Morgunblaðið - 20.08.1999, Side 17

Morgunblaðið - 20.08.1999, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 17 |gg W Iteikhúsvagnínn'll Leikrit í strætisvagni LEIKRITIÐ „Nóttin skömmu fyr- ir skógana" verður sýnt í strætis- vagni frá SVA í kvöld, föstudags- kvöldið 20. ágúst, kl. 21 og á sama tíma laugardagskvöldið 21. ágúst. Leikritið er eftir franska rithöfundinn Bernard Marie Koltés í þýðingu Friðriks Rafns- sonar. Leikari er Ólafur Darri Ólafsson og leiksljóri er hinn írski Stephen Hutton. Leikhúsgestum verður boðið inn í Leikhúsvagninn sem leiðir þá inn í leikhúsheiminn eða Nótt- ina skömmu fyrir skógana. Þessi nýja leið sem farin er við upp- setningu verksins leyfir aðeins 39 áhorfendur hverju sinni en nálægðin við leikarann gerir þá að virkum þátttakendum í sýn- ingunni. Miðapantanir og forsala er hjá Gilfélaginu Listasumri í síma 461-2609 en ekið verður í strætis- vagni frá Deiglunni, Kaupvangs- stræti, með áhorfendur við upp- haf sýningarinnar kl. 21 bæði kvöldin. Islandsmót í sjóstangaveiði SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG Akur- eyrar stendur fyrir sjóstangaveiði- móti í dag, föstudag og á morgun, laugardag. Mótið, sem er 36. mótið sem félagið heldur, er einnig stiga- mót í Islandsmeistaramóti stanga- veiðifélaga og á lokahófí á laugar- dagskvöldinu verða sigurvegarar í mótinu sem og íslandsmeistarar sumarsins verðlaunaðir. Morgun- blaðið ræddi við Árna Pétur Björg- vinsson hjá Sjóstangaveiðifélagi Akureyrar og fræddist um komandi mót. „Keppnin hefst á morgun (í dag) kl. 6 um morguninn og aftur á sama tíma á laugardeginum, en farið er út frá Dalvík. Menn hætta síðan að veiða kl. 14 báða dagana. Það er 71 keppandi skráður til leiks og kemur um helmingur þeirra víðsvegar að af landinu, aðrir eru héðan af svæð- inu,“ sagði Árni Pétur. Hann sagði að farið yrði út á tuttugu bátum og veiðisvæðið væri víðsvegar í mynni Eyjafjarðar. „Þeir fara svona vest- ast að Héðinsfirði og kannski alla leið austur á Gjögi-ana, annars eru menn mikið í kringum Múlann, en það er jú fiskurinn sem ræður því,“ sagði Árni Pétur. Á laugardagskvöldinu verður síð- an lokahóf á Fosshótel KEA og þar verða sigurvegar í mótinu og ís- landsmeistarar verðlaunaðir. „Það eru ýmiss konar verðlaun veitt s.s fyrir mesta heildaraflann, stærsta fiskinn, flesta fiska, verðlaun í sveitakeppni og mesta heildarafla báts,“ sagði Árni Pétur. Hann sagði einnig að tryggt yrði að makar keppendanna þyrftu ekki að láta sér leiðast í landi því skipulögð dagskrá yrði fyrir þá sem endaði síðan á bryggjunni á laugardeginum þegar aflanum væri landað. Árni Pétur sagði að í ár fagnaði Sjóstangaveiðifélag Akureyrar 35 ára afmæli sínu og eins og áður sagði er þetta 36. mótið sem félagið stendur fyrir. „Ég held að ég geti fullyrt það að félagið hafi haldið mót á hverju ári síðan það var stofnað. Hér var t.d. Evrópumót 1974 og þegar félagið fagnaði 30 ára afmæl- inu héldum við veglegt afmælismót með 105 keppendum," sagði Árni Pétur. Minjasafnið fær styrk MINJASAFNIÐ á Akureyri var opnað að nýju eftir gagngerar end- urbætur fyrr í sumar. I fréttatil- kynningu segir að endurbætumar og uppsetningar nýrra sýninga hafi kostað talsvert fé, en sveitarfélögin við Eyjafjörð bera kostnað af rekstri safnsins. Hins vegar hafi stjórn Sparisjóðs Norðlendinga ákveðið að styrkja safnið um 500 þúsund krónur. í fréttatilkynningu kemur fram að Sparisjóður Norður- lands telji nauðsynlegt fyrir Akur- eyringa að eiga öflugt byggðasafn. Það kemur einnig fram að ætlunin er að setja upp nýja sýningu í Minjasafninu næsta sumar sem bera mun heitið „Akureyri um alda- mót“ og þar mun saga byggðar á Akureyri verða rakin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.