Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 76

Morgunblaðið - 17.08.1999, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI569 1100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 17. AGUST 1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristján Gömlu skipa- númerin tekin upp ÁKVEÐIÐ hefiir verið að setja gömlu skipanúmer Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. aftur á togara fyrirtækisins. í gær var verið að mála yfir einkennisstafi Kaldbaks EA 301 og setja EA 1 í staðinn. ÚA á skipanúmerin EA 1 til 7 en skip félagsins voru með þau skrásetningarnúmer í upphafi, fyrir rúmum 50 árum. Sæmundur Friðriksson, út- gerðarstjóri ÚA, sagði að nýi Svalbakur væri með skipanúm- erið EA 2, Harðbakur fengi EA 3, Sléttbakur EA 4 og Árbakur EA 5 eða 6. ÚA átti sjö skip þeg- ar mest var og gerði þá út tog- arana Sólbak og Hrímbak til viðbótar. Viljum halda skráningunni „Með þessu viljum við halda skráningunni eins og hún var í upphafi og halda í þau númer sem félagið hcfur alltaf átt. Það er ekki hægt að geyma númerin endalaust og við sjáum ekki í hendi okkar hvenær við endur- nýjum skipin.“ Sæmundur sagði að skipa- númerunum hefði verið breytt eftir að nýju skip félagsins komu en þá hafi ekki verið búið að af- skrá eða úrelda þau eldri. Á myndinni eru málaramir Hann- es Skaftason og Stefán Hrólfs- son að mála nýtt númer á Kald- bak. Yfir 10 þús- und undir- skriftir ALLS hafa yfír 10 þúsund manns * -*■ skrifað undir mótmæli við áform borgaryfirvalda í Reykjavík um byggingar í austurhluta Laugardals. Stjóm samtakanna Verndum Laug- ardalinn fagnar ummælum borgar- stjóra um að borgaryfirvöld muni taka tillit til álits borgarbúa á fyrir- huguðum framkvæmdum. I frétt frá samtökunum segir að árið 1986 hafi safnast rúmlega tíu þúsund undirskriftir þeirra sem and- mæltu byggingu ráðhúss við Reykja- víkurtjörn. Það sé sá fjöldi sem Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hafi sagt vera almenna andstöðu og borgaryfirvöld muni ekki hunsa. --------------------------- Tók bíl í misgripum ÖKUMAÐUR bfls kom á lögreglu- stöð á Selfossi til að tilkynna að hann hefði tekið ranga bifreið af bflastæði í Reykjavík. Maðurinn sagði að tveir eins bflar hefðu verið hlið við hlið. Ökumaðurinn hafði lagt bifreið sinni og skilið kveikjuláslykla eftir meðan hann sinnti stuttu erindi. Að því loknu hefði hann sest undir stýri rangrar bifreiðar sem var sömu gerðar og virðist einnig hafa verið skilin eftir með kveikjuláslykla. Það var síðan ekki fyrr en ökumaðurinn var kominn vel út fyrir borgarmörk- 'in að hann uppgötvaði mistök sín. Óvenjumikil eftirspurn eftir fólki í margs konar störf Erfitt að manna láglaunastörfin MJÖG mikil eftirspurn virðist vera eftir fólki í ýmiss konar störf um þessar mundir og mátti m.a. sjá merki þess í atvinnuauglýsingum Morgunblaðsins á sunnudaginn síðasta. Varlega áætlað voru þar um 350 til 400 störf auglýst laus til umsóknar. Áberandi voru auglýs- ingar matvöruverslana sem og smærri sérvöruverslana á höfuð- borgarsvæðinu eftir fólki í t.d. af- greiðslu- og lagerstörf en einnig gat að líta auglýsingar eftir leik- skólakennurum, hjúkrunarfræð- ingum, fólki til ræstinga, sérfræð- ingum ýmiss konar, verkstjórum Hattar seldust upp á tveimur tímum ALLIR hattamir sem til voru í Hattabúð Höddu, 36 talsins, seldust upp á tveimur tímum síð- astliðinn fóstudag. Sagt var frá því sama dag í grein í Daglegu lífi í Morgunblaðinu að loka ætti búðinni og allir hattar væru á hálfvirði. Að sögn Önnu Guðjónsdóttur sem aðstoðaði eiganda búðarinn- ar, Fríði Guðmundsdóttur, við reksturinn ýtti grein Morgun- blaðsins greinilega við áhuga- sömum hattakaupendum. „Klukkan ellefu var nær allt selt og klukkutíma síðar uppselt fyrir utan nokkur slör sem við áttum. Við lokuðum því búðinni nokkr- um dögum fyrr en ætlunin var,“ segir Anna og bætir við að sleg- ist hafi verið um hatt sem tekinn hafi verið í sölu á laugardeginum. „Þetta voru fínir hattar og filt- hattar sem við seldum og allir á mjög góðu verði,“ segir Anna. Hún segir viðskiptavini hafa haft á orði að þeir myndu sakna búð- arinnar og að þeir fengju hvergi eins fína hatta og í Hattabúð Höddu. og fjármálastjórum svo dæmi séu nefnd. Að sögn þeirra sem til þekkja er haustið jafnan sá tími ársins sem mest er auglýst eftir starfskröft- um, þar sem sumarafleysingamenn séu að hætta og skólarnir að byrja, en talsmenn ráðningarstofa í Reykjavík segja þó eftirspurnina óvenjumikla nú og að svo hafi verið síðasta eina og hálfa árið. Þá segj- ast þeir verða varir við töluverða „hreyfingu á markaðnum" sem lýsi sér m.a. í því að fólk sé í auknum mæli farið að leita að öðrum störf- um, jafnvel á öðrum starfsvett- vangi, og að það sé tilbúið að ráða sig á nýjan stað „fái það eitthvað betra“. Mikið spurt um kerfísfræðinga Aðspurðir segja þeir mikla spurn eftir tölvunarfræðingum, kerfis- fræðingum og sérfræðingum í fjár- málastjórnun en að auki er mikið spurt um starfsmenn í afgreiðslu- og lagerstörf ýmiss konar. Mikill skortur er, segja þeir, á fólki í störf sem gjarnan eru lægst launuð, og gengur erfiðlega að þeirra sögn að manna slíkar stöður. Agla Sigríður Björnsdóttir, ráðningarfulltrúi hjá ráðningar- þjónustu Gallup, segir mikla eftir- spurn eftir fólld í það sem hún kall- ar framlínustörf, þ.e. fólki til að af- greiða í bakaríum, stórmörkuðum eða fataverslunum svo dæmi séu nefnd og tekur jafnframt fram að erfiðlega gangi að fá fólk í umrædd störf. Mikil þensla sé í þjóðfélaginu og af þeim sökum leiti fólk sem annars hefði sóst eftir þessum svokölluðu framlínustörfum fremur að öðrum og oft betur launuðum störfum, til dæmis almennum skrif- stofustörfum. „Það er til að mynda harður slagur um þessi venjulegu skrifstofustörf," segir hún. Erfitt að fá „gott fólk“ Þórir Þorvarðarson, ráðningar- stjóri hjá PricewaterhouseCoop- ers, tekur fram að mjög mikil spum hafi verið eftir starfsfólki allt síðasta ár en segist ekki frá því að eftirspurnin sé meiri nú í þessum mánuði en oft áður. „Fyrirtæki hreinlega biðja okkur að hafa sam- band við fólk sem er í vinnu til að athuga hvort það er hreyfanlegt," segir hann, en tekur fram að jafn- an sé mikil eftirspurn eftir starfs- fólki á haustin eða á þeim tíma þegar sumarafleysingafólk hættir og skólamir byrja. Aðspurður seg- ir hann að eftirspurnin sé mest eft- ir starfsmönnum sem hafi tölvu- kunnáttu, svo sem tölvunarfræð- ingum og kerfisfræðingum, en einnig segir hann að mikið sé spurt um starfsmenn í fjármálafyrirtæki, til dæmis við fjármálaráðgjöf eða verðbréfamiðlun. Hann segir á hinn bóginn erfitt að fá „gott fólk í þessar stöður“, þar sem eftirspurn- in sé meiri en framboðið. Verð- launin of verðmæt KYLFINGUR hefur verið sviptur áhugamannaréttindum sínum af áhugamennskunefnd Golfsambands íslands fyrir að hafa tekið við of verðmætum verðlaunum í opnu golfmóti fyrr í sumar. Hann má því ekki taka þátt í mótum áhuga- manna þar til hann fær rétt- indi sín aftur, en nefndin úr- skurðaði að hann þurfi að bíða þeirra í sex mánuði. Áhugamönnum á Islandi er ekki leyfilegt að taka við verð- launum í golfmóti ef verðmæti þeirra er meira en fjörutíu þúsund krónur. ■ Sviptur/B12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.