Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Klæðning á Grafar- vogskirkju Morgunblaðið/Sverrir Grafarvogur NÚ ERU tíu mánuðir þar til Grafarvogskirkja verð- ur vígð 18. júní nk. við at- höfn í tengslum við kristni- tökuhátið. Búið er að klæða kirkjuna að innan en á dögunum var hafist handa við að klæða kirkj- una að utan með granít- steini frá Spáni. Vigfús Þór Árnason sóknarprestur, Finnur Björgvinsson arkitekt, Hilmar Þ. Björnsson arki- tekt, Sigurður Kristinsson formaður byggingarnefnd- ar og Bjarni Grímsson for- maður sóknarnefndar fylgdust með þegar Benja- mín Gunnarsson smiður og Sigurður Orn Arnarson verkstjóri festu fyrsta steininn í klæðningunni á kirkjuna. Framkvæmdasvæðið í Mjódd. Morgunblaðið/Jim Smart Stórverslun með gróð- urvörur í Mjóddinni Mjódd FYRIR jól verður opnuð 3.500 fermetra stórverslun með gróðurvörur í norðan- verðri Mjóddinni. Gróðurvör- ur ehf., verslun Sölufélags garðyrkjumanna, stendur fyrir framkvæmdunum, og ætlar að flytja af Smiðjuveg- inum í nýja húsið fyrir jóla- vertíðina og jólatréssöluna. „Þetta er hugsað sem staður þar sem öll fjölskyldan getur komið og fundið eitthvað við sitt hæfi, sumar sem vetur,“ segir Gísli Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Gróðurvara. „Þarna verða blóm og gjafavörur og allt sem þarf til garðyrkju. Svo verður líka útisvæði fyrir plöntur. Þá verður þama ýmislegt sem snýr að heimiiinu, t.d. ýmsir innanstokksmunir og innbús- hlutir," segir Gísli. „Við höf- um tæki og tól þar sem karl- arnir hafa gaman af að vera, umhverfisvænar snyrtivörur fyrir konur og svo er mein- ingin að þarna verði góð að- staða til að setjast niður og fá sér kaffi og léttar veitingar," sagði Gísli. Hann segir að einnig verði þama gæludýra- vörur og fleira en breskt ráð- gjafarfyrirtæki vinnur nú að endanlegri útfærslu á inn- réttingum verslunarinnar og samsetningu vömflokka. 5.000 fermetra framkvæmd Gísli segir að að grunnfleti verði miðstöðin um 4.500 fer- metrar, að meðtöldum gróð- urhúsum. Grunnflötur sjálfs verslunarhússins er 3.040 fermetrar, samkvæmt upp- lýsingum frá Borgarskipu- lagi, en Gísli segir að um 300 fermetra millihæð að auki verði sett upp fyrir veitinga- hús inni í húsinu. Þá verður reist 896 fermetra vöru- geymsla á lóðinni. „Þetta verður framkvæmd upp á um 5.000 fermetra," segir Gísli. Þá verða við versl- unina 230-250 bílastæði. Nú er unnið af krafti við framkvæmdirnar. Límtrés- grind fyrir vörugeymsluna hefur verið sett upp og verið er að vinna í grunni verslun- arhússins. Víðir Bragason er húsasmíðameistari og Gísli Rafnsson er byggingastjóri við framkvæmdimar. KR-ingar fá æfingavöll við Starhaga Vesturbær REYKJAVÍKURBORG hef- ur ráðstafað tveimur ónotuð- um landspildum til KR fyrir æfmgavelli. Annars vegar er horn úr lóð Sundlaugar vest- urbæjar, sem félagið hefur notað fyrir æfingar í sumar og hins vegar eru að hefjast framkvæmdir á um 6.000 fer- metra svæði við Starhaga og Lambhaga, þar sem nú er unnið að lagfæringum til að KR-ingar geti farið að æfa sig á nýjum sparkvelli. Áð sögn Jóhannesar Óla Garðarssonar hjá þjónustu- miðstöð borgarinnar vantaði KR-inga aðstöðu í sumar því framkvæmdir á félagssvæð- inu við Frostaskjól skertu at- hafnarými féiagsins. Borgin fann þessa lausn til bráða- birgða en svæðið við sund- laugina er hluti af lóð, sem fer undir væntanlega stækkun laugarinnar. Við Starhagann fæst hins vegar ágætur æf- ingavöllur um 60x100 metrar að stærð og þar er um þessar mundir verið að vinna með jarðýtu að því að brjóta svæð- ið undir KR-inga. Þetta eru einhverjar síðustu ónotuðu landspildurnar í vesturbæn- um. Landfyllingar í Skerjafirði fyrirKR? Nokkuð er farið að þrengja að KR-ingum í vest- urbænum en forráðamenn félagsins hafa viðrað hug- myndir um varanlega lausn á þrengslunum á landfylling- um í Skerjafirði, suður af Skjólunum. Að sögn Björns Axelssonar hjá Borgarskipu- Morgunblaðið/Golli Rúna S. Geirsdóttir er að undirbúa stofnun íbúasamtaka gamla Austurbæjarins í Kópavogi. Lítið hlustað á einn en meira á okkur saman Kópavogur UNNIÐ er að undirbúningi stofnunar íbúasamtaka gamla Austurbæjarins í Kópavogi. Rúna S. Geirs- dóttir er formaður undir- búningsnefndarinnar. Hún segir að tilurð samtakanna megi rekja til baráttu fyrir bættu umferðaröryggi við Digranesveg. „Við Digranesveginn stendur barnaskóli. Umferð- in þar hefur verið allt of hröð og allt of mikil,“ segir Rúna. „íbúar hafa verið mjög áhyggjufullir yfir þessu og fengu mjög lítil við- brögð hjá embættismönnum bæjarins við kvörtunum sín- um. Þannig að hér var efnt til opins fundar 29. apríl síð- astliðinn og á hann mættu Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjómar, og Friðrik Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn í Kópavogi og emb- ættismenn bæjarins. Þar viðruðu menn þessi áhyggju- efni sín og vildu úrbætur strax. Það var tekið ágæt- lega í erindi íbúanna á þess- um fundi og jafnframt var ákveðið að stofna undirbún- ingsnefnd til að stofna íbúa- samtök til að gæta hags- muna okkar íbúanna. Við sá- um fram á að það væri lítið hlustað á okkur eitt í einu en kannski meira á okkur sam- an.“ Með Rúnu í undirbúnings- nefndinni eru Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Gunnar Matthíasson og Sveinn Ólafsson. „Við höfum verið að skoða ýmislegt sem aflaga hefur farið í hverfinu okkar að okkar mati og er- um búin að fá það í gegn að hér við Digranesveginn er kominn 30 km/klst hámarks- hraði við Kópavogsskólann. Við erum að fá í gegn fjórar hraðahindranir við veginn sem ætti að minnsta kosti að takmarka umferðarhraðann hérna,“ segir Rúna. Hún segir að umferðarmálin hafi verið unnin í mjög góðu samstarfi við skólastjórn- endur og foreldrafélag Kópavogsskóla. Hverfið, sem íbúasamtök- in eiga að þjóna, afmarkast af Gjánni, Nýbýlavegi, Bröttubrekku og Fífu- hvammi. Hvaða verkefni bíða íbúasamtakanna burt- séð frá umferðarmálum við skólann? „Það er fullt af verkefnum, sem bíður hér,“ segir Rúna. „Það sem að okkur snýr fyrst og fremst er að það hefur ekki farið framhjá neinum að uppbygg- ingin í Kópavogi hefur verið hröð en hún virðist aðallega hafa beinst í nýju hverfin. Eldri hverfin, eins og hverfið okkar sem okkur þykir vænt um, hafa setið á hakanum,“ segir Rúna. „Við erum að líta til hagsmuna hverfisins okk- ar í þessu samhengi. Við vilj- um að hér verði gerðar gönguleiðir og útivistarsvæði og hér sé umferðaröryggi í jafnmiklum metum haft og í nýju hverfunum. Sameinuð stöndum við en það er ekki hlustað á okkur hvert í sínu lagi.“ Rúna segir stefnt að formlegum stofnfundi sam- takanna í september. „Við ætlum að auglýsa stofnfund- inn rækilega og viljum að íbúarnir verði virkir í starf- inu. Okkar sjónarmið er að það sé full ástæða til að gæta hagsmuna þessa hverfis. Þetta er mjög gott hverfi, við erum vel staðsett hérna og hér er gott að vera. Við erum með góðan skóla og fleira. Við viljum standa vörð um þetta,“ sagði Rúna. Bletturinn vestan við Vesturbæjarlaugina nýt- ist KR-ingum við knatt- spyrnuæfingar. lagi eru hugmyndir um land fyrir KR-inga meðal annarra hugmynda um landfyllingar á svæðinu, sem eru til skoð- unar hjá skipulaginu en því hefur verið falið að skoða hugsanlegar fyllingar í fjörð- inn í tengslum við mál Reykjavíkurflugvallar og fleira. Morgunblaðið/Sverrir Jarðýta er þessa dagana að vinna á svæðinu sunnan við göngustíginn við Starhaga að því að útbúa nýjan æfingavöll fyrir KR-inga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.