Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forsvarsmenn Orca S.A. á fundi með íorstjóra og framkvæmdastjórn FBA Segja hugmynd- ir Orca og FBA fara saman Morgunblaðið/Bjöm Björnsson Biskupar og prestar ganga úr kirkju að lokinni guðsþjónustu. Skagafirði. Morgunblaðið. FULLTRÚAR hluthafahópanna fjögurra sem mynda Orca S.Á áttu í gær fund með forstjóra Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins og fram- kvæmdastjóm bankans, þar sem farið var yfir stöðu bankans og þau verkefni sem framundan eru hjá honum. Eyjólfur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlun- ar og talsmaður Orca S.A., segir að um mjög ánægjulegan og gagnleg- an fund hafi verið að ræða. „Framkvæmdastjómin fór yfir stöðu félagsins og starfsemi og ég geri ráð fyrir að við munum eiga fleiri svipaða fundi, enda stendur ekki annað til en að styðja vel við bakið á félaginu. Ég held að staða FBA sé mjög sterk,“ segir Eyjólfur. Hann segir forsvarsmenn Orca S.A. ekki ráðgera að gera kröfur um breytingar á yfirstjóm FBA. Óska stjórnaraðildar í samræmi við hlutafjáreign Aðspurður hvort forsvarsmenn Orca S.A. óttist ekki að þau tæpu 30% hlutafjár sem félagið á í FBA nægi ekki til að Orca S.A. öðlist nægjanleg ítök í bankanum, heldur þurfi að láta í minni pokann fyrir eigendum 70% í bankanum í veiga- miklum málum, kveðst Eyjólfur ekki óttast slíkt. „Ég minni á að FBA er að 51% í eigu ríkisins og við vinnum einfald- lega með hluthöfum í félaginu að framgangi þess. Ég sé ekki annað en hugmyndir okkar, annarra hlut- hafa og framkvæmdastjórnar falli saman um framtíð þessa félags og er mjög spenntur að vinna með þeim, enda hafa þeir unnið mjög gott starf. Ég held að menn þekki það alls staðar frá, að þegar svona stór hluthafi kemur inn í félag kynnir hann sér einfaldlega starf- semi þess og styður svo við starfs- menn félagsins með störfum sínum í stjórn. Og við munum að sjálfsögðu óska eftir aðild að stjóm í samræmi við hlutafjáreign," segir Eyjólfur. Hann segir að forsvarsmenn Orca S.A. muni á næstunni ræða við aðra stóra hluthafa í FBA og síðan verði haldinn hluthafafundur í framhaldi af þessum breytingum á eignarhaldi. Verði hluthafafundur- inn haldinn innan tilskilins frests og verði erindi þar að lútandi beint tO stjómarformanns FBA. Hann segir engin önnur umsvif ráðgerð af hálfu Orca S.A. að svo stöddu. „Þessir hluthafahópar koma úr mjög ólíkum áttum, ólíkum geir- um þjóðfélagsins og ólíkum atvinnu- greinum og hafa komið þarna sam- an i þeim eina tilgangi að standa saman að þessari fjárfestingu í FBA og vexti og viðgangi þess fyr- irtækis." Með Bjarna Armannssyni, for- stjóra FBA, vora á fundinum fram- kvæmdastjórar FBA. „Við hittumst og ræddum fjárfestingu þeirra, væntanlegan hluthafafund og breyt- ingar á stjóm FBA,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið. „Við munum í framhaldinu hittast aftur og fara yfir stöðuna. Þetta var óformlegur fundur þar sem við spjölluðum um málið. Ég á von á þvi að þessir hluthafar kalli eftir hlut- hafafundi, en tímasetningar vora ekki ræddar," segir Bjami. Bjarni sagðist ekki vilja ræða hvenær þessir aðilar hittust aftur. Það hefði ekki verið rætt hverjir yrðu í stjóm FBA fyrir hönd Orca S.A. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra, sem var aðalræðumaður á Hólahátíð á sunnudag, sagði að kristnir menn gætu kinnroðalaust horft þúsund ár um öxl til hinnar stóru stundar á Þingvöllum og að þeir muni fagna og þakka af heilum hug um landið allt. Fyrstu skrefin hafi þegar verið stig- in í ýmsum prófastsdæmum. I síðari hluta ræðu sinnar sagði forsætisráð- herra meðal annars: „Kannski getum við nútímamenn- irnir treyst því að síðari kynslóðir muni aðeins færa í sínar bækur það skásta af verkum okkar, og tefja það sér til tekna og upphefðar á ókomn- um öldum. Það gera þeir verði þeir SVO sem oftsinnis áður skartaði Hjaltadalur sínu fegursta, í sól og birtu þegar fjölmargir gestir flykktust „heim til Hóla“, til þess að taka þátt í árlegri Hólahátíð. Hátíðin hófst með guðsþjónustu í dómkirkjunni, þar sem dr. Sigur- björn Einarsson biskup prédikaði, en fyrir altari þjónuðu sr. Sigríður Guðmarsdóttir og sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Organisti var Rögnvaldur Valbergsson, en Gerð- ur Bolladóttir og Jóhann Már Jó- hannsson voru forsöngvarar. Að guðsþjónustunni lokinni þágu líkir okkur. En það gefur okkur til- efni til að keppa að því að eitthvað veralegt megi færa í dálkinn tekna megin þegar 21. öldin verður síðar gerð upp. Óöld getur staðið í eina kvöldstund í miðbænum og er öllum gleymd upp frá því. Gullöld getur ýmist verið það góða skeið þegar skrifaðar vora ódauðlegar sögur eða það augnablik þegar af munni heið- ingjans hljómaði setningin um berg- kastalann á Þingvöllum: „Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og frið- inn.“ Og gullöld getur sú öld sem senn kveður einnig kallast því í hennar tíð hafa efnaleg gæði og hag- ur alls almennings batnað með ótrú- legum hætti, og eru engin dæmi um slíkar framfarir í annan tíma. Er það ekki tilhlökkunar- og von- arefni, að næsta öld verði talin jafn- vel enn fremri þeirri sem nú kveð- ur? Höfum við betra mark að setja okkur en það að gera okkar besta hvert og eitt, svo þannig megi fara? Við ráðum vissulega ekki ein för eða úrslitum um hvernig til muni takast. En við getum þó lagt okkar af mörk- um. Það sýna mannanna verk á ný- liðnum hundrað áram. Á allra síðustu árum aldarinnar höfum við fært okkar litla þjóðfélag í alveg nýtt horf. Rétt er að viður- kenna að það gerðum við sumpart því við áttum ekki annars kost. Við höfum sett okkur þau markmið að lifa og hrærast í samfélagi þjóðanna, taka hiklaust þátt í þeirri hörðu samkeppni sem veröldin býður upp á. En við höfum jafnframt mörg hvert strengt þess heit að stuðla að því að þjóðin týni ekki sjálfri sér í öllu því ölduróti og ólgusjó og þeim hvassa vindi sem nú þarf að sigla. En það er meira en að segja það. Fljótt getur mál snúist svo á hinn verri veg, að ekki verði við ráðið, Fjölmargir gestir á Hólahátíð gestir veitingar í Bændaskólanum, en siðan hófst hátíðarsamkoma í kirkjunni. Sr. Bolli Gústavsson vígslubisk- up bauð gesti velkomna, og kynnti dagskrá, en siðan kynntu og fluttu fari menn fram með glannaskap og óhófi. í heimi þar sem allt er falt og hvorki er skeytt um skömm eða heiður, er jafnvel hið besta og skærasta í arfi lítillar þjóðar naum- ast talið þess virði að færa til bókar. Mörgum íslendingum virðist nú orð- ið finnast þjóð, tunga og föðurland fyrirferðarmiklir pinklar og tæpast þess virði að borga fyrir þá yfirvigt í reisum fólks og fjármuna um veröld- ina. Vissulega eram við ekki hrædd við átök á alþjóðlegum markaði. Við höfum sýnt að við stöndumst vel all- an samanburð við aðrar þjóðir og heiðarleg samkeppni er okkur að skapi. En okkur er engin nauðsyn þess að fórna öllu sem íslenskt er né heldur að færa síðasta orðið í okkar málum í annarra hendur. Fargi var létt af frjálshuga fólki um allan heim þegar múrinn féll og kommúnisminn flaut yfir hranið steypuvirkið og fjaraði út. En það mikla land Rússland með öllum sín- um náttúrukynstrum og kostum fær ekki notið sín, því stjórnkerfið og efnahagslífið nær ekki að þroskast norskir listamenn, Reidun Horvei söngkona og Einar Mjölsnes fiðlu- leikari tónlist frá heimalandi sínu. Þessu næst flutti Davíð Oddsson forsætisráðherra hátíðarræðu. Að lokinni ræðu forsætisráð- herra fluttu norsku listamennirnir nokkur lög, en síðan flutti sr. Bolli Gústavsson lokaorð, þakkaði öllum þeim sem lagt höfðu hönd að því að gera Hólahátíð að veruleika, sér- staklega biskupi, forsætisráðherra og norskum listamönnum. Bað hann siðan gestum Guðs blessunar og sleit hátíðinni. og virðist um þessar mundir einkum lúta lögmálum glæpalýðs og eitur- lyfjarbaróna. Blóðpeningar þeirra flæða um Evrópu og skapa þar ótta og öryggisleysi. Menn sem engar leikreglur virða, leitast við að þvo illa fengið fé sitt í fjármálakerfiim þjóðanna. Margir stjórnmálaforingj- ar í Evrópu telja þetta mestu ógnun sem nú sé við að eiga á Vesturlönd- um. Við íslendingar, sem svo nýlega höfum opnað okkar hagkerfi, þurf- um að gæta þess að verða ekki leiksoppur slíkra afla. Efnahags- kerfið verður að vera opið og einfalt en jafnframt gagnsætt og byggt á trausti. Lykilorðið er traust. A Þing- völlum treystu menn sáttarorðum Þorgeirs Ljósvetningagoða, vits- munum hans og velvilja. I þúsund ár hafa menn sett traust sitt á kærleik Krists í þessu landi. í því trausti munum við ganga á vit nýrrar aldar, sem einstaklingar, sem fjölskyldur, sem þjóð - íslensk þjóð í eigin landi, með þeim ásetningi að verða Guði til ánægju og dýrðar á afmælisári og upp frá því. Þjónusta númer eítt! Til sölu VW Golf GL 1600. Nýskráður 29. ágúst 1997. Ekinn 30.000 km, 5 dyra, grænn, sjálfskiptur. Asett verð kr. 1.390.000 Nánari uppl. hjá Bílaþingi Heklu í síma 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞING ÍEKLU Nvmo' citf- : no'foth'M Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 vjvjvj Ij11;11111r)rj Iti • v/y/v/.bilathmq r. - v/v/v/ hilalhmfj n Forsætisráðherra segir þjóðfélagið hafa verið fært í nýtt horf Efnahags- kerfíð verður að vera opið Morgunblaðið/Bjöm Björnsson Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur ræðu sína í Hóladómkirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.