Morgunblaðið - 05.08.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1999 25
Barátta í stjórn Skagstrendings
Burðarás með
17% hlut og
mann í stjórn
Breytingar á eignarað-
ild að Skagstrendingi
hafa leitt af sér nokkra
baráttu um skipan
stjórnar félagsins.
Samherji keypti nýlega
um 37% hlut í félaginu.
Hjörtur Gíslason
kynnti sér gang mála
að því loknu.
MIKLAR breytingar hafa orðið á
eignaraðild að Skagstrendingi á
Skagaströnd að undanförnu. Sam-
herji hefur nýlega keypt um 37%
hlutafjár í fýrirtækinu, en næstr
stærsti eigandinn er nú Höfðahrepp-
ur með 21%. Burðarás er svo í þriðja
sæti með um 17%. Samherji keypti þá
hlut Sfldarvinnslunnar í Neskaupstað
í gegn um verðbréfafyrirtæki. Fyrir
skömmu var hlutur Burðaráss um
11,4%, en nýlega jók eignarhaldsfé-
lagið hlut sinn í 17% með kaupum af
verðbréfafyrirtæki. Um var að ræða
hlutabréf, sem Höfðahreppur seldi,
en hann hafði þá nýlega aukið hlut
sinn í 26% með kaupum á hlut Jökla
af Fjárfestingabankanum. Gengi
hlutabréfa í Skagstrendingi hefui’
hækkað mikið á síðustu dögum vegna
þessa og er komið í rúmlega 9.
Breytingar þessar endurspegla
ákveðna valdabaráttu í félaginu eftir
að Samherji kom þar inn. Samkvæmt
samþykktum félagsins skal Höfða-
hreppur eiga tvo menn í stjórn þess,
en þessi samþykkt kom til við stofnun
félagsins til að draga úr vægi hrepps-
ins í stjórn fyrirtækisins, en hann átti
þá 40% í Skagstrendingi. Fimm eiga
sæti í stjórn félagsins og er hún nú
skipuð tveimur fulltrúum hreppsins,
einum fulltrúa Sfldarvinnslunnar í
Neskaupstað, einum írá Burðarási og
einum Skagstrendingi.
Líklegt er talið að hluthafafundur
verði haldinn 20. þessa mánaðar og
ný stjóm þá kosin. Ljóst verður að
Höfðahreppur verður áfram með tvo
fulltrúa og Samherji sömuleiðis miðað
við núverandi eignaraðild og
Burðarás einn. Til að breyta sam-
þykktinni um fjölda stjórnarmanna
Höfðahrepps þarf tvo þriðju hluta at-
kvæða hluthafa.
Vildu kaupa af TM og OLÍS
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur Samherji leitað eftir
kaupum á 7,5% hlut Tryggingamið-
stöðvarinnar og 2,8% hlut OLÍS til að
ná meirihluta í stjórninni. Hvoragt
þessara félaga hefur viljað selja hlut
sinn, en vegna mikilla viðskiptahags-
muna má telja líklegt að þau selji
Samherja, verði fast eftir því leitað.
Samherji_ er stærsti viðskiptavinur
bæði OLÍS og Tryggingamiðstöðvar-
innar.
Það eru miklh’ hagsmunir í húfí.
Velta Skagstrendings á ári er um
tveir milljarðar króna og selur Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna megnið af
afurðum félagsins, en NASCO selur
einnig nokkuð. Því koma til hagsmun-
ir eins og sala afurðanna og flutningar
auk fleiri þátta.
Það er athyglivert að þegar Sfldar-
vinnslan seldi hlutabréf sín gafst eng-
um öðrum en Samherja tækifæri til
að kaupa, þrátt fyrir að aðilar eins og
Burðarás hafí sýnt bréfunum áhuga.
Telja má að salan til Samherja hafí
ekki verið stjóm SH að skapi, enda
gæti hún þýtt missi sölutekna af af-
urðunum. Það er svo einnig athygli-
vert í ljósi þess að það var Sfldar-
vinnslan sem réð úrslitum í sögulegri
kosningu til formanns stjómar SH á
aðalfundi félagsins síðastliðið vor,
þegar Róbert Guðfínnsson felldi sitj-
andi formann, Jón Ingvarsson. Þess
má geta að Jón naut stuðnings Skag-
strendings.
Að loknum þessum breytingum
virðist það ljóst að Burðarás hafi
tryggt sér mann í stjórn með 17%
hlut auk stuðnings nokkurra smærri
hluthafa. Samherji þyi’fti því um 60%
til að ná meirihluta í stjórninni, en
ólíklegt er talið að það náist. „Við höf-
um verið með mann í stjórn Skag-
strendings og tekið virkan þátt í
rekstri félagsins. Við viljum tryggja
okkur stjórnarmann áfram og teljum
okkur hafa gert það með því að ná
17% hlut í fyrirtækinu," segir Friðrik
Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Burðaráss. Hann segir ennfremur að
Burðarás hafi ekki leitað beint eftir
kaupum á hlutabréfum OLÍS og
Tryggingamiðstöðvarinnar í Skag-
strendingi. Aðeins hafi verið leitað
eftir kaupum gegnum verðbréfafyrir-
tæki og við síðustu kaup hafi það ver-
ið ljóst að hlutabréfin væru komin frá
Höfðahreppi.
Hvaða skoðun hefur þú á að Höfða-
hreppur skuli ávallt hafa tvo menn í
stjórn?
„Þegar við keyptum hlut í Skag-
strendingi fyrst, var okkur fyllilega
Ijóst það ákvæði í samþykktum fé-
lagsins að Höfðahreppur skyldi hafa
tvo fulltrúa í stjórn án tillits til eign-
arhluta. Við virðum þessa afstöðu
heimanna og viljum ekki standa að
því að breyta þessari samþykkt í and-
stöðu við þá,“ segir Friðrik.
Hátt tilboð réð sölu
Skagstrendingur skiptir miklu máli
fyrir atvinnulíf á Skagaströnd og lík-
legt má telja að heimamönnum sé það
ekki að skapi að einn utanaðkomandi
aðili nái meirihluta í félaginu og því
hafi Burðarás komizt yfir aukinn hlut.
Adolf H. Berndsen, stjórnarmaður í
Skagstrendingi og oddviti Höfða-
hrepps, segir að það sé mikill fengur
að samstarfinu við Samherja, sem sé
öflugt fyrirtæki í samskonar rekstri,
útgerð frystitogara og vinnslu á
rækju. Samstarf ætti því að vera báð-
um félögunum til góðs. „Við höfðum
áður aukið hlut okkar með kaupum á
bréfum Jökla hf. Þegar okkur bauðst
svo mjög gott tilboð í þessi bréf,
ákváðum við að selja. Við vissum að
Burðarás var kaupandinn, en með því
eram við ekki að hafna samstarfi við
Samherja og óskum að sjálfsögðu
góðrar samvinnu við alla stærstu
hluthafa félagsins um eflingu fyrir-
tækisins," segir Adolf H. Berndsen.
Ljóst er að Samherja er þessi staða
ekki að skapi, enda kemur hann inn í
Skagstrending til að hafa þar áhrif.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins telja stjórnendur Samherja að þar
sem Burðarás hafi fengið hlutabréf
frá Höfðahreppi, sem duga Burðarási
til að tryggja sér einn mann í stjóm,
sé hreppurinn búinn að ákveða að
mynda meirihluta með Burðarási.
Líklegt má telja að Samherji kanni
vandlega hvort samþykktir félagsins
um skipan tveggja manna frá Höfða-
hreppi standist lög. Standist þær ekki
virðist Samherji á ný hafa náð yfir-
höndinni með þrýstingi á OLIS og
TM um kaup á hlutabréfum þeÚTa.
Morgunblaðið náði tali af Þorsteini
Má Baldvinssyni, framkvæmdastjóra
Samherja, en hann vildi ekki tjá sig
um málið.
Það hefur áður verið sótt að Skag-
strendingi með hugmyndum um sam-
einingu, en ekkert hefur orðið úr því.
Það er eðlilegt að heimamenn óttist
um framtíð fyrirtækisins á Skaga-
strönd, ef einn utanaðkomandi aðili
nær þar meirihluta. Líklega má telja
síðustu atburði sem eins konar við-
vöran til Samherja, fremur en yfirlýs-
ingu um að vinna fremur með
Burðarási.
BORGA MEIRA
...en þú þarft. Versladu þar sem verdid er lægst!
í GSM símum erum við bestir!
Panasonic G520
150 grömm • Skjár: 3 línur x 12 stafir
80 klst í bið og 3 klst. í tali.
Innbyggður titrari, 14 mism.
hringingar, SMS smáskilaboð,
símaskrá ofl. ofl.
Ef þú kaupir T3L, þ.e. gerist
TlmaTALs áskrifandi í tólf mánuði
með kredit-korti, býðst þér þessi
frábæri sími
á aðeins...
TALkort kostar
1.999,-og er greitt
fyrir það aukalega.
BOSCH eo7
Þyngd: 187 gr. • Stærð: 134
x53x17mm»Rafhlaða
endist 80 klst. í bið og 200
mín. í tali • Númerabirting,
SMS skilaboð ofl.
Símanum fylgirTAL-
frelsiskort, 1.000,- kr.
hleðslukort
og geisla-
diskur!
Eingögnu fyrir
TAL-simakort
NOKIA 5iio
Þyngd 167 gr. • Skjár
4 línur x 16 stafir
Rafhlaða: 270 klst. í bið
og 5 klst. i tali.
Vönduð leðurtaska
Ef þú kaupir >cfL
þ.e. geristTfma-
TALs áskrifandi í
tólf mánuði með
kredit-korti, býðst
þér þessi frábæri
sími á aðeins...
KAUPAUKI
Isskápur
með frystihólfi
OAEVWOO 63os
20 lítra
800 W
Snúningsdiskur
Þróaðra CRS kerfi
Fullkomið bíltæki á frábæru verði. Geisla-
spilari. Stafrænt RDS útvarp með stöðva-
minni. FM/AM útvarp. Sjálft/irk stöðvaleitun
4 x 35 watta magnari. Tengjanlegt við 4
hátalara. Laus frontur. Ótrúlegt verð!
Islenskt textavarp
SCART-tengi
Audio / Video tengi
Tengi fyrir heymartól
Fullkomin fjarstýring ofl.
er einn stærsti raftækja-
framleiðandi í heiminum!
Þaö kemst enginn með tærnar þar sem við erum hælana í tölvunum
Meira af öllu!
• 366 Mhz Intel Celeron
• 64 MB innra minni
• 6,4 GB Fujitsu diskur
• 15' hágæða skjár
• 8 MB skjákort með
sjónvarpsútgangi
• DVD mynddiskadrif
• 16 bita hljóðkort
• Hátalarar
• Windows lyklaborð og mús
• Windows 98 uppsett og á CD
Alvöru kvikmyndaver. Bestu mögulegu mynd- og hljómgæði í DVD!
Tomb Raider III erfrábærævintýra-
leikur með hinni brjóstgóðu Lauru
Croft (aðalhlutverki
Fifa 98 • Need For Speed III • Die
Hard Trilogy • Tiger Woods 99 •
Future Cop • Trespasser
Opið virka daga
10:00 -19:00 • laugardag 10:00-16:00
Opið sunnudag 13:00-17:00 BT Skeifunni.
Sendum í póstkröfu um land allt: 550-4400
BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444
BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020
Leikjatölvan vinsæla með Dual Shock stýripinna, minnis-
spjaldi og tösku á frábæru verði!
1.000,- kr afsláttur á Playstation leik með vélinni!
Veður og færð á Netinu ^mbl.is JXl i TAá= íC/TTOWd/? A/V77