Morgunblaðið - 15.08.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.08.1999, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 Auðvitað er spurningin um fullvalda ríki Franska er mikilvæg í huga Québecbúa, en hún er þó ekki helsti ásteytingarsteinninn í deilunni um samband Québec við Kanada, að mati Andrés Péloquins, fulltrúa í sendi- ------------------7--------- nefnd Québec í London. I samtali við Kristján G. Arngrímsson bendir Péloquin á, að staða frönskumælandi Québec í Norður-Ameríku sé öðru vísi en staða flestra annarra samfélaga í heiminum. Morgunblaðia/Kristinn ANDRÉ Péloquin, fulltrúi hjá sendinefnd Québec í London. AÐ munaði ekki nema hársbreidd að aðskilnaðar- sinnar í Québec í Kanada sigruðu í atkvæðagreiðslu um aðskilnað fylkisins frá landinu fyrir þrem árum. Síðan hefur stjóm flokks aðskilnaðarsinna, Parti qué- bécois (PQ), náð endurkjöri, en lítið hefur verið rætt um hvort önnur at- kvæðagreiðsla verði haldin á næst- unni. En „spumingin um Québec" er aldrei langt undan í Kanada og þess vegna liggur beint við að inna André Péloquin fyrst eftir því hvort önnur atkvæðagreiðsla sé á döfínni. „Ég held að rétta svarið við þess- ari spumingu sé það, að núverandi stjómvöld í Québec hafa ætíð á stefnuskrá sinni að skipuleggja aðra atkvæðagreiðslu,“ svarar hann. Stjómin hafi borið sigur úr býtum í kosningunum til fylkisþingsins í fyrra, og hafi náð umtalsverðum meirihluta á þinginu. Það hafi orðið þrátt fyrir að fyrir hafi legið að draga yrði verulega úr opinberum útgjöldum. Péloquin segir að spumingin um hvort atkvæðagreiðsla verði haldin hafi verið áberandi í kosningabar- áttunni í fyrra, en það hafi aðallega verið stjórnarandstöðuflokkurinn sem hélt henni á lofti. Sjálfstæði markmiðið Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, hefur látið þau orð falla að engar stjómarskrárbreytingar verði gerðar til þess að koma á móts við kröfur stjómvalda í Québec í því augnamiði að gera kanadíska fylkjasambandið „viðunandi" fyrir Québecbúa. Þegar Péloquin var spurður hvað þyrfti til, til þess að Québec myndi sættast á að vera áfram hluti af Kanada, lagði hann áherslu á að svar sitt væri einungis persónulegt og ekki gefið fyrir hönd stjómvalda í Québec. „Ég efast um að nokkuð væri við- unandi fyrir [núverandi fylkis- stjóm] PQ til að vera áfram hluti af Kanada, því að það er meginmark- mið flokksins að Québec öðlist sjálf- stæði og verði fullburða ríki í heim- inum. Eg held að flokkurinn myndi aldrei verða fyllilega sáttur við neinar stjómarskrárbreytingar." Péloquin nefndi, að á fundi fylkja- stjóranna, sem haldinn var í Cal- gary fyrir nokkmm árum, hefði ver- ið samþykkt yfirlýsing þess efnis að öil fylkin í Kanada hefðu sömu stöðu. „Ég tel að með þeirri sam- þykkt hafi fylkjastjóramir að miklu leyti gert út af við alla von um að Québec öðlist stöðu, hvort sem mað- ur kallar hana sérstaka eða eitthvað annað, innan Kanada, sem feli í sér viðurkenningu á því að Québec sé sérstakt samfélag.“ Því hafi aðskiln- aðarsinnar haldið því fram að kanadíska fylkjasambandið virki ekki - eða að þótt það virki kannski fyrir Kanadamenn virki það ekki fyrir Québecbúa. ,Að minnsta kosti ekki um það bil 50% íbúanna í fylkinu. Og að öllum líkindum fleiri en þá sem sögðu já í síðustu atkvæðagreiðslu. Ég held að á meðal þeirra sem sögðu nei við spuringunni um hvort segja ætti skilið við Kanada hafi verið stór hópur sem myndi gjaman vilja sjá afgerandi breytingar innan fylkja- sambandsins. Til dæmis, að minnsta kosti hvað varðar Québec, meiri valddreifingu, og einnig að alríkis- stjómin hætti að láta til sín taka á sviðum sem eru, samkvæmt stjóm- arskrá, á verksviði íylkjastjóm- anna.“ Sérstætt hlutskipti Péloquin segir, að í ljósi stöðu Québec innan Kanada almennt sé staða tungumálsins, frönskunnar, ekki mjög mikilvægt málefni. „Það er mildlvægt málefni fyrir Québec sem samfélag. Margir Québecbúar eru þeirrar skoðunar að stjómvöld leggi samt of mikla áherslu á það.“ I Québec hafa samtök um fram- gang franskrar tungu, Office de la langue francais, umboð til að gæta hagsmuna frönskunnar. Lögum samkvæmt ber fyrirtækjum að hafa starfsumhverfi á frönsku og veita stjómvöld fyrirtækjum opinberan stuðning til þessa verkefnis, til dæm- is ef þýða þarf tölvuforrit úr ensku. Ibúar Québecfylkis em alls um 7,2 milljónir, þar af eiga um 5,6 milljónir frönsku að móðurmáh. Pé- loquin bendir á að hlutskipti Québec sé sérstætt í heiminum. „Við eram þau einu í Norður-Ameríku sem töl- um frönsku, auk nokkur hundrað þúsund manna í öðram fylkjum Kanada. Við eram lítill, frönsku- mælandi markaður. Þegar alþjóðleg stórfyrirtæki koma til Québec er freistandi fyrir þau að koma með sitt eigið tungumál - sem er enska - og ætlast til að starfsfólk tali ensku. En þetta er ekki leyfílegt, sam- kvæmt lögum, í Québec. í öðram löndum í heiminum koma ytri aðstæður í veg fyrir þetta, en staða okkar er að þessu leyti sérstök, að við eram eini stað- urinn í Norður-Ameríku þar sem ekki er töluð enska á vinnustöðum og meirihluti íbúa talar frönsku. Ef farið væri til Frakklands væri það engin spuming, franska yrði töluð á vinnustaðnum, spænska á Spáni og svo framvegis. Líklega yrði það sama upp á teningnum á Islandi." Ekki helsta deiluefnið „Tungumálið er ákaflega mikil- vægt málefni innan fylkisins og ég held að hvaða fylkisstjóm sem er, hvort heldur væri PQ eða Frjáls- lynda flokksins, hefði lagt töluverða áherslu á að franska væri notuð, ég myndi ekki vilja segja vemduð, inn- an fylkisins." Um það, hvort staða frönskunnar sé einn helsti ásteytingarsteinninn í sambandsmálinu, segir Péloquin: „Nei. Ég held að svo sé ekki lengur. Það má segja að svo hafi verið í lok áttunda áratugarins og byijun þess m'unda vegna þess að á þeim tíma var gert mikilvægt átak til þess að gera Québec aftur frönskumælandi." Þegar PQ komst fyrst til valda hafi Montréal smám saman verið að verða enskumælandi borg, en fylk- isstjómin hafi snúið þeirri þróun við með því að gera erlendum stórfyrir- tækjum kleift að reka viðskipti sín í fylkinu á írönsku. Árangurinn hafi verið góður. í Montréal era alls töluð 85 tungumál, að sögn Péloquins. Þar, sem víða annars staðar í Kanada, era innflytjendur hvaðanæva úr heiminum fjölmennir. Frönsku- og enskumælandi íbúar eru þó í mikl- um meirihluta í borginni. „Það er hægt að búa í Montréal og tala einungis ensku, ef maður viil ekki tengjast frönskumælandi hlið samfélagsins," segir Péloquin. „En þá lifir maður eiginlega á jaðrinum, ef svo. má segja. Yngri kynslóð enskumælandi borgarbúa er að mestu tvítyngd, talar bæði ensku og frönsku án vandkvæða. Að þessu leyti hefur orðið mikil breyting." í almennri atkvæðagreiðslu í Québec 1995 um aðskilnað frá Kanada greiddu 50,6% íbúa atkvæði gegn aðskilnaði, en hávær gagnrýni hefur komið fram þess efnis að spumingin sem lögð var fyrir hafi verið óljós. Spurt var: „Samþykkir þú að Québec verði fullvalda eftir að hafa gert Kanada formlegt tOboð um nýtt efnahags- og stjómmála- samband, innan marka framvarps- ins um framtíð Québec og sam- komulagsins sem undirritað var 12. júní 1995?“ „Ég veit ekki hvort það er sann- gjamt að segja spuminguna hafa verið óþægilega flókna,“ segir Pé- loquin. „Hluti hennar var flókinn vegna þess að þar var skírskotað til samkomulags sem gert var á þing- inu og líklega hafa fæstir kynnt sér það samkomulag." Gagnrýni Dions í ræðu sem Stéphane Dion, sam- bandsmálaráðherra Kanada, hélt hér á landi fyrir skömmu kom með- al annars fram áðurnefnd gagnrýni um að spumingin hefði verið óljós. Samkvæmt skoðanakönnun, er gerð var áður en atkvæðagreiðslan fór fram, töldu 53% Québecbúa spum- inguna óljósa og 29% töldu að yrði hún samþykkt myndi Québec verða áíram fylki í Kanada. Um þessa gagnrýni sagði Pé- loquin: „Þegar umræður vegna at- kvæðagreiðslunnar [1995] stóðu sem hæst sagði Jean Chrétien, for- sætisráðherra Kanada, tíu sinnum á dag, að atkvæðagreiðslan væri um aðskilnað Québec frá Kanada. Hann sór og sárt við lagði að hann myndi aldrei semja við stjómvöld í Qué- bec, hver sem úrslit atkvæða- greiðslunnar kynnu að verða. Ég hefði gjarnan viljað spyija [Dion] hvort hann hafi virkilega talið, í ljósi þess hversu harkalega hann barðist fyrir því í Québec að fólk svaraði neitandi, að Québecbú- ar hefðu velkst í vafa um nokkra spumingu um hvort Québec skuli vera áfram hluti af Kanada. Auðvit- að hefði spumingin snúist um það að gera Québec að fullvalda ríki.“ MORGUNBLAÐIÐ Gíslum sleppt í Líberíu Monróvíu. Reuters. HARTNÆR hundrað starfs- mönnum hjálparstofnana, sem höfðu verið í gíslingu uppreisn- armanna í Líberíu, var sleppt í fyrrakvöld og leyft að fara til nágrannaríkisins Gíneu. Hópurinn hafði reynt að flýja landið vegna mannrána og harðnandi átaka milli stjómarhersins og andstæð- inga Charles Taylors forseta, en fólkinu var meinað að fara þaðan. Á meðal gíslanna voru fjórir Bretar, Norðmaður og Itali, sem uppreisnarmenn tóku í gíslingu á miðvikudag. Þeir vora allir heilir á húfi. Áður hafði þyrla verið send til Líberíu til að ílytja á brott þrjátíu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna. Suharto fluttur á sjúkrahús Jakarta. Reuters. SUHARTO, fyrrverandi for- seti Indónesíu, var fluttur á sjúkrahús í gær vegna innvort- is blæðinga, að sögn lækna hans. Áður höfðu heimildarmenn á sjúkrahúsinu sagt að Suharto hefði fengið annað heilablóð- fall. Læknir Suhartos sagði að hann væri á gjörgæsludeild sjúkrahússins en væri ekki tal- inn í bráðri lífshættu. Suharto fékk heilablóðfall 20. júlí og sagt var að hann þyrfti að gangast undir nokk- urra mánaða meðferð en hon- um vai' þó leyft að fara heim. Suharto stjómaði Indónesíu með harðri hendi í 32 ár þar til hann neyddist til að segja af sér vegna efnahagskreppu og pólitískrar ólgu í landinu. Bin Laden saksóttur í Sádi-Arabíu? Washington. Reuters. BANDARÍSKIR embættis- menn reyna nú að fá Taleban- hreyfinguna í Afganistan til að framselja skæraliðaleiðtogann Osama Bin Laden, sem hefur bækistöðvar í landinu, til Sádi- Arabíu eða Egyptalands frem- ur en til Bandaríkjanna, að sögn bandaríska sjónvarpsins NBC í fyrrakvöld. Bandaríkjamenn segja Bin Laden bera ábyrgð á sprengjutilræðunum við bandarísku sendiráðin í Kenýa og Tansaníu fyrir ári, en þá létust að minnsta kosti 226 manns, þar á meðal 12 Banda- ríkjamenn. Bandaríkjastjóm vill helst að hann verði framseldur til Bandaríkjanna en er nú hlynnt því að hann verði sóttur til saka í heimalandi sínu, Sádi- Arabíu, eða Egyptalandi til að binda enda á hermdarverk stuðningsmanna hans, að sögn NBC. Fyrr í vikunni harðneituðu Bandaríkjamenn fregnum frá Qatar þess efnis að bandarísk- ar herflugvélar hefðu lent í Pakistan með mannskap til að hefja árás gegn bin Laden og skæraliðum hans. „Þetta era ónákvæmar fréttir sem ekki skyldi taka al- varlega," sagði David Leavy, talsmaður bandaríska þjóðar- öryggisráðsins, við Reuters eftir að sjónvarpsstöðin aI- Jazeerah í Qatar greindi frá þessum meintu áætlunum Bandaríkjamanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.