Morgunblaðið - 20.08.1999, Page 60
KOSTA
með vaxta
(^) MiNADARIMNKlNN
I www.bi.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Tfu manna íslensk björgunarsveit farin til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi
Krefjandi og erfítt
verkefni er framundan
TÍU manna íslensk björgunarsveit
hélt utan til jarðskjálftasvæðanna í
Tyrklandi í gærkvöldi. Þá höfðu um
sjö þúsund manns verið taldir af og
um 21 þúsund slasaðir. Utanríkis-
ráðuneytið ákvað að senda sveitina
utan í samráði við önnur stjómvöld
og Slysavamafélagið-Landsbjörg.
Sveitin mun starfa að björgunar- og
leitarstörfum undir stjóm samræm-
ingarstöðvar Sameinuðu þjóðanna í
Tyrklandi. Sólveig Þorvaldsdóttir,
framkvæmdastjóri Almannavama
ríkisins, er í fomstu fyrir sveitinni.
Hópurinn flýgur til Istanbúl en
ekki er Ijóst á þessari stundu hvar í
Tyrklandi hann verður við störf. I
hópnum em leitarmenn, tveir sér-
þjálfaðir bráðatæknar og læknir.
Sveitin tekur með sér ýmislegan
tækjabúnað eins og t.d. leitar-
myndavél og hlustunarleitartæki.
„Við verðum í hópi með Banda-
t 9" ríkjamönnum sem em þama með
60-70 manna björgunarsveit. Hóp-
urinn okkar er sérþjálfaður í svona
aðstæðum. Við höfum reyndar ekki
æft saman en þetta em allt menn
með mikla reynslu," segir Sólveig.
í björgunarsveitinni em Tómas
Tómasson, Magnús Þórsson og
Kristján Birgisson, sem munu
stjóma leitarmyndavél, Guðjón S.
Guðjónsson, Þór Magnússon og
Þorsteinn Þorkelsson, sem stjóma
hlustunarleitartæki, Láras Peter-
sen og Höskuldur Friðriksson, sem
em sérþjálfaðir bráðatæknar, og
Jóhann Valtýsson læknir.
Leita í rústum húsa
Gert er ráð fyrir því að hópurinn
verði í allt að viku við björgunar-
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Björgunarliðar voru önnum kafnir í gærkvöldi við að undirbúa för á jarðskjálftasvæðið í Tyrklandi.
störf. Vettvangur hans verður leit í
rústum húsa og leit að fómarlömb-
um jarðskjálftans með tækjabúnaði.
Sólveig kveðst ekki vita hvemig að-
koman verður. Hópurinn veit að
þama er verið að vinna að gagnleg-
um málum en um leið að verkefnið
verður erfítt og krefjandi. Hún
sagði það skipta sköpum að komast
sem fyrst á staðinn. íslenski björg-
unarsveitarhópurinn verður, ef allt
gengur að óskum, kominn til starfa
í Tyrklandi seinnipartinn í dag.
Hópurinn fór utan kl. 22 í gærkvöldi
með áætlunarflugi til Kaupmanna-
hafnar og þaðan tii Istanbúl.
Samræmingarstöð Sameinuðu
þjóðanna skipuleggur björgunar-
störfin en stöðin var sett á laggirnar
í gærmorgun. „Við verðum í sam-
bandi við stöðina og hún setur okk-
ur fyrir verkefni. Mitt hlutverk er
tvíþætt. Ég er stjómandi hópsins
og einnig nýtist ég sem verkfræð-
ingur varðandi leiðbeiningar um
sjálfar rústimar," segir Sólveig.
Þeir sem vilja styrlqa hjálpar-
starfíð í Tyrklandi geta gert það með
gíróseðlum sem era merktir Rauða
krossi Islands og liggja írammi í
bönkum og sparisjóðum eða með því
að leggja fé inn á ávísanahefti númer
12 í SPRON á Seltjamamesi.
Byggðakvóti á
Borgarfírði eystri
Sérstakur
pottur
ákveðinn
fyrir nýliða
HREPPSNEFND Borgarfjarðar-
hrepps hefur sent Byggðastofnun
tillögur um skiptingu 112 tonna
byggðakvóta sem kom í hlut Borg-
arfjarðar eystri.
Að sögn Magnúsar Þorsteins-
sonar oddvita var kvótanum út-
hlutað á sjö heimabáta og féllu ell-
efu tonn í hlut hvers, en afgangur-
inn, um þriðjungur, er sérstaklega
ætlaður nýliðum. „Reyndar var
þessum potti ráðstafað til tveggja
nýliða ef þeir uppfylltu öll skilyrði.
Þar er um að ræða tvo unga menn
sem lengi hafa haft fuUan hug á að
byrja í útgerð en hingað tO ekki
séð neina möguleika á því. Hugsan-
lega gefur þessi kvóti, þótt lítill sé,
þeim örhtla viðspyrnu svo þeir
komist af stað,“ segir Magnús.
Ein úthiutun byggðakvóta
verið staðfest
Sveitarstjómir á Hofsósi, Breið-
dalsvík og Borgarfírði eystri hafa
ákveðið skiptingu byggðarlaganna
og bíða tillögur þeirra staðfesting-
ar Byggðastofnunar. Stjórn stofn-
unarinnar heíúr aðeins staðfest
eina úthlutun byggðakvóta en gera
má ráð fyrir að gengið verði frá út-
hlutuninni í flestum byggðarlögum
á næstu dögum.
I samtölum Morgunblaðsins við
starfsmenn hreppsski-ifstofa á
Bakkafirði og í Kaldrananeshreppi
í gær kom fram að aðilar utan
sveitarfélaganna hefðu sótt í að fá
úthlutað af þeim kvóta sem sveitar-
félögunum féll í skaut.
■ Búist við fleiri/22
Sænsk hjdn hér á landi í leit að forföður á Þingeyri
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Bilanir í tveimur vélum Flugleiða
Miklar tafir á
flugvellinum
Fann
móður-
afa sinn
* á Islandi
MINNIN G ARATHÖFN var
haldin á Þingeyri í gær við gröf
Simons Norlings sem hvarf frá
konu og barni í Svíþjóð árið
1908. Alf Hedström, bamabarn
hans, kom til Islands ásamt
Lenu konu sinni til þess að
leggja stein á leiði hans. Búið
var að úrskurða Norling látinn,
en Hedström hóf að leita hans á
Islandi eftir að hann og konu
* gfiians dreymdi að afann væri að
finna á íslandi.
Þau hjónin höfðu óljósan
gran um að Norling hefði farið
til íslands. Lenu dreymdi að
Norling væri hér að finna. „Mér
fannst þetta mjög sérstakur
draumur og lýsti honum fyrir
, Alf þar sem við sátum og
'drukkum morgunkaffi. Þá kom
í ljós að hann hafði þessa sömu
nótt dreymt að hann væri að
leita afa síns. í draumnum
fannst honum við vera að leita
Norlings í Reykjavík."
Aldrei hefur fengist skýring
á því hvers vegna Norling lét
sig hverfa og settist að á ís-
landi. Hann dvaldist hér á landi
til dauðadags árið 1957. Síðustu
árin var hann á Þingeyri þar
sem hann er grafinn.
Árið 1985 skrifuðu hjónin
bréf til Velvakanda Morgun-
blaðsins og fengu þær upplýs-
ingar frá lesendum að hann
væri dáinn og grafinn á Þing-
eyri við Dýrafjörð.
Að ósk þeirra var haldin
minningarathöfn við gröf Norl-
ings í gær en það var sr. Guð-
rún Edda Gunnarsdóttir sem sá
um hana
■ Leyndardómurinn /4
MIKLAR tafir hafa orðið á flugi
Flugleiða síðan síðdegis á miðviku-
dag með þeim afleiðingum að mörg
hundruð manns hafa þurft að bíða
með að komast leiðar sinnar. Skýr-
ingin er bilun í tveimur flugvélum
af gerðinni Boeing 757.
Einar Sigurðsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, segir töf þessa
bagalega og hún hafi keðjuverk-
andi áhrif, einkum vegna
tengiflugs, þannig að búast mætti
við seinkun í dag og jafnvel enn á
morgun. Einar segir rafgeymi hafa
bilað í annarri flugvélinni og var
viðgerð lokið í gær. í hinni bárast
boð um misstillingu á fremri væng-
börðum og var í gærkvöld og nótt
unnið að því að lagfæra það.
Fullbókaðar vélar
Að sögn Bjarkar Ámadóttur, af-
greiðslustjóra farþegaþjónustu
Flugleiða, tóku farþegar töfinni
misvel. „Það eru allar vélar félags-
ins fullbókaðar og vitaskuld slæmt
þegar svona lagað kemur fyrir en
farþegarnir tóku þessu misjafn-
lega, sumir voru rólegir, aðrir
piiTaðir eins og gengur.“
Björk segir að síðdegis á mið-
vikudag hafi vél sem var á leið til
Halifax bilað og biðu 150 manns á
flugvellinum til klukkan tvö um
nóttina. Þá komust þeir af stað
með annarri vél félagsins sömu
gerðar sem þá var nýkomin frá
Evrópu.
Sú vél bilaði hins vegar smá-
vægilega í Halifax þannig að seink-
un varð á komu hennar til Kefla-
víkur. Það hafði þær afleiðingar að
farþegar sem annars vegar voru á
leið til Glasgow og hins vegar á leið
til Óslóar töfðust til kl. 15 í gær-
dag, en áætlað hafði verið að vél-
arnar færu af stað snemma um
morguninn. Vélin sem tafðist í
Halifax átti að fljúga til Glasgow.
Óslóar-vélin var hins vegar kyrr-
sett til að farþegar sem áttu
tengiflug til Evrópu kæmust
áfram. Þessi seinkun hafði keðju-
verkandi áhrif í för með sér og
varð töf á flugi vestur um haf í
gærkvöld.