Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.08.1999, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 31, STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HUGMYNDIR BÚNAÐARBANKANS MARGIR hafa orðið til þess að draga í efa að hægt sé að setja reglur um hámark eignaraðildar að bönkum. Þær raddir hafa ekki sízt komið úr fjármálafyrirtækjum á undanförnum dögum. Þess vegna er athyglisvert að sjá að nefnd á vegum bankaráðs Búnaðarbankans skilaði tillögum til viðskiptaráðherra fyrir fjórum árum, löngu áður en þær umræður sem nú standa yfír hófust um dreifða eignaraðild að bankakerfinu, þar sem lögð var áherzla á að slíkar regl- ur jrðu settar við einkavæðingu bankanna. I samtali við Pálma Jónsson, formann bankaráðs Búnað- arbankans, í Morgunblaðinu í gær kom fram að nefnd bankans lagði áherzlu á að koma þyrfti í veg fyrir sam- þjöppun fjármálavalds og setja þyrfti reglur um að einstak- ir aðilar eða fjárhagslega tengdir aðilar mættu ekki kaupa nema ákveðið hámark hlutafjár í banka. Sérstaklega hefði verið tekið fram að þessar reglur yrðu að ná til endursölu og taldi bankinn að miða ætti við 5% hámark. Augljóst er að sérfræðingar Búnaðarbankans telja raun- hæft að setja slíkar reglur ella hefðu þeir ekki sett þessar hugmyndir fram við viðskiptaráðherra á sínum tíma. Þess vegna fer því fjarri að sérfræðingar í fjármálageiranum séu á einu máli um að slíkt sé óframkvæmanlegt. Hugmyndir forráðamanna Búnaðarbankans eru enn ein hvatning fyrir stjórnvöld til þess að kanna ofan í kjölinn hvernig hægt er að standa að slíku fyrirkomulagi. I öðrum löndum hafa ver- ið settar strangar reglur um eignaraðild að fyrirtækjum í öðrum greinum viðskiptalífsins en bankastarfsemi. Ur því að það er hægt þar á það ekki síður að vera hægt hér að því er bankana varðar. HÖRMUNGARNAR í TYRKLANDI JARÐSKJÁLFTARNIR í Tyrklandi á þriðjudag hafa leitt miklar hörmungar yfir tyrknesku þjóðina. Sam- kvæmt fréttum í gær er um tíu þúsund manna saknað og búizt er við að tala látinna sé komin í um 7.000 manns. Fólk stendur uppi eigna- og ástvinalaust. I gær fannst enn lif- andi fólk í húsarústum í Izmit í norðvesturhluta landsins, þótt vonin um að fleiri fínnist dvíni með hverjum degi sem líður. Fjöldi hjálpar- og björgunarmanna hvaðanæva úr veröld- inni flykkist nú til Tyrklands. Grikkir, fornir fjendur Tyrkja, hafa sent hjálpargögn til landsins og láta erjur lið- inna tíma lönd og leið. Rauði kross íslands hefur þegar sent fjármuni til landsins til þess að kosta þar hjálpar- og bj örgunaraðger ðir. Við íslendingar þekkjum vel afleiðingar náttúruhamfara. Við eigum að rétta Tyrkjum hjálparhönd í eins ríkum mæli og við getum. TIL EFTIRBREYTNI REYKJAVÍK er ekki gömul borg en hefur engu að síður mikla sögu að geyma. Þessa sögu má meðal annars lesa úr húsum og öðrum mannvirkjum sem reist hafa verið á þessum rúmu tveimur öldum. Varðveisla þeirra er því hluti af varðveislu á sögu borgarinnar. Á afmælisdegi Reykjavíkurborgar var húseigendum í Miðstræti 10 afhent viðurkenning fyrir endurbyggingu hússins sem þar stendur. Reykjavík er ekki rík af gömlum og upprunalegum mannvirkjum og því mikilvægt að skiln- ingur sé á því að varðveita þau, einkenni þeirra og sögu, sem best. Á undanförnum aldarfjórðungi eða svo hefur orð- ið mikil vakning um varðveizlu gamalla húsa. Fjölmargir einstaklingar hafa lagt þar hönd á plóginn og byggt upp gömul hús af mikilli vandvirkni. Þetta framtak hins al- menna borgara setur nú þegar skemmtilegan svip á höfuð- borg landsins. Hið sama hefur gerzt víða annars staðar, í Hafnarfirði og á ísafirði, á Akureyri og Seyðisfirði, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Það er mikil ástæða til að hlúa að þessu frum- kvæði einstaklinga og fjölskyldna og sýna því sóma. Yfirlit lón og virkjanir VatnajÖkuls Á Brúarlón Amardals- virkjun ./Bfúarvirkjun Újötsdalsvírkjun iárahnúkavirkjun Kára- hnúkar Hálslón Eyjabakkalón Virkjanaáform breyst með auknum rannsóknum Miklar rannsóknir hafa farið fram á virkjana- svæðum norðan Vatna- jökuls, meðal annars á umhverfisþáttum. Helgi Bjarnason gerir grein fyrir því helsta sem fram kom í kynnisferð Orkustofnunar. ORKUSTOFNUN stóð íyrir skoðunarferð stjórnenda stofnunar- innar og nokkurra yfír- manna í iðnaðarráðu- neytinu um virkjanasvæðin norðan Vatnajökuls. Þorkell Helgason orku- málastjóri var ánægður með ferðina, sagði að hún hefði heppnast vel mið- að við veður og þann tíma sem til hennar var ætlaður. „Orkustofnun er almenn ráðgjafarstofnun stjórn- valda um orkumál. Meðal sérfræð- inga hennar er mikil þekking á virkjunarmálum og ekki síst á þeim kostum sem eru hér norðan Vatna- jökuls. Stofnunin vill koma á fram- færi vönduðum og hlutlausum upp- lýsingum um þessi mál, bæði til ráðamanna og ekki síður til almenn- ings í gegnum fjölmiðla. Þessi ferð var farin í samræmi við þessa stefnu. Jafnframt hafa orðið á Orku- stofnun og í iðnaðarráðuneytinu nokkrar breytingar á forystuliði og því nauðsynlegt að gefa nýjum mönnum kost á að sjá með eigin augum aðstæður við þessa miklu virkjunarkosti. Okkur þótti því fara vel saman að hafa með saman í för sérfræðinga, ráðamenn og blaða- menn,“ segir Þorkell. Auk embættismanna var Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra allan tímann, Valgerður Sverrisdóttir þingmaður af Norðurlandi eystra var með fyrri dag kynnisferðarinnar og Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra síðari daginn. Áætlanir hafa breyst Fyrstu áætlanir um stórvirkjanir norðan Vatnajökuls eru frá því um 1960. Þær byggðu á fáum rennslis- mælingum og lítilli þekkingu á nátt- úrufari. Fyrst og fremst var hugað að falli og rennsli og með einföldum líkanreikningum fundið út líklegt orkuverð. Betri upplýsingar fengust með gerð nákvæmra staðfræðikorta, frekari uppbyggingu vatnshæða- mælakerfís og jarðfræðirannsóknum og síðar umhverfisrannsóknum sem hófust á árunum 1975 til 1977, iyrst á Eyjabökkum og Fljótsdalsheiði, þá við Jökulsá á Dal og síðan í Brúar- dölum og við Jökulsá á Fjöllum. Á þessum tíma og síðan hafa virkjana- áætlanir og hugmyndir að tilhögun þróast í takt við auknar upplýsingar um alla þessa þætti. Sem dæmi um breytingar á virkj- anahugmyndum nefnir Hákon Aðal- steinsson, fagstjóri umhverfismála hjá Orkustofnun, að þegar íyrst var hugað að nýtingu Jökulsár á Dal hafi verið gert ráð fyrir stíflu neðarlega í Hafrahvammagljúfrum og að nýta Hafrahvamma- og Dimmugljúfur undir miðlunarlón. Þetta hafí komið vel út við skrifstofuvinnuna. Hins vegar hafi stíflan verið færð upp fyr- ir megingljúfrin strax og fyrstu at- huganir voru gerðar á staðnum, en það var um 1980. Frá þeim tíma hafa allar áætlanir gert ráð fyrir Hálslóni ofan við gljúfrin, þótt erfitt hafi reynst að kveða niður gamla draug- inn um að sökkva eigi Dimmugljúfr- um undir vatn. Annað dæmi er Fagridalur. Um Morgunblaðið/Golli Eyjdlfur Árni Rafnsson, formaður stjórnar Orkustofnunar, og Valgerður Sverrisddttir alþingismaður bera saman bækur sínar við rætur Snæfells. tíma var hugmyndin að nota Fa- gradal, Álftadal og Þríhyrningsdal til miðlunar á Jökulsá á Fjöllum og Kreppu vegna hugsanlegrar virkj- unar. Síðar varð Amardalur íyrir valinu sem lónstæði. Tilgangurinn var að koma lóninu sem lengst frá jökli og að það hefði sem minnst áhrif á Krepputungu. Krefjast stdrra miðlunarlöna Virkjun jökulánna þriggja sem koma undan norðanverðum Vatna- jökli, Jökulsár í Fljótsdal, Jökulsár á Dal (Jökla) og Jökulsár á Fjöllum, krefst mikilla miðlunarlóna vegna þess hversu rennsli ánna er misjafnt eftir árstíma. Lón Jökulsár í Fljóts- dal verður á Eyjabökkum, lón Jök- ulsár á Dal ofan við Kárahnúka og lón hugsanlegrar virkjunar Jökulsár á Fjöllum yrði í Arnardal. Þær áætl- anir sem unnið er eftir í dag gera ráð fyrir að vatnið úr Eyjabakkalóni verði veitt um jarðgöng niður að stöðvarhúsi í Fljótsdal. Gert er ráð fyrir því að vatni úr Hálslóni í Jök- ulsá á Dal verði veitt um jarðgöng niður í Fljótsdal og hún sameinist þar Jökulsá í Fljótsdal. Loks er gert ráð fyrir að sjálfstæð virkjun verði í Arnardal en vatni hennar að mestu leyti beint í Jökulsá á Dal um Brúar- lón og meginorkuframleiðslan verði í Fljótsdal. Þar verði því þrjár virkj- anir. Rétt er að taka fram að Lands- virkjun hefur fengið leyfi til virkjun- ar Jökulsár í Fljótsdal en frekari framkvæmdir eru háðar samningum um byggingu álvers í Reyðarfirði. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hinar virkjanirnar og ljóst að ekki verður í þær ráðist nema að undangengu formlegu mati á um- hverfisáhrifum. Enn er unnið að ákveðnum grunn- rannsóknum á Jökulsá á Fjöllum þótt stjómmálamenn hafi viljað ýta þeim virkjanakosti út af borðinu vegna áhrifa þess á Dettifoss ef vatninu yrði veitt austur í Fljótsdal. Hákon Aðalsteinsson telur það ábyrgðarlaust að útiloka svo hag- kvæman virkjanakost og segir að ýmsar hugmyndir séu. uppi um breytingar sem verði athugaðar við gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. „Það útilok- ar ekki nýtingu lónstæðis í Arnardal þótt krafa sé um að virkjun Jökulsár á Fjöllum hafi sem allra minnst áhrif á Dettifoss. Það mætti hugsa sér að veita vestustu kvíslum Jökulsár á Dal þangað og nýta lónið án þess að það hefði áhrif á fossinn,“ segir Há- kon. Lítil áhrif á Lagarfljót Á veturna getur rennsli Jökulsár í Fljótsdal neðan Eyjabakka orðið minna en 2 rúmmetrar á sekúndu en sumarrennsli stundum yfir 100-200 rúmmetrar á sekúndu. Virkjunin er hönnuð miðað við 500 gígalítra miðl- un sem fæst með yfirfallshæð um 665 m í Eyjabakkalóni. Jökulsá á Dal hefur svipaða rennsliseiginleika, vetrarrennsli getur verið mjög lítið og sumarrennsli mikið. Meðalrennsli Jöklu er um fimmfalt meira en í Jök- ulsá í Fljótsdal og miðlunarþörf því meiri. Hálslón þyrfi að geta geymt 1500 gígalítra af vatni. Hins vegar byggist um helmingur af meðal- rennsli Jökulsár á Fjöllum við Arn- ardal á grunnvatni og miðlunarþörf því hlutfallslega minni en í hinum virkjunum. Arnardalslón þyrfti að geyma 1340 Gl. Aurburður er fremur lítill í Jök- ulsá í Fljótsdal og er talið að það gæti tekið ána um tvö þúsund ár að fylla lónið af sandi. Rannsóknir á + aurburði í hinum ánum eru skemmra á veg komnar. Um 80% af aur Jökulsár fellur út í Lagarfljóti, aðallega þar sem áin rennur út í fljótið. Um fimmtungur helst í svif- lausn og gruggar fljótið. Langmest- ur hluti vatnsins tekur engan þátt í frumframleiðni og þar er mjög lítið svif. Sama gildir um strandsvæðin. Orkustofnun telur því að virkjun Jökulsár í Fljótsdal muni sáralitlu breyta að þessu leyti. Ef virkjuðu vatni úr Jökulsá á Dal yrði veitt í Lagarfljót er gert ráð fyrir að grugg muni tífaldast í vatninu. Það mun eitthvað draga úr framleiðni en bent er á að líkur séu á að ekki sé úr há- um söðli að detta. Þess ber að geta að þessar tvær ár renna nú þegar um sama ós út í Héraðsflóa. Rannsóknir Orkustofnunar sýna að virkjanirnar munu sáralítil áhrif hafa á hitastig vatnsins í Leginum, þar ræður vatnsforði og veðurfar nær öllu. Virkjun Jökulsár í Fljóts- dal mun ein og sér lítið draga úr vatnsborðssveiflum í Lagarfljóti, að öðru leyti en því að söfnun vatns til að tryggja Lagarfossvirkjun vetrar- vatn verður óþörf eftir miðlun Jök- ulsár. Líkanreikningar á rennsli og vatnshæð í Lagarfljóti eftir virkjun og veitu Jökulsár á Dal benda ekki til að gera þurfi mikið til að koma í veg fyrir að vatnsborð hækki um- fram það sem það verður hæst yfir sumarið. Rýmka þarf farveg ofan Lagarfossvirkjunar. Það er ekki fyrr en með hugsanlegri veitu frá Jök- ulsá á Fjöllum að einnig verður þörf á að rýmka farveg norðan Lagar- fljótsbrúar. Finna geldgæsirnar frið? Miklar umhverfisrannsóknir hafa farið fram við Jökulsá í Fljótsdal vegna undirbúnings virkjunar. Að því er fram kemur í yfirliti Orku- stofnunar sem dreift var í kynnis- ferðinni vekur hin mikla gróska á Eyjabakkasvæðinu sérstaka athygli grasafræðinga. Hana má meðal annars rekja til nálægðar Snæfells en meiri úrkoma er austan fjallsins Iðnaðarráðherra segir efnahagsuppsveifluna grundvallast á orkufrekum iðnaði Morgunblaðið/Golli Frá áætluðum virkjunarstað Jöklu, við Fremri-Kárahnúk. Þar er fyrir- hugað að byggja hæstu stíflu Norðurlanda, hátt í 200 metra á hæð. Lífskjör framtíð- arinnar byggjast á fjölbreyttu atvinnulífí en vestan. Eyjabakkar eru flóð- slétta og því flatir og hallalitlir. Upp frá bökkum hækkar land smám saman og mismikið. þar til upp í hlíðar Snæfells kemur. Þetta veldur því að rakastig jarðvegs verður fjölbreytilegt sem veldur fjölbreytni í flóru og að viðbættri fjallaflóru Snæfells verður svæði í heild meðal þeirra svæða á hálend- inu sem eru fjölbreyttust að gróð- urfari. Ýmislegt fleira hefur verið nefnt sem ljær gróðurfari svæðisins sérstöðu, svo sem að Snæfellssvæð- ið er á enda samfellds gróðurlendis allt frá Héraðsflóa að Vatnajökli. Af jarðfræðilegum fyrirbærum er helst að nefna jökulminjar sem tengjast mesta framskriði Vatna- jökuls, um 1890. Síðustu árin hafa 8-9 þúsund heiðagæsir fellt fjaðrir á Eyjabökk- um en það eru um 50-70% af geldum heiðagæsum á Islandi en einungis 10-15% af geldum heiðagæsum í ís- lensk-grænlenska stofninum, að því er fram kemur í yfiriiti um rann- sóknir Orkustofnunar. Um helming- ur af íslensk-grænlenska heiðagæsa- stofninum fyllir flokk geldra gæsa, eða um 100 þúsund fuglar, og þar af eru aðeins um 15 þúsund fuglar á ís- landi. „Það er m.a. í þessu samhengi og þekkingu á stofnhegðun sem verður að meta hvort hugsanleg áhrif Eyjabakkamiðlunar á heiða- gæsastofninn séu umtalsverð." Orkustofnunarmenn telja allt benda til þess að geldgæsirnar myndu fínna sér önnur svæði til að fella fjaðrirnar, stærri hluti þeirra færi til Grænlands eða þær fyndu frið ann- ars staðar á íslandi eða jafnvel við Eyjabakkalón. Þeir velta líka fyrir sér áhrifum gífurlegrar fjölgunar heiðagæsa á gróðurfar landsins, sér- staklega á Austurlandi. „Það hlýtur að vera álitamál hvort okkur beri að rýma til fyrir hvaða þróun sem til- teknum fugla- eða dýrastofni þókn- ast að taka, til dæmis ef það getur rýrt önnur landgæði svo sem gróð- urfar landsins. Á dýravernd að snú- ast um verndun einstakra dýra eða dýrastofna? Ef hið fyrra á við eins og oft vill gæta í umræðum um felli- gæsahópinn á Eyjabökkum, hvað þá með kjúklingana í kjörbúðunum? segir í yfirliti Hákons Aðalsteinsson- ar um umhverfisrannsóknir á virkj- anasvæðinu. Farleið hreindýra Eyjabakkar eru farleið hreindýra milli beitarsvæða. Þótt miðlunarlón yrði gert þai’ komast dýrin áfram út Fljótsdalsheiði. Meiri áhyggjur voru um afdrif hreindýra á þessari leið þegar gert var ráð fyrir að leiða vatnið úr Eyjabakkalóni með mikl- um skurði, rösklega 30 kílómetra löngum, og niður að stöðvarhúsi í Fljótsdal þar sem auk þess var talin þörf á inntakslóni. Horfið var frá þessari tilhögun, meðal annars vegna þróunar í jarðgangagerð, og nú er gert ráð fyrir að vatnið verði leitt í jarðgöngum og ekki verði þörf á inntakslóni. Jafnframt var virkjun- in minnkuð nokkuð frá því sem upp- haflega var áformað. Breytingarnar gerðu það að verkum að landþörf virkjunarinnar minnkaði um 35 fer- kílómetra og þar af voru að minnsta kosti 20 ferkílómetrar gróðurlendi auk vatna. Við fyrirhugað Hálslón í Jöklu eru mikilvæg burðar- og beitar- svæði hreindýra, einkum vor og fyrri hluta sumars. Eftir rannsóknir á hreindýrastofninum 1979 til 1981 var það álit sérfræðings að Hálsinn og svæðið niður af Jöklu væri mikil- vægt til að tryggja burð í snjó- þyngstu árum, vegna þess að þá væri minni snjór í árdalnum en á heiðunum. Hákon Aðalsteinsson segir að vegna þessa hafi komið til skoðunar að lækka Hálslón og veita vatninu yfir í Laugarvalladal. Komið hafi í ljós að sá kostur væri enn verri en Hálslón út frá um- hverfissjónarmiðum og því hafi Hálslón orðið ofan á aftur. Fram kemur í yfirliti Orkustofnunar að síðari athuganir á fjölda dýra í Hálsi og á Vesturöræfum á burðartíma hafi leitt í ljós að á snjóþungum vor- um fara dýrin sáralítið inn á þetta svæði og bera líklega í hlíðum dal- anna á leiðinni inn úr. LÍFSKJÖR framtíðarinnar byggjast á fjölbreyttu atvinnu- lífi,“ sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra á fundi á Hallorms- stað með þátttakendum í skoðunar- ferð Orkustofnunar um virkjanasvæð- in norðan Vatnajökuls. Fjallaði hann um áframhaldandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar, meðal annars ál- vers Noral í Reyðarfirði, sem gæti tekið til starfa árið 2003 ef samningar nást fyrir mitt næsta ár. „Efnahagsuppsveiflan byggist á fjárfestingu í orkufrekum iðnaði,“ sagði Finnm- Ingólfsson þegar hann greindi frá ávinningi af orkufrekum iðnaði árin 1995 til 2000. Erindið nefndi hann: „Nýting orkuauðlind- anna til atvinnuuppbyggingar og byggðaþróunar". í þessu sambandi nefndi hann að fjárfest væri í iðjuver- um fyrir 25 milljarða og raforkuver- um fyrir 27 milljarða. Bein erlend fjárfesting hefði verið 24 milljai’ðar á árinu 1997 en einungis 8 milljarðar tveimur árum áður. Finnur fullyrti að fjárfestingin hefði ekki leitt til verð- bólgu og þenslu í efnahagslífinu en yki landsframleiðslu varanlega um 2% og yki útflutning um 16 milljarða eða 8%. Virkjanaheimildir umfram þörf Iðnaðarráðherra sagði nauðsynlegt að leggja grunn að varanlegri er- lendri fjárfestingu og fór yfir næstu verkefni í orkufrekum iðnaði. Nefndi að stækkun Norðuráls úr 60 í 90 þús- und tonna ársframleiðslu kallaði á um það bil 55 megawatta virkjun, stækk- un Norðuráls í 180 þúsund tonn krefðist 160 MW til viðbótar og fyrir fyrsta áfanga álverksmiðju Noral á Reyðarfirði, sem áætlaður er 120 þús- und tonn, þyrfti 230 MW virkjun til raforkuframleiðslu. Heildai’orkuþörf þessara verkefna væri 3650 GWst eða sem svaraði til 445 MW afls í nýjum virkjunum. Alþingi hefur veitt heimildir til sjö virkjana sem ekki hafa verið nýttar, alls tæplega 800 megawött að stærð, og sagði Finnur að það væri talsvert umfram þörf. Stærst er Fljótsdals- virkjun, sem Alþingi heimilaði að yrði 330 MW að stærð en ráðherra hefur heimilað Landsvirkjun að byggja þar 210 MW virkjun. Þá kemur Sultar- tangavirkjun með 130 MW, Búðar- hálsvirkjun með 120 MW og Vatns- fellsvirkjun sem er 110 MW að stærð. Lokaákvörðun fyrir mitt næsta ár Hugmyndir um Noral-verkefnið sagði iðnaðarráðherra að byggðust á álveri við Reyðarfjörð með 120 þús- und tonna árlega afkastagetu í fyrsta áfanga en mögulega stækkun í 480 þúsund tonn. Hugmyndin hvílir einnig á áætlunum um Fljótsdals- virkjun en fyrirhugað er að Lands- virkjun eigi hana og reki. Loks er gert ráð fyrir að íslenskir fjárfestar eigi meirihluta álversins á móti Hydro Aluminium AS. Áætluð heildarfjár- festing við fyrsta áfanga er 60 millj- arðar kr. sem skiptist jafnt á milli virkjunai’ og álvers. Ai’ðsemi er talin verða 12-14% af heildarfjármögnun. Kvaðst Finnur vonast til að lokaá- kvörðun yrði tekin fyrir mitt næsta ár og framkvæmdir gætu þá hafist þannig að fyrsti áfangi tæki til starfa árið 2003. Annar áfangi Noral-verkefnisins er ótímasettur en hann er talinn kosta 110 milljarða króna fjárfestingu og þriðji áfangi, sem einnig er óákveð- inn, kallar á 60 milljarða kr. til viðbót- ar. Heildarfjárfesting verðm’ því 230 milljarðar kr., ef af öllum þessum áformum verður. Seinni áfangar Noral krefjast nýrra virkjana. Þannig er gert ráð fyrir 500 MW virkjun í Jökulsá í Dal við Kárahnúka fyrir annan áfanga en ýmsum smærri virkjunum í samtengdu orkukerfi fyr- ir þriðja áfangann. Spurður að því hvort þetta þýddi ekki að með samn- ingum um Noral-verkefnið væri verið^, að ákveða Kárahnúkavirkjun sagði Þórður Friðjónsson, fráfarandi ráðu- neytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, að mikilvægt væri fyrir álver að eiga stækkunarmöguleika til að vera sam- keppnishæft í framtíðinni. í þessum iðnaði væri stöðug krafa um aukna hagkvæmni, enda gert ráð fyrir 1% lækkun álverðs á ári. Það þýddi að 120 þúsund tonna álver yrði óhag- kvæmt eftir 10-15 ár. Því væri ljóst að í samningum yrðu gerðar ríkar kröfur um afhendingu frekari orku, eins bindandi yfirlýsingar og kostur væri á. Kárahnúkavirkjun hentaði vel til þessa áfanga. Hins vegai’ yrði ávallt að hafa þann fyrirvara að Jökla yrði ekki virkjuð nema að undan- gengnu mati á umhverfisáhrifum virkjunar. Fjölbreyttara atvinnulíf Finnur Ingólfsson greindi frá áætl- uðum þjóðhagslegum áhrifum af stækkun Norðuráls og álveri á Aust- urlandi á árunum 2000 til 2006. Landsframleiðsla mun aukast varan- lega um 4,5% og einkaneysla um 3%. Fjárfesting nemur 180 milljörðum kr. Útflutningur eykst um 10-15% en við- skiptahalli mun aukast á byggingar- tíma um 3,5% af vergri landsfram- leiðslu. Framtíðai’sýn ráðherrans er að at- vinnulífið verði mun fjölbreyttara árið 2010, ekki síst vegna aukinnar stór- iðju og vaxtar í þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Hlutfall sjávarafurða myndi að sama skapi minnka frá því sem nú er. „Lífskjör framtíðarinnar byggjast á fjölbreyttu atvinnulífi," sagði Finnur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.