Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 11

Morgunblaðið - 20.08.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 11 FRÉTTIR REYKJA VÍKURMARAÞON 1999 Hlaupaleiðir Maraþon (2x21 km) Hálfmaraþon (21 km) 10 km 7 km 3 km Reykjavíkurmaraþon hefst á sunnudaginn Um 700 keppendur skráðir til þátttöku REYKJAVIKURMARAÞON hefst á sunnudaginn, en þetta er í 16. skiptið sem hlaupið fer fram. I gær höfðu um 700 keppendur skráð sig til þátttöku, en skráning er enn í fullum gangi og á morgun verður skráð í Laugardalshöllinni frá klukkan 11 til 17. Á meðan á hlaupinu stendur verður tveimur götum borgarinnar lokað, þ.e. Sæ- brautinni frá klukkan 10 til 16 og Lækjargötunni frá 8 til 17. Ágúst Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Reykjavíkurmara- þons, sagði að skráningin hefði gengið álíka og síðustu ár. Margir bíða með að skrá sig þar til síðustu dagana fyrir hlaupið og sagðist Ágúst búast við því að í heildina yrðu þátttakendur um 3.000 tals- ins, en mesta þátttaka í sögu Reykjavíkurmaraþons var árið 1994 er um 3.700 manns hlupu um götur borgarinnar. Keppt í 10 km línuskautahlaupi Að sögn Ágústs er þegar ljóst að metþátttaka verður í maraþon- 140 hlauparar koma frá útlöndum hlaupinu sjálfu, því um 170 kepp- endur hafa skráð sig í það. Hann sagði að af þeim 170 kæmu um 140 frá útlöndum. Keppt verður í fimm vegalengd- um: maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km hlaupi og 7 og 3 km skemmtiskokki. Auk þess verður nú í fyrsta skipti boðið upp á línu- skautahlaup, en þess er krafist að þátttakendur í því beri hlífar á úln- liðum, olnbogum og hnjám, sem og hjálm. Rás- og endamark hlaupsins er í Lækjargötu, en þaðan er hlaupið út á Seltjarnarnes, en maraþon og hálftnaraþon hlaupararnir hlaupa einnig austur í Sunda- og Voga- hverfi. Ræst verður í línuskautahlaupið klukkan 9.50, maraþon, hálfmara- þon og 10 km hlaupið klukkan 10 og í skemmtiskokldð klukkan 12.30. Allir þátttakendur, sem ljúka keppni, hljóta verðlaunapening. Þrír fyrstu keppendurnir í mara- þoni og hálfmaraþoni fá utanlands- flugmiða frá Flugleiðum í verð- laun. Fyrsti karl eða kona í 10 km hlaupinu hljóta sérverðlaun og tveir heppnir þátttakendur, annars vegar úr skemmtiskokkinu og hins vegar úr 10 km hlaupinu munu fá flugmiða frá Flugleiðum, en dregið verður um hann. Verðlaun fyrir furðulegasta hlaupabúninginn í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupi er boðið upp á þriggja manna sveitakeppni, þar sem vinnufélagar, félagasamtök eða fjölskyldur geta myndað sveitir til þátttöku. Verðlaun eru síðan veitt fyrstu þremur sveitunum í hverri vegalengd. Veitt verða sérstök verðlaun fyrir furðulegasta hlaupa- búninginn. Verðlaunaafhending fer fram á sunnudagskvöldið klukkan níu á Broadway. Bflvelta skammt frá Kotá í Skagafírði FÓLKSBÍLL ók útaf og valt um 200 til 300 metra frá Kotá í Skagafirði í fyrradag. I bílnum, sem var á norðurleið, var kona og barn, en þau voru bæði í bflbelt- um og að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki kom það eflaust í veg fyrir stórslys. Bamið slapp alveg ómeitt en konan skarst eitthvað á hendi og hálsi, en samt ekki alvarlega að sögn lögreglu. Kotárbrúin hefur verið nokkuð í umfjöllun fjöl- miðla að undanfömu, þar sem fimm slys hafa þegar orðið við brúna á þessu ári, en að sögn lög- reglu er hæpið að rekja þetta slys til brúarinnar. Súrefnísvörur Karin Herzog Kynning ídagkl. 14-18 í Hagkaupi Kringlunni, Hagkaupi Smáratorgi og Nes Apótek, Neskaupsstað. Tilboðsdagar frá 18.-21. ágúst Mikill afsláttur Gluggatjaldabútar í úrvali Komið og gerið góð kaup! epcil Skeifunni 6, sími 568 77 33. Mannvernd ályktar um skipan vísindasiðanefndar Nefndin starfí á fag legum forsendum „VIÐ treystum því að þeir einstak- lingar sem skipaðir hafa verið í vís- indasiðanefnd vinni á faglegum for- sendum og láti ekki pólitísk viðhorf hafa áhrif á störf sín,“ segir Sig- mundur Guðbjarnason, formaður stjórnar Mannverndar, samtaka sem hafa þann tilgang að vernda friðhelgi einkalífs og rannsókna- frelsi. Sigmundur bendir hins vegar á að með nýlegum breytingum á reglum um vísindasiðanefnd megi ætla að reynt verði að beita nefnd- ina pólitísloim þrýstingi. Er Sigmundur þarna að vísa til þeirra breytinga sem orðið hafa á skipan vísindasiðanefndar með nýrri reglugerð heilbrigðisráð- herra um vísindarannsóknir á heil- brigðissviði. Með nýiTÍ reglugerð er vísindasiðanefnd skipuð fimm einstaklingum. Fjórir eru skipaðir af ráðherrum en sá fimmti af land- lækni. Áður voru nefndarmennirn- ir hins vegar sjö í vísindasiðanefnd. Sex tilnefndir af læknadefld, laga- deild, siðfræðistofnun og líffræði- stofnun Háskóla íslands svo og Fé- lagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélagi íslands, en for- maður var skipaður af heilbrigðis- ráðherra án tilnefningar. í síðustu viku var gengið frá skipan aðal- manna í nýja vísindasiðanefnd eins og greint var frá í Morgunblaðinu um helgina. Stjóm Mannverndar ályktaði á þriðjudag um hina breyttu tilhögun við skipan vísindasiðanefndar og segir hana hafa vakið bæði undrun og athygli. „í Helsinkisáttmálanum um vísindarannsóknir frá 1964 er tekið fram að vísindasiðanefnd skuli vera óháð og þá einnig óháð stjómvöldum. Nýja vísindasiða- nefndin er skipuð fimm einstakling- um og em fjórir skipaðir af ráð- herrum en sá fimmti af landlækni. Vísindasiðanefnd gegnir mikilvægu eftirlitshlutverki en þessi nýskip- aða nefnd getur vart talist óháð nefnd. Hlutverk hennar er m.a. að fylgjast með framkvæmdum um- deildra gagnagrunnslaga," segir í ályktuninni. Þegar Sigmundur er beðinn að útskýra það nánar hvers vegna stjórnin álíti að nefndin geti vart talist óháð nefnd bendir hann á að áður hafi einstaklingar í nefndinni verið tilnefndir af fag- og sérfræði- hópum og á þann hátt hafi átt að vera tryggt að fagleg sjónarmið réðu ferðinni í störfum nefndarinn- ar. „Við gemm auðvitað ráð fyrir að svo verði áfram,“ segir hann, „en með þessari nýju skipan kann vel að vera og ekki ósennilegt að póli- tískur þrýstingur geti haft áhrif á störf nefndarinnar ekki síður en fagleg viðhorf. Við hins vegar leggj- um áherslu á og treystum því að þessir ágætu einstaklingar sem eiga sæti í vísindasiðanefnd vinni eingöngu á faglegum forsendum og höfum ekki ástæðu til að ætla ann- að þar sem um mæta menn er að ræða.“ Jákvæð nýmæli í reglugerð I áðurnefndri ályktun stjórnar Mannverndar segir aukinheldur að reglugerðin um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði hafi þó einnig til að bera jákvæð og athyglisverð ný- mæli. „Er það einkum tvennt, ann- ars vegar að vísindasiðanefnd skal fylgjast með framvindu rannsókna sem hún hefur samþykkt og hins vegar að ráðherra setur vísinda- siðanefnd starfsreglur. Reglurnar skulu vera í samræmi við ráðlegg- ingar ráðherranefndar Evrópu- ráðsins til aðildarríkja og Helsinki- yfirlýsingu Alþjóðafélags lækna. Jafnframt er tekið fram í þessari reglugerð að sjúklingur skal fyrir- fram samþykkja með formlegum hætti þátttöku í vísindarannsókn. Mannvernd vekur athygli á að þetta skilyrði um upplýst samþykki sjúklings nær einnig til notkunar á trúnaðarupplýsingum, þ.e. heilsu- farsupplýsingum, til vísindarann- sókna, þegar það á við. Umdeild gagnagrunnslög gera hins vegar ekki ráð fyrir upplýstu samþykki sjúklings í þessu efni og eru því í ósamræmi við reglugerð." Þvottavél ■ 0] Electrolux • 1400 snúninga vinda Tekur 5 kg. • Þvottahæfni A • Þvær á 0-95° Hljóðlát H:85 sm, B:60sm D:58 sm 84.900 kr. ('cirolnx |>\dtim'él I A\ l-loT7 |- HIISASMIÐIAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.