Morgunblaðið - 17.08.1999, Side 12

Morgunblaðið - 17.08.1999, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Einar Falur Morgunblaðið/Kristján Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, útskýrir virkjunarframkvæmdir fyrir gestum í Hrauneyja- Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, var í fossstöð á upphleyptu landakorti af svæðinu. móttökunefndinni í Kröfluvirkjun. Opið hús Landsvirkjunar um helgina Nánast ör- tröð um tíma MIKILL fjöldi manna þáði boð Landsvirkj- unar um helgina og heimsótti „opin hús“ við Hrauneyjafoss, Blöndu, Laxá í Aðaldal og Kröflu sem voru til sýnis. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa LV, var mestur fjöldinn í Hrauneyjafossvirkjun eða um 3.000 en alls er talið að um 5.000 manns hafí lagt land undir fót og nýtt sér tækifærið um helgina. Tíu forsvarsmenn Landsvirkjunar voru til staðar á stöðvunum fjórum og gafst gestum kostur á að ræða við þá. Flestir heimsóttu Hrauneyjafoss, þar sem Friðrik Sophusson forstjóri svaraði fyrirspurnum, og var þar nánast örtröð um tíma, að sögn Þorsteins. „Það komu þangað um 3.000 manns. f Blöndu komu um þúsund, fímm hundruð í Laxá og fimm hundruð manns í Kröflu. Maður hafði fregnir af fólki sem heimsótti fleiri en eina stöð; voru í Hrauneyjafossi fyrri daginn, fóru Sprengisand og litu inn í Blöndu daginn eftir. Fólk var spennt að skoða og kunni vel að meta tækifærið sem gafst til að spjalla við forsvarsmenn fyrir- tækisins um hitt og þetta sem varðar starf- semi fyrirtækisins," segir Þorsteinn. Rafbfll við Blöndu Við Blöndu var verið að prófa rafbíl af Peugeot-gerð í eigu fyrirtækisins, að sögn SÉÐ yfir vélasal Hrauneyjafossvirkjunar, yfir stærstu vélasamstæðu í landinu. Þorsteins. „Við höfum notað hann í kynning- arskyni og til þess að minna á að rafmagnið er umhverfisvænt og hagkvæmur orku- gjafi.“ Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnar- formaður Landsvirkjunar, var í móttöku- nefndinni í Kröfluvirkjun ásamt íleiri starfsmönnum fyrirtækisins og hann var mjög ánægður með hvernig til tókst. „Til- gangurinn er að vekja athygli á starfsemi Landsvirkjunar og mikilvægi hennar fyrir land og þjóð.“ Yfirskrift dagskrárinnar var „Lands- virkjun í réttu ljósi“ til að minna á „þá stað- reynd sem kann að hafa gleymst í um- ræðunni um virkjanir og umhverfismál að undanförnu", eins og segir orðrétt í frétta- tilkynningu LV, „að rafmagn er mun um- hverfisvænni aðferð en flestar aðrar þjóðir geta notfært sér.“ I fréttatilkynningu Landsvirkjunar kemur fram að fyrirtækið stendur nú fyrir átaki til að efla samstarf við „nágranna sína um um- hverfismál og ferðamennsku" í þeim tilgangi að gera svæðin við virkjanir þess enn vinsælli en þau eru nú þegar. Fram kemur að gestir eru velkomnir í stöðvar Landsvirkjunar flesta daga þar sem því verður við komið og er það auglýst við aðkomuna að þeim. Opið verður alla eftir- miðdaga fram á haust á ofannefndum fjórum stöðum. Bunan úr berginu er forvitnileg fyrir unga buslara. Morgunblaðið/Arnaldur Dælan látin ganga fyrir fólk á öllum aldri. Vatnshlaup og bunandi bjargvið Gvendarbrunna TALIÐ er að á þriðja þúsund manns hafi þegið boð Vatns- veitu Reylyavíkur á „Degi vatnsins“, sl. laugardag, og skoðað sig um við Gvendar- brunna. Margir tóku einnig þátt í hlaupi sem þreytt var í tilefni dagsins og jafnframt 90 ára af- mælis Vatnsveitunnar. Fjölmargir nýttu sér faekifær- ið til að skoða stöð Vatnsveitunn- ar við Gvendarbrunna þar sem getur að líta safn og upplýsingar um vatnskerfi borgarinnar, að sögn Hólmsteins Sigurðssonar vatnsveitustjóra. „Þama er hægt að sjá teikningar af lögnum og aðrar fróðlegar upplýsingar um hvernig staðið er að verki og hvernig tæki em notuð.“ Gestir nutu tilsagnar starfs- manna Vatnsveitunnar í stöðv- arhúsinu en þar ber margt for- vitnilegt fyrir augu, ekki síst fyrir unga viðskiptamenn veit- unnar; til dæmis rennandi vatns- krana sem hangir í lausu lofti og vatnsbunu sem stendur út úr bjargi. Góð þátttaka í H20-hlaupinu Alls 563 tóku þátt í víðavangs- hlaupi Vatnsveitunnar sem hald- ið var í tilefni af 90 ára afmæli VR. Alfreð Þorsteinsson, for- maður veitustofnana, ræsti hlauparana laust eftir hádegi en hlaupið var eftir skógarstígum í Heiðmörk í prýðisveðri. Vegna góðrar þátttöku í þessu fyrsta viðavangshlaupi sem stofnunin stendur fyrir er líklegt að haldið verði annað H20-hlaup að ári. Allir þátttakendur fengu verðlaunapening, bol og vatns- brúsa að gjöf en sigurvegarar í hverjum flokki bikar að auki. 141 tók þátt f 10 km hlaupi þar sem keppt var í níu flokkum en 422 Iétu sér nægja 3,5 km skemmtiskokk. Urslit hlaupsins em birt á heimasiðu Vatnsveit- unnar (www.vatn.is). Dagur vatnsins hefur áður verið haldinn 4 til 5 sinnum siðasta áratuginn, að sögn vatnsveitustjóra. „Þetta hefur verið mjög jákvæð kynning og henni verður áreiðanlega haldið áfram,“ segir Hólmsteinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.