Morgunblaðið - 17.08.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 17.08.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 33 LISTIR Ný og gömul menning Fleira en steingerv- ingar í boði Borgarminjaverðir og forstöðumenn minja- safna á Norðurlöndum ræddu gamla og nýja --------T------------------- menningu í Arbæjarsafni. Jóhann Hjálmars- son þóttist greina ofurlitla togstreitu milli hins gamla og nýja á málþinginu. MÁLÞINGIÐ í Árbæjarsafni á föstudaginn var hluti heimsóknar norrænna borgarminjavarða og for- stöðumanna minjasafna hingað og má segja að tilgangurinn hafí verið að læra af reynslu menningarhöfuð- borganna fyrrverandi, Kaupmanna- hafnar og Stokkhólms. Reykjavík og Helsingfors verða meðal menning- arborga árið 2000 og sama ár heldur Oslóborg upp á þúsund ára afmælið. Nanna Hermannson frá Stokk- hólmi lýsti sjónarmiðum sínum, Leena Arikio-Laine var fulltrúi Helsingforsborgar, Trond Gjerdi kom frá Osló og Jörgen Selmer frá Kaupmannahöfn. Þórunn Sigurðar- dóttir, stjómandi menningarborgar- árs Reykjavíkur, gerði grein fyrir helstu hugmyndum og framkvæmd- um og Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavörður var fundarstjóri og sagði m. a. frá sýningu Árbæjar- safns, Sögu Reykjavíkur frá býli til borgar, sem opnuð verður 1. apríl árið 2000. Björk og Baldur Þórunn Sigurðardóttir nefndi meðal helstu atburða menningar- ársins í Reykjavík Raddir Evrópu á gamlárskvöldi 1999 þegar Björk syngur með evrópskum kórum menningarhöfuðborganna allra, tíu ungra söngvara frá hverju landi, í Perlunni og síðan aftur 26. ágúst 2000 í Laugardalshöll. Eistlending- ui-inn Arvo Párt mun semja tónlist- ina en stjómandi verður Þorgerður Ingólfsdóttir. Annan stórviðburð nefndi Þór- unn, heimsfrumflutning Baldurs eftir Jón Leifs í Laugardalshöll 18. ágúst þar sem innlendir og erlendir stjórnendur láta að sér kveða með Finnann Leif Segerstam í farar- broddi og landa hans Jorma Uotinen og að auki Hörð Áskelsson. Baldur verður einnig fluttur í Björgvin og Helsingfors, en verk- efnið fékk hæsta framlag menning- arársins. Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Borgarminjaverðir leggja á ráðin í Árbæjarsafni. Trond Gjerdi, Nanna Hermannson, Jörgen Selmer og Leena Arikio-Laine. Þórunn Sigurðarddttir Sitt af hverju Ymislegt af því sem kom fram í erindum borgarminjavarðanna var afar fróðlegt en gildi þess er líklega einkum bundið við kollega þeiiTa og vitanlega stjómendur menningar- borga. Nanna Hermannson gat um umræðu um fjárframlög og þá helst að frjálsir hópar hafí talið að stofn- Margrét Hallgrímsdóttir anirnar gætu séð um sig sjálfar. Einnig þau sjónarmið að stofnan- imar þyrftu að gæta þess að erindi þeirra til samtímans væru ekki of aldurhnigin. Hún taldi að margar uppákomur menningarhátíðarinnar í Stokkhólmi, ekki síst þær sem vora í djarfara lagi, hefðu náð til al- mennings, en söfnin hefðbundnu hefðu líka verið vel sótt. Heyrst hafi raddir um að of mikil áhersla hefði verið lögð á menninguna sem slíka, tækni og iðnaður ættu líka rétt á sér. Leena Arikio-Laine sagði að Helsingfors væri 450 ára og inn- fæddir Helsingforsbúar væru 40%. Hún nefndi sem vel heppnaða hug- mynd að láta fólk í gömlum búning- um, fulltrúa liðinna tíma, ávarpa vegfarendur og túlka gengnar kyn- slóðir með því að fara í hlutverk þeirra. Af þessari hugmynd um lif- andi persónur hreifst Margrét Hall- grímsdóttir svo að kannski eigum við von á einhverju slíku hér heima. „Ósló hefur aldrei verið stofnuð, hún vex bara,“ sagði Trond Gjerdi og bætti við að sagnfræðingar hafi ekki mótmælt þeirri ákvörðun að telja borgina 1000 ára. Ekki verður lögð áhersla á söguna í Ósló heldur samtímann, m. a. ílutning fólks utan af landi til höfuðborgarinnar og einnig innflytjendur. Samsetning Óslóarbúa yrði í forgrunni. Menningarár örva I Kaupmannahöfn 1996 var öll áhersla lögð á samtímann, það sem var að gerast, að sögn Jörgens Sel- mer. Hið alþjóðlega var Hafnarbú- um mikilvægt. Deilt var hart um peninga og framlög. Vandamálið var kannski of viðamikil dagskrá, en hún bætti þrátt fyrir allt ímynd borgarinnar og nú era menn já- kvæðari en áður að halda áfram en í öðram anda. Selmer sagði að fjöl- miðlarnir hefðu í fyrstu verið mjög gagnrýnir, en þegar erlendir blaða- menn fóra að hrósa ýmsum atriðum hefðu neikvæðir danskir skriffínnar snúið við blaðinu. Ferðamannastraumur til Kaup- mannahafnar jókst í kjölfar menn- ingarársins. Nú er lagt kapp á að halda veglega upp á samstarf Kaup- mannahafnar og Málmeyjar á næsta ári. Borgarminjaverðir þurfa vitan- lega að gæta þess að sýningar séu í takt við tímann. Eftir umræðum í Árbæ að dæma er ástæðulaust að óttast að sýningarnar verði einungis í formi steingervinga. Margt athygl- isvert er framundan. Dimmur drungi, döpur dramatík Morgunblaðið/Björn Björnsson Det Lille Operakor heiðrar minningu Stefáns Islandi með söng í Sauð- árkrókskirkjugarði. Det Lille Operakor Heiðruðu minningu Stefáns Islandi TONLIST Kirkjiihvoll KAMMERTÓNLEIKAR Á KLAUSTRI Jón Ásgeirsson: 4 lög úr Svartálfa- dansi; Saint-Saens: Klarínettsónata Op. 167; Duparc: 4 sönglög; Chaus- son: Chanson Perpetuelle Op. 37; Fauré: Píanókvartett í c Op. 15. Sól- rún Bragadóttir, sópran; Gerrit Schuil, píanó; Guðni Franzson, klar- ínett; Edda Erlendsdóttir, pianó; Sig- rún Eðvaldsdóttir og Sigurlaug Eð- valdsdóttir, fíðlur; Helga Þórarins- dóttir, víóla; Luc Tooten, selló. Laug- ardaginn 14. ágúst kl. 17. AÐRIR tónleikar Kammertón- leika á Kirkjubæjarklaustri 1999 hófust um fímmleytið á laugardag- inn var við ekki minni aðsókn en daginn áður. Fyrst á dagskrá voru 4 lög úr bálki Jóns Ásgeirssonar við Svartálfadans Stefáns Harðar Grímssonar. Líkt og fyrri daginn lét tónleikaskráin duga að láta tón- listina tala sínu máli, en stílg- leggstu áheyrendur hafa væntan- lega fundið á sér að lögin hlytu að vera fremur ný af nálinni. Sólrún Bragadóttir og Gerrit Schuil fluttu fyrst Þegar undir skörðum mána, þar sem hlustand- inn veitti aðallega tveim þáttum í píanóleiknum eftirtekt, „skörðótt- um“ hljómum hægri handar og „undirlátum" fallandi ferundum í vinstri, sem reyndust gegnum- gangandi í öllu laginu. Eins og í eftirfai-andi lögum Jóns virtist hér kveða við nokkuð nýstárlegan og að sumu leyti framsæknari tón en áður, og er skondið til þess að vita, að meðan hörðustu framúrherjar gerast nú öðrum þræði háróman- tískir, verða arftakar þjóðlegrar geymdar afstraktari á sama tíma. Hin dimma og allt að því drunga- lega dramatík í Stefánslögum Jóns virtist henta vel svartfránni sópranrödd Sólrúnar, og gerðu þau Gerrit öllum frábær skil, með há- marki í syrpulok í martraðar- þrungnum Svartálfadansinum. Smávegis bar á sléttri raddbeit- ingu í Köldvísunum næst á undan, og mætti að skaðlausu heyrast meira af slíku í annars fremur ein- litri ljóðatúlkun Sólrúnar. Ekki birti til, þegar Guðni Franzson kynnti næsta atriði með stuttri hugleiðingu um hvað mörg tónskáld hefðu skrifað fyrir klar- ínett aftast á ævikvöldi - Mozart, Brahms, Poulenc o.s.frv. Sama gilti um Saint-Saéns, er samdi Sónötu sína Op. 167 á dánarárinu 1921; fremur þunglyndislegt verk, er varla náði að bregða á sólarglætu að ráði í stuttu scherzói. Kröftug beiting neðsta chalumeau-klar- ínettsviðsins við nærri nakið píanó- undirspil í Lentóinu undirstrikaði enn einmanaleika verksins, og fjar- aði loks dapurlega út á fallegu pí- anissímói í angurkyrrum lokaþætt- inum. Þeir Guðni léku margt mjög vel, en ekki var samt alveg laust við að heyra mætti hér og þar, líkt og í Mozart-kvintettinum kvöldið áður, vísbendingu um að ekki sé seinna vænna að fremsti framúr- stefnuklarínettleikari landsins fari að rifja upp gömlu meistarana eftir langvarandi útlegð í tónlist kom- andi alda. Áfram hélt svartnættið í fjórum ástríðufullum lögum Duparcs um andhverfu ástarinnar í túlkun Sól-. rúnar og Gerrits. Fátt var hér fyrir neðan forte, og lentu höfundur og túlkendur því fljótt í sjálfheldu, þar sem forsenda sannrar dramatíkur - veikleikinn og stigmögnun hans - nýttist ekki sem skyldi. Þótt ekki skorti glæsileg tilþrif, urðu lögin óhjákvæmilega tilbreytingarlaus og langdregin. Enn var slegið á dapra strengi eftir hlé með stuttu verki en fal- legu eftir Chausson, Chanson Perpetuelle Op. 37 fyrir sópran, pí- anó og strengjakvartett í skínandi góðum flutningi efsttaldra sex- menninga með Eddu Erlendsdótt- ur við píanóið. Loks fluttu þau Edda, Sigiún, Helga og Tooten lík- lega vinsælasta kammerverk Ga- bríels Fauré, Píanókvartettinn í c- moll Op. 15. Það er kannski ekki sízt innþáttunum að þakka, glettn- islegu scherzói með snörpum í-ytmískum tilþrifum, og ægifalleg- um Adagio-þætti, sem ber í sér Mozart-kennda depurð undir niðri við pottþétta Brahmslega útfærslu efnisþátta, og kom allt mjög fallega fram í vel samstilltum hópleik. Útþættirnir tókust aftur á móti ekki eins vel. Aðallega fyrir þá sök að sterkustu staðir urðu of sterkir - a.m.k. fyrir hljómburð salarins, sem kann að hafa grófgert útkom- una meir en flytjendur náðu sjálfir að heyra. Píanóið fór þar í einn graut og hreif annað með sér líkt og malandi hringiða. Það var synd, því ekki virtist skorta innlifun og spilagleði, en hljómvistaraðstæður þar sem spilendur sitja í þröngum hnapp á litlu sviði, virðast því eftir þessu að dæma kalla á ákveðna varúð. Ríkarður Ö. Pálsson Sauðárkróki. Morgunblaðið. Det Lille Operakor frá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn héldu tónleika í Sauðárkrókskirkju í tón- leikaferð sinni hingað til lands. Kórinn þurfti að syngja fjölmörg aukalög og í lokin risu gestir úr sætum og þökkuðu listamönnunum með langvinnu lófataki. Fyrr um daginn mátti segja að skini við við sólu Skagafjörður þegar Óperukór- inn fór í Sauðárkrókskirkjugarð að legstað Stefáns íslandi Guðmunds- sonar og heiðraði með söng minn- ingu þessa ástsæla listamanns sem um árabil var fastráðinn söngvari við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn. Var fjörðurinn baðað- ur sól og mátti segja að allt leggð- ist á eitt með að gera þessa stund bæði fagra og eftirminnilega. Félagarnir í Óperukórnum komu til Islands á vegum danska sendi- ráðsins í Reykjavík en það var Ræðuklúbbur Sauðárkróks í sam- vinnu við Kirkjukór staðarins sem annaðist móttöku gestanna sem dvöldu í Skagafírði í fjóra daga, brugðu sér meðal annars á hest- bak, fóru í Drangeyjarsiglingu og skoðuðu héraðið undir leiðsögn heimamanna. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.