn hátt. Vænti ég þess að Morgunblaðið komi þessari leið- réttingu á framfæri við fyrstu hentugleika. Virðingarfyllst.“ hins vegar sú, að verða ekki aðili að þessum viðskiptum, eins og fram kemur í yfirlýsingu hans. í frétt Morgunblaðsins í gær var sérstaklega tekið fram og ekki að ástæðulausu, að í sumum tilvikum hefði ekki verið gengið endanlega frá eignaraðild þeirra, sem nefndir vora í fréttinni. Samtök um vernd Laugardals stofnuð Fundur á fyrirhuguð- um bygg- ingarstað HÓPUR fólks sem er í andstöðu við fyrirhugaða byggingu höfuðstöðva Landssímans í Laugardal, sem ný- lega var samþykkt af meirihluta í borgarstjórn, hefur boðað til fundar á ætluðum byggingarstað í Laugardal í dag klukkan þrjú síðdegis. Hópurinn kennir sig við „Samtök um vemd Laugardals" en meðal forvígismanna er Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks. Á fímdinum mun talsmaður samtakanna, Þorgeir Ástvaldsson, tala máli þeirra og m.a. kynna nýja heimasíðu þar- sem gerð er grein fyrir málstað þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.