Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 05.08.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 45 * MINNINGAR ELSA GUÐMUNDSDÓTTIR + Elsa Guðmunds- dóttir fæddist í Hafnarfirði 29. ágúst 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Einarsson, sjómaður frá Ný- lendu í Garði, f. 4. ágúst 1883, d. 22. október 1952 og Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 1. júlí 1894, d. 1992. Guðmundur var sonur Einars Matthíassonar og Sesselju Sig- mundsdóttur. Sigríður var dótt- ir Guðmundar Einarssonar, bónda og refaskyttu frá Brekku á Ingjaldssandi og Katrínar Gunnarsdóttur. Systkini Elsu voru Guðbjartur Einar, f. 26. október 1915, d. 12. maí 1931; Katrín Guðdís, f. 29. mars 1917; Ingibergur Jóhannes, f. 20. október 1918, d. 26. október 1918; Inga Steinþóra, f. 17. desember 1919; óskírður drengur, f. 1920, d. samdægurs; Lillý Steinunn, f. 4. ágúst 1921; Tómas, f. 7. ágúst 1923; Sesselja Fanney, f. 12. október 1924; Daníel Guðni, f. 14. nóvember 1925, d. 19. júlí 1996; Kristrún, f. 3. september 1927; Jósep Smári, f. 4. nóvember 1928, d. 13. janúar 1995. Elsa var elst 12 systkina. Fædd í Hafnarfirði en fluttist á fyrsta ári að Nýlendu í Garði þar sem flest systkini hennar fæddust nema þau yngstu sem eru fædd í Hafnarfirði. Elsa giftist Gesti Ingibjarti Guðnasyni bifreiða- stjóra í Reykjavfk, f. 25. apríl 1905, d. 2. maí 1979, hinn 21. des- Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð blessi og varðveiti minningu þína, elsku afi Stebbi. Ástarkveðjur. Þínar afadúllur, Sædís Helga og Aþena Lind. Afi Stebbi. Það var fátt skemmti- legra en að fá að sitja með afa Stebba í vörubflnum hans þegar hann var að vinna á Húsavík. Einnig er mér ofarlega í minni þeg- ar hann tók mig með sér á stöðina á milli túra og við spiluðum „bob“ mér til ómældrar ánægju. Aldrei fór ég í heimsókn til afa og ömmu á Húsavík án þess að afi minn færi með mig á Safnið til þess að sýna mér hvítabjörninn. „Fagur er fiskur í sjó“ eru upphafsorðin í vísu sem ég ásamt hinum barnabömunum fengum að heyra nokkuð oft í bemsku okkar er hann lék við okk- ur. Hann var alltaf í góðu skapi í kringum okkur. Eg man ekki eftir honum öðmvísi en brosandi. Afi Stebbi trúði alltaf á mig eða „nafna“ sinn eins og hann kallaði mig, og ásamt ömmu Kibbu tók hann mér alltaf opnum örmum er ég kom í heimsókn. Þá var amma yfirleitt með kökumar á hreinu en afi Stebbi var kominn með LUDEX- spilið á sinn stað og reiðubúinn að spila við okkur. Ég á eftir að sakna afa míns enda þótt hann fylgi mér í hug og hjarta þar til við hittumst á ný. Þinn „nafni“, Stefán Unnar Sigurjónsson. Ég sit við eldhúsborð úti í Conn- ecticut í Bandaríkjunum og þetta er í fyrsta sinn sem ég finn fyrir vem- legri einsemd. Það er nefnilega eng- inn hér til þess að deila sorg minni með, enginn sem þekkti afa áður en sjúkdómurinn fór að hafa veraleg áhrif. Ég man best eftir afa eins og hann var fyrir þremur til fjórum ár- um og þannig lifir hann í minning- um mínum. Afi var fróðleiksbrann- ur og úr honum mátti veiða sögur, gátur, skrítlur, lög og öfugmælavís- ur sem vora uppáhaldið mitt. En ég erfði líka sönglist og söngást frá afa og hann og amma hvöttu mig í kór- söng og tónlist. Afi gat líka sungið eins og fuglarnir því hann var mikill náttúraunnandi. Við fórum alltaf saman niður að tjöminni á Húsavík og gáfum öndunum brauð. Ein fal- legasta minning mín um afa er frá einum af göngutúranum okkar. Það var þá sem hann sagði mér frá huldufólkinu og öllum þjóðsögunum sem hann kunni. Ég trúi ennþá á huldufólkið, afi. Afi átti mjög erfitt síðustu ár æv- innar þar sem hann háði harða bar- áttu við parkinsonsveikina. En samt var alltaf glampi og húmor í augum hans. En afi barðist ekki einn við þennan sjúkdóm því amma Kibba var kletturinn sem hann studdist við, ég mun alltaf dást að þér, amma mín, fyrir þann ótrúlega styrk sem þú býrð yfir. En nú er afí frjáls og hans sárs- auki farinn. Við hin sem þekktum hann finnum hins vegar fyrir sökn- uði og missi. Ég vil senda þetta er- indi til afa hvar sem hann er og vak- ir yfir okkur. „Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja.“ Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. (Theodóra Thoroddsen.) Þín Steinunn Anna Sigurjónsdóttir. Eftir langvarandi veikindi og oft mjög erfið má segja að lát gamals manns þurfi ekki að koma á óvart. Þó er það svo í flestum tilvikum að tilkynningin um endalokin snertir hvern og einn meira eða minna. Minningamar taka völdin og sár söknuður gerir vart við sig. Þannig fór fyrir okkur, sem tengdumst Stefáni Pétri Sigurjónssyni. Það er svo margt, sem kemur til baka í minningunni. Okkur langar til þess að minnast Stefáns með því að rifja upp nokkrar minningar. Stefán var kominn af atgervisfólki og sýndi fljótt, eins og öll systkinin, að sterk ættareinkenni geta erfst með ágæt- um. Stefán Pétur var frá Heiðarbót í Reykjahverfi, en ævistarfið var að langmestu unnið á Húsavík og þar um slóðir. Hann var vörubflstjóri lengst af. Atorka hans við akstur- inn og efnisflutning var einstök. Sem dæmi má nefna að dag eftir dag sótti hann sand eða möl í fjöru í Húsavík eða út í Héðinsvík. Kraft- urinn við að handmoka upp á bíl- pallinn var slíkur að oftast mátti sjá skóflukastið á lofti yfir pallinum um leið og hann stakk aftur niður í sandinn eða mölina. Þetta geta að- eins menn með mikla snerpu gert. Nú er öllu mokað með vélum og lík- amsrækt þarf að koma tfl, vflji menn halda góðri heilsu. Stefán leysti öll verk vel af hendi og var mjög laginn viðgerðarmaður, þótt ólærður væri sem slíkur. Stefán var mikill söngmaður eins og hann átti kyn til. Hann söng með föður sínum og tveimur bræðrum í mörg ár og veittu þeir gleði og hamingju „á báðar hendur". Einnig söng hann í karlakórnum Þrymi og var einn af stofnendum kirkjukórs- ins hjá séra Friðriki A. Friðriks- syni. Stefán hafði mikið yndi af góðum söng og kunni vel skil á af- reksmönnum í söngnum. Stefán lék hjá Leikfélagi Húsavíkur fyrr á ár- um og söng þar m.a. einsöng en það gerði hann oft með Þrymi. Á langri ævi má það teljast til sérstakra tíðinda, að hafa svo góða og yfirvegaða framkomu, að aldrei gerðist þörf á hvassyrði eða skömmum. Enginn heyrði hnjóðs- yrði frá vöram Stefáns. Hann var þó ekki skaplaus maður. Öðru nær. Hann agaði sjálfan sig og gerði svo miklar kröfur um fagurt fordæmi, að öllum var hlýtt til hans. Enginn hafði þörf fyrir hnjóð á bak Stefáni. Hann bætti umhverfi sitt með hátt- prýði, kurteisi og hlýju viðmóti. Slíkir menn eru hverju byggðarlagi mikils virði. Ævinlega var gott að heimsækja þau hjón, Stefán og Kristbjörgu. Móttökur rausnarlegar og einlægt vinfengi. Fyrir allt, sem við fengum að njóta, er hér þakkað. Þau hjón vora aldrei fyrir að sýnast, heldur vora verkin látin tala. Við biðjum fjölskyldunni blessunar. Megi minningin um góðan dreng lifa og ylja í sárri sorg. Jón Ármann og fjölskylda. Elsku mamma mín, mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Mér brá þegar ég fékk upphring- ingu í sumarbústaðinn og var sagt frá andláti þínu, þó ég hefði átt von á því, þú varst orðin svo lasin og þreytt og þráðir hvfldina. Þó fannst þér þú aldrei vera gömul, þú áttir svo margt eftir að gera í lífinu. Ég man aldrei eftir þér öðruvísi en að þú hefðir eitthvað fyrir stafni, þér féll aldrei verk úr hendi. Þú varst sú mesta atorku- kona sem ég hef kynnst um ævina. I þínum huga var ekkert til sem hétu karla- eða kvenmannsstörf, þú gekkst í öll störf jafnt, það var sama hvort það var að keyra vöru- bílinn hans pabba eða skipta um dekk á stórum bflum. Þess á milli saumaðir þú á okkur krakkana föt upp úr gömlum fötum sem þér voru gefin, við vorum líka alltaf vel til fara þó oft væri úr litlu að spila á heimilinu. Það var sama hvort þú saumaðir brúðarkjóla eða tjöld, allt lék í höndum þér, þú gerðir myndir úr öllu sem fannst í náttúrunni eða málaðir heilu mál- verkin. Þú sýndir kjark þegar þið Steindór fluttuð úr Reykjavík að Gufaskálum í Leiru 1948 og bjugguð þar í 10 ár. Þegar við vor- um öll farin að heiman nema Jenný fluttuð þið aftur til Reykja- víkur og bjugguð við Miklatorg og síðan að Holtsgötu 35. Þið Stein- dór ferðuðust mikið um landið og höfðuð gaman af, alltaf varstu með prjónana með þér, ef þig vantaði lopa fórstu að næstu girðingu, fannst þar reyfi og bjóst til lopa úr því, þú varst aldrei ráðalaus. Þegar þú varst í heimsókn í Vestmannaeyjum hjá Helga, dastu og lentir á sjúkrahúsi, þaðan á Dvalarheimili aldraðra í Eyjum þá varðst þú að fá saumavélina með þér, þú vildir ekki verða aðgerða- laus. Það var ekki hægt að hanga og gera ekki neitt, það var ekki í þínum anda. Þér fannst þú aldrei vera gömul, skildir ekkert í því hvað við börnin þín vorum orðin gömul, þú alltaf jafn ung. Þó þú værir mjög veik varstu farin að skipuleggja afmælið þitt 29. ágúst þegar þú hefðir orðið 85 ára. Við ætluðum að hafa ættarmót í Eyj- um á afmælisdaginn þinn, en margt fer öðruvísi en ætlað er og ekkert ættarmót verður að þessu sinni. Nú ertu komin á betri stað og vonum við að þér líði vel og all- ar þjáningar séu að baki. Við sendum kveðju og þakklæti fyrir góða umönnun á Dvalarheimilinu i Vestmannaeyjum og á sjúkrahús- ið. Kær kveðja til Helga og Annýj- ar og fjölskyldu fyrir alla umönn- unina og hlýju sem þau sýndu þér. Jú, hún mamma var baráttukona, hún barðist af kærleik og með áhuga sem móðir ein getur átt, til að koma börnum sínum til manns og sú barátta varð ekki til einskis. Að endingu vil ég kveðja með orð- um skáldsins. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og ailt.“ (Vald. Briem) Ingibjörg og fjölskylda. Þegar ég var sex ára var ég spurð hvort ég ætti ömmu. Ég svaraði að ég ætti eina ömmu og eina skrýtna ömmu. Það var ekki af því að Elsa amma liti svo skringilega út, hún var glaðleg og myndarleg kona. Það voru bara ekki allir á miðjum sjöunda ára- tugnum sem áttu ömmu sem var með hjólbarðaverkstæði í kjallar- anum þar sem ég horfði á hana gera við slöngur úr vörubíladekkj- um. Og inni hjá ömmu var heldur ekki eins og hjá venjulegum ömm- um. Þar var allt fullt af dóti, stór- um olíumálverkum sem hún hafði málað, blómapottum úr gömlum kvikmyndafilmum, myndum úr vindlamerkjum, sjónvarp sem bú- ið var að taka innan úr og setja upp stofu innan í og margt fleira. Ámma var nefnilega alltaf að búa eitthvað til og hugmyndaflugið og sköpunarkrafturinn virtust vera takmarkalaus. Ég held að það hafi ekki heldur verið margar ömmur sem keyrðu um í pels og með skartgripi og ef eitthvað kom upp á með bílinn, sem virðist alltaf hafa verið að gerast með bílana hér áður fyiT, þá fór hún bara út, opnaði húddið og lagaði það sem var að. Þegar þau afi áttu vörabíl eftir stríð og afi lá í flensu og gat ekki keyrt þá fannst ömmu ófært að hafa bílinn ónotaðan og keyrði bara sjálf og hún hafði gaman af að segja frá því þegar karlarnir vildu endilega bakka fyrir hana en hún hélt nú að hún gæti bakkað ekki síður en þeir. Seinna þegar ég ung og nýgift fluttist til Reykjavíkur bjó ég í sama hverfi og amma og þá kynnt- umst við betur. Það var notalegt að koma í kaffi til ömmu. Fyrst skoðaði ég allt sem hún hafði saumað eða búið til síðan við hitt- umst síðast, síðan var sest við eld- húsborðið, drukkið kaffi og alltaf með því og spjallað. Hún sagði mér sögur frá því í gamla daga, stundum bitur, en yfirleitt var hún full af orku að segja mér frá öllu sem hún þurfti endilega að fara að búa til. Hún átti fullt herbergi af efnum, heila kommóðu fulla af blúndu. Hún vann úr öllu mögu- legu eins og gifsi, koparþynnum og fljótandi plasti, fyrir henni var allt efniviður. Hún seldi töluvert af því sem hún gerði og saumaði ember 1935. Þau eignuðust sex börn sem eru: 1) Stúlka, f. 20. ágúst 1933, dó samdægurs. 2) Guðni Einar, f. 29. febrúar / 1936, maki Margrét Sigurðar- * dóttir, þau eiga fjögur börn, búa í Reykjavík en Guðni á tvö börn frá fyrra hjónabandi. 3) Helgi, f. 26. apríl 1938, maki Árný Margrét A. Jónsdóttir, þau eiga sex börn og búa í Vest- mannaeyjum. 4) Guðmundur, f. 16. apríl 1939, maki Sólveig Daníelsdóttir, þau eiga þrjú börn og búa í Njarðvík. 5) Ingi- björg, f. 5. júlí 1940, maki Páll Kristófersson, eiga þau fjögur börn og búa í Garðinum. 6) Stúlka, f. 20. aprfl 1942, dó sam- dægurs. Elsa og Gestur slitu samvistum. Elsa giftist aftur Steindóri Steindórssyni, f. 11. nóvember 1918, d. ll.júlí 1991. Dóttir þeirra er Jenný, f. 25. desember 1947. Jenný giftist Ævari Sigurvinssyni og áttu þau fjögur börn en slitu sam- vistum. Maki Jennýjar er Hall- dór Guðmundsson og eiga þau tvö börn. Afkomendur Elsu eru orðnir 78. títför Elsu fór fram frá tít- skálakirkju 4. ágúst. mikið eftir pöntunum. Stundum þegar ég kom til hennar hafði hún ekkert sofið alla nóttina því að hún var að hugsa um mynd sem hún ætlaði að mála eða eitthvað sem hún ætlaði að sauma. Þá beið hún óþolinmóð eftir að Steindór vakn- aði og færi í vinnuna svo hún gæti byrjað að vinna. Ég hugsa stund- um um það núna að eina vinnuað- staðan hennar ömmu var borðstof- an í miðri íbúðinni. Hún reyndi alltaf að hafa hana þannig að það sæist ekki að þetta var vinnustof- an hennar. Krafturinn og eldmóð-* - urinn var svo mikill að hún kunni ekki að hlífa sér. Þegar hún ákvað að fram- kvæma eitthvað þá var það gert þótt hún lægi veik á eftir. Enda var hún illa slitin þegar hún dó. Þegar ég fór fyrst með stjúpson minn til ömmu leit hann í kringum sig og sá allt sem hún hafði búið til, sagði síðan: „Ofsalega hefur amma þín farið á mörg námskeið." En amma hafði aldrei farið á nám- skeið. Hún sagði stundum frá hvað hún hafði verið leið yfir hvað hún gat lítið verið í barnaskólan- um af heilsufarsástæðum. Síðan þegar hún ung stúlka átti að læra að sauma var hún farin að vera * með afa, varð barnshafandi og hætti. Þau afi bjuggu í Reykjavík sín búskaparár. Þau eignuðust sex böm en tvö þeirra dóu ung. Seinna varð hún ástfangin af sjar- mör á mótorhjóli, skildi við afa og fór að búa með honum. Þau Stein- dór eignuðust eina dóttur. Lengst af bjuggu þau í Leirunni ásamt þremur yngstu börnum ömmu, elsti sonurinn var áfram hjá afa. Þegar elstu börnin voru farin að heiman fluttu þau aftur til Reykja- víkur. Það var mér mikils virði að búa í sama hverfi og amma og Steindór þessi ár. Mér þykir vænt um að börnin mín fengu að kynn- ast þeim. Steindór lék við þau með tóbaksbyttuna sína og amma gaf þeim fullan poka af efnisafgöngum og skrýtnum hlutum svo þau gætu búið eitthvað til. Síðustu árin var amma á dvalar- heimilinu og sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum, en einn sonur henn- ar býr í Eyjum ásamt fjölskyldu. Ég þakka öllum sem léttu henni lífið þessi erfiðu ár þegar hún var full af athafnaþörf en líkaminn hlýddi ekki lengur. Dagný Guðmundsdóttir. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@nibl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.