Morgunblaðið - 15.08.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 15.08.1999, Síða 22
g" (KMM T0uí)Á .ðf 9tK)ÁÖtmí)f)fí 22 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Ef rétt er að mér farið er ég ágæt. Ég hef ríka réttlætiskennd og ætlast ekki til að mér sé rétt neitt fyrirhafnarlaust upp í hend- ---------7----------------------------------------------------------- urnar. Eg hef þurft að hafa mikið fyrir mínu og fínnst það sjálf- sagður hlutur en ég er ekki sú sem ber að fyrra bragði. Hins veg- ar læt ég ekki slá til mín oftar en einu sinni og ég líð ekki að valt- að sé yfír mig hafí ég rétt fyrir mér. Hafí ég rangt fyrir mér við- ______ 7~ urkenni ég það og get þá beðist fyrirgefningar. Eg held að ég sé bara ágætis kerling.“ Þannig lýsti Sæunn Axelsdóttir, 57 ára út- --------------------7------------------------------------------------ gerðarkona í Olafsfírði, sjálfri sér í samtali við Steinþór Guðbjartsson þegar hann tók hús á henni ásamt Kristjáni Kristjánssyni ljósmyndara í vikulok. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson MIKLIR mögxileikar eru varðandi hótelið og eftir að sex bjálkahús voru tekin í gagnið fyrr í sumar geta þau auðveldlega tekið á máti 50 manna hdpurn í gistingu og fæði. SÆUNN AXILSDÓTTIR. ÚTGERÐARKONA í ÓLAFSFIRÐI, LftTUR EKKI SEGJA SÉR FYRIR VERKUM s II \N \ \1 I s FISKVERKUN 'fi Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson SÆUNN Axelsddttir keypti sér trillu fyrir 19 árum og hefur ásamt eiginmanni og sonum byggt upp öflugt fyrirtæki í Ólafsfirði. Hins vegar er það kvdtalaust og framhaldið dljdst. Ég er bara kerling ÆUNN hefur verið áber- andi í fréttum síðan fjöl- skyldufyrirtækið Sæunn Axels ehf. í Ólafsfírði sagði upp öllu starfsfólki, um 70 manns, í fiskvinnslunni í kjölfar út- hlutunar 1.500 tonna byggðakvóta Byggðastofnunar um síðustu mán- aðamót. Ólafsfjörður fékk ekki bita af þeirri sneið. Þá sagði Sæunn við Morgunblaðið að útlit væri fyrir að fyrirtækinu, sem á engan kvóta, yrði lokað fyrir fullt og allt í Ólafs- firði. Þegar fyrirtækið fór úr leigu- húsnæði í Reykjavík í vor var gert tilboð með öðrum í fiskverkunarhús í Þorlákshöfn en Sæunn segir ekki á döfinni að flytja fyrirtækið til Þor- lákshafnar. „Það hefur aldrei verið ætlunin en við rísum upp núna því okkur finnst að verið sé að svæla okkur í burtu. Það er verið að gera okkur ókleift að halda rekstrinum áfram héma. I þrjú ár hef ég verið eins og betlikerling með staf, farið allar leiðir til að reyna að fá lán eins og annað fólk en án árangurs. Ég hef aldrei beðið um neitt að gjöf en svo horfir maður upp á að öðrum er fært á silfurfati fyrirhafnariítið og ekki verður lengur unað við þessa meðferð á okkur. Frekar en aðrir hef ég ekki minnstu hugmynd um hvert stefnir í þessu máli og hverjar lyktimar verða því ómögulegt er að segja til um það en við ætlum að reyna að ná rétti sem af okkur hef- ur verið tekinn. Ég fer ekki héðan sjálfviljug - uppgjöf kemur ekki til greina." Kjarnorkukona á sjóinn um fertugt Það er kraftur í „þeirri gömlu“ eins og hún segist alltaf vera kölluð og hún segir að krafturinn hafi ávallt verið fyrir hendi. Skólagang- an var hefðbundin; Sæunn tók mið- skólapróf og 18 ára fór hún í hús- mæðraskóla í einn vetur. Þá var komið að vinnumarkaðnum og byij- að við verslunarstörf en tvítug gift- ist hún Ásgeiri Ásgeirssyni og tók viljug að sér húsmóðurstarfíð. Þau eignuðust fjóra drengi sem allir hafa komið að rekstri fjölskyldunn- ar. Ásgeir Logi fæddist 1963, Axel Pétur 1965, Sigurgeir Frímann 1967 og Kristján Ragnar 1977. Axel Pétur tók við framkvæmdastjóra- stöðu Sæunnar Axels af Ásgeiri Loga þegar sá síðamefndi varð bæjarstjóri í Ólafsfirði snemma árs, Frímann sér um sölumál og inn- kaup og Kristján Ragnar fer í Sam- vinnuháskólann á Bifröst í haust en hann nam spænsku á Spáni sl. vet- ur. „Ég var mest heima meðan þeir voru að alast upp,“ segir Sæunn. „Ég var með menn í fæði, heilu vinnuflokkana, keypti mér prjóna- vél og prjónaði en lagði kapp á að vera heima þar til 1980 að ég keypti trillu með drengjunum mínum. Við létum Mótun í Hafnarfirði smíða fyrir okkur trilluna Kristján ÓF 51, svokallaðan Færeying, sem var 2,3 tonn. Þetta átti að vera gaman hjá okkur, enda öll með sjómannsblóð í æðum, en pabbi, sem drukknaði til sjós 47 ára, var trillusjómaður. Við eigum líka heima héma uppi í brekkunni og höfum fjörðinn fyrir okkur, létum okkur dreyma um þetta og gerðum drauminn að veru- leika. Eg og elsti strákurinn fórum að róa en næstu tveir í röðinni voru bakhjarlar, annar fór í kaupavinnu en hinn fór að vinna í frystihúsinu. Einhverra hluta vegna urðum við strax alvöru sjómenn. Sóttum í hvaða veðri sem var, sóttum langt, fiskuðum vel og höfðum gaman af þessu. 1982 keyptum við stærri bát, Sæunni ÓF 7 sem var 9,5 tonn, og fórum öll að róa en reyndar aðeins á sumrin. Eldri strákamir þrír vom í menntaskóla á þessum árum en komu alltaf heim um helgar og í frí- um til að vinna eins og skepnur. All- ir fóm þeir sem skiptinemar til Ástralíu en sjómennskan og vinnsl- an stóðu undir kostnaðinum. 1985 var rekstur stærri bátsins þungur og því tók ég mig upp í janúar og fór með yngsta strákinn, sjö ára, til Grímseyjar en þangað höfðum við farið í þrígang að sumarlagi. Ég fékk þrjá menn til að róa en var sjálf í landi og verkaði aflann. Þetta varð til þess að við björguðum okk- ur fyrir hom, héldum bátnum og eigum hann enn. Þegar ég kom frá Grímsey um vorið vom ákveðin tímamót hjá okkur. Eldri strákarnir vom allir í framhaldsnámi og Ás- geir, maðurinn minn, fór að tala um hvort við ættum ekki bara að selja bátana. Byggja okkur sumarbústað og ég veit ekki hvað. Ég sagði nú bara við hann: „Sérðu mig einhvers staðar í sumarbústað?“ Hann gerði það ekki og þá var ákveðið að byggja 150 fermetra fiskhús. Þar ætlaði ég að dunda mér og vera til friðs. Áður hafði gamall maður lán- að okkur hús en 1982 byijaði ég að kaupa 30 kassa úr hverri löndun hjá togumnum sem fyrirtæki Ásgeirs átti. Þannig hefur þetta byggst upp hörðum höndum en við stofnuðum Sæunni Axels 1989. Litla húsið okk- ar var löngu spmngið en þá keypt- um við þrotabú Sævers og gátum haldið áfram í mjög góðu húsi. Á þessum tíma voram við farin að bera okkur meira eftir fiski en áður, kaupa á mörkuðum eins og til dæm- is í Þorlákshöfn.“ Urð og grjót Fyrstu árin kom aðeins fjölskyld- an að rekstrinum en Sæunn segir að á ámnum 1987 til 1989 hafi hún byrjað að ráða annað fólk í vinnu. „Mamma mín, sem er 91 árs, stóð með okkur í þessu þegar hún var áttræð,“ segir hún og bætir við að mótlætið hafa hert fjölskylduna. | „Það er mín gæfa að ég hef alla tíð i þurft að sækja á brattann. Ég segi j það hreint út að það hefur mikið verið urð og grjót. Við byrjuðum smátt en fyrirtækið hefur eflst mik- ið. Ársvelta Sæunnar Axels er um 800 milljónir króna en auk þess eig- um við 85% í útflutningsfyrirtækinu Valeik ehf. í Hafnarfirði sem sér um allan útflutning okkar fyrir utan út- fiutning fyrir aðra. Síðan eigum við hjónin þetta hótel, hótel Brimnes, | en heildarvelta fyrirtækja okkar er I um þrír milljarðar. Staðan er þessi j vegna þess að við höfum þurft að hafa ofboðslega mikið fyrir hlutun- um, eflst við hverja raun. Þetta hef-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.