Morgunblaðið - 20.08.1999, Side 41

Morgunblaðið - 20.08.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 41 «L eins og amma og afi bama okkar, sem alltaf áttu athvarf hjá þeim, ef með þurfti. Á hinn bóginn kynntumst við einnig betur þeirra bömum, þ.ám. tveim elstu sonunum, sem Halla gætti á Vöglum. Vora öll börn þeirra heima- gangar hjá okkur og gættu stundum okkar bama, ef með þurfti. Hlutverk- in breytast og þróast með árunum. Vinskapur við þau og þeima fjölskyld- m- hefiir haldist gegnum árin. Sísí þurfti að annast stóran barnahóp og tókst það vel með sinni óbilandi ró og yfírvegun. Alltaf gátum við leitað til hennar með ýmis vandamál, hún hafði aldrei svo mikið að gera að hún gæti ekki rétt okkur eða bömum okkar hjálparhönd. Góða kímnigáfu hafði Sísí. Kunni hún að meta góðar gaman- sögur og hló þá dátt á sinn hátt, ekki með hávaða og látum, heldur með góðu brosi og dillandi, hljóðlátum hlátri. Hún var músíkölsk vel og spil- aði t.d. undir allan söng á Vöglum, sem ekki svo sjaldan hljómaði þar. Lítið gerði hún af því seinni árin, lík- lega helst vegna anna, því stórt heim- ili þurfti að annast. Sísi átti íljótlega við vanheilsu að stríða, sem kom þó ekki í ljós fyrr en eftir fæðingu næstyngsta barns henn- ar, Vilhjálms. Var það sykursýki, sem eflaust heftu- hrjáð hana þó nokkum tíma áður en í ljós kom. Skýrir það sumt í hennar fari þau ár. Árið 1968 lentu þau hjónin í hræði- legu bílslysi, þar sem Sísí og vinkona hennar slösuðust illa, en Einar og vin- ur hans töpuðu lífinu. Þetta mikla slys olli straumhvörfum í lífi Sísíar, þama missti hún hjartfólginn eiginmann og hlaut þau meiðsl sjálf, sem ásamt fyrrnefndum sjúkdómi gerðu það sem eftir var af lífi hennar að kvalafullri pílagrímsgöngu. Síðustu 10 ár a.m.k. naut hún góðrar aðhlynningar í Sunnuhlíð í Kópavogi, en í Kópavogi vildi hún helst vera. Hún og Einar vora jú ein af frambyggjum Kópa- vogs. Þessi síðustu ár Sísíar í Sunnu- hlið urðu æ erfiðari því alltaf komu ný og ný áfóll til að veikja líkamsþrekið, en andlega slappaðist Sísí aldrei. Fram til síðustu stundai- hélt hún and- legri heilsu að fullu, og eins og konan mín sagði, „hún hafði allt á hreinu til síðustu stundar". Að lokum vil ég minnast áttræðis- afmælis hennar, sem haldið var upp á í sal Sunnuhlíðar. Ég gerðist þá svo djarfur að segja nokkur þakklætisorð til hennar og minntist þá áranna liðnu á Nýbýlavegi 3. Þá yljaði mér um hjartaræturnar að sjá gamal- kunna brosið færast yfir andlit henn- ar og heyra frá henni niðurbældan, kitlandi hláturinn. Já, Sísí gat alltaf séð björtu hliðamar á lífinu og var bjartsýnin uppmáluð. Þannig minnist ég hennar, sitjandi í hjólastólum sín- um, brosandi. Við Halla sendum öllum bömum hennar, barnabörnum og öðram að- standendum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Drottinn blessi minningu hennar. Baldur Bjarnasen. Elskulega amma og langamma. Fréttin um andlát þitt barst okkur um langan veg og því langaði okkur að minnast þín í nokkrum fátækleg- um orðum. Englarnir komu og náðu í þig, báru þig upp til himna og læknuðu þig á leiðinni. Við vissum að þú þráðir orðið að komast í þetta ferðalag til fundar við vinina alla sem farnir voru á undan. „Lítill vænglami flýgur nú í nýjum geislahami,“ segir í ljóðinu hans Þor- steins Valdimarssonar um væng- brotna máríuerlu sem dó og losnaði þá við sínar þrautir og þjáningu og gat flogið á ný. Þakka þér fyrir allar góðu og fal- legu minningarnar sem við eigum og við hugsum hlýlega til þin. Hvíldu í friði. Sólrún og Patrekur Einar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku besta amma, við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar. Signý og Þorvaldur. ANNA ÓLAFSDÓTTIR + Anna Ólafsdóttir fæddist í Geira- kotí í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 14. niaí 1917. Hún lést á Landspítalanum 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Gísla- son, bóndi í Geira- kotí, og kona hans ólöf Einarsdóttir. Systkini Önnu voru Ingólfur, Helga, Sig- urður, Katrín, Gísli, Kristfinnur, Guð- björg, Jóhanna, Einar og Ólína, öll látín, en eftirlifandi eru Ása, Sigurborg og Bjami. Hinn 10. desember 1938 giftíst Anna Karli Eiríkssyni, f. 21. nóv- ember 1910, d. 14. júlí 1992, frá Gröf í Breiðuvík. Foreldrar hans vom Eiríkur Sigurðsson og Steinvör Ármannsdóttír. Anna og Karl hófu búskap á Gröf en fluttust að Öxl í sömu sveit 1941 og bjuggu þar til ársins 1981 er þau fluttust að Giljaseli 5 í Reykjavík. Þeim varð 15 barna auðið. 1) Reimar, f. 1940, maki Galína Karlsson, þau eiga einn son. 2) Jóhannes, f. 1941, maki Sigrún Jónsdóttír, þau eiga tvö börn og þijú barnaböm. 3) Ingólfur, f. 1942, maki Sigrún Jóhannsdóttir, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. 4) Steinar, f. 1943, maki Ester Hall- dórsdóttir, þau eiga tvö börn. 5) Krist- jana, f. 1944, maki Guðmundur Einars- son, þau eiga fjögur börn. 6) Ólöf, f. 1946, maki Vigfús Þór Jónsson, þau eiga tvö böm og eitt barnabam. 7) Ólaf- ur, f. 1947, maki Þórhildur Richter, þau eiga tvo börn. 8) Kristlaug, f. 1948, hún á þrjú börn og eitt barnabarn. 9) Elín, f. 1949. 10) Eiríkur, f. 1951, maki Anna Margrét Vésteins- dóttir, þau eiga þrjú börn. 11) Anna, f. 1952, maki Einar Þór Þórsson, þau eiga þijú börn. 12) Emilía, f. 1954, maki Ólafur Hjálmarsson, þau eiga tvö börn. 13) Guðrún, f. 1955, maki Þor- valdur Bjarnason, þau eiga þrjú börn. 14) Sigurður Karl, f. 1958, maki Ása Magnúsdóttir, þau eiga tvö börn. 15) Guðbjörg Baldvina, f. 1959, maki Egill Þór Magnússon, þau eiga eitt bam. Utför Önnu fer fram frá Víði- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. í dag kveðjum við elskulega tengdamóður okkar, Önnu Ólafsdótt- ur frá Öxl. Tengdamamma var sannkölluð hvunndagshetja. Hún eignaðist 15 börn á nítján árum, heilbrigð og vel af Guði gerð. Má nærri geta hvílík vinna liggur að baki því að koma til manns svo stóram barnahópi, en þau vora samhent hjónin í Öxl, tengda- foreldrar okkar, Kalli og Anna. Vakti það athygli okkar og aðdáun að sjá hvernig störfin vora unnin á heimil- inu. Ekki var hávaðanum fyrir að fara, allt gekk þetta fyrir sig eins og í vel smurðri vél. Kannski er það ekki síst að þakka æðraleysi hennar og rósemi á hverju sem gekk. Það var oft glatt á hjalla, sungið og spilað á gítar og tekin „nokkur“ spil. Anna var ákaflega falleg kona. Hún var létt og frá á fæti þrátt fyrir að hafa orðið fyrir því óláni veturinn 1962 að detta og lærbrotna og átti hún í því alla tíð síðan. Oft hafði hún orð á því, að ef hún væri ung í dag, myndi hún hafa hug á að stunda íþróttir. Á kveðjustund streyma minning- arnar fram en efst er okkur í huga þakklæti fyrir það hversu vel hún tók okkur er við bættumst við stóra fjölskylduna hennar ein af annarri. Barnabörnunum var hún yndisleg amma og Rafni Inga tók hún ekki síður en sínum eigin. Við minnumst hennar með virð- ingu og þökk og biðjum henni Guðs blessunar á nýjum slóðum þar sem við vitum að Kalli tengdapabbi bíður hennar. Tengdadætur. Elsku amma mín. Þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góð við mig. Stundum spyr ég mömmu mína hvort við eigum að fara að heimsækja þig á Grand, en mamma segir að það sé ekki hægt. Ég skil ekki alveg af hverju þú ert ekki þar ennþá. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Þegar við fóram í göngutúra í kring- um húsið þóttist þú stundum ætla að ná mér. Það fannst mér svo gaman. Guð geymi þig, amma mín. María. Elsku amma. Okkur langar til að kveðja þig með fáeinum orðum, þú sem varst okkur svo kær. Þó lífsveg- ur þinn hafi verið erfiður gafst þú okkur svo mikið. Það var alltaf svo gott að koma til þín og fá að njóta nærveru þinnar. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur, elsku amma. Ég mun sakna raddar þinnar og hlýju og veit að þú munt vaka yfir okkur. En þreyttur líkami þinn sem afrekaði svo mikið fékk loks hvíldina og þú ert komin til afa. Guð geymi þig. #* Eyþór, Eydís og Eyrún Anna. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (Sigurður Kr. Pétursson.) Anna og Einar Þór. Elsku amma. Nú ert þú dáin og komin til afa, sem dó fyrir sjö áram. Það er gott að vita að þið erað aftur saman. Þið tókuð okkur opnum örm- um og vorað alltaf svo hlý og yndis- leg. Það var svo gott að hafa ykkur hjá okkur um jól og á sumrin. Þá kynntumst við svo vel og við eigum góðar minningar um ykkur, þó að ár- in séu ekki ýkja mörg. Við þökkum þér, amma mín, fyrir samverastund- irnar og biðjum að heilsa afa. Katrín og Amanda. BRANDUR BRYNJÓLFSSON + Brandur Brynj- ólfsson var fæddur á Hellisandi 21. des- ember 1916. Hann lést á Landspítal- anum 27. júlí síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Brynjólfur Kjart- ansson skipstjóri í Reykjavík og k.h. Ingveldur Brands- dóttir húsfreyja. Brandur var þrí- kvæntur. Hann eignaðist fjögur börn. Þau eru: Orri, maki Harpa Guttormsdóttir, Þór- unn, inaki Björn Erlendsson, Sigríður Inga, maki Bergur Oliversson, og Jóhann, maki Guðrún Eyjólfsdóttir. Brandur varð stúdent frá MA árið 1937 og cand; juris. frá Háskóla íslands árið 1943. Hann rak eigin lögmanns- stofu í Reykjavfk frá 1946. Brandur tók virkan þátt í íþróttum á yngri ár- um. Hann keppti í frjálsum íþróttum og knattspyrnu og var m.a. fyrsti fyrir- liði íslenska lands- liðsins í knatt- spyrnu, sem keppti gegn Dönum á Melavelli 1946. Hann sat í stjórn Víkings og var formaður félagsins um hríð og sat einnig í stjórn ÍSÍ. títför Brands fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna. t Hjartkær frænka mín, INGIBJÖRG ODDSDÓTTIR, Bráðræði, Eyrarbakka, lést að morgni fimmtudagsins 19. ágúst á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin verður auglýst síðar. Kristín Bragadóttir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi HARALDUR ÁGÚSTSSON, Laugavegi 24, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 18. ágúst. Rannveig Haraldsdóttir, Gústaf Gústafsson, Sigrún Haraldsdóttir, Jón Gunnar Þorkelsson, delga Haraldsdóttir, Markús Úlfsson, Dagmar Haraldsdóttir, Pétur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Kveðjuorð frá Knattspyrnu- félaginu Vfldngi Nýlega er iátinn í Reykjavík Brandur Brynjólfsson, hæstaréttar- lögmaður, eftir erfið veikindi. Með fáum orðum viljum við „Víkingar“ minnast Brands og þakka honum góðar stundir á liðnum árum. Ungur að árum kom Brandur til liðs við Víking og var þar vel fagnað enda fljótt liðtækur og snjall leik- maður. Brandur var eins og sagt er vel af Guði gerður, sterkbyggður, hár, grannur og spengilegur, léttur á fæti og hinn liðlegasti, lipur og snöggur í hreyfingum. Hann var greindur vel og vinsæll. Brandur naut þess að leika knatt- spyrnu, lék bæði með meistaraflokki Víkings og í landsliði íslands og skil- aði ætíð sínum hlut með sóma. Með Víkingsliðinu lék hann lengstum sem miðframvörður og var fyrirliði þess liðs. Hann þótti traustur leikmaður og leiðsögn hans örugg. Hann hafði með sér góða samherja, sem margir muna enn í dag, er sýndu góða og fallega knattspyrnu. í þá daga höfðu Reykjavíkurfélögin fjögur yfirburði í þessari íþrótt og var keppnin því mikil á milli þessara liða. Síðan hafa komið sigursæl keppnislið frá lands- Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg 90LSTE1NAK 564 3555 TSÍém&LáMn v/ i-’ossvogskirUjMgarS Sími: 554 0500 byggðinni og á það má minna nú að Víkingur er eina Reykjavíkurliðið sem unnið hefir íslandsmeistaratitil- inn í knattspyrnu (1991) á þessum áratug. Heilbrigt og gott félagslíf og góður félagsandi skapar einnig betri keppni og meiri lífsgleði. Minna má á að á þeim tíma var knattspyrnan íþrótt áhugamanna en ekki launuð vinna eins og nú tíðkast til skaða þessari ágætu íþrótt og íslenskum knattspyrnufélögum. Hefir KSÍ þar sannarlega sofið á verðinum eða tek- ið ranga stefnu. Brandur hafði einnig áhuga á og tók þátt í frjálsum íþróttum og skíð- um. í frjálsum tók hann þátt í hlaup- um og stökkum með góðum árangri en fór á jökla til skíðaferða. I mörg ár var Brandur í stjórn Víkings og eitt ár formaður félagsins ^ og er því margs að minnast er góður félagi fellur frá. Brandur var léttur í lund, ræðinn og glaður á góðri stund, en kappsamur íþróttamaður. Víking- ar kveðja Brand Brynjólfsson og þakka honum samfylgdina. Agnar Ludvigson. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Þegar andlót ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara ó höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem bjrggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2- Fossvogi -Sími 551 1266 *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.