Morgunblaðið - 17.08.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 17.08.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 49 UMRÆÐAN Skellir í hurðum AÐALSTEINN Ingólfsson hefur gerst krossfari. Ekki er vitað hvort hann hefur fundið ki'ossferðina einu og sönnu, en í bili virðist hann láta sér nægja að losa hinn mennt- aða heim við Einar Hákonarson. Hefur hann þar væntanlega eitt- hvað að sýsla. Ekki er vitað til þess að hann hafi til þess fullmakt, en hann er tekinn til við að rétta hlut listfræðinga gegn fólsku lista- manna. Ákafur og baráttufús flaðr- ar hann jafnvel upp um Selmu sál- ugu og Björn Th. Ekki er enn vitað hvað listfræðungum finnst um þessa liðveislu. Einar Hák er skap- stór maður og satt segir Aðal- steinn, hann hefur skellt hurðum. En hversu oft hefur hurðum verið skellt á Aðalstein og hverjir hafa gert það? Listamenn hefðu eflaust margir viljað það en ekki haft að- stöðu eða tækifæri til þess. Og þá vfloir söguni að kollegum Aðal- steins. í þeim selskap mun honum lengi hafa verið núið um nasir að menntun hans væri ekki upp á marga fiska, að listsögu hafi hann einungis tekið sem aukafag. Dokt- orar eru ekld líklegir til að mis- kunna sig yfir gaggó-mann í faginu. Ljótt er ef satt er og hart í öðru eins kjaftafagi að hafa ekki einu sinni fullgild próf. Hver skellti hurðum þegai’ hann fór frá Kjar- valsstöðum? Hver stuggaði honum út fyrir dyr í Listasafni Islands? Hann ætti kannski að endurskoða krossferð sína og snúa sér að list- fræðingum. Fyrr á öldinni auglýstu menn í blöðum, að þeir tækju að sér að skrifa minningargreinar. Núna væri kannski ekki svo fráleitt að fá fagmenn í þann bransa. Aðalsteinn gæti auglýst: Penni til leigu, tek að mér að skrifa hvað sem er um hvem sem er, sérgrein upphafnir formálar. Og nú er hann aftur á byrjunarreit, dottinn niður á síður Dagblaðsins. Hvers vegna er þetta fyrirsagna-, bfla- og fótboltablað að eyða púðri sínu á menningu? Það mætti annars sem hjálp í viðlögum gauka að þeim heilræði. Þeir gætu komið sér upp sjálfsölum og merkt þá myndlist, bókmenntir o.s.frv. Þegar vantar myndlistargagnrýni skal ýta á myndlistartakka og þá kemur út valkyrja í naumhyggju- herklæðum með tíu boðorð að vopni. Hún syngur svo í belkantó konseptlagið tíu sinnum: Ég er á móti málverki, ég er á móti mál- verki, fram á efsta dag og þá lætur málverkið vonandi undan. Hvar skyldi Aðalsteinn annars ætla að bera niður næst? Það skyldi þó aldrei vera listasafnið á Selfossi. Vonandi eru hurðir þar. í Miðbæn- um hefur verið sett upp víggirðing, gaddavír sem strengdur hefur verið frá Nýlistasafni niður í Ingólfsstræti með viðkomu í lítilli trúboðsstöð í Víðsjárþætti útvarpsins. Kastala- herrar og -frúr eru flest orðin all- Stórhöfða 1", við Gullinbrú, s. 5(>7 48-i-í. www.flisí'' flis.is • nctfang: flisC'itn.is Vöggus*UY Vöggusett hæruskotin, en halda að þau séu ennþá „det sidste Skrig". Þau eru mjög fús til að hleypa inn um hliðin hvers konar nýliðum og tráskipting- um, og allir eru drifnir beint í sýn- ingamaskínuna. Hinir vígðu hafa ekki hugmynd um að utan gadda- vírsins sé fjölskrúðugur heimur. Á íslandi er löngu búið að leggja niður pólitík. I hennar stað eru komnir misstórir hópar sem kenna sig við hitt og þetta, jafnvel hugsjónir. En í raun eru allir í sama potinu, hags- munapoti. Þegar Dagsbrúnarkarlar fóru í verkfall hér áður fyrr voru þeir ekki í hagsmunapoti. Þeir voru að berjast fyrir lífi sínu. Þá var póli- Listir Listamenn hefðu eflaust margir viliað skella hurðum, segir Rjartan Guðjónsson, en ekki haft aðstöðu eða tækifæri til þess. tík á íslandi. Flestallir voru á móti þeim og kölluðu kommúnistaskrfl. Þeir höfðu ekki fyrr haft sigur með blóði og tárum en allt var reytt af þeim aftur. Þeir sem hrópuðu að þeim fengu svo pró- sentvís hækkun. Stundum berast fregn- ir af klofningi í bæjar- stjórnum og hrepps- nefndum, en þar eru menn oftast markaðir hver sínum flokki eins og hrútar. Það er óð- ara rokið með klofn- inginn í fjölmiðla, en það fæst aldrei botn í um hvað er deilt. Trún- aðarbrestur hefur um skeið verið tískuorðið. Hin raunverulega ástæða, hagsmunapot, nefnd frekar en snara mans húsi. Skyldi annars Kjartíin Guðjónsson er ekki í hengds vera raun- hæft að ætlast til að menning geti þrifist í skugga eða slqóli hreppsnefnda? Mig grunar að Einar hafi verið haldinn granda-’' leysi hins ókunnuga og orðið fyrir stórslysi. En það verður trúlega ekki mikið mál að fá þennan sýningarskála til að bera sig. Fnykur af frönskum og gos í kóki eru orðin að þjóðlegri skítalykt sem umlykur landið. Með því að bæta við þetta spilakössum getur skálinn malað gull og hættum svo bara þessu menningarkjaftæði. Höfundur er Iistmálari. Utsala á öllum bama- og unglingafatnaði Gerðu góð kaup íyrir skólann! Tilboð á bakpokum! HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL — Skeilunni 19 - S. 5681717- Opið mánud.- föstud. kl. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.