Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 54
■^54 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 KÍNAFERÐ LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGINN 23. apríl keyrð- um við að Badaling-hluta Kínam- úrsins. I Badaling er Kínamúrinn hæstur og eins er þessi hluti múrsins á hernaðarlega mikilvæg- um stað. Sagt er að Kínamúrinn sé eina mannvirkið á jörðinni sem sjáan- legt er berum augum frá tunglinu. Leiðsögumenn okkar sögðu frá ■•fc’því að nýlega hefðu egypsku pýramídarnir og hollensku flóð- varnargarðamir þó einnig sést. Erfitt er hins vegar að finna ör- uggar heimildir um hve mörg mannvirki á jörðinni hafi sést utan úr geimnum, hver sá þau og hvenær. Á kínversku nefnist Kínamúr- inn Wan Li Chang Cheng, þ.e. múr hinna 10.000 li, en li er mæli- eining er samsvarar 500 metrum. Wan er kínverska orðið yfir 10.000, tákn ólýsanlegrar stærðar, enda byggingarsögulegt afrek að menn skuli hafa reist jafnlanga byggingu. Stundum er Kínamúr- inn einfaldlega nefndur Chang Cheng eða „Langi múr“. Kínam- úrinn, sem er 6.400 km að lengd, að meðaltali 8 m að hæð og 7 m að breidd, liggur að því er virðist í endalausum sveigjum og snúning- um frá Gula hafinu, í gegnum 5 héruð og 2 sjálfstjórnarsvæði í Kína og gegnum Gobi-eyðimörk- ina. Elsti hluti múrsins er frá 5. öld f. Kr. en talið er að fyrsti keis- arinn í Kína, Qin, hafi þegar árið 220 f. Kr. ákveðið hvar múrinn ^skyldi liggja. Hermenn og bænd- ur, frá öllum héruðum Kína, unnu þá nauðungarvinnu sem bygging múrsins var og eyddu í það mörg- um árum ævi sinnar. Flytja varð mörg hundruð kílógramma stein- blokkir upp snarbrattar hlíðar og kostaði það mörg mannslíf. Tilgangurinn með byggingu múrsins var að byggja sjáanleg landamæri og jafnframt varnar- virki til að halda barbörunum úr vestri og öðrum óvinum frá Kína. Kínamúrinn hefur ekki gegnt því hlutverki sínu. Kínamúrinn var t.d engin hindrun fyrir Manehu-her- sveitir er gjörsigruðu Kína á tím- um Mingkeisara- veldisins, árið 1644. Á friðartímum var múrinn eftir- látinn veðrum og vindum og grotn- aði hann smátt og smátt niður. Bændur sáu í múr- num ágætis bygg- ingarefni og á dög- um Menningar- byltingarinnar (1966-1976) byggðu hersveitir heilu herskálana úr múrnum. Nú hefur hins vegar verið hafist handa um að viðhalda og varð- veita Kínamúrinn. Maó Tze Tung sagði eitt sinn að menn væru ekki hetjur íyrr en þeir hefðu komið á Kínamúrinn. Þenn- an fostudag, í apríl- mánuði síðasta árs aldarinnar, bættust Islendingum 80 hetjur. Við klifum öll Kínamúrinn. Eftir nokkra göngu upp múrinn rann upp fyrir manni hvað Maó átti við með hetjuumsögn sinni. Það var bara nokkuð bratt á köflum en þegar upp var komið blasti við fagurt útsýni yfir fjöll... og meira af Kínamúrnum. Þegar niður var komið var verzlað í minjagripasölubúðum á staðnum. Kínversk höfuðföt með áfastri fléttu og sönnunargögn eins og Islenskir Kínafarar, í ferð Lögfræðingafélags íslands, á Kínamúmum, eina mannvirki jarðar sem sést bemm augum frá tunglinu. Islenskir lögfræðingar í heimsókn í Hæstarétti Kína. Himnahofið. bolir með áritunum um að viðkom- andi hefði klifið Kínamúrinn voru einn vinsælasti vamingurinn. Fundir með ráðamönnum I ferðinni voru haldnir fundir með ráðamönnum í Kína, forseta Steingrímur Gautur Kristjánsson og leirherinn í Xian. ACLA (All China Lawyers Associ- ation), Ren Jisheng og öðrum framámönnum Lögfræðingafélags Kína, Gao Changli, dómsmálaráð- herra Kína, Liang Guoquing, vara- ríkissaksóknara Kína, og Cao Zhi, varaforseta kínverska þingsins. t\\Tt Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Dómsmálaráðherra Kína upp- lýsti okkur m.a. um að kínverska þjóðin nyti mestu mannréttinda í heiminum. Jafnframt kom fram í máli dómsmálaráðherra að aðbún- aður fanga í kínverskum fangels- um væri til fyrirmyndar og Vest- urlandabúar hefðu mjög brenglaða mynd af fangelsismálum í Kína og létu ekki sannfærast fyrr en þeir sæju fangelsin með eigin augum. Þess má geta að við fengum ekki að sjá kínverskt fangelsi. Hjá vararíkissaksóknara voru m.a. dauðarefsingar til umræðu. Sökum mikils mannfjölda í Kína, en þar búa 1200 milljónir manna, eru dauðarefsingar við lýði, vegna varnaðaráhrifa þeirra. Liang Gu- oqing sagði að farið væri varfærn- islega í að beita þeim og þeim væri einungis beitt er nauðsyn bæri til. Fram kom að sökunautar væru teknir af lífi 2 árum eftir Ufláts- dóm. Vararíkissaksóknarinn sagði að möguleiki væri að breyta lííláts- dómi í lífstíðarfangelsi ef hinn seki bryti ekki af sér á tveggja ára tímabilinu. Samkvæmt lögum þarf þó samþykki Hæstaréttar til þess að breyta líflátsdómum í lífstíðar- fangelsi. Frægasta dæmi um líf- látsdóm, sem breytt var í lífstíðar- fangelsi, er líklega dómurinn yfir Jiang Qing, eiginkonu Maós, ein- um meðlima fjórmenningaklíkunn- _ Allt lagakerfí Kína er að breytast Mjög fróðlegt var að fá innsýn í störf einkarekinnar lögmannastofu í Kína, segir ^ Ragnheiður Jónsdóttir í síðari grein sinni. Stofan endurspeglar vel hve hratt allt laga- kerfí og -umhverfí í Kína er að breytast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.