Morgunblaðið - 17.08.1999, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 17.08.1999, Qupperneq 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Kramnik SKÁK Las Vegas HEIMSMEISTARAMÓTIÐ f SKÁK 30. júh' - 29. ágúst LIVIU-DIETER Nisipeanu (2.584) heldur áfram að koma á óvart á heimsmeistaramótinu í skák. í fímmtu umferð lagði hann Shirov (2.734) með því að sigra í seinni kappskákinni. Nisipeanu var óþekkt- ur skákmaður fyrir heimsmeistara- mótið og skákáhugamenn voru varla búnir að læra nafnið á honum þegar hann hafði lagt þrjá af sterkustu skákmönnum heims: Ivanchuk, Shirov og Azmaiparashvili. Önnur úrslit sem komu á óvart í fimmtu umferð var sigur Michael og Shirov Adams á Vladimir Kramnik, en hann ásamt Shirov var sigurstranglegast- ur á mótinu samkvæmt veðbönkum. Jafnt var í einvígi þeirra Adams og Kramniks eftir fjórar skákir, en Ad- ams tókst að vinna báðar 15 mínútna skákirnar. Það hefur margsinnis komið í ljós að stutt einvígi og mikill hraði heimsmeistarakeppninnar tek- ur verulega á taugar skákmanna. Michael Adams virðist einfaldlega standast betur þetta álag heldur en margir aðrir og það hefur ráðið úr- slitum. Onnur úrslit í fímmtu umferð urðu þau, að Akopian vann Movsesian og Khalifman vann Judit Polgar. Sjötta umferð, fjögurra manna úr- slit, hófst á sunnudagskvöld. Einvíg- in lengjast nú úr tveimur kappskák- um í fjórar. Úrslit fyrstu skákar urðu þessi: fallnir út Adams - Akopian 0-1 Khalifman - Nisipeanu V2-V2 Nisipeanu heldur sínu striki, en Adams er strax kominn í erfíða stöðu. Það skyldi þó ekki vera að við fengjum að sjá heimsmeistaraeinvíg- ið Nisipeanu gegn Akopian? VISA-Iokamótið Áttunda umferð í lokamóti VISA- stórbikarkeppninnar var tefld á laugardaginn. Helgi Ólafsson gerði jafntefli við Heikki Westerinen, Helgi Áss vann Færeyinginn Heini Olsen, en Jón Viktor tapaði fyrir al- þjóðlega meistaranum Nikolaj Bor- ge. I níundu umferð, sem tefld var á sunnudag, gerði Helgi Áss jafntefli við Ralf Akesson, Helgi Ólafsson og Einar Gausel skildu einnig jafnir, en Jón Viktor sigraði Torbjorn Ringdal Hansen. Staðan á mótinu er þessi að níu umferðum loknum: 1. Tiger Hillarp Persson 7 v. 2.-3. Simen Agdestein 6‘Av. 2.-3. Sune Berg Hansen m v. 4.-5. Helgi Áss Grétarsson 5‘A v. 4.-5. Einar Gausel 614 v. 6.-7. Helgi Ólafsson 5v. 6.-7. Jonny Hector 5 v. 8.-9. Jón V. Gunnarsson 414 v. 8.-9. Ralf Akesson 414 v. 10.-11. Lars Schandorff 4 v. 10.—11. Heikki Westerinen 4 v. 12. Nikolaj Borge 214 v. 13. Torbjorn R. Hansen 114 v. 14. Heini Olsen 1 V. Björn Þorfinnsson sigrar á helgarskákmóti Björn Þorfínnsson sigraði á helg- arskákmóti Taflfélags Reykjavíkur sem haldið var um helgina. Tefldar voru sjö umferðir á mótinu, fyrst þrjár atskákir og síðan fjórar kapp- skákir. Eftir atskákirnar voru þeir Björn og Sævar Bjarnason efstir á mótinu og höfðu unnið allar sínar skákir. Þeir mættust því í fjórðu umferð, en skákinni lauk með jafntefli og þeir voru því enn jafnir og efstir eftir fjórar umferðir. Kapphlaupið milli þeirra hélt enn áfram í fimmtu um- ferð, en þá sigruðu þeir báðir and- stæðinga sína. Úrslitin réðust hins vegar í sjöttu umferð, en þá tapaði Sævar fyrir Matthíasi Kjeld, en Björn sigraði Davíð Kjartansson. Björn gerði síðan jafntefli í síðustu umferðinni og tryggði sér þannig sigur á mótinu. Sævar náði öðru sæt- inu, en Matthías Kjeld varð þriðji. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1. Björn Þorfinnsson 6 v. 2. Sævar Bjamason 5‘/2 v. 3. Matthías Kjeld 5 v. 4. -5. Davíð Kjartansson 4*/2 v. 4.-5. Guðjón H. Valgarðsson 4/2 v. 6. Dagur Amgrímsson 4 v. 7. Guðmudur Kjartansson 3V4 v. o.s.frv. Mótið var haldið í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Skákstjóri var Rík- harður Sveinsson. Daði Örn Jónsson ATVINNU AUGLYSINGA Einkaritari Þjónustufyrirtæki óskar eftir að ráða einkaritara framkvæmdastjóra. Starfið felur í sér almenn ritarastörf, hafa umsjón með skjalasafni, annast móttöku viðskiptavina auk nokkurra sér- greindra verkefna. Hæfniskröfur: • Góð kunnátta í ritvinnsluforritinu Word. • Gott vald á íslensku. • Sjálfstæði og nákvæmni í vinnu- brögðum. • Röskleiki, iðjusemi og þjónustulipurð. • Hafi getu til að vinna hratt undir álagi. í boði eru: • Góð launakjör. • Góð vinnuaðstaða. • Áhugaverð verkefni. • Samstilltur samstarfshópur. • Tæknivætt umhverfi. • Reyklaus vinnustaður. Ýtarlegar umsóknir þar sem m.a. komi fram menntun og fyrri störf ásamt ábendingum um meðmælendur sendist afgr. Mbl. merkt: „Samviskusemi — 8508" fyrir 20. ágúst. Bakari í Suðurveri Óskum eftir að ráða sjálfstæðan alhliða bakara til starfa með góðum hópi bakara. Stundvísi og snyrtimennska áskilin. Verður að geta byrjað fljótlega. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar gefur Óttar Sveinsson í síma 533 3000. Bakaranemi óskast á sama stað. Eldri umsóknir óskast end- urnýjaðar. Allar nánari upplýsingar gefúr Óttar Sveinsson í síma 533 3000. Bakarameistarin n Vilt þú góða vinnu! Afleysingar. Þegar starfsfólk í daglegum ræstingum forfallast koma afleysingastarfs- menn til skjalanna. Þetta er því fjölbreytt starf þar sem farið er á mismunandi staði. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra, Síðumúla 23, kl. 10—12 og 14—16. Netfang: erna@securitas.is SECURITAS Besta ehf. í Kópavogi óskar eftir starfsmönnum: • Bókari 50—60% starf e.h. Almenn bókhaldsvinna og yfirumsjón með bókhaldsgögnum. Einnig launaútreikningur o.fl. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í bók- haldsvinnu og helst þekkingu á Navision Fin- ancials bókhaldskerfi. • Lagerstarf Móttaka vara, tiltekt pantana, ásamt afgreiðslu- störfum. Þarf að vera þjónustulundaður, skipulagður og nákvæmur. Opnunartími 8.00—17.00. Um framtíðarstörf er að ræða. Reyklaus vinnustaður. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsækjendur sendi umsóknirtil okkar: Besta ehf., starfsmannastjóri, Nýbýlavegi 18, Box 136, 202 Kópavogurfyrir 20. ágúst nk. eða sendi inn umsókn á heimasíðu okkar: www.besta.is. III MENNTASKÓUNN f KÓPAVOGI Ræsting Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmenn til dagræstingar í heilsárs störf. Um er að ræða 5 hálf störf ræsta, 4 stundir á dag. Laun eru skv. samningi Framsóknar og fjár- málaráðuneytis. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skól- ans í síma 544 5510 og þangað ber að skila umsóknum í síðasta lagi 20. ágúst. Skólameistari. Knattspyrnuþjálfari íþróttafélagið Leiknir í Breiðholti óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Æskilegt er að hann geti byrjað 1. september. Hæfniskröfur: íþróttamenntun eða maður með reynslu. Upplýsingar í síma 861 1408 eða 861 1164, á kvöldin 567 7384 eða 587 0179. Fólk með reynslu Hjón á miðjum aldri, leikskólakennari og húsa- smíðameistari, eru reiðubúin að takast á við ný verkefni. Áhugasamir hafi samband á netinu jonnir@simnet.is eða í síma 863 9371. Sérhæft skrifstofustarf Opinber stofnun óskar eftir að ráða starfskraft í sérhæft skrifstofustarf. Um er að ræða krefjandi framtíðarstarf þar sem mikillar nákvæmni er þörf og mikið reynir á mannleg samskipti. Leitað er að einstaklingi sem hefur eftir- farandi hæfileika: • Fullkomna kunnáttu í Word og Excel • Góða íslenskukunnáttu • Geti sjálfstætt ritað bréf og greinar- gerðir • Geti greint aðalatriði frá aukaatriðum • Sé skipulagður, geðprúður og sam- starfsfús • Sé talnaglöggur, afkastamikill og röskur • Hafi góða háskólamenntun eða sam- bærilegt nám. í boði eru góð launakjör og góð yinnu- aðstaða miðsvæðis í Reykjavík. Áhuga- verð verkefni í reyklausu umhverfi. Öllum umsóknum verður svarað og full- um trúnaði er heitið. ítarlegar umsóknir er m.a. tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 20. ágúst merktar: „Sérhæft — 8509". Menntaskólinn í Reykjavík Matráður óskast Starfsmaður óskast til að sjá um kaffi og aðrar veitingar í mötuneyti starfsmanna Menntaskól- ans í Reykjavík. Ráðið er í starfið frá 24. ágúst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytisins. Starfið var auglýst 22. júlí og er umsóknarfrestur nú framlengdurtil 22. ágúst. Umsóknir berist skrifstofu rektors. Nánari upplýsingar veita rektorog konrektor í síma 551 4177. Rektor. Verkamenn Óskum eftir verkamönnum til starfa sem fyrst. Framtíðarvinna. Upplýsingar í síma 511 1522 milli kl. 8 og 16. Eykt ehf Byggingaverktakar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.