Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 25 ERLENT Línur teknar að skýrast hjá republikönum Fækkar í hópi þeirra sem berjast fyrir útnefningn vegna forsetakosninganna Washington. AP. NIÐURSTÖÐUR skoðanakönnun- ar Repúblikanaflokksins í Iowa-ríki um síðustu helgi, um hver nyti mests fylgis sem frambjóðandi flokksins íyrir forsetakosningar á næsta ári, hafa þegar þrengt nokk- uð þann hóp manna sem hyggjast berjast fyrir útnefningu flokksins. Lamar Alexander, fytrverandi rík- isstjóri í Tennessee, tUkynnti á mánudag að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé og staða Dans Quay- les, fyrrverandi varaforseta Banda- ííkjanna, þykir næsta vonlaus. Álexander hefur staðið í nánast samfelldri baráttu f'yrir því að verða forsetaframbjóðandi repúblikana síðustu sex árin, eða allt frá því hann lét af embætti rík- isstjóra í Tennessee, og hann náði mjög viðunandi árangri í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar 1996. í aðdraganda þessara kosninga hefur honum hins vegar ekki tekist að kveikja áhuga meðal kjósenda og á mánudag varð hann að viður- kenna að „það væri einfaldlega ekki raunhæft" að halda uppi frek- ari mótspyrnu gegn George W. Bush, ríkisstjóra í Texas, sem sigr- aði örugglega í könnuninni í Iowa. Milljónamæringurinn Steve For- bes varð þar í öðru sæti og Elisa- beth Dole í því þriðja. „Það blása öflugir vindar í bak George W. Bush, og ég fann fyrir þeim í Iowa um helgina," sagði Alexander en hann varð í sjötta sæti í könnuninni. Alexander lýsti þó ekki yfír stuðningi við Bush eða nokkurn hinna frambjóðendanna og gaf reyndar í skyn að hann teldi Bush of reynslulausan til að gegna embætti forseta. Quayle, sem varð í áttunda sæti könnunarinnar í Iowa, varð fyrir áfalli á mánudag þegar kosninga- stjóri hans og hluti starfsliðs í Suð- ur-Karólínuríki sneru við honum baki og gengu til liðs við John McCain, öldungadeildarþingmann frá Arizona, sem var sá eini af hugsanlegum forsetaframbjóðend- um repúblikana sem ekki tók þátt í könnuninni í Iowa. „Það getur verið að rotturnar séu að yfirgefa skipið, en skipið er ekki að því komið að sökkva,“ sagði talsmaður Quayles og ítrekaði að varaforsetinn fyrrverandi hygðist halda áfram baráttunni, en orðrómur hafði verið á kreiki að Quayle myndi senn leggja árar í bát. Fréttaskýrendur telja hins vegar að staða Quayles sé harla vonlaus enda er erfitt fyrir þá, sem ekki fengu viðunandi útkomu í Iowa, að tryggja sér fjármagn til að halda áfram rekstri kosninga- baráttu. Pat Buchanan leggst undir feld Hinn íhaldssami Pat Buchanan mun einnig vera að íhuga kosti sína en hann lenti í fimmta sæti könn- unarinnar, sæti á eftir Gary Bauer en talið er að þeir bítist um sömu atkvæði í Repúblikanaflokknum. Buchanan, sem veitti Bob Dole harða mótspyrnu í forvali flokksins fyrir síðustu kosningar, þarf nú að ákveða hvort hann heldur áfram baráttunni, bindur enda á sína þriðju tilraun til að verða forseta- frambjóðandi repúblikana, eða hvort hann tekur þann kost að berjast fyrir útnefningu hjá hinum ört vaxandi Umbótaflokki. Hart sótt að George W. Bush vegna meintrar eiturlyfjaneyslu Stökk upp á nef sér á fréttamannafundi Texas. Reuters, AP. GEORGE W. Bush, ríkisstjóri í Texas og sonur fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, sem nú sæk- ist eftir útnefningu Repúblikana- flokksins fyrir forsetakosning- arnar á næsta ári neitar enn að svara spurningum fjölmiðla, er gerast æ ágengari, um meinta kókaínneyslu á árum áður. Missti hann stjórn á skapi sínu á blaðamannafundi í fyrradag og ávítaði spyril harkalega fyrir að spyrja spurninga tengdra eitur- lyfjaneyslu. „Þér þekkið reglurn- ar. Óvinveittir koma orðrómi af stað sem knýr yður til að spyija slíkra spurninga," svaraði Bush spurningu blaðamanns og bætti við: „Þetta eru reglur banda- rískra stjórnmála. Ég harðneita, enn og aftur, að taka þátt í slík- um leik því hann leiðir saklaust fólk í gildru slúðursins." Bush sagði kjósendur þurfa að sætta sig við svör hans, að öðrum kosti yrðu þeir að kjósa annan fram- bjóðanda. Dregur íland Stuttu seinna kom Bush fram í sjónvarpsþætti þar sem hann var AP George Bush á fréttamanna- fundinum í fyrradag. inntur eftir því hvort hann hygð- ist, næði hann kjöri, breyta ákvæðum laga um að háttsettir embættismenn væru spurðir spurninga af bandarísku alríkis- lögreglunni, FBI, um fyrri eitur- lyfjaneyslu. En sá háttur er hafð- ur á við embættiseið starfsmanna hins opinbera að þeir svari marg- víslegum spurningum alríkislög- reglunnar í öryggisskyni. Bush sagði að stöðluð spurning FBI væri hvort viðkomandi hefði not- að eiturlyf síðastliðin sjö ár og taldi hann sig eindregið geta svarað þeirri spuringu neitandi. Bush neitaði fyrir skömmu að svara staðlaðri spurningu The New York Daily News um hvort hann hefði á árum áður neytt kókains. Hann kýs að kalla æsku sína óábyrgu árin í lífí sínu og segist hafa verið alldrykkfelldur piparsveinn á árum áður. Áfeng- isneysla hans hafi verið meiri en góðu hófi gegnir og hann hafi þess vegna hætt að snerta áfengi um fertugt. Er Bush, eftir ofangreind um- mæli, kominn í sjálfheldu hvað málið varðar. Hann mun þurfa að þola áframhaldandi vangaveltur um meinta kókaínneyslu og for- tíð sína þar til að hann leysir frá skjóðunni. Frægt er orðið að Bill Clinton viðurkenndi eftir mikið þref fjölmiðla að hafa reykt marijúana, án þess þó að hafa dregið reykinn niður í lungu, á námsárunum. Rússneska mafían grun- uð um peningaþvætti New York. Reuters. TALIÐ er að rússneska mafían hafi undanfarið ár notað banka í New York til að þvo marga milljarða Bandaríkjadala, að því er dagblaðið The New York Times greindi frá í gær. Sagði í frétt blaðsins að rúm- lega fjórir milljarðar Bandaríkja- dala hefðu farið um tiltekinn reikn- ing í bankanum Bank of New York, í meira en tíu þúsund bankafærsl- um, á tímabilinu október 1998 til mars á þessu ári. Hins vegar er talið hugsanlegt að alls tíu milljarðar dollara, um sjö hundruð milljarðar ísl. króna, hafi farið í gegnum bankann síðan snemma á síðasta ári en bandarísk alríkisyfirvöld ákváðu að halda til- teknum reikningum opnum í því skyni að aðstoða við víðtæka rann- sókn sína á peningaþvætti í Banda- ríkjunum. The New York Times hafði efth- heimildarmönnum sínum að þegar dæmið væri tekið saman væri um að ræða umfangsmesta peningaþvætti sem nokkum tíma hefði verið flett ofan af í Bandaríkjunum. Yfirmenn Bank of New York hafa veitt yfirvöldum aðstoð sína við rannsóknina, og m.a. rekið tvo menn úr starfi, sem komið höfðu að umræddum reikningum. Á hinn bóginn er ekki vitað í hvaða vasa peningarnir enduðu og rannsókn yf- irvalda er á frumstigi. Bandarískur embættismaður fullyrti hins vegar að enginn vafi léki á því að hér hefði rússneska mafían verið að verki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.