Morgunblaðið - 15.08.1999, Síða 64

Morgunblaðið - 15.08.1999, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLFSm, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Ekki líf- ríkinu um .» að kenna LAKARI veiði í Laxá í Aðaldal en menn vonuðust eftir er ekki því að kenna að eitthvað ami að lífríki ár- innar, eins og sumir hafa bent á, að mati Orra Vigfussonar, formanns Laxárfélagsins. Sandburði í Kráká hefur meðal annars verið kennt um lélega veiði, en Orri segir það ekki nýtt vanda- mál. Samt sem áður þurfi að meta áhrif sandburðar og athuga hvort ekki megi draga úr honum. Nærri 700 laxar hafa veiðst í Laxá í Aðaldal það sem af er sumri. Síðasta sumar veiddust tæplega 2.000 laxar í ánni. Víðar í ám á Norðurlandi hafa laxa- göngur verið daufar í sumar. ■ Sandburður ekki/8 Skýrari skilyrði um skráningu trúfélaga RÍKISSTJÓRNIN mun á næsta þingi leggja fram lagafrumvarp þar sem sett eru skýrari ákvæði en áður um það hvaða skilyrði félög þurfa að uppfylla til að teljast vera trúfélög. Jafnframt er fellt niður ákvæði um að for- stöðumenn safnaða þurfí að vera íslenskir ríkisborgarar, og ráðuneytið fær skýran rétt til að kreíjast upplýsinga um fjármál trúfélaga. Frumvarpið var kynnt á ríkisstjórnarfundi á fímmtudag. Hjalti Zóphanfasson, skrif- stofusljóri í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, segir að ráðu- neytinu hafí á undanförnum ár- um borist nokkrar umsóknir um skráningu félaga sem séu varla þess eðlis að geta talist vera trú- félög. Þar á meðal var eitt sem nefndist Trúleysingjafélagið. I frumvarpinu segir um skráningu trúfélaga: „Skilyrði fyrir skráningu trúfélags er að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú sem tengja má við þau trúarbrögð mannkyns sem eiga sér söguleg- ar eða menningarlegar rætur. Ennfremur er það skilyrði skráningar að félag hafi náð fót- festu, starfsemi þess sé virk og stöðug og að í félaginu sé kjarni félagsmanna sem reglulega iðk- ar trú sína í samræmi við kenn- ingar þær sem félagið er stofn- að um.“ Frumvarpið er unnið af nefíid þriggja háskólamanna. Þeir eru Haraldur Ólafsson, prófessor í félagsvísindadeild, Pétur Pét- ursson, prófessor í guðfræði- deild, og Davíð Þór Björgvins- son, prófessor í lagadeild. Hjalti segir að í frumvarpinu sé ákvæði um stofnun ráðgjafar- nefndar til að hjálpa ráðuneyt- inu við að meta hvaða félög skuli teljast vera trúfélög. Nefndarmenn eiga að vera úr guðfræði-, félagsvísinda- og lagadeild háskólans. Northwest hættir flugi milli Osló og Minneapolis BANDARÍSKA flugfélagið North- west hefur ákveðið að leggja niður beint flug milli Ósló og Minneapolis, og telja forsvarsmenn Flugleiða að staða þeirra í flugi til Minneapolis muni styrkjast í kjölfarið. Northwest hóf flug á þessari leið í fyrra, en talsmenn þess segja nú að vegna aukins sætaframboðs annarra flugfélaga á leiðinni yfir Atlantshaf beri það sig ekki. Flugleiðir fljúga nú sex sinnum í viku til Minneapolis írá Keflavík, en frá og með 31. október verða ferðimar daglega. Einar Sig- urðsson, framkvæmdastjóri hjá Flug- leiðum, segir að nú verði sótt af krafti inn á markaðinn í Ósló. ■ Bætir/Cl Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Nefnd endurskoðar ákvæði jarðalaga um óðalsjarðir Oðalsjarðir á Islandi eru að minnsta kosti 102 Jöklafegurð í kvöldsól FÁTT getur slegið út fegurð jökla landsins í sólarlaginu. Til •Mfc- viðbótar fegurðinni sveipar dulúð þokunnar QöIIin í Vatna- jökli. Jöklafarinn stendur á tindi Staðarfjalls í Kálfafellsdal sem gengur inn í sunnanverðan Vatnajökul. í baksýn til hægri sér á tinda Steinafjalls. ----------- Banaslys í * Skagafirði UNGUR maður lést í bflslysi í gærmorgun við Litlu-Brekku rétt utan við Hofsós. Hann var einn á ferð í fólksbfl. Rannsókn á tildrögum slyssins stóð ennþá yfir um hádegisbil í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki var ekki vitað um tildrög slyssins. SAMKVÆMT tölum sem nefnd, er falið hefur verið að endurskoða jarðalögin, hefur aflað eru nú að minnsta kosti 102 óðalsjarðir á Islandi, en um þær gilda sérstök ákvæði í jarðalögum. Byggðar jarðir á íslandi eru hins vegar 4.638 talsins, samkvæmt síðustu fyrirliggjandi tölum frá 1994, þar af 2.903 jarðir í eigu ábúenda, 474 í eigu ábúenda og annarra, 620 í eigu ríkis eða stofnana þess, sveitarfélög áttu 186 jarðir og aðr- ir 555. Óðalsjarðir eru færri en ætlað var, en þær hafa nokkra sérstöðu meðal jarða, þar sem þær eru í eigu ætta en ekki einstaklinga, og ábúendur hafa afnotarétt af jörðinni í umboði ættarinnar. Sérákvæðum um óðalsjarðir var ætlað að tryggja að jörð héldist innan ættar, auðvelda flutning milli kynslóða og koma í veg fyrir jarða- brask. Upphaflegu ákvæðin um óðalsjarðir frá 1936 eru talin undir norskum áhrifum, þar sem ákvæði um óðalsjarðir hafa gilt um aldir, en sá kjarni þeirra að einn sé borinn til að fá stærstan hluta eignanna til afnota, virðist ekki hafa hlotið htjómgrunn hér á landi og aldrei hefur verið veruleg ásókn í að breyta jörðum í ættaróðul. Þó giltu þau ákvæði um árabil að þvi aðeins mátti selja rfldsjörð að hún yrði gerð að óðalseign, og var þetta ákvæði fyrst formlega afnumið 1995. Þegar landbúnaðarráðherra skipaði nefnd í maí á síðasta ári til að endurskoða ákvæði jarða- laga, var henni falið að skoða sérstaklega ákvæði jarðalaga viðvíkjandi óðalsjörðum. Tölumar sem nefndin aflaði meðal sýslumanna um að í landinu væru að minnsta 102 óðalsjarðir eru ekki ná- kvæmar, því ekki höfðu borist tölur úr tveimur umdæmum. Ekki er þó líklegt að þær muni breyta niðurstöðunni að miklu marki. Athygli vekur að t.d. er aðeins ein óðalsjörð í þrem stór- um sýslum, Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. Undanfari þess, að nefndinni er falið að huga að ákvæðum um óðalsjarðir sérstaklega, er álykt- un búnaðarþings 1997 um að nauðsynlegt sé að auðvelda óðalsbændum að losa óðal sitt úr óðals- böndum, sem merkir í raun að það verður þar með einkaeign þeirra en ekki lengur eign ættar- innar. Slíkt getur verið vandkvæðum bundið og hagsmuna margra aðila þarf að gæta. Spurður um hvort róttækra breytinga á óðalsákvæðunum sé að vænta segir Jón Höskuldsson, lögmaður og formaður nefndarinnar, að nefndin hafi enn ekki fundið einfalda lausn á því hvað gera skuli gagn- vart öðrum hugsanlegum óðalserfingjum sem hlut eiga að máli. ■ Ættaróðul á undanhaldi/24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.