Morgunblaðið - 15.08.1999, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Ríkisjarðir að óðulum til að
forðast brask
Keyptu ábúendur ríkisjarða
jarðimar urðu þeir þegar að gera
þær að óðalsjörðum. Þegar í íyrsta
frumvarpinu frá 1936 er veitt
heimild til sölu þjóð- og kirkju-
jarða ef þær yrðu jafnframt gerðar
að óðalseign. Tilgangurinn með
þessum ákvæðum var líklegast sá
að tryggja ábúðina og gera kaup-
anda jarðarinnar erfiðara um vik
að selja hana aftur því jarðimar
vom yfirleitt seldar á afar hag-
stæðum kjörum þegar ábúendur
keyptu. Þannig var komið í veg
fyrir að menn gætu keypt jarðirn-
ar við lágu verði, selt þær síðan á
frjálsum markaði og stórlega
grætt á viðskiptunum. Akvæðin
sem kváðu á um að seldar ríkis-
jarðir yrðu að teljast til óðalsjarða
vora endanlega og formlega af-
numin 1995, en höfðu víst ekki ver-
ið í framkvæmd nokkur ár þar á
undan.
Árið 1968 komu heimildir í lögin
fyrir lausn undan óðalskvöðinni.
Þær heimildir era þó bundnar
ákveðnum skilyrðum. I 61. grein
jarðalaganna frá 1976 segir: „Oð-
alsbóndi getur með leyfi landbún-
aðarráðherra fengið óðalið leyst
frá óðalsákvæðum, enda mæli
jarðanefnd með því og þeir ætt-
ingjar, sem rétt hafa til óðalsins,
hafa lýst því yfir skriflega að þeir
óski ekki eftir að taka við því til
ábúðar. Samþykki landbúnaðar-
ráðherra lausn óðals frá óðalsá-
kvæðum er óðalsrétthafa heimilt
að selja það við því verði og þeim
kaupanda er hann kýs, enda hafi
þeir sem forkaupsrétt eiga að lög-
um hafnað honum.“ Ættaróðal
getur einnig fallið úr eigu ættar-
innar með því að það er selt eða að
því gerð aðfór til lúkningar
áhvflandi veðskuldum eða opinber-
um sköttum sbr. 59. og 60. grein
laganna.
Getur flækt erfðamálin
Þess era dæmi að leiðindi hafi
skapast í fjölskyldum þegar reynt
hefur verið að tryggja einum erf-
ingjanna áframhaldandi setu á bú-
jörð. Tilkoma ættaróðalsákvæð-
anna átti m.a. að leysa þetta
vandamál, að sögn Sveinbjamar
Dagfinnssonar, fyrram ráðuneyt-
isstjóra. Dæmin sýna þó að þessi
lausn skapaði önnur vandamál sem
komið gátu upp vegna erfðamála.
Hefur afkomendum öðram en óð-
alsbóndanum þá þótt þeir bera
skarðan hlut frá borði er kom að
skiptingu arfs.
Hafi jörð einhvem tíma veríð
lýst óðalsjörð getur það flækt
erfðamál veralega, sérstaklega ef
óðalsbóndi hefur ekki gengið frá
því fyrir andlát sitt hver skuli taka
við óðalinu og áhöld era um hver
uppfylli skilyrði sem sett era fram
í 3. málsgrein 64. gr. laganna. Þar
segir að það eða þau börn skuli
sitja fyrir, sem hafi að staðaldri
unnið með foreldram sínum á jörð-
inni og eru líklegust til að stunda
þar áframhaldandi búskap. Inn í
þetta getur svo blandast ágrein-
ingur um hvort búskapur á jörð-
inni sé eða hafi verið í samræmi
við 1. gr. laganna sem kveður á um
að hann skuli geta framfleytt með-
alfjölskyldu. Einnig þarf að huga
að staðsetningu jarðarinnar með
tilliti til þéttbýliskjarna, þegar
meta skal hvort líklegt er að óðals-
búskapur verði stundaður þar
áfram. Öll þessi atriði komu til
álita í dómsmáli sem hæstiréttur
felldi úrskurð í 1998. Segir í dóm-
inum að fallist sé á að um langt
árabil hafi búskapur ekki verið
stundaður á viðkomandi jörð með
þeim hætti sem um ræðir í ákvæð-
um VII. kafla jarðalaga. Jafnframt
verði fallist á, að engar líkur séu á,
að þess háttar búskapur verði tek-
inn þar upp að nýju. Segir einnig
að í gildandi aðalskipulagi sé mið-
að við að talsverður hluti af land-
inu verði lagður undir þéttbýlis-
svæði. Úrskurðar því dómurinn að
„eignin [...] falli ekki undir reglur
laga um óðalsjarðir". Það getur því
verið að mörgu að huga þegar
102 bújarðir á Islandi eru óðalsjarðir samkvæmt nýjustu upplýsingum frá sýslumönnum. Eitt skilyrði þess að jörð geti orðið óðalsjörð er að hún
framfleyti í það minnsta meðalfjölskyldu.
Gríðarleg þéttbýlisaukning og
samfarandi aukning
atvinnumöguleika eftir stríð hafa
líklega haft sitt að segja um það
að óðalsjarðir eru svo fáar sem
raun ber vitni. Ungu fólki stóð
svo miklu fleira til boða í lífinu
en það eitt að yrkja „óðal
feðranna“ og væntanlega hafa
fáir viljað gangast undir þær
skyldur sem ættaróðali fylgdu.
kemur að skiptingu óðalsjarðar í
samræmi við þær kvaðir og höft
sem hvfla á jörðunum.
Það er þó ekki svo, að aðrir af-
komendur en óðalserfingi séu
sviptir öllum rétti til arfs að lög-
um. í 51. grein laganna er kveðið á
um kröfu skylduerfingja, annarra
en óðalserfingjans: „Nú hefur
bóndi gert jörð sína að ættaróðali,
og eiga þá skylduerfingjar hans
kröfu til þess, að viðtakandi (óðals-
erfíngi) greiði fráfaranda eða búi
hans fjárhæð sem svarar hálfu
fasteignamati jarðarinnar. Frá
þessari greiðslu ber að draga
áhvflandi veðskuldir, er viðtakandi
tekur að sér.“ Sá hængur er á
þessu ákvæði að fasteignamat er
yfirleitt langt undir raunvirði eign-
arinnar, jafnvel allt að þrefalt til
fjórfalt minna, að sögn viðmæl-
enda Morgunblaðsins sem kunn-
ugur er viðskiptum með bújarðir.
Aðrir erfingjar fá því aðeins lítinn
hluta þess, sem þeir hefðu fengið,
hefði óðalið komið jafnt til skipt-
anna.
í 52. grein segir: „Eignir óðals-
bónda og konu hans, aðrar en ætt-
aróðalið og fylgifé þess, erfast
samkvæmt ákvæðum erfðalaga." í
ílestum tilfellum er þó væntanlega
fátt sem ekki tilheyrir óðalinu, sbr.
55. gr. sem kveður á um að jarð-
eigandi geti ánafnað ættaróðalinu
fylgifé, svo sem kvikfénað, verk-
færi, húsmuni eða annað, en því
fylgir þá jafnframt sú kvöð að
skylt er að halda því við og endur-
nýja. Þar að auki er jarðeiganda
skylt skv. 48. gr. að láta fylgja
jörðinni skjöl er varða jörðina frá
fyrri tíð og era í hans vörslu, sem
og myndir og muni, er hafa minn-
ingargildi fyrir þá bændur eða
bændaætt sem situr eða hefur set-
ið á jörðinni. Það er því oft varla
mikið af eignum sem ekki tilheyra
ættaróðalinu.
Breytt samfélagsgerð
Tilgangurinn með lögunum um
óðalsjarðir er af hálfu stjómvalda
augljóslega hinn sami 1936, 1943
og 1976, þ.e. að „styrkja aðstöðu
[...] bændaefna [...] til jarðakaupa,"
svo vitnað sé í greinargerð með
lagafrumvarpinu 1976. Þó gefa
greinargerðimar með framvörp-
unum 1943 og 1976 talsvert ólíka
mynd af framkvæmd laganna ef
vel er að gáð. I greinargerðinni frá
1943 segir að „nokkrir" bændur
hafi notfært sér lögin og með því
„spomað við því, að jarðir þeirra
lentu í braski, komið í veg fyrir
óeðlilega hátt jarðarverð, sem tor-
veldar heilbrigðan búrekstur á
jörðunum, bundið fjármagn í sveit-
inni, er ella mundi að líkindum
flytjast þaðan, og síðast, en ekki
sízt, treyst svo rammlega sem
verða má þau bönd, er binda
bændurna og niðja þeirra við ætt-
aróðulin um ókomna framtíð.“ Hér
er gildi laganna talið ótvírætt og
þegar farið að sanna sig í fram-
kvæmd. Tónninn er aftur á móti
neikvæðari í greinargerðinni 1976.
Þar segir að „mjög fáir bændur"
hafi gert jarðir sínar að ættaróðul-
um; þvert á móti séu „allmörg
dæmi þess að bændur hafi fengið
jarðir sínar leystar undan ákvæð-
um óðalslaga..."
I byrjun 8. áratugarins virðist
raunveraleikinn því vera sá að sú
þróun, sem virðist hafa byrjað í
góðri trú á jákvæðar afleiðingar
rúmlega þrem áratugum fyrr, sé á
undanhaldi og nú sé stefnan bein-
línis sett á hið gagnstæða. Hér
gefast engar forsendur til að full-
yrða um ástæður þess að þeir
möguleikar, sem lögin um óðals-
jarðir veittu bændum, og bundnar
vora miklar vonir við í byrjun, hafi
síðan aldrei haft sérlega mikið að-
dráttarafl fyrir þá. Ætli þróun bú-
setu og atvinnuhátta hafi þar þó
ekki mikið um að segja ásamt því
að hugmyndin um óðalserfingja
samrýmist ekki hugsunarhætti Is-
lendinga.
Árið 1901 bjuggu flestir Islend-
ingar i strjálbýli, eða um 77,7%.
1930 hafði fjöldinn minnkað vera-
lega, bjuggu þá aðeins 41,5%
landsmanna í dreifbýli. Á sama
tíma og fólki til sveita fækkaði,
batnaði þó afkoma þess til mikilla
muna. I Islandssögu Björns Þor-
steinssonar og Bergsteins Jóns-
sonar segir að meðalbú hafi farið
stækkandi og skapað forsendur
fyrir betri afkomu bænda og
búaliðs. Býlum fór fækkandi en af-
rakstur þeirra sem enn störfuðu
við búskap jókst. Kemur þetta
heim og saman við það sem segir í
greinargerðinni með lagafram-
varpinu 1943, að „á síðari áram,
eftir að bændur fóra að stórbæta
jarðir sínar og reisa á þeim varan-
legar og dýrar byggingar," hafi
„mörgum ungum bændum reynzt
lítt kleift að kaupa þær af foreldr-
um sínum eða meðerfingjum“. Hin
bætta afkoma var því einn orsaka-
valdur þess að lögin um erfðaábúð
og óðalsrétt voru sett. Annar or-
sakavaldur hefur augljóslega verið
óttinn við að byggðir legðust í eyði,
samanber það sem segir í Islands-
sögu Björns og Bergsteins:
„Marga tók sárt til bæja og jafnvel
heilla sveita, sem yfir vofði að færu
í eyði.“ Það markmið lagasetning-
arinnar, að styrkja byggð í sveit-
um, á sér væntanlega rætur í þess-
um ótta.
Heyra óðalsjarðir fortíðinni til?
Gríðarleg þéttbýlisaukning og
samfarandi aukning atvinnumögu-
leika eftir stríð hafa líklega haft
sitt að segja um það að óðalsjarðir
era svo fáar sem raun ber vitni.
Ungu fólki stóð svo miklu fleira til
boða í lífinu en það eitt að yrkja
„óðal feðranna“ og væntanlega
hafa fáir viljað gangast undir þær
skyldur sem ættaróðali fylgdu.
Flutningar úr sveitum bera vitni
um þennan veraleika, en 1970
bjuggu einungis 13,8% lands-
manna í sveitum miðað við 77,7%
69 áram fyrr. Á sama tímabili fór
hlutfall Islendinga sem bjuggu á
þéttbýlisstöðum með 200 íbúa o.fl.
úr 20,8% í 85,1%.
Einnig má ekki líta fram hjá því,
að samkvæmt 47. gr. jarðalaganna
þurfa böm bónda, 16 ára og eldri,
að samþykkja að jörð sé breytt í
óðalsjörð. Jafnframt mega engar
veðskuldir hvfla á jörðinni umfram
þær sem kveður á um í c-lið 47.
greinar. Það er því ekki víst að
bóndi hafi ávallt haft eindæmi um
slíkan gjörning né hafi skuldastaða
búsins gert hann mögulegan.
Það virðast því aldrei hafa verið
almennileg lífsskilyrði á Islandi
fyrir lögin um erfðaábúð og óðals-
jarðir, nema kannski fyrstu árin
eftir setningu laganna. Jón
Höskuldsson, formaður nefndar-
innar sem endurskoða á m.a.
ákvæðin um óðalsjarðir, var spurð-
ur að því hvort róttækra breytinga
á ákvæðunum væri að vænta eða
þau jafnvel afnumin. „Er þetta
ekki eitthvað sem heyrir fortíðinni
til? Þessi kvöð á jörðum er kannski
til þess fallin að standa eðlilegri
búskaparþróun fyrir þi-ifum, jafn-
vel framkvæmdum og uppbygg-
ingu. Ég sé það nú samt ekki alveg
fyrir [hvernig breyta skuli ákvæð-
unum], nefndin er búin að ræða
þetta fram og aftur en það er ekki
til nein einföld leið til að einfalda
þessi ákvæði.“ Jón sagði að ekki sé
svo auðvelt að afnema ákvæðin og
benti á að meginerfiðleikarnir
felist í því að það séu þrátt fyrir
allt staðfestar 102 óðalsjarðir á
landinu og einn ábúandi á hverri
jörð en hann eigi ekki jörðina.
Hann hafi afnotarétt af jörðinni en
langt sé frá því að hann geti ráð-
stafað henni eða nýtt sem væri
hún hans eigin eign. „Ég hef ekki
fundið neina einfalda lausn á því
hvað eigi að gera gagnvart öðram
hugsanlegum óðalserfingjum sem
eiga þama hlut að máli.“ Jón vildi
að öðru leyti ekki tjá sig um um-
fjöllun nefndarinnar varðandi óð-
alsjarðir þar sem henni er ekki
lokið og engar niðurstöður liggja
fyrir. Sagðist hann vita, að nefnd-
in, sem vann að endurskoðun laga
nr. 102/1962 upp úr 1970, hefði
rætt þann möguleika að nema úr
lögum ákvæði um óðalsjarðir en
hafi ekki viljað ganga lengra en að
afnema ákvæði um ættarjarðir,
sem var stór kafli í eldri lögum.
Þótti það auðveldara við að eiga.