Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.08.1999, Blaðsíða 60
KOSTA með vaxta (^) MiNADARIMNKlNN I www.bi.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Tfu manna íslensk björgunarsveit farin til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi Krefjandi og erfítt verkefni er framundan TÍU manna íslensk björgunarsveit hélt utan til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi í gærkvöldi. Þá höfðu um sjö þúsund manns verið taldir af og um 21 þúsund slasaðir. Utanríkis- ráðuneytið ákvað að senda sveitina utan í samráði við önnur stjómvöld og Slysavamafélagið-Landsbjörg. Sveitin mun starfa að björgunar- og leitarstörfum undir stjóm samræm- ingarstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Tyrklandi. Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Almannavama ríkisins, er í fomstu fyrir sveitinni. Hópurinn flýgur til Istanbúl en ekki er Ijóst á þessari stundu hvar í Tyrklandi hann verður við störf. I hópnum em leitarmenn, tveir sér- þjálfaðir bráðatæknar og læknir. Sveitin tekur með sér ýmislegan tækjabúnað eins og t.d. leitar- myndavél og hlustunarleitartæki. „Við verðum í hópi með Banda- t 9" ríkjamönnum sem em þama með 60-70 manna björgunarsveit. Hóp- urinn okkar er sérþjálfaður í svona aðstæðum. Við höfum reyndar ekki æft saman en þetta em allt menn með mikla reynslu," segir Sólveig. í björgunarsveitinni em Tómas Tómasson, Magnús Þórsson og Kristján Birgisson, sem munu stjóma leitarmyndavél, Guðjón S. Guðjónsson, Þór Magnússon og Þorsteinn Þorkelsson, sem stjóma hlustunarleitartæki, Láras Peter- sen og Höskuldur Friðriksson, sem em sérþjálfaðir bráðatæknar, og Jóhann Valtýsson læknir. Leita í rústum húsa Gert er ráð fyrir því að hópurinn verði í allt að viku við björgunar- Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Björgunarliðar voru önnum kafnir í gærkvöldi við að undirbúa för á jarðskjálftasvæðið í Tyrklandi. störf. Vettvangur hans verður leit í rústum húsa og leit að fómarlömb- um jarðskjálftans með tækjabúnaði. Sólveig kveðst ekki vita hvemig að- koman verður. Hópurinn veit að þama er verið að vinna að gagnleg- um málum en um leið að verkefnið verður erfítt og krefjandi. Hún sagði það skipta sköpum að komast sem fyrst á staðinn. íslenski björg- unarsveitarhópurinn verður, ef allt gengur að óskum, kominn til starfa í Tyrklandi seinnipartinn í dag. Hópurinn fór utan kl. 22 í gærkvöldi með áætlunarflugi til Kaupmanna- hafnar og þaðan tii Istanbúl. Samræmingarstöð Sameinuðu þjóðanna skipuleggur björgunar- störfin en stöðin var sett á laggirnar í gærmorgun. „Við verðum í sam- bandi við stöðina og hún setur okk- ur fyrir verkefni. Mitt hlutverk er tvíþætt. Ég er stjómandi hópsins og einnig nýtist ég sem verkfræð- ingur varðandi leiðbeiningar um sjálfar rústimar," segir Sólveig. Þeir sem vilja styrlqa hjálpar- starfíð í Tyrklandi geta gert það með gíróseðlum sem era merktir Rauða krossi Islands og liggja írammi í bönkum og sparisjóðum eða með því að leggja fé inn á ávísanahefti númer 12 í SPRON á Seltjamamesi. Byggðakvóti á Borgarfírði eystri Sérstakur pottur ákveðinn fyrir nýliða HREPPSNEFND Borgarfjarðar- hrepps hefur sent Byggðastofnun tillögur um skiptingu 112 tonna byggðakvóta sem kom í hlut Borg- arfjarðar eystri. Að sögn Magnúsar Þorsteins- sonar oddvita var kvótanum út- hlutað á sjö heimabáta og féllu ell- efu tonn í hlut hvers, en afgangur- inn, um þriðjungur, er sérstaklega ætlaður nýliðum. „Reyndar var þessum potti ráðstafað til tveggja nýliða ef þeir uppfylltu öll skilyrði. Þar er um að ræða tvo unga menn sem lengi hafa haft fuUan hug á að byrja í útgerð en hingað tO ekki séð neina möguleika á því. Hugsan- lega gefur þessi kvóti, þótt lítill sé, þeim örhtla viðspyrnu svo þeir komist af stað,“ segir Magnús. Ein úthiutun byggðakvóta verið staðfest Sveitarstjómir á Hofsósi, Breið- dalsvík og Borgarfírði eystri hafa ákveðið skiptingu byggðarlaganna og bíða tillögur þeirra staðfesting- ar Byggðastofnunar. Stjórn stofn- unarinnar heíúr aðeins staðfest eina úthlutun byggðakvóta en gera má ráð fyrir að gengið verði frá út- hlutuninni í flestum byggðarlögum á næstu dögum. I samtölum Morgunblaðsins við starfsmenn hreppsski-ifstofa á Bakkafirði og í Kaldrananeshreppi í gær kom fram að aðilar utan sveitarfélaganna hefðu sótt í að fá úthlutað af þeim kvóta sem sveitar- félögunum féll í skaut. ■ Búist við fleiri/22 Sænsk hjdn hér á landi í leit að forföður á Þingeyri Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Bilanir í tveimur vélum Flugleiða Miklar tafir á flugvellinum Fann móður- afa sinn * á Islandi MINNIN G ARATHÖFN var haldin á Þingeyri í gær við gröf Simons Norlings sem hvarf frá konu og barni í Svíþjóð árið 1908. Alf Hedström, bamabarn hans, kom til Islands ásamt Lenu konu sinni til þess að leggja stein á leiði hans. Búið var að úrskurða Norling látinn, en Hedström hóf að leita hans á Islandi eftir að hann og konu * gfiians dreymdi að afann væri að finna á íslandi. Þau hjónin höfðu óljósan gran um að Norling hefði farið til íslands. Lenu dreymdi að Norling væri hér að finna. „Mér fannst þetta mjög sérstakur draumur og lýsti honum fyrir , Alf þar sem við sátum og 'drukkum morgunkaffi. Þá kom í ljós að hann hafði þessa sömu nótt dreymt að hann væri að leita afa síns. í draumnum fannst honum við vera að leita Norlings í Reykjavík." Aldrei hefur fengist skýring á því hvers vegna Norling lét sig hverfa og settist að á ís- landi. Hann dvaldist hér á landi til dauðadags árið 1957. Síðustu árin var hann á Þingeyri þar sem hann er grafinn. Árið 1985 skrifuðu hjónin bréf til Velvakanda Morgun- blaðsins og fengu þær upplýs- ingar frá lesendum að hann væri dáinn og grafinn á Þing- eyri við Dýrafjörð. Að ósk þeirra var haldin minningarathöfn við gröf Norl- ings í gær en það var sr. Guð- rún Edda Gunnarsdóttir sem sá um hana ■ Leyndardómurinn /4 MIKLAR tafir hafa orðið á flugi Flugleiða síðan síðdegis á miðviku- dag með þeim afleiðingum að mörg hundruð manns hafa þurft að bíða með að komast leiðar sinnar. Skýr- ingin er bilun í tveimur flugvélum af gerðinni Boeing 757. Einar Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir töf þessa bagalega og hún hafi keðjuverk- andi áhrif, einkum vegna tengiflugs, þannig að búast mætti við seinkun í dag og jafnvel enn á morgun. Einar segir rafgeymi hafa bilað í annarri flugvélinni og var viðgerð lokið í gær. í hinni bárast boð um misstillingu á fremri væng- börðum og var í gærkvöld og nótt unnið að því að lagfæra það. Fullbókaðar vélar Að sögn Bjarkar Ámadóttur, af- greiðslustjóra farþegaþjónustu Flugleiða, tóku farþegar töfinni misvel. „Það eru allar vélar félags- ins fullbókaðar og vitaskuld slæmt þegar svona lagað kemur fyrir en farþegarnir tóku þessu misjafn- lega, sumir voru rólegir, aðrir piiTaðir eins og gengur.“ Björk segir að síðdegis á mið- vikudag hafi vél sem var á leið til Halifax bilað og biðu 150 manns á flugvellinum til klukkan tvö um nóttina. Þá komust þeir af stað með annarri vél félagsins sömu gerðar sem þá var nýkomin frá Evrópu. Sú vél bilaði hins vegar smá- vægilega í Halifax þannig að seink- un varð á komu hennar til Kefla- víkur. Það hafði þær afleiðingar að farþegar sem annars vegar voru á leið til Glasgow og hins vegar á leið til Óslóar töfðust til kl. 15 í gær- dag, en áætlað hafði verið að vél- arnar færu af stað snemma um morguninn. Vélin sem tafðist í Halifax átti að fljúga til Glasgow. Óslóar-vélin var hins vegar kyrr- sett til að farþegar sem áttu tengiflug til Evrópu kæmust áfram. Þessi seinkun hafði keðju- verkandi áhrif í för með sér og varð töf á flugi vestur um haf í gærkvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.