Morgunblaðið - 17.08.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 17.08.1999, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Oskað eftir sjóprófum vegna báts sem varð vólarvana með 20 manns um borð „Rak stjórnlaust í átt að klettunum“ HÖRÐUR Erlingsson, eigandi Ferðaskrifstofu Harðar Erlings- sonar, hefur ákveðið að óska eftir við sýslumann í Vík í Mýrdal að fram fari sjópróf vegna atviks sem varð sl. föstudag fýrir utan Vík. Þar varð bátur með 20 manns um borð vélarvana og rak í átt að Reynisdröngum, þegar tókst að stöðva för hans. Ferðaskrifstofa Harðar skipulagði ferðina. Gísli Reynisson, rekstraraðili hjólabát- anna í Vík, segir fólkið ekki hafa verið í hættu. Hjólabátarnir voru tveir í förum og tókst að koma taug yfir í vélarvana bátinn og draga hann í land. „Bátinn rak stjómlaust í átt að klettunum og var mjög tvísýnt á tímabili. Ég lít svo á að þetta fólk hafi verið í hættu og hef þegar gef- ið skýrslu þar að lútandi til sýslu- mannsins í Vík og mun óska eftir sjóprófum í kjölfarið. Fólk var orðið hrætt þegar á leið. Ég geri miklar athugasemdir við öryggis- mál á bátnum," segir Hörður. Fólkið ekki í hættu, segir skipstjórinn „Þarna var greinilega margs konar viðvaningsháttur á ferð og það sem ég gagnrýni mest er að pilturinn sem stýrði bátnum hlýddi ekki beiðni minni um að kalla strax á hjálp þegar ég sá að stefndi í óefni.“ Óhugur í fólki Hann segir að flestir farþegar hafi verið í nýlegum flotgöllum en ekki fengið neina leiðsögn um hvemig bregðast skyldi við ef hætta væri á ferðum. Ékki vora þó allir gallamir nýir af nálinni. „Ég lenti í eldri galla ásamt nokkram öðram um borð í bátnum sem var í lagi, og þegar ég var kominn í land reyndi ég að kippa í kolsýru- sprauturnar sem eiga að blása gallann upp. Enginn þeirra fimm sem ég reyndi virkaði," segir Hörður. Gísh Reynisson, rekstraraðili hjólabátanna, segir að farið sé eftir ítrastu öryggiskröfum í útgerð bát- anna. „Ég sakna þess að heyra ekk- ert í Herði um þetta mál. En ég veit ekki alveg hvað hann er að fara. Það era björgunarbátar í hjólabátunum fyrir um 90 manns og það vora 20 manns í hvoram bát. Við vorum reyndar nærri klettum en það er eðli þessara ferða. Það var nánast engin hætta á ferðum íyrir fólkið en við hefðum getað skemmt bátinn og í versta falli misst hann niður. Það var brim- laust með öllu en aðeins vindkvika. Gallinn við þessa báta er að þeir reka hratt undan vindi enda era þeir flatbotna,“ segir Gísli. Hann segir of mikið úr þessu máli gert. Gísli kveðst hafa skilað þeim 20 farþegum í land sem vora í hans bát, sótt hina 20 í vélarvana bátinn og skilað þeim í land áður en hann loks tók bátinn í tog. I % ■ Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Nokkuð á annað hundrað manns sátu fundinn á Reyðarfirði. Fundur um mat á áhrifum álvers Mestur áhugi á mengunarvörnum MENGUNARVARNIR brunnu einna heitast á fundarmönnum á opnum kynningarfundi sem haldinn var í gærkvöldi um mat á umhverf- isáhrifum álversins sem fyrirhugað er að rísi í Reyðarfirði. Að fundin- um sem fram fór í Félagslundi í Reyðarfirði stóðu STAR, starfshóp- ur um álver í Reyðarfirði, og HVH, hópur ráðgjafa.frá verkfræðistofun- um Hönnun og ráðgjöf ehf., VST hf. og Hönnun hf. HVH-ráðgjafahópurinn vinnur nú að gerð skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum vegna hins fyrir- hugaða álvers og var fundurinn lið- ur í þeirri vinnu. Fluttar voru framsögur um aðferðafræði og ferli við mat á umhverfisáhrifum, fyrir- komulag áiversins, uppbyggingu matsskýrslunnar og helstu niður- stöður umfangsmikilla rannsókna sem gerðar hafa verið vegna um- hverfismatsins. Að sögn Valgeirs Kjartanssonar, ritstjóra matsskýrslunnar, er hún l! langt komin og fyrirhugað að leggja hana fyrir Skipulagsstofnun í sept- ember. Fjölmargir sérfræðingar sátu fundinn og svöruðu fyrirspurn- um fundargesta að loknum framsöguræðum. Iðnaðarráðherra skoðaði Eyjabakka Afskrifar ekki þriðjung virkj- unarmöguleika Hallormsstað. Morgunblaðið. „AFSTAÐA mín hefur ekki breyst. Ég tel að þetta sé tækifæri til að nýta orkuna,“ sagði Finnur Ingólfs- son iðnaðarráðherra eftir skoðunar- ferð um fyrirhugað virlqanasvæði Fljótsdalsvirkjunar þar sem m.a. var farið um Eyjabakka. Finnur sagði að virkjun Jökulsár í Fljótsdal væri besti virkjanakosturinn á svæðinu út frá nátturvemdarsjón- armiðum og segist ekki tilbúinn að afskrifa þriðjung af nýtanlegu vatnsafli í landinu. Orkustofnun stendur fyrir tveggja daga kynnisferð um virkj: anasvæðin norðan Vatnajökuls. í ferðinni era starfsmenn og stjóm Orkustofnunar, embættismenn úr iðnaðarráðuneytinu og fulltrúar fjölmiðla. í gær var farið að Snæ- felli að vestan og gengið niður á Eyjabakka og þaðan út eftir austan Snæfells og út á Snæfellsnes. í dag verða virkjanasvæðin við Kára- hnúka og í Amardal skoðuð. Finnur Ingólfsson iðnað- arráðherra lagði á það áherslu þeg- ar hann var spurður um upplifun sína að ekki skipti höfuðmáli hvaða skoðun hann hefði á þessu svæði. „Við verðum að horfa á málið út frá einhvers konar mati á því hvemig við getum sætt sjónarmið milli mannsins, nýtingarinnar og náttúrunnar. Ég segi: Þama er tækifæri til að nýta Jökulsá í Fljóts- dal og bera þá þann virkjunarkost saman við aðra á svæðinu, Kára- Jolaferð til Kanari 1 ilj Vift erum byrjuð að bóka í hina sívinsælu jólaferð til Kanarí. Ekki missa af tækifæri á sól og sælu í vetur. í fyrra komust færri með en vildu! Samvinnuferðir Landsýn Á verði fyrir þig! Morgunblaðið/Golli Stiklað yfir Þjófagilsá við Snæfellsháls. Finnur Ingólfsson aðstoðar hér konu sína, Kristínu Vigfúsdóttur. Skrifstofubygging ÍS í Laugar- dalnum auglýst til sölu Liður í hagræð- ingu rekstrar IS hnúka og Arnardal. í þessum þrem- ur virkjunum felast 30% af nýtan- legu vatnsafli í landinu. Ef ekki er hægt að virkja í Fljótsdal myndi klárlega þurfa að afskrifa öll virkj- anaáform hér á þessu svæði eða nærri þriðjung af öllu nýtanlegu vatnsafli í landinu," sagði Finnur. Stjörnustríð slær íslensk aðsóknarmet YFIR 16.500 manns sáu nýju Stjömustríðsmyndina um helgina, en hún var framsýnd hér á landi á föstudag. Myndin var sýnd samtímis í sex kvik- myndahúsum og bætti opnun- ar- og helgarmet Independ- ence Day frá 1996, segir í fréttatilkynningu. Tekjur af sýningum á Stjömustríði námu tíu milljón- um um helgina og mun það. vera nýtt íslandsmet. Á sunnudag vora sýningargestir 6.200 og er hann þar með orðinn aðsóknarmesti dagur í kvikmyndahúsum á íslandi. ÍSLENSKAR sjávarafurðir setja 400 milljónir króna á skrifstofubygg- ingu fyrii’tækisins við Sigtún í Laug- ardalnum, sem Fasteignamarkaður- inn auglýsti til sölu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Finnbogi Jónsson, forstjóri ÍS, segir að þegar hafi borist fyrirspurnir varðandi eignina en salan er liður í því að minnka fjár- bindingu í eignum og auka hag- ræðingu í rekstri. Skömmu eftir að Finnbogi tók við stjórninni í vor tilkynnti hann breyt- ingar á rekstri og skipulagi fyrirtæk- isins en rekstrartap IS 1997 og 1998 nam tæpum milljarði og eigið fé minnkaði um tæplega 1,2 milljarða króna. I sumar var síðan húsnæði Vörahúss ÍS við Holtabakka og húsnæði Þróunarseturs ÍS á Kirkju- sandi selt auk þess sem umbúðala- ger var seldur en alls var söluverð eignanna á fjórða hundrað milljónir, að sögn Finnboga. Umrætt húsnæði við Sigtún er samtals um 2.500 fermetrar og segir Finnbogi að það sé meira en helm- ingi of stórt fyrir fyrirtækið. „Salan er liður í því að minnka fjárbindingu okkar í öðra en því sem tengist beinu markaðsstarfi." Að sögn Finnboga er ekki gert ráð fyrir breytingum á starfsmannahaldi vegna fyrirhugaðarar sölu skrif- stofubyggingarinnar. Niðurskurður hefði orðið vegna breytinga fyrr • sumar og fyrir lægi að starfsfólki fækkaði þegar rekstur Vöruhússins færi úr höndum ÍS um mánaðamót- in. „Salan er einfaldlega liður í því að reyna að leita allra leiða til að hag- ræða í rekstrinum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.