Morgunblaðið - 15.08.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 57
FÓLK í FRÉTTUM
ERLENDA R
Sverrir Guðjónsson
kontratenór
fjallar um plötuna
Solyma sem kom
nýlega út.
Þægilegur
og meinlaus
geisladiskur
s
ANNAÐ sinn á tiltölulega
stuttum tíma er ég beðinn
um að gefa mitt álit á nýút-
komnum geisladiski sem flokkast
undir miðaldapopp. Þetta gefur
óneitanlega til kynna að skammt sé
stórra högga á milli í þessum geira
tónlistar.
Pyrri diskurinn Era sem ég
fjallaði um hefur notið þónokkmTa
vinsælda, og er greinilegt að
Solyma siglir í kjölfarið og ætlar sér
hluta af vinsældaköku markaðarins.
Það er óhjákvæmilegt að bera þessa
tvo diska saman, þótt um ólíka
höfunda sé að ræða því báðir róa á
sömu mið.
Upphaf þessara tveggja geisla-
diska er nánast spegilmynd, teygð-
ur tölvuhljómur sem myndar ölduf-
ald fyi-ir miðaldalegar karlaraddir
sem syngja á latínu. Takturinn er
nánast sá sami, þó örlítið örari á
Solyma.
Báðir diskarnir gera út á markað
sem tengist nýaldatónlist með
miðaldaívafi, einhvers konar
miðaldapopp. ÖU vinna er fagmann-
lega úr garði gerð, þar sem þægi-
legheit og endurvinnsla hugmynda
ræður ríkjum.
Solyma merkir, eftir því sem ég
kemst næst „hin helga borg“ eða
Jerúsalem og það sem greinir þenn-
an disk frá Era eru arabísku áhrifin
sem skjóta upp kollinum með reglu-
legu millibili. Allur texti er fluttur á
latínu eða arabísku til skiptis og
gefa eftirfarandi titlar einhverja
hugmynd um innihald laganna:
Jerúsalem; I morgunsárið; Komdu
til mín; Þrír Armenar; Svefn; Nótt;
Spámaðurinn, Þú, trúfasta jörð.
Arabísku kaflamir gera Solyma
nokkuð áhugaverða, auk þess að ýta
undir fjölbreytni. Það sem dregur
úr þessum áhrifum er tölvuskotið
slagverkið sem gerilsneyðir taktinn
og mergsýgur þann tón sem lifandi
slagverk gæti gefið þessari tónlist.
Stundum er blóðtakan svo mikil að
Eurovision-takturinn alræmdi læðir
sér inn bakdyramegin og þrýstir
innri spennu og krafti fram af ystu
nöf.
Líkt og um Era, má segja að
Solyma sé þægilegur og meinlaus
geisladiskur, en einhvern veginn er
tónlistin hvorki fugl né fiskur. Þeir
sem vilja leita víðar fanga á þessum
miðum gætu snúið sér að
hljómsveitinni Enigma, sem stígur
fastar til jarðar, eða taka skrefið til
fulls og fjárfesta í Carmina Burana
eftir Carl Orff og fá frumkraftinn
beint í æð.
Sfgrlíur Befntelnsdóttír flflaria Björk Sverrfsdóttfr
með Aflariu og Síggu Beínteíns
Fyrír 5-12 ag 15-17 ára. Ra3a3 i hópa eftír aldrf, mest 5 i hóp.
Sungið er í hljóðnema með undirspili
úr Grease, Bucy Malone, Flikk flakk,
Barnabros og Barnaborg,
Yfir 100 önnur lög fyrir eldri hópana.
Síðasti tíminn er upptaka í hljóðveri.
AUir fó sinn söng með heim.
m . mm ■ ........... ■ wmmm
Nómskeiðið er 1, kfst., einu sinni i viku i 8 vikur og fer fram
i Félagsmiðstoðinni Tönabae. Nómskeiðið byrjar síðustu vikuna
í ógúst. Skróning i síma S65 4464 og 89? 7922.
Allír farq ó skró hjó okkur og munum við vejjci nemendur
í vœntonleg verkefni.
Janet heiðrar
Hitchcock
LEIKKONAN Janet Leigh sem
lék í einu þekktasta atriði kvik-
myndasögunnar, sturtuatriðinu í
Psycho, sést hér veita viðtöl í til-
efni þess að leiksljórinn Alfred
Hitchcock hefði orðið 100 ára
síðastliðinn föstudag. Mikil dag-
skrá var flutt þann dag til að
heiðra minningu Hitchcocks og
var henni sjónvarpað beint.
ÚTSALAN
byrjar í dag sunnudag. Opið í dag kl. 13-17.
íprótta- og sportvörur á alla fjölskylduna
á frábæru verði.
Á sunnudögum er
að sjálfsögðu
frítt í alla
stöðumæla
STOPP
kíktu í
bæinn
Verslið ódýrt
fyrir skólann.
Úlpur, allar stæröir,
gþróttagallar,
innanhússskór,
barnaskór,
regngallar,
hlaupaskór,
eróbikkskór,
töskur,
stakar buxur,
flíspeysur
o.fl. o.fl.
v
Við rúllum boltanum til þín
SPORTVÖRUVERSLUNIN
SPARTA
Laugavegi 49 -101 Reykjavik • sfml 551 2024
Laugavegi 49, sfmi 551 2024
mmmmmmmmmmmmm