Morgunblaðið - 15.08.1999, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ
14 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999
Samstarf Evrópuríkja og Bandaríkjanna í varnarmálum Evrópu eftir átökin á Balkanskaga
Bræðraþjóð-
ir deili byrð-
um Evrópu
Framtíð örygfflsmála Evrópu hefur verið
í kastljósinu eftir átökin á Balkanskaga.
Víða ríkir mikill vllji til þess að Evrópa
taki á sig stærri hlut í að treysta öryggi
álfunnar og auki hernaðarmátt sinn í
stað þess að treysta um of á mátt Banda-
ríkjanna. Andri Lúthersson hugaði að
öryggismálum í álfunni og ræddi við
sérfræðinga um framtíðarhorfur.
Hernaðaraðgerðir
Atlantshafsbandalagsins
(NATO) á Balkanskaga
sýndu svo að ekki verður
um villst að hemaðarmáttur Banda-
ríkjanna, öflugasta ríkis bandalags-
ins, er miklu öflugri en samanlagður
hernaðarmáttur Evrópuríkjanna í
NATO. Átökin sýndu fram á að Evr-
ópa getur ekki staðið undir hernaði
af þeirri tegund og staerðargráðu
sem einkenndi aðgerðir NATO í Jú-
góslavíu, jafnvel þótt ríkur vilji væri
til þess meðal hermálayfírvalda Evr-
ópuríkja bandalagsins.
Bandaríkin, sem eyða um fjórum
sinnum stærri upphæð en Evrópu-
ríkin í NATO í þróun og rannsóknir
í hermálum, sáu flugflota bandalags-
ins á Balkanskaga fyrir um 80% véla
og nær öll hemaðarlega mikilvæg
skotmörk sem ráðist var á í Jú-
góslavíu, vom valin á grundvelli
upplýsinga bandaríska hersins.
Herjum Evrópuríkjanna vora hins
vegar faldar aðgerðir er miðuðu að
því að minnka hemaðargetu
serbneskra hersveita í Kosovo-hér-
aði. Þá var pólitískur erindrekstur,
hluti stríðsaðgerðanna, að mestum
hluta í höndum Evrópuríkjanna. Ef
landhernaður hefði komið til, hefðu
hlutföll þessi e.t.v. breyst þar eð
mestur hluti hinna 50.000 hermanna
á jörðu niðri - sem biðu fyrst í stað í
Makedóníu og Albaníu eftir skipun-
um er aldrei komu - og gegna nú
friðargæslustörfum í Kosovo, er evr-
ópskur. Nú að stríðinu loknu hefur
víðtækt og kostnaðarsamt uppbygg-
ingarstarf hafíst og mun Evrópu-
sambandið (ESB) standa mestan
straum af því.
Orð Madeleine Albright, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, um að
Bandaríkin séu „ómissandi“ eru því
ekki úr lausu lofti gripin. Bosníu-
stríðið sýndi rækilega fram á van-
getu Evrópuríkjanna til að stilla til
friðar og átökin í Kosovo ítrekuðu
það getuleysi.
Átökin sýndu fram á
vanmátt Evrópu
Joschka Fischer, utanríkisráð-
herra Þýskalands, var einn þeirra er
sagði fljótlega í kjölfar stríðsátak-
anna á Balkanskaga, að fyrir Evr-
ópu hefðu þau sýnt fram á eigin
ófullkomleika og vanmátt. „Við sem
Evrópubúar hefðum aldrei getað
ráðið við stríðin á Balkanskaga sem
Milosevic [Júgóslavíuforseti] efndi
til, án hjálpar Bandaríkjanna.“
Sagði hann að Evrópa yrði að sætta
sig við afleiðingarnar og vona að
sameiginlegur styrkur álfunnar geti
eflst í kjölfar átakanna.
Orð Fischers endurspegluðust
greinilega í yfirlýsingu George Ro-
bertsons, varnarmálaráðherra Bret-
iands og næsta framkvæmdastjóra
NATO, til biaðamanna í Lundúnum
í byrjun mánaðarins er hann sagði
að Evrópuríkin í bandalaginu yrðu
að efla hernaðarmátt sinn. „Við
verðum að vinna mun betur saman
að úrlausn mála í Evrópu [...] Við
verðum að þróa með okkur getu sem
mun gera okkur kleift, þegar þörf
krefur, að grípa til aðgerða án fullr-
ar þátttöku NATO [...] svo hægt
verði að beita hersveitum og halda
þeim úti á meðan þær era á staðn-
um.“
Lengi hefur verið rætt um að efla
hernaðarmátt Evrópu og hafa
Bandaríkjamenn verið hvatamenn
þessa. Hafa þeir þó slegið vamagla
þar sem aukin geta Evrópuríkja
bandalagsins mætti ekki draga úr
sameiginlegum styrk NATO. Aukin
umsvif Evrópuríkja á hernaðarsvið-
inu yrðu að vera samrýmanleg hin-
um bandarísku. Forða bæri sam-
keppni á sviði öryggismála og
ástæðulaust væri að stofna annað
varnarbandalag á borð við NATO.
„Það sem átökin á Balkanskaga
sýndu rækilega fram á er hve stórt
bil er á milli hernaðargetu Banda-
ríkjanna og Evrópuríkjanna. Munur
þessi mun ekki breytast í náinni
framtíð þrátt fyrir að uppi séu radd-
ir sem leggi áherslu á sameiginlega
úrlausn mála meðal bandarískra og
evrópskra vopnaframleiðenda,"
sagði sérfræðingur í öryggismálum
Bandaríkjanna í viðtali við Morgun-
blaðið á dögunum.
Taldi hann að Bandaríkjastjóm
væri ekki alls kostar ánægð með bil-
ið sem myndast hefði og myndi
reyna að vekja máls á þessu. Miðað
við útgjöld hins opinbera til hermála
beggja vegna Atlantsála væri fyrir-
sjáanlegt að þetta bil myndi aukast
fremur en minnka. „Ef fram fer sem
horfir munu Bandaríkin bera hitann
og þungann af hernaðaraðgerðum
framtíðarinnar."
Þáttur ESB - VES vakið af
þyrnirósarsvefni?
Eftir átökin á Balkanskaga hefur
umræðan um aukinn styrk Evrópu
fengið byr undir báða vængi og
verður áhugavert að sjá í hvaða far-
veg stjórnmálaleiðtogar álfunnar
muni beina málinu. Skipan Javiers
Solanas í nýja stöðu æðsta tals-
manns utanríkis- og varnarmála
ESB gefur til kynna að bandalagið
ætli sér meiri hlut á hernaðarsvið-
inu. Aðildarríki Vestur-Evrópusam-
bandsins (VES), sem flest hver eru
einnig aðilar að ESB, munu e.t.v.
finna stofnuninni hlutverk innan
nýrrar skipunar öryggismála innan
álfunnar. En VES, sem sofíð hefur
þyrnirósarsvefni undanfarna ára-
tugi, er nú jafnvel talið, af einum
viðmælanda Morgunblaðsins, upp-
fylla flest öll skilyrði fyrir að sam-
þættast ESB formlega.
Þá hafa bresk stjórnvöld á undan-
förnum misseram endurskoðað her-
mál sín með tilliti til þess að efla
samstarf á hernaðarsviðinu við önn-
ur Evrópuríki og hafa hvatt þau til
að gera slíkt hið sama. En ákveð-
innar tregðu hefur gætt til þess að
breyta herjum úr fjölmennum land-
hersveitum, reiðubúnum innrás úr
Reuters
ALDRAÐUR Kosovo-Albani veifar rósum er friðargæsluliðar NATO úr röðum breska hersins sinna störfum
í úthverfum Pristina, héraðshöfuðborg Kosovo.
GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, og Bill Clinton Bandaríkja-
forseti fyrir utan dómkirkjuna í Köln eftir fund G-7 hópsins í júm' sl.
austri, í minni einingar vel búinna
atvinnuhersveita er bragðist geti
skjótt við og slökkt elda í og á jaðri
Evrópu.
Enn á mikið vatn eftir að renna
til sjávar í þessum efnum og þróun-
in í átt að auknum herstyrk Evrópu
er háð réttum farvegi og pólitískri
forystu. Ekki síst í ljósi þess að út-
gjöld Evrópuríkjanna til hermála
hafa dregist verulega saman síðan
frá lokum kalda stríðsins og víst
þykir að íbúar álfunnar væru ekki
ýkja hrifnir af breyttum áherslum í
þeim málum. Styrkurinn sem felst í
aðildinni að Atlantshafsbandalag-
inu, og mætti Bandaríkjanna, sem
eins af aðildarríkjum, getur því
virkað sem nokkurs konar pólitísk
hindrun fyrir auknum hermætti
Evrópu. Leiðtogar kunna að forðast
að taka óþægilegar ákvarðanir á
meðan Bandaríkjastjórn er viljug til
að gæta Evrópu.
„Ný stefnumið NATO hafa
komið glögglega fram“
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við Aiexander R. Vershbow,
sendiherra og fastafulltrúa Banda-
ríkjanna hjá NATO, um framtíð
hernaðarsamstarfs Bandaríkjanna
og Evrópu, með tilliti til spurninga
er varða aukinn hernaðarmátt Evr-
ópuríkja og aukna getu til að bregð-
ast við ógnum án afskipta Banda-
ríkjanna.
Sendiherrann kvaðst telja að
ákvarðanir þær er teknar hefðu ver-
ið á leiðtogafundinum í Washington
í apríl sl., sem efnt var til í tilefni
fimmtíu ára afmælis bandalagsins,
hefðu verið undirstrikaðar í átökun-
um í Júgóslavíu. Ný stefnumið
bandalagsins hefðu komið glögglega
fram, þ.e. hve mikilvægt það væri
að bregðast skjótt við hættuástandi
og beita hernaðarmætti bandalags-
ins utan hins hefðbundna athafna-
svæðis NATO. Þá hefði styrkur
bandalagsins ennfremur verið fólg-
inn í ríkum pólitískum vilja sam-
starfsríkja NÁTO á Balkanskaga til
að styðja aðgerðir bandalagsins,
jafnvel með því að bjóða fram hern-
aðaraðstoð. „Mikilvægir þættir
NATO 21. aldarinnar voru því í
raun reyndir á jörðu niðri á átökun-
um.“
Vershbow taldi líklegt að aukin
áhersla yrði lögð á hernaðarmátt
Evrópuríkjanna og ábyrgð þeirra til
framtíðar í kjölfar átakanna. „Það
var augljóst hve yfirgnæfandi hern-
aðarmáttur Bandaríkjanna var hvað
flesta þætti hernaðaraðgerðanna
varðar. Vonum við því að Evrópu-
ríkin ákveði að minnka bilið og auka
ábyrgð sína innan bandalagsins og
að þau geti jafnvel tekið við forystu-
hlutverki við vissar aðstæðum. Þau
verða að leysa úr málum er varða
hernaðargetu."
Jafnframt kvaðst Vershbow von-
ast til að sú þróun yrði til þess að
styrkja Atlantshafsstrenginn svo-
nefnda en ekki að Evrópuríkin
mynduðu hernaðai-arm er væri að-
skilinn. Slík þróun væri slæm fyrir
pólitíska einingu innan bandalags-