Morgunblaðið - 15.08.1999, Síða 21

Morgunblaðið - 15.08.1999, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 21 LISTIR Svör við áleitnum spurningum BÆKUR Biblfuskýringar HVER ER TILGANGURINN Svör við spurningum lífsins eftir Norman Warren í þýðingu Hreins S. Hákonarsonar. Útgefandi: Skálholts- útgáfan. 80 blaðsíður. MARGUR sem tekur sér það fyrir hendur að lesa Biblíuna lendir í vanda. Margar spurningar vakna við lesturinn sem oft reynist örðugt að fá svarað. Því miður er mjög lítið úr- val til af biblíuskýringarritum á ís- lensku enda markaður íyrir slíkar bækur lítill hér á laridi. Áhugasamir lesendur verða að afla sér þekkingar með lestri bóka á erlendum málum. Ekki bætir úr skák að tilboð um fræðslu í krist- inni trú fyrir full- orðna eru fá í kirkjum landsins. Fólk sem vill kynna sér kjarnaatriði kristinnar trúar lendir þvi oft í erfíðleikum í leit sinni að svörum. Þessi bók er mikilvægt fram- lag til hjálpar þeim sem vilja kynna sér aðalatriði kristinnar trúar í stuttu, einföldu og á skiljanlegu máli, en það er list sem ekki er öllum gef- in. Höfundur er enskur prestur sem er þrautreyndur prédikari og fræð- ari. Á bókarkápu segir að bókin hafí verið þýdd á 64 tungumál sem segir mikið um ágæti hennar og vinsældir. Bókin er svör við 29 algengum og áleitnum spurningum sérhvers manns eins og til dæmis: Hver er til- gangur lífsins? Hver er ég? Hver skapaði Guð? Hvers vegna er svona mikil þjáning í heiminum? Hvað er bæn? Er líf að loknu þessu lifi? Hvað um önnur trúarbrögð? Hverri spurningu er svai-að í mjög stuttu máli, yfudeitt á aðeins einni til tveimur blaðsíðum. Bókin er laus við guðfræðifrasa og erfíð hugtök. Hún er fyrst og fremst hagnýt fýrir þá sem vilja kynna sér kristna trú og læra að iðka hana. Góða líkingu er að finna í svari við spurningunni: Hvað er að vera kristinnar trúar? „Ég ólst upp á kristnu heimili. Foreldrar mín- ir fóru alltaf í kirkju.“ Það er gott en þú verður ekki kristinn maður af því einu eða ekki frekar en þú verður api af því að fara reglulega í dýragarð- inn.“ Bókin er þýdd á góða og lipra ís- lensku. Hún hentar leitandi fólki og öðrum sem vilja stutt og hnitmiðuð svör við erfíðum spurningum trúar- innar. Með útgáfu hennar hefur ver- ið bætt úr mjög brýnni þörf til hjálp- ar fólki sem leitar svara kristinnar trúar við grundvallarspurningum lífsins. Hún á án efa eftir að verða mörgum til hjálpar. Kjartan Jónsson EDWIN Kaaber við eitt verka sinna. Málverkasýning í Lóuhreiðri NU stendur yfir málverkasýning Edwins Kaaber í Veitingastof- unni Lóuhreiðri í Kjörgarði við Laugaveg. Sýningin stendur framundir miðjan september. HOTPONT ÞVOTTAVEL, 900/1000 SN„ WM52PE. •Sjálfvirk vatnsskömmtun »Stiglaus hitarofi •Forþvottakerfi • Skynjar þvottamaqn «Sparar orku •Ofnæmisvörn •Ullarkerfi •Hraoþvottakerfi •Sparnaðarkerfi ‘Tekur 5,0 kg. VERÐ ÁÐUR kr. 59.900 ^avél BOMPANI ELDAVÉL, BO650KD. •Litur hvítur •Keramik helluborð •7 kerfi. VERÐ ÁÐUR kr. 79.900 J#|a FRIGOR FRYSTIKISTUR, C200. »Frystir 182L VERÐ ÁÐUR kr. 39.900 C300. ‘Frystir 272L VERÐ ÁÐUR kr. 45.900 C400. 'Frystir 381L VERÐ ÁÐUR kr. 49.900 HOTPONT ÞURRKARI, TL51PE. •5kg hleðsla »2 hitastillingar *Veltir í báðar áttir •Krumpuvörn VERÐ ÁÐUR kr. 29.900 X HOTPONT UPPÞVOTTAVÉL, DF23PE. •12manna »5 þvottakerfi »2hitastig VERÐ ÁÐUR kr. 65.900 BOMPANI ELDAVÉL, BO650FD. •Litur hvítur «4 hellur (2 hrað- suðuhellur) VERÐ ÁÐUR kr. 59.900 BOMPANI ELDAVÉL, BO550DA. •Litur hvítur •H:88cm, B:50cm, D:50cm •4 hellur VERÐ ÁÐUR kr. 35.900 HOTPOINT KÆLISKÁPUR, RL61PE. •150L »H:85cm, B:55cm, D:60cm. VERÐ ÁÐUR kr. 34.900 HOTPOINT ÍSSKÁPUR, RS63PE. •122L »H:85cm, B:55cm, D:60cm. VERÐ ÁÐUR kr. 37.500 HOTPOINT FRYSTISKÁPUR, FZ60PE. • 82L »H:85cm, B:55cm, D:60cm. VERÐ ÁÐUR kr. 43.900 HOTPOINT ÍSSKÁPUR, RF53PE. • 272L ‘Frystir að ofan •H:159cm, B:55cm, D:60cm. VERÐ ÁÐUR kr. 59.900 HOTPOINT ÍSSKÁPUR, FF82PE. • 312L ‘Frystir að neðan •H:180cm, B:60cm, D:60cm. VERÐ ÁÐUR kr. 85.900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.