Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 2 7 Lögreglumannssonur frá Skotlandi tekur við yfirmannsstarfínu í NATO Segir öryggi í Evrópu „innan seilingar" London. Reuters. GEORGE Robertson, varnarmálaráðherra Bret- lands, er lögreglumanns- sonur frá afskekktri skoskri eyju, en hefur nú tekið við stöðu yfirmanns öflugasta hernaðarbanda- lags í heimi. Robertson var í gær formlega út- nefndur framkvæmda- stjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), og tekur við af Javier Solana. Robertson er lýst sem vinnusömum og blátt áfram og er sagður hafa áunnið sér virðingu bæði hermanna og ráðamanna, þótt skammt sé um liðið síðan hann kom fram á sjónarsvið alþjóðastjórn- málanna eftir að hafa verið Reuters í stjórnarandstöðu í tutt- GEORGE Robertson á blaðamannafundi ugu ár. Hann er 53 ára, raunsæismaður sem gerir ekki lítið úr þeim verkefnum sem framundan eru. Öryggið innan seilingar Robertson hlaut mikið hrós sem einn helsti talsmaður NATO á meðan loftárásunum á Júgóslavíu stóð, og er sannfærður um að auk- ið öryggi í Evrópu sé ekki lengur draumur, heldur innan seilingar „ef við kærum okkur um“. Forveri Robertsons í fram- kvæmdastjórastarfinu, Solana, var eindreginn vinstrisinni en Ro- bertson hefur ætíð verið í hópi þeirra sem teljast vera til hægri í Verkamannaflokknum breska. Hann fékk snemma áhuga á stjórnmálum og þegar hann var á skólaaldri var hann stuttlega í Skoska þjóðarflokknum, sem berst fyrir sjálfstæði Skotlands, en núorðið er hann einn helsti andstæðingur sjálfstæðissinna. Hann vann sig upp innan skoska í London í gær. verkamannaflokksins og varð for- maður 29 ára. Ári síðar var hann kosinn á þing. Robertson var í fararbroddi þeirra sem börðust fyi’ir banni við öflugum skammbyssum í Bretlandi í kjölfar morðs á kennara og 16 nemendum í heimabæ hans, Dun- blane. Þegar Verkamannaflokkurinn komst til valda á Bretlandi 1997 tók Robertson við varnarmálaráðu- neytinu og hóf þegar að stokka upp í hemum. Endurskipulagningin miðaði að því að breski herinn gæti brugðist við án tafar og með áhrifaríkum hætti á átakasvæðum hvar sem er í heiminum. Árangur endurskipulagningarinnar þótti svo góður að önnur ríki í Evrópu hafa fylgt fordæmi Breta. Breska blaðið The Guardian sagði um Roberson í gær: „Hann er það sem þarf í yfirmannsstarfið hjá NATO.“ Hjá fást fötin Útsalan í fullum gangi 10 til 50% afsláttur stofnað 1910 Andvés P óstkröfuþjón usta ^símUiEil 825023’ ERLENT Talebanar lofa andstæð- ing-um uppgiöf saka Kabul. Reuters, AFP. ÆÐSTI leiðtogi Talebana í Afganistan hvatti í gær stjórnar- andstæðinga til að gefa baráttu sína upp á bátinn en Talebanar hafa hafið mikla sókn til að ná á sitt vald þeim tíunda hluta lands- ins sem verið hefur undir stjórn stjórnarandstæðinga. Mulla Mohammad Omar hét uppreisnarmönnum í opnu bréfi almennri sakaruppgjöf ef þeir létu af hendi vopn sín en sagði að þeir sem halda myndu áfram að berj- ast gegn stjórn Talebana yrðu álitnir uppreisnarmenn. Þá hét hann því að þeim hundruðum þús- unda sem flúið hafa vegna átak- anna yrði séð fyrir bráðabirgðaað- setri þar til óöldin væri gengin yf- ir. Ennfremur hét Omar því að þeir sem gengju til liðs við „Islamska veldið" hlytu vernd stjórnarinnar. Fréttaskýrendur telja sáttfýsi Talebana vera frem- ur veika tilraun til að fá stuðnings- menn helsta óvinar stjórnarinnar, Ahmad Shah Masoods, til að snúa baki við leiðtoga sínum. Að sögn stjórnarandstöðunnar hafa um 300.000 manns flúið átök- in, er stigmagnast hafa sl. tvær vikur, og ofríki Talebana, m.a. til höfuðborgarinnar, Kabúl, og Jalalabad. Stjórn Talebana hefur hins vegar borið það fyrir sig að hún hafi beðið um 1.800 fjölskyld- ur að fara til Jalalabad til að tryggja öryggi þeirra. Masood og menn hans sprengdu upp kletta til að tálma leið Tale- bana inn í Panjshir-dal, en her Ta- lebana segist hafa náð yfirráðum yfir Imam Sahib í norðri og landa- mærunum sem skilja að Afganist- an og Tadjikistan. Fréttaskýrendur telja að Tale- banar ætli sér að þrengja endan- lega að uppreisnarmönnum með því að hefja aðra stórsókn frá Imam Sahib og ráðast á Taloqan til að hindra aðflutningsleiðir til Panjshir-dalsins þar sem upp- reinsarmennirnir halda nú til. Aldrei færri Bandaríkja- menn á bótum frá 1967 Washington. The Daily Telegraph. BANDARÍKJAMÖNNUM er lifa á félagslegum bótum hefur fækk- að um tæpan helming á sl. þremur árum, að því er segir í skýrslu Urban Institute í Bandaríkjunum sem birt var í vikunni. Aldrei hafa færri Bandaríkjamenn verið á bót- um frá því árið 1967 og vilja sér- fræðingar að mörgu leyti rekja stöðuna til umbóta repúblikana ár- ið 1996. Nú eru um 7,3 milljónir Banda- rikjamanna á félagslegum bótum en árið 1996, er Bill Clinton Bandaríkjaforseti samþykkti um- bótalöggjöf repúblikana, voru 12,2 milljónir manna á bótum. Er Clint- on tók við embætti árið 1993 var hins vegai- 14,1 milljón manna háð félagslega kerfinu um afkomu sína. Hagfræðiráðgjafar forsetans segja tíunda hluta þessara breyt- inga mega rekja til uppgangstíma- bils í bandarísku efnahagskerfi en þriðjung megi rekja beint til fyrr- neftidrar löggjafar. Með löggjöfinni voru tímamörk sett á það hversu lengi fólki er leyfilegt að vera á bótum. Fólk má í mesta lagi vera alls í fimm ár á bótum en aðeins tvö ár samfellt. Finni það ekki fast starf eftir tvo mánuði eftir að það fer á bætur er því skylt að vinna við ýmsa samfé- lagslega þjónustu. Aileiðingar þessa urðu þær, samkvæmt skýrslunni, að milljónir manna fóru aftur út á vinnumark- aðinn þar sem þær vildu eiga inni þann tima sem leyfilegt er að vera á bótum ef harðna skyldi í ári síð- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.